Morgunblaðið - 09.12.1976, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1976
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
GUÐBJARGAR ANDERSEN,
Víðimel 38.
Ása Andersen
Guðbjörg Ása Andersen
Móðir okkar
INGIBJORG KETILSDÓTTIR.
frá Ófeigsfirði,
sem lést 3 desember, verður jarðsungin föstudaginn 10 desember frá
Fossvogskirkju kl 1 3 30
Synir hinnar látnu.
t
Inmlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför
JÓHÖNNU FINNSDÓTTUR,
Vifilsgötu 19.
Maria Finnsdóttir og fjölskylda.
t
Innilega þakka ég ykkur öllum auðsýnda samúð við fráfall systur
minnar,
ELÍNAR GOTTSVEINSDÓTTUR
Matthildur Gottsveinsdóttir
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
bróður okkar,
SKAFTA EGILSSONAR
Melgerði 4
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks, deild A-3 Borgar
spítalanum
Systkinin.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
NJÁLS JÓNASSONAR,
Siglufirði
Sigurður Njálsson Guðný Þorsteinsdóttir
Guðjón Njálsson Heiðdis Eysteinsdóttir
Sigurlaug Njálsdóttir Óskar Jónsson
og barnabörn
t
Faðir okkar. tengdafaðir. afi og langafi
SIGURÐUR BENEDIKTSSON,
siómaður
Langholtsvegi 7,
er lést 3 desember, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn
10 desember kl 3
Erla Sigurðardóttir,
Þórhildur Sigurðardóttir,
Reynir Sigurðsson
Valgerður Sigurðardóttir
t
Þökkum inrulega auðsýnda vináttu og samúð við fráfall og útför
AXELS V. TULINIUS
lögfræðings
Áslaug Tulinius
Hrefna Tulinius Guðmundur Ármannsson
Alberta Tulinius Kristinn Helgi Halldórsson
Guðrún Halla Tulinius
Helga Tulinius
bamabörn, systkini og tengdasystkini
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför
eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa,
SIGMUNDAR LÚÐVÍKSSONAR
Sléttahrauni 24.
Reynheiður Runólfsdóttir
Margrét Sigmundsdóttir Þorsteinn Hraundal
Anna Alexia Sigmundsdóttir Einar óuðmundsson
Sigrún Jónína Sigmundsdóttir
Dagbjört Erna Sigmundsdóttir
Sigmundur Öm Sigmundsson
Erla Björk Sigmundsdóttir og barnaböm
Dr. Símon Jóhannes
Ágústsson — Minning
Símon Jóhannes Agústsson er
látinn. Með honum er horfinn
merkur fræðimaður og mannvin-
ur. Þeim sem þekktu hann bezt og
nutu vináttu hans er mikill
sjónarsviptir að brottför hans.
Hér verður ekki rakin ætt né
æviágrip. Símon fæddist 28.
september 1904 að Kjós í Reykjar-
firði á Ströndum. Foreldrar hans
Ágúst Guðmundsson og Petrína
Sigrún Guðmundsdóttir var
dugnaðarfólk, sem lét hörð lifs-
skilyrði norðurhjarans ekki buga
sig. Efnahagur mun hafa verið
þolanlegur, en þrengdist nokkuð,
þegar Ágúst bóndi lézt, Slmon var
þá 10 ára. Hann tók þvi frá
bernsku þátt I daglegum störfum,
bæði við búskap og sjósókn. Fátt
benti þá til þess, að hann myndi
komast til hárrar menntunar og
hljóta doktorsnafnbót frá einum
frægasta háskóla álfunnar.
