Morgunblaðið - 09.12.1976, Page 46

Morgunblaðið - 09.12.1976, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1976 FIMM OG HÁLFUR MÁNUÐUR VAR STARFSTlMI KNAPPS t FRÁSÖGN Morgunblaðsins f gær um kostnað KSl af landsliðs- þjálfaranum Tony Knapp var ekki rétt farið með dvalartíma hans hérlendis s.I. sumar. Kom Tony Knapp hingað I aprfl og var fram til 20. september, þannig að starfsttmi hans hjá sambandinu var um fimm og hálfur mánuður. Lækkar kostnaðurinn þvf niður f rösk 500 þúsund á mánuði. Fyrsti leikurinn, þar sem Tony Knapp stjórnaði íslenzku landsliði s.l. sumar, var er unglingalandsliðið keppti við Luxemburg f Evrópu- keppni unglinga, en sá leikur fór fram 14. aprfl. Var Tony Knapp sfðan með fslenzka unglingalið- inu f úrslitakeppninni f Ung- verjalandi, þar sem leiknir voru þrfr leikir. A-landsliðið lék svo sex landsleiki á árinu og þrjá úrvalsleiki og drengjalandsliðið lék þrjá leiki, en Tony Knapp stjórnaði einnig þajlfun þess. Fyrst unnu Svíar NORÐMENN og Svíar léku tvo landsleiki í handknattleik um helg ina og fóru þeir báðir fram í Noregi Úrslit fyrri leiksins urðu þau, að Sviarnir sigruðu 13—11, eftir að staðan hafði verið 8—6 þetm í vil i hálfleik, en seinni leikinn unnu Norðmenn 13—12 eftir að hafa verið 3 mörk yfir i hálfleik: 7—4. Báðir þessir leikir þóttu nokkuð harðir, en blöðin hrósa liðunum fyrir góðan og vel útfærðan varnarleik. í fyrri leiknum skoraði Claes Riben- dahl flest mörk fyrir Svia. 5, en Sven - svo Norðmenn Tore Jacobsen skoraði fiest mörk fyrir Noreg, 3. í seinni leiknum skor- aði Ingemar Augustsson flest mörk fyrir Svíþjóð, 3, en markhæstur í liði Norðmanna urðu Terje Ekeberg og Erik Nessem sem skoruðu 3 mörk hvor. Norsku og sænsku blöðin eru sam- mala um það i umfjöllun sinni um leiki þessa, að norski markvörðurinn Morgan Juul hafi verið bezti maður vallarins i báðum leikjum, og hafi varið hin ótrúlegustu skot. mmm Leikmenn ftalska liðsins Juventus (f röndóttum búningi) tryggðu sér f gærkvöldi rétt til áframhaldandi þátttöku f UEFA-bikarkeppninni. Þessi mynd er tekin f UEFA-leik við Manchester United og er það Brian Kidd sem er að senda knöttinn f mark Italanna. „flruggu" liðin SEXTAN liða úrslit UEFA- bikarkeppninnar f knattspyrnu fóru fram f gærkvöld og verða það grfska liðið AEK, ftalska liðið Juventus, enska liðið Queens Park Rangers, spánska liðið Barcelona og Atletico Bilbao, a- þýzka liðið Magdeburg, belgfska liðið Molenbeek og hollenzka liðið Feyenoord sem tryggðu sér rétt til þátttöku f átta liða úrslit- unum. Flestir leikirnir f sextán liða úrslitunum buðu upp á mjög mikla spennu og hörku, en ekki er hægt að segja að úrslit leikj- anna hafi komið svo mjög á óvart. Var það helzt í leik Kölnar og Q.P.R. annars vegar og Milan og Atletico Bilbao hins vegar sem örugg forysta sem Q.P.R. og Bilbao höfðu eftir fyrri umferð- ina var verulega ógnað. Bæði liðin komust þó áfram, en staða Q.P.R. var þeim mun naumari, að marka- tala liðsins og Kölnar var jöfn, en enska liðið komst áfram, þar sem það skoraði mark á útivelli. Rauða-Stjarnan —AEK Gífurleg barátta var i leik júgóslavneska liðsins Rauðu- Stjörnunnar frá Belgrad og gríska liðsins AEK frá Aþenu í leik þeirra i Belgrad í gærkvöldi. AEK hafði unnið fyrri leikinn 2—0, og raðaði liði sínu upp i vörn þegar frá upphafi leiksins í gærkvöldi. Gekk þó illa að ráða við. friska framherja Rauðu- Stjörnunnar og þegar á upphafs- mínútunum skoraði Baralic fyrir lið sitt. Þegar svo Filipovic bætti öðru marki við skömmu síðar var staðan orðin jöfn. Þegar svo Savic skoraði þriðja mark Rauðu- Stjörnunnar ætlaði allt um koll að keyra á áhorfendapöllunum, en þar voru um 90 þúsund manns. Fagnaðarlætin hljóðnuðu þó fljót- lega. Grikkirnir