Morgunblaðið - 10.12.1976, Page 4
36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976
ERLENDUR JÓNSSON, JÓHANN HJÁLMARSSON og SIGURÐUR HAUKUR
Fjölmennt
skáldaþing
tSLENZK LJÓÐ 1964—1973. 319
bls. Bókaútg. Menningarsj. Rvfk
1976.
ÞRÍR hafa valió í þetta safn:
Eiríkur Hreinn Finnbogason,
Guðmundur G. Hagalín og Fríða
Á. Sigurðardóttir. 1 formála, sem
þau undirrita öll, kveða þau sam-
vinnu sína hafa gengið „með
ágætum". Ennfremur segir í for-
málanum: „Hér er ekki um að
ræða úrval úr ljóðagerð áratugar-
ins, heldur eins fjölbreytilegt
sýnishorn hennar og við töldum
stærð bókarinnar leyfa.“
Gerð er grein fyrir valinu og
síðan ségir meðal annars:
„Eíns og bækurnar sem valið
var úr mega kallast úrval okkar
úr um 240 bókatitlum þá eru og
ljóð hvers einstaks höfundar sam-
ræmt úrval okkar þriggja úr
skáldskap hans á tímabilinu. Það
er langt frá þvi að við veldum
alltaf sömu ljóðin og værum sam-
mála fyrsta kastið. En við unnum
úr tillögunum þannig að við
yrðum ávallt sammála um niður-
stöðurnar."
Um nefndarmenn langar mig að
segja þetta: Hagalín þekkja allir.
Hann hefur, auk eigin ritstarfa,
verið gagnrýnandi áratugum sam-
an, einnig sent frá sér ritgerðir
um ljóðlist. Hann hefur þvi flest-
um betur fylgst með því sem hér
hefur gerst á vettvangi undan-
farna áratugi. Þess utan var hann
svo lengi bókafulltrúi ríkisins. Sú
staða gerir kröfu til bókfræði-
þekkingar. Eiríkur Hreinn hefur
líka verið gagnrýnandi. Og meðan
hann var borgarbókavörður fóru
vitanlega um hendur hans allar
bækur, ljóðasöfn sem annað, er út
kom á sama tima. 1 nefnd af þessu
tagi þarf að vera að minnsta kosti
einn bókfróður maður. Hér voru
þeir tveir. Um þekkingu Fríðu Á.
Sigurðardóttur á íslenskri ljóðlist
hef ég ekki minnstu hugmynd né
heldur hvernig eða hvers vegna
henni hefur snjóað ofan i þessa
nefnd. Nema hvað ráða má af
formálsorðunum að hún hafi
reynst jafnoki karlanna — ger-
andi ráð fyrir að hin góða „sam-
vinna“ nefndarmanna hafi byggst
á raunverulegu jafnræði.
Sextíu og eitt skáld hafa þau
þremenningarnir tekið upp í bók-
ina. Dálaglegur fjöldi það. Af því
hefur tvennt leitt: 1) háar gæða-
kröfur hefur ekki verið unnt að
gera 2) aðeins örfá ljóð var hægt
að birta eftir hvert skáld að
meðaltali; mörg skáldin eru
þarna með tvö til fjögur ljóð
hvert.
Þetta er fjölmennt skáldaþing
og sýnir að því leyti breiddina í
íslenskri nútímaljóðlist. Hins veg-
ar gefur það kléna hugmynd um
ljóðlist hvers og eins. Ég skal
koma með dæmi: Þóroddur
Bðkmenntlr
eftir ERLEND
JÓNSSON
Guðmundsson frá Sandi sendi frá
sér eitt ljóðasafn á áratugnum,
sem um ræðir, og það stórt
(Leikið á langspil, 1973). Það
skiptist í þrjá sundurleita kafla.
Úr því hafa nefndarmenn valið
tvö kvæði en — bæði úr sama
kaflanum, lík að formi og yfir-
bragði, Hörpuljóð og Upprisu-
hátíð. Bestu kvæðin í safni Þor-
odds eru að mínum dómi Hreiður-
tfð og kvæði sem Þóroddur orti
eftir Guðmund Kjartansson. Þau
hefði ég valið í sýnisbók. En þau
tvö hefðu þó alls ekki nægt til að
gefa allsæmilega hugmynd um
ljóðlist Þórodds það held ég mér
sé óhætt að fullyrða. Til þess
þyrfti að minnsta kosti jafnmörg
kvæði og kaflarnir eru I um-
ræddri bók og helst fleiri.
