Morgunblaðið - 09.12.1976, Síða 25

Morgunblaðið - 09.12.1976, Síða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1976 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulitrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100 Aðalstræti 6, sími 22480 Áskriftargjald 1 100.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60.00 kr. eintakið. Sterkustu rökin Matthías Bjarnason, heilbrigðisráðherra, setti í ræðu á Alþingi í fyrradag fram sterkustu rökin fyrir því, að nauðsynlegt sé að verja meiri fjármunum til byggingaframkvæmda við geðdeild Landspítalans en ráðgert er nú. í umræðum um geðdeildarmálið skýrði heilbrigðisráðherra frá því, að ef haldið yrði óbreyttri stefnu í fjárveitingum til þessarar byggingar mundu sjúkradeildir ekki verða teknar þar í notkun fyrr en á árinu 1979 og jafnvel ekki fyrr en 1980. Öllum má ljóst vera, að þegar yfir 500 sjúkrarúm skortir fyrir geðveikt fólk dugar ekki að þriggja og jafnvel fjögurra ára bið verði eftir nýjum og fleiri sjúkrarúmum. Það kom einnig glögglega fram í ræðu Matthíasar Bjarnasonar, að ráð- herrann sjálfur og ráðuneyti hans gera sér grein fyrir þeirri brýnu þörf, sem hér er á ferðinni. Þannig skýrði heilbrigðisráðherra frá því, að við afgreiðslu fjárlaga yfirstandandi árs hefði hann óskað eftir því að framlag til byggingar geðdeildar yrði 188 milljonir króna en sú upphæð var lækkuð í meðferð Alþingis í 78 milljónir króna. Þá skýrði ráðherrann frá því, að við gerð núverandi fjárlagafrumvarps hefði verið óskað eftir 185 milljónum í þessa byggingu en sú upphæð hefði verið skorin niður í 125 milljónir. Nú situr sízt á Morgunblaðinu að ásaka fjármálaráðu- neyti eða fjárveitinganefnd fyrir að beita aðhaldi og vilja draga úr verklegum framkvæmdum hins opinbera. En eins og Morgunblaðið hefur áður tekið fram skiptir höfuðmáli hver röð framkvæmda er. Og það er nákvæm- lega sama frá hvaða sjónarhorni menn skoða málefni geðdeildar Landspítalans. Það er framkvæmd, sem ber að leggja áherzlu á að hraða. Raddir komu fram um það í umræðunum á Alþingi, að eölilegt væri að bygging heilsugæzlustöðva úti um land hefði forgang fram yfir aðrar framkvæmdir á þessu sviði. Því er til að svara, að heilsu gæzlustöðvar úti um land geta ekki sinnt geðveiku fólki nema þá í mesta lagi til bráðabirgða. Geðdeildir hér á höfuðborgarsvæðinu hljóta enn unrsinn að þjóna landinu öllu, en það er svo annað mál, sem hægt er að koma að síðar, að nauðsynlegt er að geðdeildir rísi einnig úti um land. Morgunblaðið vill eindregið hvetja ríkisstjórn og Alþingismenn til þess að skoða vandlega málefni geð- deildar Landspítalans nú fyrir 2. umræðu fjárlagafrum- varps. Sannleikurinn er sá, að ef þessi framkvæmd kemst ekki á sporið á ný nú við afgreiðslu þessara fjárlaga fer svo mikill tími til spillis að úr því verður með engu móti bætt, þótt menn síðar vildu gera stórátak í þessum efnum. Það verður að gera nú. Það þolir enga bið. Fjölsóttur bændafundur 1 Amesi; Eiga bændur að semja beint við ríkið um búvöruverð? Dragbítar derra sig SALARKYNNI Félagsheimilis Árness í Gnúpverjahreppi voru þéttsetin að kvöldi sl. þriðjudags er þar komu saman til almenns bændafundar, bændur af Suðurlandi og þá einkum úr Árnessýslu. Um fjögur hundruð manns sóttu fund þennan, sem boð- aður var af hópi bænda I Árnessýslu I framhaldi af almennum bændafundi, sem haldinn var f síðustu viku á Hvolsvelli til að ræða versnandi stöðu kjaramála bænda og þá greiðsluerfiðleika, er sölusamtök