Óvenjulegar gáfur Símonar
komu þó snemma í ljós samfara
brennandi fróðleiksþrá. Á
unglingsaldri komst hann til
Reykjavíkur, sótti þar kvöldskóla
jafnframt þvi sem hann vann
fyrir sér, lauk gagnfræðaprófi og
settist i lærdómsdeild mennta-
skólans. Að loknu stúdentsprófi
1927 hóf hann nám við Háskólann
i París í sálarfræði, uppeldisfræði
og heimspeki. Umskiptin frá út-
kjálkalifi uppvaxtaráranna til
hámenningar Parisar, þar sem
flestir menntastraumar mætast
og margir eiga uppsprettu sina,
orkuðu sterklega á næman hug
hins unga stúdents og gerbreyttu
lífsviðhorfi hans. Frá barnæsku
hafði hann haft yndi af ljóðum og
sjálfur ort ofurlítið. Nú las hann
verk hinna viðfrægu frönsku
skálda og lagði stund á fagur-
fræði. Símon sagði mér eitt sitt
frá því, að á þessu skeiði hafi
hann heimsótt Einar Benedikts-
son, sem þá var búsettur i París,
fengið honum nokkur kvæða
sinna og beðið um álit hans.
Þegar hann kom seinna að vitja
umsagnar hins dáða skálds, rétti
Einar honum blöðin með þessum
orðum: Þú skalt reyna að yrkja
aldrei verr en þetta. Þótt i þessum
tviræðu orðum felist varfærin
viðurkenning, varð hún hinum
næma ljóðunnanda fremur
viðvörun en hvatning. Hann
sökkti sér niður í vísindin, lauk
licencié és lettres prófi 1932,
hlaut árið eftir styrk úr sjóði
Hannesar Arnasonar og lauk
doktorsprófi 1936 með miklu riti
um kenningar þýzka uppeldis-
fræðingsins Georg Kerschenstein-
ers.
Með Hannesar Árnasonar fyrir-
lestrum sínum við Háskóla
Islands og ritinu Mannþekking
1945, sem þeir urðu stofn að,
sýndi dr. Símon tvo höfuðkosti
sína sem fræðimaður: stranga
hlutlægni og gát í staðhæfingum
og einstaka lipurð að skýra flókin
viðfangsefni á ljósu og einföldu
máli. Áður en Mannþekking birt-
ist, hafði hann gefið út tvær frum-
samdar bækur: Leikir og leikföng
og Þroskaleiðir, báðar 1938, en
auk þess þýtt tvær bækur um
þroska og uppeldi barna fram að
skólaaldri, og hina þriðju: Ævi-
sögu Beethovens eftir franska
Nobelsskáldið Romain Rolland
1940. Arið eftir var dr. Simon
kjörinn félagi i Vísindafélag ís-
lendinga. Siðan kom Mannþekk-
ing 1945, sem fyrr var getið, en
það ár var dr. Simon skipaður
prófessor í heimspeki við Háskóla
íslands og gegndi hann því
embætti hartnær þrjá áratugi,
unz hann baðst lausnar fyrir
aldurs sakir.
Af framangreindum bókum má
ráða, hvert var aðaláhugamál hins
unga menntamanns: þekking
mannsins á sjálfum sér og stöðu
sinni i samfélagslegu og efnislegu
umhverfi sínu. Þessi sálfræðilegi
og frumheimspekilegi áhugi kem-
ur einnig fram í bókinni Játning-
ar, sem Simon átti frumkvæði að
og annaðist útgáfu á. I henni gera
13 þjóðkunnir menn, meðal
þeirra Símon sjálfur, grein fyrir
lífsviðhorfi sinu. — Rit Símonar
eru fleiri en hér sé rúm að telja.
