Morgunblaðið - 10.12.1976, Side 2

Morgunblaðið - 10.12.1976, Side 2
34 GUÐ verndi okkur fyrir vinum okkar Einkum þó Suðurkóreönum þessa dagana. Eitt sinn fóru frjáls riki heims í stríð gegn hinum ófrjálsu fyrir Suðurkóeru. En það verður ekki annað séð af seinustu atburðum í Suðurkóeru en ráðamenn þar, og þó öllu heldur ráðamaðurinn þar, vilji búa svo um hnútana, að riki hins frjálsa heims endurtaki þetta ekki, eða hugsi sig a.m.k. tvisvar um áður. Í frelsisokum hljótum við nú enn að taka Suðurkóreu fram yfir Norðurkóeru, rétt eins og við hlutum að taka Suðurvietnam fram yfir Norðurvietnam (þótt ekki væri nema vegna þess, að alltaf var von um betri tið í Suðurkóeru og Suðurvietnam, þótt frelsið í báðum væri nokkuð vafasamt, en hins vegar engin von í mótrikjum þeirra, kommúnistaríkjunum þvi, að ráðamenn þar beittu ekki aðeins kúgun, heldur var kúgunin aðal og kjarni stefnu þeirra). Það léttir okkur að vísu ekki skylduna, en þyngir hana. En skytdaokkar er sú að sjá til þess, að mannréttindabrot þeirra, er við viljum halda við lýði. verði gerð heyrinkunn og þau fordæmd. Fáir þjóðarleiðtogar hafa gildari ástæðu en Park hag Hee forseti Suðurkóeru. til þess að vara þjóðir sínar við yfirvofandi árás kommúnistat n þvi minni ástæðu hefur Park lika til þess að nota hættuna i þvískyni að herða eigin tök á landslýð sínum. Það eykur einungis hættuna af kommúnistum, þar eð lýðræðissinnaðir andstæðingar forsetans hljóta að hneigjast æ meir til samúðar með óvininum fyrir norðan. Æviráðning En þetta er nú einmitt það, sem Park forseti er að gera Árið 1 9 72 var lögbundin ný stjórnarskrá fyrir Suðurkóeru Meðal ákvæðanna þar var eitt þess efnis, að Park forseti mætti sitja embætti sitt ævilangt En hann fékk þar líka stóraukin völd Honum var heimilað að stjórna með tilskipunum, fangelsa menn án málsrannsóknar, segja dómurum fyrir verkum, koma á ritskoðun, banna gagnrýni, reka hvern sem væri úr starfi Um fram allt annað var þó það. að forsetanum var heimilað að gripa til þessara ráða hvenær, sem hann teldi öryggi ríkisins krefjast þess Upp frá því hefur miðað hraðbyri til einræðis og harðstjórnar i Suðurkóreu, líkast þvt, sem geríst hjá Kim II Sung norðan við landamærin, Eða nærri því — ekki alveg. Og þess vegna getur enn skipt nokkru að vekja athygli á þróun mála i Suðurkóreu Ekki er öll von úti meðan einhver smuga er til umbóta En það er ekki við gott að eiga Það sést glöggt af skýrslu Amensty International. sem samin var eftir rannsókn í Suðurkóreu i fyrravor Þeir, sem sakaðir eru um pólitiska glæpi eiga sér ýmsan rétt i lögum En sá réttur er oftast nær að engu hafður Grunaðir menn og sakborningar hafa verið pyntaðir Lögmönnum sakbominga er hótað til hlýðni Sakarefni eru svo mörg, að aldrei verður skortur á föngum til að dæma (Tveir menn t d sitja inni fyrir þá sök, að þeir sögðu i blöðum. að dauðarefsing væri siðferðislega óverjandi, ríkisstjórnin léti sig engu skipta hag fátæklinga og menn hefðu verið pyntaðir til þess að játa sakir. sem þeir hefðu aldrei framið En allar þessar staðhæfingar eru bannaðar og refsiverðar) Dómarar hafa verið barðir til hlýðni Þegar menn höfða mál á hendur rikisstjórninni kemur ósjaldan fyrír, að dómari meinar ákæranda að kalla til vitni Dómarar taka einnig við ákærum og sakarskýrslum um meinta glæpi stjórnarandstæðinga án þess að spyrja neins ellegar halda yfirheyrslur Og altitt er, að verjandi fái alls ekki að sjá þessi málsskjöl Hafi mjög alvarlegar stjórnmálasakir verið bornar á einhvern stjórnarandstæðing þykir yfirvöldum oft vissast að handtaka helztu vitni hans fyrir eitthvað, svo að þau verði honum ekki til hjálpar í réttinum Þá hefur lögmönnum sakborninga verið meinaðað hitta skjólstæðinga sína að máli Átta hengdir — fyrir hvað? Þetta var nú dálítil upptalning En víkjum nú að sérstöku máli j aprílmánuði 1975 voru átta fangar. sakaðir um félagsskap í „Þjóðbyltingarflokknum” svo