sunnlenzkra bænda hafa átt við að strfða á árinu, sem nú er að Ifða. Á fundinum f Árnesi fluttu framsöguer- indi þeir Halldór E. Sigurðsson, land- búnaðarráðherra, Árni Jónsson, erindreki Stéttarsambands bænda, Jón H. Bergs, framvkæmdastjóri Sláturfélags Suðurlands, Stefán Pálsson, framkvæmdastjóri Stofn- lánadeildar landbúnaðarins, og Ágúst Þorvaldsson, stjómarmaður f Mjólkurbúi Flóamanna. Eins og skýrt var frá f blaðinu f gær kom fram f ræðu landbúnaðarráðherra, að rfkis- stjórnin hefur ákveðið að greiða að fullu þær tæplega 400 milljónir, sem eftir er að greiða af útflutningsbót um fyrir framleiðsluna 1975, fyrir 20. desembér n.k. Fundarstjórar á fundinum f Árnesi voru þeir Jón Ólafsson f Eystra-Geldingaholti og Ingvar Þórðarson á Reykjum og fundarritari Böðvar Pálsson á Búr- felli. Hér á eftir verðúr greint frá framsöguerindum og umræðum á fundinum. Afkoma bænda hefur versnað Hrafnkell Karlsson, Hrauni í Ölfusi. setti fundinn og bauð fundarmenn og frummælendur velkomna Sagði hann fundinn haldinn vegna þeirrar undir- öldu, sem nú vært að rísa meðal bænda vegna slæmrar afkomu þeirra síðustu ár og þá sérstaklega þeirrar kjaraskerðingar, sem þeir hefðu orðið að þola umfram aðrar stéttir á þessu ári Hrafnkell benti á, að árið 1973 hefðu tekjur bænda verið aðeins 79,3% af tekjum kvæntra karla i við- miðunarsfettum bænda en árið 1974 7 5,9% Sagði hann sýnt, að afkoma bænda á árinu 1975 yrði til muna lakari og kæmi þar bæði til lægra skilaverð afurða en verðlagsgrundvöll- ur hefði kveðið á um og verðbólga hefði verið ör Enn hafði hallazt á hlut bænda á þessu ári. Þá ræddi Hrafnkell málefni afurða sölufélaganna á Suðurlandi og sagði það sína skoðun, að þau væru illa rekin og þá sérstaklega Sláturfélag Suðurlands Nefndi hann í því sam- bandi verzlunarrekstur félagsins i Reykjavik og ranga uppbyggingu sláturhúsanna. Við þetta hefði bætztað félögin hefðu fengið seint greiddar út- flutningsbætur Að síðustu fjallaði hann um lánamál landbúnaðarins og sagði að það væri einn þeirra mála- flokka sem þarfnaðist lagfæringa ef tryggja ætti vöxt og viðgang land- búnaðarins i landinu. Sagði hann nauðsynlegt að tryggja að allir sem fengju lán úr Stofnlánadeild greiddu gjald til deildarinnar Hrafnkell sagði að tryggja þyrfti veðdeild Búnaðar bankans nægilegt fjármagn til útlána og taldi vafasamt að fara inn á þá braut að verðtryggja lánin en rettara væri að taka upp sérstakt gjald á heildsöluverði 1 — 1 1/2%, til að mæta þessu. Samið um út- flutningsbætur í framhaldi af dómi Árni Jónasso ., erindreki Stéttar- sambandins, sagði það mikið ánægju- efni að bændur fjölmenntu nú til funda, því hann ætti erfitt með a ímynda éer bændur sem þögulan hóp í upphafi máls síns ræddi hann stækkun verðlagsgrundvallarbúsins á síðasta ári og sagði að valið hefði staðið milli þess að minnka vinnu- magnið eða stækka búið Fyrra atriðið hefði þýtt bema kjaraskerðingu fyrir bændur og því hefði verið ákveðið að stækka búið, enda hefði aukin tækni á síðustu árurh haft í för með sér minni vinnu við hverja búeiningu Árni sagði fjarmagnslið verðlagsgrundvallar vera æði fjarri raunveruleikanum en þó hefðu afskriftir af vélum verið hækk- aðar. Árni ræddi meðal annars um áhrif verðbólgunnar á kjaramál bænda og þá miklu hækkun vaxta, sem komið hefði til á síðustu árum Bændur væru alltaf að fá á sig hækkanir á rekstrar- vörur en þeir fengju hins vegar lægri vexti af framleiðsluvörum sfnum en þeir yrðu að greiða af skuldum á rekstrarvörum