Meðal ungra skálda sem ég tel
hafa fengið þarna of sparlega af-
greiðslu nefni ég sérstaklega
Steinunni Sigurðardóttur. Hún er
með aðeins þrjú Ijóð en t.d. Nína
Björk með sjö. Ég get fallist á að
leggja þær að jöfnu ef lagt er á
þær einhvers konar gæðamat.
Steinunn á sérstæðan tón,
kómíska myndvísi, en þarf að les-
ast vandlega, er ekki öll þar sem
hún er séð.
Hitt ber svo að virða að allmörg
skáld hafa fengið svo ríflega inni
í þessu safni að á betra verður
tæpast kosið í ekki stærri bók.
Raunar finnst mér þeir hafa notið
tvöfaldrar náðar nefndarmanna
því valið úr ljóðum þeirra hefur
jafnframt tekist betur, hygg ég,
en valið úr bókum hinna Ijóðfáu.
Sú tilviljun má vera allt í senn:
ósjálfráð, náttúrleg og mannleg.
Einatt sakna ég þarna góðs
skaps og léttrar lundar, en skelli
þeirri skuld ekki á nefndarmenn,
þeir geta vart ausið af þvf sem
naumast er til. Allmörg skáldin í
þessu safni bera synd heimsins á
herðum sér og telja auðsjáanlega
fínt að vera leiðinleg. Til undan-
tekninga telst t.d. Jón Rafnsson
sem er bráðfyndinn. Mansöngur
hans úr Rósarfmum ætti að lesast
yfir hausamötunum á þeim sem
bera „tilbúinn" pislarvættissvip.
Kynlegt þótti mér að sjá þarna
ljóð eftir Davfð Stefánsson. Sfð-
ustu ljóð hans, sem gefin voru út
að honum látnum, eiga tæpast
heima þarna þó sú bók kæmi út á
áratugnum. Nú á tímum kemur
stundum fyrir að áður óbirt ljóð
löngu látinna skálda komi f leit-
irnar. Á þá undantekningarlaust
að taka þau upp í söfn af þessu
tagi? Ef til vill á þetta ekki
allskostar við um Davíð því hann
lést ekki fyrr en ’64. En „síðustu
ljóð“ hans eru örugglega ort fyrir
tíð þessara „Islenzku ljóða". En
sem sagt — sextíu og eitt er
skáldið, og hvilíkur f jöldi!
En hvar er Ingimar Erlendur?
Hann kom fyrst fram sem ljóð-
skáld (Sunnanhólmar, 1959), var
tekinn upp f tslenzk ljóð
1954—1963, sendi frá sér eina
ljóðabók á þeim áratug sem þetta
safn tekur til (Ort á Öxi, 1973) og
er nú að nýju genginn í hóp
ljóðskálda með bók á ári eða svo.
Skiljanlegt gæti talist — þar
sem þrír koma saman — að ein-
hverjum einum félli ekki ljóð
hans og vildi ekki hleypa honum
inn.
Hitt þykir mér kynlegra að
þrír skuli hafa orðið „sammála”
um að telja hann sextugasta og
annað besta ljóðskáld íslendinga
— eða lakari!
Að lokum þetta: Frágangur
íslenzkra ljóða 1964—1973 er
ágætur, fyrirsagnir ljóðanna með
of smáu letri en setning og
prentun að öðru leyti góð, „bóka-
skrá skáldanna", sem prentuð er
á eftir ljóðunum, greinargóð,
efnisyfirlit sömuleiðis, sem sagt
gott.
Baráttusaga
Steinar J. Lúðvfksson: ÞRAUT-
GÓÐIR A RAUNASTUND. VIII.
187 bls. örn og örl. h.f. Rvfk 1976.