Nokkurra skal þó enn getið. List
og fegurð 1953, fagurfræðilegar
hugleiðingar, sem höfundur
tileinkar minningu ömmu sinnar
og afa, Hagnýt Sálarfræði 1956,
Álitamál 1959, fræðilegt greina-
safn höfundar; Um ættleiðingu
1964 og Sálarfræði 1967. Sálar-
fræði ber glögglega svip af
Mannþekkingu, varðveitir beztu
kosti hennar, en sýnir um leið,
hvernig Símon leitast óaflátan-
lega við að fylgjast með fram-
vindu þessarar margbrotnu fræði-
greinar. Snemma árs 1965, meðan
dr. Simon var önnum kafinn við
að semja Sálarfræði, byrjaði hann
víðtæka rannsókn á lestraráhuga
og lestrarefni barna, í skóla og
eftir eigin vild. Fyrra bindi þessa
mikla rannsóknarverks, Börn og
bækur, birtist 1972, en á siðara
bindið, sem nú er nýútkomið,
lagði Simon siðastu hönd á
sjúkrabeði sinum, vel vitandi að
dauðinn nálgaðist hann „blakkur
og kaldur", eins og fyrrgreint
eftirlætisskáld hans orðar það.
Dr. Símoni hlotnaðist sú ánægja
að sjá síðara bindið fullgert, áður
en hann andaðist.
Við Símon kynntumst fyrst að
ráði, þegar hann dvaldi í Þýzka-
landi vegna rannsókna fyrir
doktorsritgerð sína. Þá bundumst
við vináttu, sem aldrei rofnaði.
Símoni lék þá flest i lyndi, er
hann gat, laus við fjárhagsáhyggj-
ur, helgað sig rannsóknum sínum.
Skömmu eftir að hann settist að
hér á landi, kvæntist hann Aðal-
heiði Sæmundsdóttur, en hún dó
1946 frá tveim ungum sonum
þeirra. Harmaði Símon hana
mjög. Síðar kvæntist hann Stein-
unni Bjarnadóttur, og gekk hún
sonum hans drengilega i móður-
stað. Eldra drenginn misstu þau,
óvenju gáfað ungmenni. Yngri
sonurinn, dr. Baldur, lífefna-
fræðingur, hefur veitt föður sin-
um margvlslega aðstoð, eftir að
heilsu hans tók að hnigna. Þannig
hefir Simon fengið að kynnast
hamingju og hörmum, en um
áhrif slíkrar reynslu fær enginn
skyggnzt að fullu inn i annars
geð.
Flest rit dr. Simonar, sem fjalla
um sálarlif, bera vitni nærgætni
hans og umhyggju vegna annarra,
einkum barna og unglinga. Dýpst
i eðli sínu var hann mannúðar-
sinni og mannvinur og fann sér-
staklega til með þeim, sem mega
sín minnst í voru harðlynda
samfélagi. Hann var um langt ára-
bil sálfræðlegur ráðunautur
Barnaverndanefndar Reykjavik-
ur og Barnaverndarráðs Islands.
Hygg ég að næmur skilningur
hans og réttlætiskennd hafi þar
oft auðveldað farsællega lausn
viðkvæms vandamáls.
Vegna gáfna sinna, víðtækrar
menntunar og hleypidómalausrar
réttsýni eignaðist Simon marga
góða vini, enda var hann vinfast-
ur. Því munu margir harma
ótimabæran dauða hans. Það
hefði verið ánægjulegt, ef honum
hefði hlotnast rólegt ævikvöld eft-
ir annasama starfsævi. En dauð-
inn spyr ekki um hentugleika.
Ég votta konu hans og syni,
systrum hans og öðrum honum
nákomnum innilega samúð mina.
Matthias Jónasson.
Svalur siðmorgunroói baðar
Esju, frostkalt logn er við strönd-
ina og hemingur á sundum og
vogum, en snarpur næðingur á
hálsum Mosfellssveitar. Loft allt
er heiðrikt og tært, nema hvitur
skýjakúfur á Skarðsheiði.
Grunnstingull kurlast með
hrökkvandi kristalshreimi undir
hælum. Biturt kul þyngir brjóst á
göngu minni upp fjallið. Ég rifja
upp liðin ár og fyrstu minningar
um Simon Jóhannes Ágústsson.
Sérhver lína hrauns og fjalla er
hreinskiptin og skýr og um hug
fer sú aðkenning, að vel fari svali
þessi og heiðríkja við minningu
Símonar. Hvar kynntumst við
f^rst? Hugur hvarflar frá atviki
til atviks, en skyndilega slær
römmum bjarkarilmi fyrir nasir
mér og eitt andartak dregur lauf-
skrúð og eyfirzka vornæturbirtu
fyrir fjallahringinn. Við erum
nokkur saman stödd i lystigarðin-
um á Akureyri og Þórarinn
Björnsson kennari á öðru starfs-
ári sínu við menntaskólann rifjar
upp minningar frá París. I æfin-
týraglýju rís heimsborgin fyrir
innri sjónum okkar. Gott eiga
þeir, sem þar mega koma. Þórar-
inn lýsir Simoni með skýrum,
næmum orðum svo sem honum
Minning:
GesturL. Fjeldsted
bóndii Haukatungu
Fæddur: 22. febrúar 1891.
Dáinn: 2. desember 1976.
1 dag er til moldar borinn Gest-
ur L. Fjeldsted, fyrrum bóndi að
Haukatungu I Kolbeinsstaða-
hreppi.
Gestur var næst yngstur 12 syst-
kina og er nú sá hópur allur við
fráfall hans.
Fyrstu minningar mínar af
þeim hjónum, Gesti og Kristínu I
Haukatungu, eru frá bernskuár-
um mínum, þegar ég ungur snáði
fékk að fara með föður minum I
heimsókn til bróður hans.
Ferð með langferðabíl Helga
heitins Péturssonar vestur á
Snæfellsnes var ævintýri í mínum
augum og vegalengdin virtist svo
mikil að með ólikindum þótti mér
þá, hvernig hægt væri að rata
rétta leið.
En árin liðu og leiðin vestur að
Haukatungu varð mér vel kunn.
Sem drengur var ég i nokkur
sumur í sveit hjá þeim Gesti og
Kristinu og frá þeim sumrum
starfar ljómi í endurminning-
unni.
Alúð, umhyggja og nærgætni
var höfð i hávegum og heillaði
sveitarlifið svo ungan pilt, að öll
tækifæri voru notuð um langa
hríð til að komast til Gests, og
Kristinar og sona þeirra Sigvalda
og Lárusar, en Ingveldur dóttir
þeirra var þá I þann mund að
hefja búskap á Kaldárbakka með
manni sinum tJlfari, sem nú er
fallinn frá.
Ég hef oft þakkað fyrir það að
verða þess aðnjótandi að kynnast
lifi og starfi fólksins i sveitinni,
starfi sem byggir upp en brýtur
ekki niður, starfi sem fellur og
stendur með náttúrunni sjálfri.
Mér er ljúft að minnast sam-
verustunda okkar fyrir vestan
sem og þess tíma, er Gestur dvaldi
hjá foreldrum minum, þegar
hann átti erindi til Reykjavíkur.
Það var skemmtilega að þvi far-
ið, er hann bað mig að benda sér á
fallegustu gimbrina í Mýrdalsrétt
forðum og gaf mér hana siðan til
ásetnings.
Hann var ósár á að lána mér
reiðhestinn sinn til útreiða, svo
tryggt væri að litli frændi væri
ekki verr ráðandi en aðrir.
Gáskafullar umræður þeirra
pabba voru ánægjulegar enda átti
Gestur óvenju auðvelt með að láta
gleðistraum sinn snerta aðra.
En þegar þeir bræður sneru tali
að liðnum tima og alvöru líðandi
stundar sást festa i svið þeirra,
sem sýndi mér og sannaði að
lifsins braut er ekki auðgengin.
Þann 21. desember 1964 missti
Gestur konu sína Kristínu
Kjartansdóttir, hina mestu sóma
konu I^ hvívetna. Eftir það hætti