Þessu næst ræddi Árni afurðalán til landbúnaðarins og kom þar fram að sumir sláturleyfishafar hafa ekki gert ser grein fyrir því að þeir geta fengið hluta af afurðalánum í byrjun sláturtíðar til að greiða kostnað við slátrunina. Hann tók þó fra/n að þetta ætti ekki við um stærstu slátur- leyfishafana og þar á meðal Sláturfélag Suðurlands. Um afurðalánin sagði Árni að menn væru ekki sammála um hversu mikil greiðslugeta sláturleyfis- hafanna væri er þeir fengju afurðalán- in. Tók Árni dæmi af 15 kílóa dilk og sagði að grundvallarverð til bóndans fyrir þennan dilk ætti að vera 8 188,35 krónur en þá væri eftir að draga frá sjóðagjöld Að viðbættum sláturkostnaði væri skilaverð dilksins 10 21 3 30 og af þessu skilaverði væri lán Seðlabankans reiknað Út á þenn- an dilk ætti sláturleyfishafi að fá í afurðalán í lok nóvembermánaðar 6.606 krónur og í desember hækkaði lánið upp í 7.466 krónur á dilk Árni bætti því við að menn mættu ekki gleyma þvi að sláturleyfishafi yrði í flestum tilvikum af greiða kostnað við slátrunina af þessu afurðaláni. Að siðustu minnti Árni á að sam- komulag milli ríkistjórnarinnar og bændasamtakanna um útfjutnings- bætur hefði verið gert eftir að dómur hefði fallið á þa lund að bændum væri heimilt að hækka verð álandbúnaðar- vörum innanlands til að mæta verðbót- um á útfluttum búvörum Útflutningsbætur greiddar fyrir 20. des. n.k. Halldór E. Sigurðson, landbúnaðar- ráðherra sagði að Ijóst væri að veruleg umskipti til hins betra yrðu í islenzkum efnahagsmálum á árinu 1976 Sagði ráðherrann að hlutfall viðskiptahalla sem hlutfall af þjóðarframleiðslu myndi lækka úr 1 1,5% í fyrra í 3,6% á þessu ári. Einnig hefði hægt á verðbólgunni og ótvirætt miðaði I jafnvægisátt i þjóðarbúskapnum á þessu ári og þvi næsta. Ráðherrann tók fram að á tveimur síðustu árum hefðu allar stéttir þjóðfélagsins orðið að láta nokkuð af kjörum sinum um sinn, og ætti þetta jafnt við bændur sem aðrar stéttir en á næsta ári gæti hagur fólks farið vax- andi á ný Ekki mætti þó ætlast til skyndibreytinga á kjörum. Ráðherrann benti á að þegar rætt væri um kjör bænda yrði að hafa í huga að Sexmannanefnd gæti ekki i verðlagningu sinni tekið reitt sig á að tíðarfar bændum hagstætt eða óhag- stætt á því ári, sem verðið ætti að gilda. Sagði ráðherrann að tekjur bænda hefður farið batnandi frá árinu 1970 til 1975 samanborið við tekjur viðmiðunarstéttanna ef miðað væri við skattframtöl. Meðalbrúttótekjur kvæntra bænda hafa vaxið úr 31 1 þús kr árið 1970 í 1552 þús kr árið 1 975 eða um 399% Viðmiðunarstétt- irnar hafa hins vegar að sögn ráðherr- ans ekki hækkað nema um 31 7% eða úr 406 þús. kr árið 1 970 i 1 693 þús árið 1975 Halldór sagði að sam- kvæmt þessu hafðu bændur því haldið sinu og sist verr en aðrar stéttir að undanförnu. Halldór vék þessu næst orðum sin- um að afurðalánum landbúnaðarins og sagði að þau hefðu að krónutölu hækk- að um 563% frá árinu 1970 þar til nú Vísitala búvöruverðs hefði hækkað um 349% þetta tímabil Raunveruleg verðmætaaukning lánanna sagði ráð- herrann vera á þessum árum 47,6% Um rekstarlán landbúnaðarins sagði ráðherrann að þau hefðu tvöfaldast á árinu 1 975 en betur þyrfti að gera. Upphæð útflutningsbóta sagði Halldór að hefði alltaf verið áætluð tala í fjárlögum og í flestum árum hefðu útflutningsbæturnar orðið meiri en tala fjárlaga sagði til um. Rakti ráðherrann þessu næst ástæður þess að áætlun um útflutningsbætur í fjárlögum 1976 hefði reynst of lág. Fyrst væri, að talið hefði verið að árferði sumarið 19 75 ylli verulegum samdrætti f framleiðslu hjá bændum, einkum á mjólk, gert hefði verið ráð fyrir að verð á íslenzku lambakjöti í Noregi og Svíþjóð ætti eftir að hækka á árinu 1976 en þar- lend yfirvöld hefðu ákveðið að greiða niður hækkanir á eigin framleiðslu og þvl hefði orðið að greiða meiri út- flutningsbætur en áætlað var Almenn afkoma ríkissjóðs hefði ver- ið með þeim hætti að varlega hefði orðið að fara I hækkun ríkisútgjalda 1976 Halldór gat þess að útflutings- bætur hefðu ekki farið hlutfallslega hækkandi miðað við heildarútgjöld ríkissjóðs Halldór sagði að nú hefði rikisstjórn- in ákveðið að greiða að fullu það sem ógreitt væri af útflutningsbótum frá fyrra ári fyrir 20 desember n.k Þá hefði landbúnaðarráðuneytið haft for- göngu um að reyna að tryggja fullt verð fyrir gæruframleiðsluna 1975 og lagt fram fé I þvi sambandi Almennt um útflutningsbæturnar sagði Halldór að það væri sín skoðun að haldið yrði áfram að greiða út- flutningsbætur en útflutningsbætur mættu þá ekki verða til þess að draga úr viðleitni mmanna til að ná sem bestu verði erlendis. Of mikið væri að greiða meira en helming verðsins með útflutningsbótum Einnig sagði ráð herrann að setja yrði reglur um hvenær greiða ætti útflutningsbæturnar Styrkur Slátur- félagsins felst í fjölbreyttum reksti Jón H. Bergs, framkvæmdastjóri Sláturfélags Suðurlands, sagði að á þessu hausti hefðu farið fram óvenju- miklar umræður meðal bænda og starfsmanna þeirra um kjaramál og lánamál landbúnaðarins Sagðist hann ekki minnast jafn mikilla umræðna um þessi mál á 25 ára starfstíma að afurðasölumálum landbúnaðarins. Bar- átta forystumanna bænda hefði verið sífelld varnarbarátta. Sagði Jón að það væri að vonum að bændur á Suður- landi kæmu nú saman til að ræða kjaramál sín Árferði tvö síðustu ár héfði valdið bændum á Suðurlandi stórfelldu tjóni. Verðlagsyfirvöld hefðu tregðast við að viðurkenna að fullu hinar ýmsu kostnaðarhækkanir og stundum staðið á ríkisstjórninni að staðfesta þær Þá sagði Jón að fáir ef nokkrir slátur- leyfishafar hefðu enn gert upp að fullu við framleiðendur meðalverðlags- grundvallarverð fyrir sláturafurðir frá haustinu 1975 Jón tók fram að Sláturfélag Suðurlands hefði á undan- förnum árum getað skilið bændum fullu verðlagsgrundvallarverði og greitt vexti á eftirstöðvar frá áramótum til greiðsludags og þar hefði komið til styrkur félagsins, sem felst í fjölbreyti- legum rekstri og þar á meðal verzlana- rekstri Jón fór þessu næst nokkrum orðum um uppgjör Sláturfélagsins fyrir inn- Furðulegt var að hlýða á tvo þingmenn, þá Lúðvík Jósepsson og Benedikt Gröndal í sjónvarps- þætti í fyrrakvöld, tala digurbarkalega um, að ríkis- stjórnin og Sjálfstæðisflokkurinn væru einhverjir svik- arar í landhelgismálinu og þegar í stað ætti að lýsa því yfir, að engir samningar kæmu til greina við EBE. Hver er ferill þeirra tveggja manna, sem þannig tala i land- helgismálinu? Lúðvík Jósepsson sagði, þegar fyrst var rætt um 200 sjómílna fiskveiðilögsögu sumarið 1973, að hún mætti bíða, hún mundi koma einhvern tíma en það yrði ekki fyrr en að lokinni hafréttarráðstefnu! Henni er ekki lokið enn og hefði Lúðvík fengið að ráða sætum við enn uppi með 50 mílur. Ekki var Benedikt Gröndal betri. Hans fyrstu viðbrögð við 200 mílunum voru þau að gera grín að þeim og segja, að talsmenn þeirra vildu færa fiskveiðilögsögu íslands upp á miðjan Grænlandsjökul! Hver voru viðbrögð þessara tveggja manna við Óslóar- samningunum, sem tryggðu viðurkenningu Breta á 200 mílunum og brotthvarf brezkra togara úr íslenzkri fisk- veiðilögsögu? Báðir lögðust gegn samkomuiaginu í Ósló og töidu það svikasamninga. Svo eru þessir dragbítar að derra sig nú. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1976 25 Halldór E. Sigurðsson Ámi Jónasson Jón H. Bergs Hrafnkell Karlsson legg frá haustinu 1975 og sagði að ekki hefði reynst unnt að gera upp vegna tafa á greiðslum útflutningsbóta en nú væri landbúnaðarráðherra búinn að gefa þá yfirlýsingu að það sem vantaði ætti að greiðast fyrir 20. desember og væri það fagnarðarefni Fram kom hjá Jóni að þegar Slátur- félagið fékk afurðalán sitt 25 nóvem- ber sl. voru dregin frá þeirri upphæð ógreiddar útflutningsbætur frá ríkis- sjóði vegna framleiðslunnar 1975. Ákveðið hefði verið að innheimta á afurðalánum frá 1975 yrði látin bíða þar til rfkissjóður hefði greitt út- flutningsbæturnar og þannig hefði félagið nú fengið að nýju lán hjá Seðla- bankanum að upphæð 60 milljónir króna en alls á Sláturfélagið inni ógreiddar útflutningsbætur að upphæð um 100 milljónir króna Sagði Jón að þessar 60 milljónir hefðu strax þá um daginn. þriðjudag, verið greiddar út í reikninga bænda. Fram kom hjá Jóni að eftir að bændur hefðu fengið þessa síðustu greiðslu væri eftir að greiða 2% af grundvallarverðinu 1975 og það yrði greitt til bænda um leið og ríkissjóður greiddi útflutningsuppbæturnar en lofað væri að þær kæmu fyrir 20. desember n.k. Um afurðalánin sagði Jón að þar hefði í raun verið um afturför að ræða Lánin hefðu hlutfallslega lækkað, áður hefði verið lánað út á slátur og innmat, sem heild en nú væri aðeins lánað út á lifur, hjörtu, og nýru. Ein skerðingin hefði verið 1 975 en þá var tekinn upp sá háttur að veita ekki afurðalán út á sauðfjárafurðir að fullu fyrr en um jól Jón sagði ályktun bændafundarins á Hvoli um að sláturleyfishafar fengju afurðalán, sem gerði þeim kleift að greiða minnst 80% af skilverði á haustnóttum, hefði verið sannarlega tímabær Tók hann dæmi af því, að ef Sláturfélagið hefði átt að greiða út 80% á haustnóttum 19 75 hefði félagið þurft að hafa um 1 50 milljon kr meira fé til ráðstöfunar en það væri einmitt svipuð upphæð og ef afurða- lánin væru hækkuð úr 6 7% í 80% af vöruverðinu. Að síðustu sagði Jon, að oft gleymdist að sláturleyfishafar yrðu að greiða kostnað við slátrunina strax á haustin og eins væri að þær tölur, sem nefndar hefðu verið um prósentuhlut- fall afurðalán hefðu verið villandi. Með þeirri fyrirgreiðslu, sem sláturleyfis- hafar fengju í sínum viðskiptabanka og væri misjöfn, gæti afurðalánið ekki numið hærri upphæð en 66% af skila- verðinu, en það væri grundvallarverðið að viðbættum sláturkostnaði Um orð Hrafnketils, að sláturfélagið væri illa rekið fyrirtæki sagðist Jón ekki vera viss um þekkingu hans á rekstri félagsins. Ástæðan fyrir því að félagið hefði getað greitt grundvallar- verð væri fjölbreyttur rekstur þess. Verslanir félags hefðu skilað hagnaði og sá hagnaður færi til eigenda félags- ins, bændanna Ekki hægt að ganga lengra i verðtryggingu Stefán Pálsson, framkvæmdastjóri Stofnlánadeildar landbúnaðarins gerði grein fyrir starfsemi deildarinnar og sagði, að tekjur deildarinnar af föstu- tekju stofnun hefðu á árinu 1975 verið 391,5 milljónir kr en deildin hefði þurft að greiða af teknum lánum 407 milljónir eða 1 5 milljónum meira en tekjurnar væru Sagði Stefán, að þegar þessi staða hefði verið Ijós, hefðu stjórnvöld