STEINAR J. Lúðvíksson segir f
formála þessarar bókar:
„Upphaflega var ætlunin að
gera fyrstu fjörutfu árunum í
starfssögu Slysavarnafélags
íslands skil í þremur til fjórum
bókum. En ekki var fyrr farið að
safna heimildum og efni en f ljós
kom að þarna myndi um mun
stærra verk að ræða, og þótt þetta
sé áttunda bindið f bókaflokki
þessum höfum við, sem að útgáfu
þessari stöndum, oftsinnis fundið
til þess að geta ekki gert ýmsum
atburðum betri og ítarlegri skil
en unnt hefur verið að gera innan
þeirra marka sem form bókar-
innar býður upp á.“
Efnið reyndist sem sagt meira
en ætlað var, bækurnar eru orðn-
ar átta. Miðað við áraröð ætti
þetta bindi að teljast hið fyrsta,
tekur til áranna 1920--24 að báð-
um meðtöldum. Er það ef til vill
fróðlegast með hliðsjón af sög-
unni allri, sýnir svo ekki verður
um villst hvernig ástandið var þá
og hvað síðan hefur gerst.
Björgunartækni var þá skammt á
veg komin, skipin illa búin til að
rata og hættulegt að lenda f haf-
villum við strendur landsins þeg-
ar ekki var unnt að gera vart við
sig til lands.
Einna gerst skrifar Steinar
þarna um Talismanslysið 1922.
Lýsir hann siglingu skipsins frá
því það hélt úr heamahöfn á
Akureyri þar til það strandaði eft-
ir ærna hrakninga og áföll við
Önundarfjörð, einnig lýsir hann
göngu skipbortsmanna frá strand-
stað þar sem sumir létu líf sitt af
vosbúð og kulda, þótt á land kæm-
ust, meðal annars fyrir þá sök að
þeir höfðu ekki hugmynd um
hvar þeir voru staddir og héldu
þvf ekki skemmstu leið til byggða.
Þá er þarna alllangur þáttur
sem heitir Krossmessugarðurinn
mikli — um veðuráhlaup sem
gerði fyrir Norður- og Vestur-
landi um krossmessuleytið 1922.
Annars eru flestar frásagnirnar
örstuttar, allt niður f þrjár, fjórar
línur, enda t.d. greint frá hverju
einstöku tilfelli er maður féll út
af byrggju þótt bjargast hafi.
Þetta er því mest í annálsformi,
aðeins lengri þættirnir færðir til
sögustfls.
Elstu frásagnirnar gefa sýn inn
f eldri tfð, þar má t.d. rekast á
orðið „kútter“. Og vanmætti
landsmanna til björgunar má
Bókmenntlr
eftir ERLEND
JÓNSSON
gerst marka af þvi hve margar
fyrirsagnirnar enda á „ferst“ og
„strandar” — „Kútter Valtýr
ferst“, „M.b. Rán strandar",
„Vélbáturinn Ægir ferst" og þar
fram eftir götunum.
Þetta var blómaskeið strand-
siglinganna og á þessum árum
koma við sögu skip sem margir
minnast frá fyrstu áratugum
aldarinnar, til að mynda gamli
Gullfoss, Sterling og Botnfa.
Áratuginn ’20 til ’30 mætti kalla
gleymda tuginn, svo nauman
Copin - tón
ÞAÐ er sérkennilegt við tón-
smfðatækni Chopin, að hann er
algerlega bundinn píanóinu.
Það er eins og honum hverfi öll
geta til að leika sér með tónhug-
myndir sfnar ef hann ritar fyrir
önnur hljóðfæri. Þær verða
sléttar, rúnar öllu því
„melisma" sem píanótónsmíðar
hans eru svo auðugar af. Þetta
kemur greinilega fram í
sellósónötunni op. 65, en þar er
sellóröddin mjög einföld á köfl-
um, á meðan pfanóröddin er
full með alls konar tiltektum.
Tónllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
Þetta misræmi á tónsmíðagetu
Chopin er talið stafa af
þekkingarleysi hans á öðrum
hljóðfærum, sem hann reyndi
ekki að yfirstíga fyrr en á sfð-
ustu árum æfi sinnar. Á
háskólatónleikunum s.l. laugar-
„Þingeyskt loft”
og „Meira loft”
Bðkmenntir
eftir SIGURÐ HAUK
GUÐJÓNSSON
Kvæði og stökur.
Höfundur: Jón Bjarnason frá
Garðsvfk.
Bókargerð: Prentsmiðja Björns
Jónssonar Akureyri.
Utgefandi: Bókaútgáfan Skjald-
borg.
Haustdagur á danskri grund.