náðu góðri sókn og Vestur-Þjóðverjinn f liði þeirra, Walter Wagner, skoraði. í seinni, hálfleik var Rauða stjarnan í stanzlausri sókn, en þá tókst Grikkjunum að verjast öll- um áhlaupum þeirra og halda marki sínu hreinu. Urslitin urðu því 3—1 fyrir Rauðu-stjörnuna og samanlögð markatala úr leikjun- um tveimur 3—3. Hið eina mark sem AEK skoraði á útivelli kemur því liðinu í undanúrslitin. Schachtor — Juventus í Donetzk í Sovétríkjunum mætti heimaliðið Schachtor ítalska liðinu Juventus. Leikur þessi þótti nokkuð tilþrifalítíll, en sovézka liðið var þó heldur meira í sókn og á 35. minútu tókst Shevlyuk að skora eina mark leiksins. Það nægði Sovétmönn- um þó skammt, þar sem Juventus hafði unnið fyrri leikinn 3—0 og heldur þvi áfram i keppninni. Köln — Q.P.R. Fyrri leik þessara liða, sem fram fór á heimavelli Queens Park Rangers, hafði enska liðið unnið 3—0, þannig að veganesti þess í förinni til Vestur- Þýzkalands gat tæpast verið í krappan dans komust betra. Þegar svo Don Masson skoraði fyrir Q.P.R. þegar á 4. mínútu f leiknum f Köln, mátti telja Englendingana örugga að komast áfram. En Þjóðverjarnir voru hins vegar ekki á því að láta sig. Þeir hófu mikla sókn að marki Q.P.R. og svo fór að lokum að Q.P.R. mátti þakka þessu marki Massons á útivelli að liðið komst áfram í keppninni. Köln skoraði þrjú mörk með stuttu millibili i fyrri hálfleik og gerðu þau Dieter Múller, Hannes Loehr og Wolfgang Weber. Þegar svo Múller bætti öðru marki sfnu vað þegar i upphafi seinni hálf- leiks og Dave Clement var rekinn af velli, átti Köln góða möguleika á að komast áfram. En þrátt fyrir ævintýralega góð færi oftsinnis í seinni hálfleiknum tókst Köln ekki að bæta fleiri mörkum við og verður þvf að bíta í það súra epli að sitja heima þegar næsta um- ferð keppninnar fer fram. Barcelona — Öster 1 Barcelona á Spáni lék heima- liðið FC Barcelona við sænska liðið Öster að viðstöddum 65.000 áhorfendum. Var þarna um að ræða leik kattarins að músinni og þegar upp var staðið hafði Barcelona skorað fimm mörk gegn einu, og heldur þvf áfram í keppninni með samanlagða markatölu 8—1. Eins og svo oft áður var þá hollendingurinn Johan Cruyff sem var maðurinn á bak við sigur Barcelona. Hann gerði reyndar ekki nema eitt mark sjálfur, en átti góðan þátt að þremur öðrum. Asensi skoraði 2 mörk fyrir Barcelona og Clares og Heredia sitt markið hvor. Fyrir öster skoraði Everson, þegar langt var liðið á leikinn. Milan — Atletico Bilbao Atletico vann fyrri leikinn 4—1 og þvá var ekki óeðlilegt að leik- menn liðsins legðu megin áherzlu á vörn i leiknum í Ítalíu. Staðan i hálfleik var 0—0 og úrslit máttu þvi heita ráðin. En f seinni hálf- leik sýndi Milan sannkallaðan stjörnuleik, ákaft kvatt af 40 þús- und áhorfendum tókst Milan að skora þrjú mörk og voru þá aðeins 6 mínútur til leiksloka. Calloni gerði 2 þessara marka og Biasiolo eitt. En þremur minútum fyrir leikslok tókst miðherja Spánverj- anna, Roja, að skjóta sér inn fyrir vörn Milan-liðsins og varð hann ekki stöðvaður nema með svo grófu broti að dæmd var vita- spyrna sem Madariaga skoraði úr. Komst þvi Bilbao áfram í keppn- inni — samanlögð markatala úr leikjunum tveimur var 5—4, þvf i vil. Videoton — Magdeburg Aðeins 8 þúsund áhorfendur fylgdust með leik þessum, enda mátti segja að úrslitin væru ákveðin fyrirfram þar sem Magdeburg hafði unnið fyrri leik- inn 5—0. Urslit f leiknum í Ung- verjalandi var 1—0 sigur heima- laðsins og skoraði Magy markið á 11. mínútu. Magdeburg kemst því í undanúrslitin. Samanlögð markatala var 5—1. Schalke 04 — Molenbeek Þrátt fyrir nær stanzlausa sókn vestur-þýzka liðsins Schalke 04 að marki belgíska liðsins Molenbeek tókst því ekki að vinna upp eins marks forskot belgiska liðsins frá leiknum í Belgiu. Jafntefli varð í leiknum i gærkvöldi 1—1 og voru bæði mörkin skoruð i fyrri hálf- leik. Abramczik gerði mark Schalke 04 en Teugels skoraði fyrir Molenbeek. Ahorfendur að leik þessum voru um 40.000. Feyenoord — Espanol 1 leik þessum var aldrei spurn- ing um hvort liðið myndi sigra, heldur miklu fremur um hve stór sigur Feyenoord yrði. Og úrslitin urðu 2—0. Skoruðu Willy Kreuz og Nico Jansen mörkin. Feyen- oord vann einnig fyrri leikinn, 1—0 og heinni. ÞRÓTTUR Aðalfundur handknattleiks- deildar Þróttar verður haldinn fimmtudaginn 9. desember að Langholtsvegi 124 og hefst kl. 20,30 stundvíslega. Hreinn, Ágúst og Jón fá tilboð frá bandarískum háskólum ÞRtR fslenzkir frjálsiþrótla- menn hafa á síðustu dögum fengið tilboð ýmissa banda- rfskra háskóla um að gerast keppendur skólanna og jafn- framt að stunda þar nám. Yfir- leitt er hér um gylliboð að ræða, því vanalega bjóðast skólarnir tii að greiða öll kennslugjöld og fæði og húsnæði viðkomandi, en þar mun vera um að ræða fjárhæð- ir sem skipta þúsundum dollara. Þessir frjálsíþrótta- menn sem um ræðir eru þeir flreinn Halldórsson, Agúst Ás- geirsson og Jón Diðriksson. Hreinn fékk tilboð frá Oregon State University svo og frá University of Nevada. Sagði Hreinn í viðtali við Mbl. að hann mundi hafna báðum til- boðum af ýmsum ástæðum, sem hann vildi þó ekkí tilgreina frekar, en þar á meðal voru heimilisástæður. Ágúst fékk tilboð einnig frá University of Nevada svo og frá Eastern Kentucky University. Sagði Ágúst í viðtali við Mbl. í gær að hann hefði vissulega mikinn áhuga á að komast inn á móta- kerfi bandarísku háskólanna, því þar væri tryggð góð og mikil keppni. „Með því að taka einhverju boðanna mun skapast sá möguleiki að árangur manns á hlaupabraut- inni breytist úr því að tilheyra sæmilegri meðalmennsku í eitt- hvað raunverulegt," sagði hann. Sagði Ágúst ennfremur að margir hefðu grætt gífur- lega á að keppa fyrir banda- ríska háskóla hvað afrek snertir og því væru þessi boð vissulega freistandi. Það væri þó í mörg horn að líta áður en einhverjar ákvarðanir væru teknar, og nauðsyn væri að fá frekari upplýsingar um skólana og keppnir þeirra. „Mig hefur löngum dreymt um að hlaupa míluna á skemmri tíma en 4 mínútum, og þar sem ég tel mig ekki vera nema um 3—4 sekúndur frá því marki, þá verður þetta kannski eina tæki- færið til þess,“ sagði Ágúst að lokum. Jón Diðriksson hefur fengið tilboð frá Christian University of Mexico og University og New Mexico, en m.a. hefur Kenýa- maðurinn Mike Boit stundað þar nám nú síðustu misseri. Segist Jón hafa hafnað boði kristilega háskólans um að koma þangað í janúar n.k., en bað um að þeim möguleika yrði haldið opnum að hann gæti komið þangað haustið 1977. „Tilboðið frá New Mexico er mjög freistandi," sagði Jón í gær „en maður verður að at- huga þessi mál mjög vel áður en gengið verður að nokkru. Þegar stefnt er hátt verður maður samt að reyna að nota góð tækifæri þegar þau bjóðast, og því ætla ég að nota tímann og athuga minn gang,“ sagði Jón að lokum. Ljóst er að Hreinn Halldórs- son mun afþakka þessi boð, enda er hann þegar bundinn heimili og á þess vegna erfiðara um vik en þeir Ágúst og Jón. Ekki er að efa að þeim hefur verið boðið upp á tækifæri til að skipa sér jafnvel á bekk meðal beztu hlaupara í heiminum, því mjög vel er séð um íþróttamenn í háskólum Bandaríkjanna, og svo til allt bandaríska Ólympíuliðið samanstendur af fólki úr háskólunum. Þetta gæti kannski orðið upphaf að því að fleiri frjálsíþróttamenn fái slík boð, en óneitanlega hafa t.d. sænskar frjálsíþróttir notið góðs af veru margla sænskra íþróttamanna í bandarískum háskólum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.