ákveðið að taka til endur- skoðunar starfsemi deildarinnar og í þeim tilgangi hefði landbúnaðarráð- herra skipað nefnd til að semja tillögur að breytingum Ekki sagðist Stefán geta greint frá tillögum þessar nefndar en það væri samdóma álit hennar að ekki væri hægt að ganga lengra í þá átt að verðtryggja lánin og ekki mætti gleyma því að verðtrygging væri í raun vextir. Fram kom hjá Stefáni, að rætt hefði verið um að leysa vanda Stofnlána- deildarmnar með því að leggja 1% jöfnunargjald ofaná verð búvöru. Um það að aðilar, sem ekki greiddu í deildina fengju lán úr henni. sagði Stefán. að allir búvöruframleiðendur væru skildugir til að greiða 1 % gjald af verðmæti framleiðslunnar og ef það væri ekki greitt þá væri það brot á lögum Ákveðnir erfiðleikar væru á að innheimta þetta gjald af t d eggjafram- leiðendum, en Framleiðsluráð sæi um innheimtuna Stefán sagði það sína skoðun að útlántakmarkanir til þessara aðila væru ekki rétta leiðin, því þá teldu þeir sér ekki skylt að greiða til deildarinnar. Að lokum sagði Stefán að lán verð- deildar Búnaðarbankans til jarðakaupa hefðu hækkað með tilkomu fjármagns úr lífeyrissjóði bænda Þá væri nú lánað til frumbýlinga út á bústofn Eigum að semja við rlkisstjórnina Hermann Guðmundsson, Blesa- stöðum, spurði hvers vegna verð- hækkanir sem taka hefðu átt gildi nú 1. desember hefði verið frestað Sagði hann verðlagsgrundvöllinn alltaf vera að skekkjast og taldi rétt að samið væri beint við ríkisstjórnina um verð á búvöru Hermann sagði fulltrúa neyt- enda í sexmannanefnd miskunnarlausa og þeir hugsuðu um það eitt að verð búvöru væri sem lægst en alltaf þegar á reyndi væri leitað til ríkisstjórnarinn- ar Sagði Hermann það vera gleðiefni að heyra Jón Bergs segja að fullt rgrundvallarverð fengist fyrir sauðfjár- innleggið frá haustinu 19 75 og bændur væru ánægðir að heyra að greiða ætti útflutningsbæturnar fyrir 20. desember. Gerði Hermann þessu næst að um- talsefni aðstöðu ungs fólks til að hefja búskap í sveit og bar það saman við ef ungur maður keypti sér bát. Sagði að sá sem keypti bátinn fengi um 90% að láni en sá sem keypti jörð fengi 1 600 þúsund krónur. Ágúst Þorvaldsson, Brúnastöðum. og stjórnarmaður í Mjólkurbúi Flóa- manna, minnti á þann samdrátt, sem orðið hefði í mjólkurframleiðslunni á Suðurlandi vegna óþurrka tvö sfðustu sumur og sagði að 1975 hefði verið áætlað að mjólkurframleiðslan yrði 59 milljon kíló en framleiðslan hefði hins vegar ekki orðið nema 5 7 milljon kiló Af þessum sökum hefði vantað 1 30 krónur á hvern lítra mjólkur til bóndans en alls hefði vantað 1 80 upp á að fullt verð lítra hefði náðst í fyrra fyrir mjólk- ina Lagði Ágúst á það áherslu að islenskir bændur þyrftu að vinna að því að þeir kæmust i sömu aðstöðu og bændur á Norðurlöndunum sem fá greitt nær jafnóðum við innlegg 90% af búvöruverðinu Sagði hann Seðlá- bankann geta leyst þennan vanda Ágúst hvatti ríkisstjórnina til að stinga á þvi kýli, sem verðbólgan væri og til þess hefði hún fengið stuðning 2/3 þjóðarinnar Hvatti hann til þess ð greitt yrði úr ^þeim frumskógi sem afurðalánin væru sýnilega komin inn í og minnti að lokum á samþykkt Fulltrúaráðsfundar Mjólkurbús Flóa- manna þess efnis að endurkaupalán Seðlabankans yrðu aukin þannig að bændur gætu fengið 90% af afurða- verðinu eigi síðar en einum mánuði eftir innlegg og sagðist treysta núverandi stjórnarflokkum með 42 þingmenn til að koma þessu máli í höfn Komnir á sláturfélags- aldurinn Páll Lýðsson, Litlu-Sandvík. sagði sunnlenska bændur áður hafa komið saman til fjölmenns fundar til að mót- mæla en fyrir 10 árum hefði 700 manna fundur mótmælt tillögum um fóðurbætisskatt. Páll ræddi nokkuð málefni Mjólkurbús Flóamanna og varpaði fram því hvort ekki hefði verið skynsamlegt að fara varlega i fjár- festingu í fyrra fyrst ekki náðist fullt grundvallarverð Hann spurði um hvort tap hefði orðið á rekstri mjólkurbúða Samsölunnar í Reykjavík Sagði Páll rangt af stjórnendum Mjólkurbúsins að fóðra lélega afkomu búsins, því hún ætti að birtast bændum og öðrum Spurði Páll hvort heimilt væri að taka fullar fyrningar eða svokallaðar flýtifyrningar nema fyrirtækið skilaði hagnaði en þetta hefði Mjólkurbúið gert Páll lauk máli sínu með að segja að stjórnendur Mjólkurbúsins væru ekki komnir á Sláturfélagsaldurinn en bændafundur ætti að verða til að styrkja forystusveitina, þó stundum þyrfti að draga þá út á vaðið eins og fé í smalamennskum Engilbert Hannesson, Bakka i Ölfusi. sagði það hafa verið næsta furðulega ákvörðun af hálfu Lands- bankans að neita Mjólkurbúi Flóa- manna og Samsölunnni um fyrir- greiðslu í fyrravor til að gera cipp mjólkurinnleggið Engilbert ræddi af- komu afurðasölufélaganna á Suður- landi á siðustu árum og varpaði að síðustu þeirri spurningu til ráðamanna. Bændafundurinn í Arnesi gerði eftirfarandi ályktanir: Verðlagsmál. Almennur bændafundur hald- inn í Árnesi vekur athygli á erfiSri fjárhagsstöSu bænda sem stafar aSallega af eftirfarandi: 1. VantaB hefur 20—30% á kaup þeirra samkvæmt kaupi viðmiðunarstéttar undanfarin ár. 2. Grundvallarverð náðist ekki á mjólk á sl. ári sem nemur 80 þús. kr. á meðalbú hjá mjólkurbúi Flóamanna. 3. Enn hafa ekki borist fullnaðarskil sauðfjárafurða fyrir sl. ár. 4. Óþurrkar á Suður og Vesturland sl. 2 sumur. Fundurinn beinir eftirfarandi til stéttarsambands bænda og stjórnvalda. 1. Að endurskoðaður verði gjaldaliður verðlagsgrundvallar búsins fjármagnsliðurinn og aðrir kostnaðarliðir sem eru algjörlega óraunhæfir. 2. Bændur fái án tafar hækkanir á afurðaverði sem ir eiga lögboðin rétt til vegna hækkunnar á framleiðslu kostn- aði og launum. 3. Afurðalán verði hækkuð svo að sláturleyfishöfum verði gert kleyft að greiða minnst 80% sauðfjárafurða á hausti og mjólkurbúum að greiða 90% mjólkurafurða á framleiðsluárinu. Stjórnvöld geri sérstakt átak til þess að slík fyrirgreiðsla fáist nú þegar handa bændum á óþurrka- svæðunum. Almennur fundur bænda á Suðurlandi haldinn í Árnesi bendir á þá staðreynd að bændur hafa ekki óskað eftir niðurgreiðsl- um á landbúnaðarvörur, heldur eru þær fyrst og fremst hag- stjórnartæki rikisvaldsins. Þess vegna óskar fundurinn eftir þvi, að kannað verði hvort ekki sé rétt að hætta niður- greiðslum á kjöti og kjötvörum, en í þess stað verði söluskatti aflétt svo sem gert er með mjólk, fisk, kartöflur, egg og nýja ávexti o.f I. ráðherra og alþingismanna. hvort ekki þyrfti þarna úrbóta við Sagði Engilbert að margir baendur væru nú komnir i greiðsluþrot, Hann mótmælti þvi að Sláturfélaginu væri illa stjórnað, hvað sneri að starfsemi félagsins í Árnessýslu en hvatti til að greiðslur til bænda yrðu látnar sitja fyrir kaupum á glæstum höllum Ásmundur Sæmundsson, Stokks- eyri sagði þennan fund engan skemmtifund Bændur væru óánægðir með sín mál og þar þýddu lítt orð ágætra manna svo sem landbúnaðar- ráðherra Sagði hann bændur á Suður- landi vera vana að fá jólaglaðning frá Sláturfélaginu og sýnt væri að svo yrði einnig nú