Regnsuddinn vætta stíga og torg,
engu líkar en skaparinn væri að
keppast við að sturta niður úr
þessu risa hundaklósetti sem
Kaupmannahöfn er að breytast á
Gallaður úlpu og klofstígvélum
hugðist ég ganga til móts við dag-
inn, og snaraðíst út. En viti menn,
beið mín ekki böggull við dyr.
Einhver góður náungi hafði sent
mér bækur Jóns bónda frá Garðs-
vík á Svalbarðsströnd. Ég snéri
um hæl, henti galla og hóf lestur.
Sólskinið, norðlenzka, flæddi um
stofu og hlátrasköllin kölluðu
granna að gátt og skjá. Já, það var
gaman að fá þessa aendingu, og
nú get ég ráðlagt þér lyf við regn-
leiða: Taktu bækurnar hans Jóns
og lestu, og brjóst þitt mun fyllast
birtu og yl.
Jón gerir enga kröfu til þess að
þú veljir honum skáldaheiti:
„Það haf, sem skilur skáld og hagyrðing,
er skipi mfnu ekki fært að stýra.“
(Þl/24)
Hann ríður ekki í hlað þitt með
kröfu um listamannslaun, heldur
er hann kominn t.þ.a. rabba við
þig um stund um það, hve dæma-
laust það er gaman að vera til.
Hann er bóndinn, hneigir höfuð í
lotning fyrir ævintýri sköpunar-
innar:
„Og feginn vildi eg vera orðinn svanur
og væng f himinblámans lindum þvo.“
(Þl/12)
Jón er ekki nærsýnn, tekur lika
eftir hinu smáa:
„Sjá, yfir lækinn flýgur Iftil fluga.
Sú för er engu minna kraftaverk.44
(Þl/12)
Hann stígur fótum á angandi
grund og yfir honum hvelfist
himinn sem er hærri askloki, og
þaðan brosir kærleikans Guð við
honum, barni sínu. Þetta gleður
Jón, en honum þykir kirkjan
íhaldssöm og
,,. broslegt, hve hún getur orðið gröm,
er gerist rifa milli stafs og hurðar.“
(Ml/15)
Hann á viðkvæmt hjarta, eins
og skáldin öll, finnur til skyld-
leika við lamb og blóm. Þessara
tilfinningu lýsir hann á eftir-
minnilegan hátt í ljóðinu „Hið
saklausa blóð“ (Ml/23), þar sem
hann fylgir vinum og frændum á
veizluborð okkar manna.
A stundum finnst mér Jón of
margorður, hann leiðir ekki að
myndum — heldur lýsir þeim.
Þetta er miður. Hann hefði þurft
að hafa gagnrýninn félaga við
hlið sér, er hann valdi til bók-
anna. Þá hefðu þær orðið betri.
Þetta sanna mér: Svanaflug; Frið-
lausir menn; Ef til vill; Draumur,
allt ljóð úr fyrri bókinni, og úr
þeirri seinni minnist ég Vor á
Akureyri; Bóndans önn; Við
styttu Þorsteins Erlingssonar að
Hlíðarendakoti, svo einhver séu
nefnd. Jón hefir ekki haft tima til
yfirlegu, i gegnum ljóð hans heyr-
ist önn bóndans við moldarverk
og hjörð. Það hefði verið gaman
að sjá þann fola til gæðings tam-
inn, sem steig svo létt til jarðar
við fyrstu taumtökin:
„Fyrir árdags blíða blænum
bygljast föx á akri grænum,
hnfga strá með vexti vænum.
Vélin þylur, — Ijárinn slær.
Til að falla grasið grær.“
(MI/47)
Jón valdi að yrkja jörð í stað
ljóða, brá þeim helzt fyrir sig
t.þ.a. gleðja granna í afmælum og
við jarðarfarir, því minnir skáld-
fákurinn stundum á þingeyzkan
gangnahest, sumarstaðinn. List er
til í spori:
„Góða vfsu, gleymdan hátt
grófstu fram úr leynum
þar sem hjartað hefur átt
hrönn af óskasteinum.“
(ÞI/23)
en hann er stuttstígur f langreið og mæð-
inn.
Listfengur hugur verður aldrei
í fjötra færður, hann leitar sér
farvegs og þroska. Hugur Jóns
fann hann í lausavísunni, í henni
rís hann hæst, þar nýtur frábær
hnyttni hans og tungutak sér
bezt: