Morgunblaðið - 09.12.1976, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1976
Jóhann Hafstein á Alþingi í gær:
Núverandi staða og stefna
íslenzks iðnaðar
mörkuð í tíð „Viðreisnar”
Á FUNDI neðri deildar
Alþingis f gær var fram
haldið fyrstu umræðu um
frumvarp til laga um Iðn-
tæknistofnun Islands, sem
Magnús Kjartansson (Abl)
flytur. Jóhann Hafstein
(S) flutti nokkuð langa
ræðu þar sem hann ræddi
mest stefnumál Við-
reisnarstjórnarinnar, í
þeim tilgangi að hrekja
ýmis ummæli sem Magnús
Kjartansson hafði haft um
það, sem hann nefndi
stefnuleysi núverandi
stjórnar og fyrrverandi
„Viðreisnar“ í iðnaðarmál-
um.
Jóhann byrjaði sitt mál á að
nefna leiðréttinguna á gengis-
Jóhann Hafstein
Ummæli um stefnuleysi
Viðreisnarstjórnar í mál-
efnum iðnaðarins hrakin
skráningunni árin 1960 og 1961.
Sagði hann þessar leiðréttingar
hafa þá orðið iðnaðinum til hags-
bóta, þar sem iðnaðurinn hefði
verað beittur miklum rangindum
með hinni röngu gengasskráningu
sem fyrir hafði verið, og hafði
tíðkazt í tið hins margþætta og oft
óskiljanlega uppbótakerfis. Sagði
Jóhann lífskjör ekki hafa í annan
tíma verið betri en á liðnum ára-
tug — viðreisnartímabilinu —,
þegar þjóðartekjur á mann jukust
um 60% og kaupmáttur almennra
launatekna um 75%. Þá vék Jó-
hann Hafstein að stefnu í stór-
iðjumálum á sl. áratug. Sagði
hann það vera á árunum eftir
1960 sem alvarlega hefði verið
farið að tala um stóriðju hér á
landi. Þann 5. mai 1961 hafi
þáverandi iðnaðarráðherra skip-
að stóriðjunefnd, og fjórum árum
siðar, eða i ársbyrjun 1965 hafi
undirbúningur hafizt við samn-
ingu uppkasta að samningi við
Alusuisse um álverið í Straums-
vik. Sagði Jóhann að hugleiðingar
um stóriðju á tslandi hefðu vafa-
laust sprottið af þeirri nauðsyn
sem hefði verið á að tryggja nógu
mikinn vöxt í þjóðarbúskap
okkar. Sagði Jóhann að til þess að
vera öruggir um að dragast ekki
aftur úr öðrum vestrænum þjóð-
um hvað efnahag snerti, þá hefði
verið talið vænlegast að freista
þess að renna fleiri stoðum undir
islenzkt atvinnulíf en það hvildi á
þar sem ljóst hefði verið að fram-
leiðsluaukningu iðnaðar fyrir
innlendan markað hefði verið tak-
mörk sett og að framleiðsluaukn-
ing á sjávarútvegi hefði getað
brugðið til beggja vona.
„Með framangreindri hugsun
var stefnumiðið að tryggja meira
öryggi með aukinni fjölhæfni
þjóðarframleiðslunnar, en ekki
var verið að vanmeta hina geysi-
miklu þýðingu sjávarútvegsins,
sem lagt hefði til allt að 95% af
útflutningsverðmætum þjóðar-
innar,“ sagði Jóhann um stefnu
Viðreisnarstjórnarinnar i stór-
iðjumálum. Næst vék Jóhann að
stefnumótun i málefnum iðnaðar-
ins í heild i ráðherratíð sinni, en
Magnús hafi oft fundið að, að það
timabil hafi skort stefnu í
iðnaðarmálum.
Sagðist Jóhann hafa dregið
stefnu stjórnarinnar saman á
fundi Félags ísl. iðnrekenda á
fundi þess í febrúar 1966. Þar
hefði hann sagt m.a:
„I fyrsta lagi: Stefnt er að því
að rikja megi jafnrétti milli aðal-
atvinnuvega landsmanna, og jafn-
framt að þvi unnið, að hagsmunir
einstakra atvinnugreina séu ekki
fyrir borð bornir, ef það samrým-
ist hagsmunum almennings, eða
þjóðhagslegri framkvæmd.
I öðru lagi: Stefnt er að þvi að
létta tollum af vélum og hráefn-
um iðnaðarins, samfara því að
tollum sé almennt aflétt til þess
að veita almenningi ódýrara og
betra vöruval og draga með þvi úr
dýrtíð í landinu. Séð verður til
þess, að iðnaðurinn í landinu
njóti í þessu sambandi eðlilegs
aðlögunartíma og ráðstafanir
gerðar í lánamálum og á annan
hátt til að gera honum auðveldara
að tileinka sér ýmsa tækni og
aukna hagræðingu og framleiðni
til eflingar þessari atvinnugrein i
frjálsari viðskiptum.