nefnda. dæmdir og hengdir Áður höfðu farið fram réttarhöld í máli þeirra En þau réttarhöld fóru í bága við almennilegt réttarfar í flestum greinum. Fyrst er frá því að greina, að aðalákærandinn og fulltrúar hans tveir drógu sig í hlé og kváðust ekki mundu halda fram ákærunum því, að þær væru tilefnislausar (Dómsmálaráðherra komst svo að orði, að „ákærendur hefðu sífellt óhlýðnazt skipunum yfirboðara sinna í þessu máli'). Nú vatt réttarhöldunum fram Það fór svo, að allmargir hinna ákærðu voru sýknaðir Þeir voru þá ákærðir jafnharðan aftur Enn frémur eru órækar sannanir þess, að margir fanganna hafi verið pyntaðir til að játa á sig sakir En því má svo bæta við, að mörg sönnunargögn sækjenda i málinu hefðu ekki einu sinni þótt frambærileg í Sovétríkjunum eða Suðurafríku (Sakborningar áttu að hafa þegið fé af manni nokkrum í október árið 1 973. En sá góði maður hafði dáið í apríl það ár Þá átti starfsmaður timburverzlunar að hafa greitt sakborningunum úr sjóðum verzlunarinnar. Starfsmanninum var ekki leyft að neita þessu og embættismenn gerðu bókhald verzlunarinnar upptækt og stungu undir stól Enn má telja, að einum var gefið að sök, að hann hefði fengið skipamr frá Norðurkóreu Ekkert var þessu til „sönnunar” nema það, að maðurinn átti alvanalegt útvarpstæki) Verra var þó það, að lögmönnum sakbornmga var ekki leyft að yfirheyra vitni sækjenda skjóli lýðræðis- skrums HAHM SUK HON: Japanir fangelsuðu hann, þá Norður- Kóreumenn, þá stjórn Syngmans Rhee í Suður- Kóreu — og nú er Park forseti tekinn við. BEMHARD LEVI\ lýsir því á áhrifaríkan hátt hvernig þeir í Soðnr-Kóren - landinn, sem frjálsi heimorinn frelsaði nr klóm konunnnista - ern nn óðnm að verða síst betri sjálfir. Kölluðu sækjendur 42 vitni málstað sinum til framdráttar — meðan lögmenn ákærðra voru fjarstaddir Réttarhöldin fóru fram i skrifstofu dómara (forsætisráðherrann lýsti yfir því, að ekki hefði verið pláss handa áheyrendum eða ættingjum sakborninga; var það álika og þá er sovézk yfirvöld færa ástæður til þess, að aldrei er pláss i réttinum fyrir ættingja ákærðra andófsmanna). Ekki mátti leiða vitni til málsbóta ákærðum, engir erlendir blaðamenn máttu vera við réttarhöldin, aldrei hafa verið lögð fram nein eftitrit af málsskjölum. En sakborningum var lýst svo i dagblöðum. bæklingum. á veggspjöldum og i sjónvarpi. að þeir væru „glæpamenn og niðurrifsmenn" Var hamraðá þessu meðan réttarhöldin stóðu yfir. Og hinir átta sakborningar, sem dæmdir voru til dauða. voru liflátnir tafarlaust; þeir fengu aldrei ráðrúm til þess að áfrýja dómnum. Tólfmenningarnir Þetta var í fyrra. Nú skal rakið enn nýrra mál. Hinn 1. marz síðast liðinn (það er mikill hátíðisdagur í Suðurkóreu Þann dag árið 1919, risu Suðurkóreanar upp gen Japönum, sem þá réðu landinu) rituðu 1 2 mikils háttar menn í Suðurkóreu undir yfirlýsingu. Þetta voru lögfræðingar. prestar, háskólakennarar og fyrrverandi stjórnmálamenn, meðal þeirra mótframbjóðandi Parks forseta frá því 1971, og annar. fyrrum forseti. En yfirlýsingunni var stefnt gegn ýmsum valdboðum Parks, svo sem banni við allri stjórnarandstöðu, en beðið eindregið um það, að lýðræði yrði komið á aftur, okinu létt af dómsmálunum, og blöð gefin frjáls. í yfirlýsingunni var þess og farið á leit, að Park forseti segði af sér. Skjalið var svo lesið upp í Myong-Dongdómkirkju i Seoul. Það skiptu engum togum, að 10 þeirra. sem rituðu undir. voru handteknir og einnig aðrir átta, sem grunaðir voru um það, að hafa verið með í ráðum Voru allir sakaðir um það að vilja steypa ríkisstjórn landsins. Ýmislegt annað var þeim og gefið að sök; áttu þeir að hafa „rangfært staðreyndir i efnahagsmálum”, „gagnrýnt Park forseta í prédikunum” og „gagnrýnt stjórnarskrána”. Flestir hinna ákærðu voru kristnir prestar — öldungakirkjumenn, ! rómversk-kaþólskir og kvekarar. Þó bera réttarhöldin ekki fyrst og fremst keim af trúarofsóknum. En krikusöfnuðir í Kóreu eru hins vegar framarlega I baráttunni gegn harðstjórninni. Og áfram með málið. Einn ! hinna ákærðu, Hahm Suk Hon, leiðtogi kvekara hann er nefndur ;„Gandhi Suðurkóreu”). er hálfáttræður. Annar er 78 ára. þriðji 72. Og önnur tveggja ákærðra kvenna er 61 árs. A.m.k. einn sakborningur. Kim Dae Jung, sem fór nærri því að sigra Park í forsetakosningunum (1971 (og var reyndar mjög nærri drepinn í kosningabaráttunni þá), er alvarlega veikur Réttarhöldin reyndust skrípaleikur einn. Sakarefnin voru fáránleg, j(þess skal getið. að í yfirlýsingunni var afsagnar Parks krafizt á þeirri forsendu, að Suðurkóreu yrði ekki til lengdar forðað við kommúnisma með neinu öðru móti). og handhafar réttlætisins brutu lög margsinnis í réttarhöldunum. Eitt sinn neituðu dómarar t.d. að hlusta á nokkurt vitni ,verjenda Einnig var ættingjum sakborninga og jafnvel lögmönnum þeirra meinað að hitta þá. En í ágúst voru allir sakborningarnir loks fundnir sekir og dæmdir í tveggja til átta ára fangavist. Allir eru þeir búnir að áfrýja dóminum. Aftur á móti er eftir að tiltaka daginn, sem málið verður tekið upp aftur. . . Þyngstu dómana hlutu Vun Po Sun, fyrrum forseti (hann vantar einn í áttrætt), Kim Dae Jung, og Hahm Suk Hon. Sá síðasti nefndi á sennilega met Hann hefur verið fangi Japana, Norðurkóreana, ríkisstjórnar Syngman Rhee i Suðurkóreu og nú Parks forseta. Eftir réttarhöldin komst Hahm svo að orði um félaga sína; „Þetta eru beztu menn þjóðarinnar. Þeir þurfa ekki að skammast sín fyrir neitt”. Kim kardínáli, leiðtogi kaþólikka í Suðurkóreu. sagði, að „réttarhöld þessi kynnu að þagga niður í þjóðinni”. Og sú hefur án efa verið ætlunin. Góði dátinn Svæk Ýmsir sakborninganna létu engan bifbug á sér finna i réttahöldunum, nema siður væri Einkum var Hahm þó óhræddur. Hér er smákafli úr orðaskiptum hans við einn dómarann; Hahm hafði verið að vekja athygli á þvi, að fæðingardagurinn i kærunni gegn sér væri rangur. „Nú", sagði dómarinn, „hvenær ertu þá fæddur?" „Ég er búinn að svara því svo oft", sagði Hahm, „og svo margir eru búnir að skrifa það hjá sér, að þér fynduð það áreiðanlega. ef þér leituðuð Getið þið ekki haft bókhaldið í lagi?" „Setjizt niður", sagði þá dómarinn. „Reynið nú að haga yður eins og manni sæmir og breyta samkvæmt samvizku yðar i þessum réttarhöldum. Minnízt þess nú. að þetta er sögulegur viðburður Það kann að vera, að þér skeytið ekki návist guðs En þér ættuð þá a m k. að hafa i huga dóm sögunnar", svaraði Hahm Lee Oo Jung, önnur kvennanna, sem ákærðar voru, átti jafnvel enn skemmtilegri samræður við dómara Þaer voru miklum mun likari orðaskiptum í Góða dátanum Svæk en sýndarréttarhöldum Hún sagði. að vörðurinn um dómhúsið væri svo góður, að hún hefði verið stöðvuð og henni meinuð innganga, er hún ætlaði að mæta i réttinn. Spurði hún, hvers konar framkoma það væri, að meina mönnum að láta dæma sig „Hvers konar réttarhöld eru það, sem sakborningar mega ekki verða viðstaddir?" Ég hygg, að enginn muni telja mig hliðhollan Norðurkóreönum ellegar kommúnisma. Mér er vel Ijóst, að vanstilltar hótanir þess iskyggilega manns, Kim II Sungs, í garð Suðurkóreana eru ekkert gamanmál Ekki heldur hættan á árás að utan og undirróðri innan lands i Suðurkóreu Park Chung Hee forseti og stjórn hans hafa gildar ástæður til þess að vera á varðbergi, því miklar hættur steðja að þeim En það mun ekki stoða Suðurkóreana gegn óvininum að mæta einræði með einræði, sýndarréttarhöldum með sýndarréttarhöldum og dómglæpum með dómglæpum En Park forseti á nú leik á borði Hann á þess kost að vinna aftur virðingu þeirra manna á vesturlöndum sem þykjast sviknir af stjórn hans; hann getur einnig eflt mjög varnir lands sins En til þess, að þetta megi verða, þarf hann að náða alla sakborningana i þeim skammarlegu réttarhöldum, sem ég lýsti hér á undan Og ég vona, að hann láti verða af þvi — BERNARD LEVIN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.