en það væri þá betra að einhverjar verslanir væru opnar til að versla í fyrir aurana Spurði hann hvers vegna 4 til 5 mánuðir þyrftu að liða frá innleggi stórgripa þar til greiðslur fyrir þá færu að sjást Ásmundur lauk orðum sinum með því að segja að vonandi væru þingmennirnir farnir að huga að stólunum, því kosningar yrðu að tveimur árum liðnum. Bændur fá ekki nógu fljótt greitt fyrir framleiðsluna Magnús Finnbogason á Lágafelli fagnaði því hversu margir hefðu komið saman til þessa fundar. Sagði Magnús landbúnaðarráðherra hafa orðið tíðrætt um hvað bændur hefðu það nú i raun gott En ráðherrann hefði gleymt að taka það með í reikninginn hversu bændur fá laun sin seint greidd og brennimerkt af verðbólgubálinu Magnús sagði höfuðvanda bænda nú vera að þeir fengju ekki nógu fljótt greitt fyrir framleiðsluvörur sinar Laun bænda verða að biða i meir en hálft ár að mestum hluta en þó á venjulegum innlánsvöxtum Ekki sagðist Magnús ætla að gera að umtalsefni málefni Sláturfélagsins heldur bíða með ýmis innanrikismál þess þar til á aðalfundi þess En hann varpaði fram þvi að þegar talað væri um að félagið greiddi bændum 64,3% af grundvallar verði 14 kilóa lambs og aðrir sláturleyfishafar greiddu jafnvel 80% væri oft nefnt að kaupfélögin gætu i skjóli verslunar við bændur greitt hærra, hvers væri þá hlutur verslana Sláturfélagsms Ættu þær ekki að geta vegið upp á móti hlut kaupfélaganna Að siðustu sagði Magnús að bændur hefðu ekki aðrar stofnanir til að ná út sinum launum en sölufyrirtæki sin og að þeim yrðu bændur að standa óskiptir íbúðabyggingart sveitum úr Stofnlánadeild Steinþór Gestsson. alþingismaður á Hæli. sagði að vegna tals um út- flutningsbætur og þá upphæð sem verið hefði i fjárlögum þessa árs væri rétt að eitt kæmi fram Við afgreiðslu fjárlaga hefðu þeir fulltrúar í fjárveit- inganefnd, sem styðja rikisstjórnina. á fundi með landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra fengið það skýrt tekið fram að þó ákveðin upphæð væri ætluð til útflutningsbóta i fjárlögum yrðu þær greiddar i samræmi við gild- andi lög. Um lánamál landbúnaðarms sagði Steinþór Ijóst að Stofnlánadeild- in stæði höllum fæti og breyta þyrfti reglum hennar Varpaði hann fram þeirri hugmynd hvort ekki væri rétt að taka íbúðabyggingar í sveitum út úr Stofnlánadeildinni en fella þær i þess stað undir Byggingarsjóð Þetta hefði að visu i för með sér kostnaðarauka fyrir bændur en þá losnuðu bændur líka við forrétfindi og hægt yrði að fá meira fé til að byggja upp atvinnu- húsnæði fyrir búskapinn Steinþór lauk máli sínu með því að segja að þessi fundur væri honum stuðningur. sem fulltrúi þessa fólks á Alþingi Þessi fundur væri ekki dæmi um þrýstihöpa, sem mjög væri nú talað um Jón Helgason alþingismaður í Segl- búðum, sagði fundi sem þennan þrýsta á þá sem fyrir bændastéttma vinna Ekki var Jón sannfærður um ágæti þess að semja beint við rikið Sagði hann fulltrúa neytenda i Sexmanna- nefnd byggja rök sin á búreikningum og erfitt væri fyrir fulltrúa framleiðenda að halda fram hærri tölum Fram kom i máli Jóns að erlendis hefðu náðst stórir áfangar í kynbótum til að auka og bæta ullarframleiðsluna og sagði íslendinga þurfa að huga vel að málum i þeim efnum Sagðist Jón fyrst og fremst hafa haft gagn af þessum fundi Framhald á bls. 26 Um fjögur hundruð sunnlenskir bændur komu saman til almenns bændafundar I félagsheimilinu Árnesi ífyrrakvöld. Ljósm. Mbl. t.g.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.