1 þriðja lagi: Haldið verði áfram
að efla Iðnlánasjóð, svo að
iðnaðinum skapist viðunandi
stofnlánaaðstaða, jafnframt því
sem gert er ráð fyrir, að aðstaða
hans I bankakerfinu haldist til
jafns við aðrar atvinnugreinar.
Samtímis hefur verið sköpuð
aðstaða til umbóta, á sviði lána-
mála með lögum og reglugerð i
samráði við bankana til að breyta
lausaskuldum iðnaðarins i löng og
hagkvæmari lán.
1 fjórða lagi: Ríkisstjórnin hef-
ur stuðlað að því að hefjast megi i
landinu nýjar atvinnugreinar á
sviði iðnaðarins, þar sem horfur
eru á, að verð og gæði standist
erlenda samkeppni, og þjóðhags-
lega mikilvægt, að slíkar atvinnu-
greinar eflist, svo sem innlend
stálskipasmiði, samfara endur-
byggingu gamalla og úreltra
dráttarbrauta, og efling fisk-
iðnaðar, m.a. með niðursuðu og
niðurlagningu síldar til útflutn-
ings.
í fimmta lagi: Sett hafa verið
lög um rannsóknir I þágu atvinnu-
veganna og þar með stór-efldar
rannsóknir á sviði iðnaðarins á
MÞinci
vegum tveggja stofnana. I fyrsta
lagi Rannsóknastofnun iðnaðar-
ins, sem vinna á að rannsóknum
til eflingar og hagsbóta fyrir
iðnaðinn í landinu og rannsókn-
um vegna nýjunga á sviði iðnaðar
og annarrar framleiðslu, rann-
sóknum á nýtingu náttúruauð-
linda landsins i þágu iðnaðarins,
og veiti nauðsynlega þjónustu og
kynni niðurstöður rannsókna I
vísinda- og fræðsluritum. I öðru
lagi Rannsóknastofnun bygg-
ingariðnaðarins, sem vinnur að
endurbótum í byggingariðnaði og
lækkun á kostnaði við mann-
virkjagerð, hagnýtum jarðfræði-
rannsóknum og vatnsvarkjunar-
rannsóknum, kynni niðurstöður
rannsókna, veiti upplýsingar um
byggingarfræðilg efni og aðstoð
við eftirlit með byggingarefni og
byggingarframkvæmdum.
I sjötta lagi: Stefnt er að virkj-
un stórfljóta landsins, byggingu
stórra orkuvera, sem verði grund-
völlur og orkugjafi fjölþættrar
iðnvæðingar i landinu. Orkuver
landsins séu eign tslendinga, en
til þess að virkja megi í stórum
stil og undir lántökum verði risið
á sem hagkvæmastan hátt, er
tryggi ódýrari raforku, og til þess
að styrkari stoðum sé rennt undir
atvinnulif landsmanna, verði er-
lendu áhættufjármagni veitt
aðild að stóriðju, ef hagkvæmt
þykir samkvæmt mati hverju
sinni og landsmenn brestur fjár-
hagslegt bolmagn eða aðstöðu til
framkvæmdanna.
I sjöunda lagi: Rikisstjórnin
hefur leitað og mun leita samráðs
og samvinnu við samtök iðn-
rekenda og iðnaðarmanna, Félag
íslenzkra iðnrekenda og Lands-
samband iðnaðarmanna, um hags-
munamál iðnaðarins og stefnir að
þvi að efla samstarf þessara aðila
við iðnaðarráðuneytið og þær
stofnanir iðnaðarins, sem undir
það heyra, svo sem rannsóknar-
stofnanir iðnaðarins og Iðnaðar-
málastofnun lslands.“
Við mörg tækifæri önnur bæði
á Alþingi og annars staðar, hefur
stefna ríkisstónrarinnar i þessum
málum síðar verið áréttuð“, sagði
Jóhann Hafstein.
Minntist Jóhann næst á ráð-
stefnu sjálfstæðismanna í Reykja-
vík um iðnþróun á árinu ’68 og
sagði hann ályktun þess fundar
og ræðu sína á fundi Félags ísl.
iðnrekenda hafa verulega mótað
iðnaðarmálastefnu þeirra ára. I
álitsgerð ráðstefnu sjálfstæðis-
manna sagði m.a.
„Vinna þarf markvisst að því að
efnahagsþróunin verði gerð
óháðari aflabrögðum og mörk-
uóum fyrir einhæfar sjávaraf-
urðir en nú er, svo að hægt verði
að tryggja batnandi lifskjör allra
landsmanna samfara fullri
atvinnu.
Til að þvi markmiði verði náð,
bendir ráðstefnan á eftirfarandi:
1. Arðsemi og framleiðni verði
ráðandi sjónarmið við fjár-
festingu í atvinnuvegum og laga-
setningu þeirra vegna, hvort
heidur um eflingu eldri eða stof-
un nýrra fyrirtækja eða atvinnu-
greina er að ræða.
2. Auka þarf skilning opinberra
aðila og allrar þjóðarinnar á þvi,
að vel rekin og fjárhagslega sterk
fyrirtæki eru forsendur bættra
lifskjara og framfara.
Stefnt verði að stækkun
rekstrareininga í hvers konar at-
vinnurekstri, þegar sýnt þykir, að
slíkt stuðli að aukinni rekstr-
arhagkvæmni og samkeppnis-
hæfni.
3. Aukin áherzla verði lögð á
rannsóknir á orkulindum og
náttúruauðæfum landins svo og
hagnýtar rannsóknir i þágu
iðnaðar og fjárframlög til rann-
sóknarstarfsemi tryggð.
Yfír 3 þúsund áhorf-
endur á Kiamorkuna
AHORFENDUR að sýningu
Leikfélags ins í Austurbæjar-
bíói, Kjarnorku og kvenhylli,
eru nú orðnir yfir þrjú þúsund
en leikurinn hefur verið sýnd-
ur sex sinnum og eru nú aðeins
eftir ein sýning fyrir jól, á
laugardagskvöldið.
Leikfélagið er nú með fimm
sýningar á fjölunum, en fjögur
verk eru nú sýnd í Iðnó: Æsku-
vinir eftir Svövu Jakobsdóttur,
Stórlaxar eftir Ferenc Molnar
og Skjaldhamrar Jónaasar
Árnasonar og Saumastofan eft-
ir Kjartan Ragnarsson, en tvö
síðasttöldu verkin hafa verið
sýnd yfir hundrað sinnum.
Myndin er úr Kjarnorku og
kvenhylli og sjást þar Margrét
Ólafsdóttir (frú Karitas),
Klemenz Jónsson (kjarnorku-
sérfræðingurinn Epihara),
Guðmundur Pálsson (Þorleifur
alþingismaður) og Gísli
Halldórsson Valdimar, primus
motor í pólitík).
Bessi Bjarnason sem hinn fmyndunarveiki
Síðustu sýningar á
ímyndunarveikinni
SÝNINGUM er nú að Ijúka f
Þjóðleikhúsinu á gamanleikriti
Moliéres IMYNDUNAR-
VEIKKKINNI, sem sýnt hefur
verið vm við mjög góða
aðsóknnfrá því I fyrravor.
Síðustu sýningarnar verða á
fimmtudags- og laugardags-
kvöld og verða sýningar þá alls
orðnar 35. Bessi Bjarnason
leikur hinn ímyndunarveika,
en Herdis Þorvaldsdóttir leikur
vinnukonuna Toinette. Leik-
stjóri er Sveinn Einarsson. í
sýningunni eru bæði dansar og
tónlist og er hún eftir Jón
Þórarinssön. Leikritið verður
ekki tekið upp aftur eftir jól.
4. Skipulega verði unnið að því
að hagnýta erlent fjármagn og
sérþekkingu til uppbyggingar
nýrra og eldri iðngreina, enda
verði gengið tryggilega frá
samningum hverju sinni, svo að
íslenzkum hagsmunum verði
aldrei teflt í tvisýnu.
5. Rutt verði úr vegi hindrunum
og fundnar leiðir til að örva þátt-
töku almennings í arðbærum at-
vinnurekstri.
6. Þess verði gætt að Island
einangrist ekki frá mikilvægum
mörkuðum og lagt kapp á að efla
leit að mörkuðum erlendis fyrir
islenzka iðnaðarfrámleiðslu."
Vék Jóhann einnig nokkuð að
ýmsum lagasetningum i tið Við-
reisnarstjórnarinnar og taldi upp
mörg lög máli sinu til stuðnings,
að til hefði verið mörkuð iðnaðar-
stefna í tið hans sem iðnaðarráð-
herra, og að Viðreisnarstjórnin
hefði borið hag iðnaðarins fyrir
brjósti, þar sem það hefði verið
ljóst að iðnaðurinn hefði öðrum
atvinnugreinum fremur orðið að
taka á móti fjölgun mannafla á
atvinnumarkaðinum. Hvað fjár-
mögnun iðnaðarins snerti, sagði
Jóhann Hafstein, að í hans tíð
sem ráðherra hefði það ætíð verið
stefna að efla fjárhagsstöðu
iðnaðarins og að verulegur
árangur hefði náðst i þeim efn-
um. Þannig hefði iðnlánasjóður
verið stofnaður, tvisvar sinnum
hefðu lög verið afgreidd um
lausaskuldir iðnaðarins, sem gert
hefði það að verkum að þeim
skuldum hefði verið breytt I föst
lán, og loks hefði svo verið stofn-
aður norrænn Iðnþróunarsjóður
við inngöngu Islands í EFTA.
Sagði Jóhann Hafstein að frum-
varp Magnúsar Kjartanssonar
fæli það í sér að stofnanir sem
Rannsóknastofnun iðnaðarins og
Rannsóknastofnun byggingar-
iðnaðarins svo og Iðnþróunar-
stofnunin yrðu lagðar niður, og
væri það mikill agnúi þar sem
þessar stofnanir allar ynnu merkt
og mikilvægt starf i þágu iðnaðar-
ins.
Loks sagði Jóhann Hafstein:
„Af hálfu Viðreisnarstjórnar-
innar ríktý_alltaf það sjónarmið að
Framhald á bls. 26