Morgunblaðið - 10.12.1976, Síða 7
— Fornsagna-
þing í Ósló
Framhald af bls.44
1163 i orustu við Erling skakka.
Þar sundraði aK(JS KONUNGUR
Erlingsson flokki Birkibeina árið
1177, eftir að Eysteinn konungur
þeirra var fallinn, og lýkur
Heimskringlu Snorra Sturlusonar
með þessum bardaga. En slðar
áttu Birkibeinar heldur betur eft-
ir að láta að sér kveða undir for-
ystu Sverris konungs Sigurðar-
sonar.
Vfðar voru grafin skip úr jörðu
en i Borre, og er einkar fróðlegt
að koma i Vikingaskipasafn á
Bygdö við Ósló. Þar má sjá 3 skip
frá víkingaöld, Gauksstaðaskipið,
áðurnefnt Asubergsskip og Tune-
skipið.
Gauksstaðaskipið, kallað svo
eftir samnefndum bæ á Vestfold,
þar sem það fannst, var grafið úr
haugi árið 1880. Hefur þess verið
getið til að Ólafi Geirstaðaálfi
hafi verið búin^gröf í þvi og er
það almennt talið frá því um 900.
Það hefur verið mjög gott sjóskip
og hraðskreitt, lengd þess er um
24 metrar og breidd um 5 metrar.
Arið 1892 sigldi Magnús
Andersen til Ameriku á skipi sem
var nákvæm eftirlíking Gauks-
staðaskipsins og reyndist það frá-
bærlega vel.
Ásubergsskipið, heitið eftar
samnefndum bæ á Vestfold, var
grafið upp árið 1904. Það er held-
ur minna en Gauksstaðaskipið,
u.þ.b. 22 metrar á lengd. Skipið er
frá 9. öld, og er líklegt að einhver
hefðarkona af Ynglingaætt hafi
verið lögð til hinstu hvíldar i því.
Tuneskipið fannst í haugi í öst-
fold 1867 en það hefur varðveist
miklu verr en Gauksstaða- og
Ásubergsskipið. Skipið mun vera
frá því um 900.
Aður en Víkingaskipasafnið var
yfirgefið voru skoðaðir rúnastein-
ar hvaðanæva úr Noregi, en rúnir
eru ákaflega mikilvægar heimild-
ir um norræn mál áður en ritöld
hófst.
Borgarstjórn Óslóar hafði boð
inni í ráðhúsi borgarinnar og
menntamálaráðherrann, K.
Egeland, bauð til glæsilegrar
veislu i Akershushöllinni. Hún er
rammgert virki sem byrjað var að
byggja að undirlagi Hákonar kon-
ungs háleggs um 1300, en hann
mun vera fyrsti konungurinn sem
krýndur hefur verið i Ósló. Þar
flutti ráðherrann einkar fróðlega
og eftirminnilega tölu um virkið
sem i senn var blandin gamni og
alvöru og afsannaði rækilega
þann hugsunarhátt að öll fræði og
vísindi þurfi endilega að vera
þurr og leiðinleg. En ráðherrann
er sjálfur lærdómsmaður og mik-
ill áhugamaður um norræn fræði
og ritaði m.a. þátt i norræna bók-
menntasögu sem koih út fyrir
nokkrum árum. Siðan voru menn
leystir út með þjóðdansasýningu.
Gagnsemi ráðstefnu sem þess-
arar er ómælanleg. Þarna hittist
fólk sem segja má að sitji hvert i
sínu horni en er að fást við sömu
hlutina, þ.e. að vinna að fram-
gangi og eflingu íslenskra og nor-
rænna fræða. Menn bera saman
bækur sínar, koma með nýjungar
og skiptast á skoðunum. Það er
næstum ótrúlegt en jafnframt
ánægjulegt til þess að vita hversu
viða íslensk fræði eiga sér áhang-
endur og athyglisvert var að þorri
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976
39
ráðstefnumanna talaði eða skildi
íslensku að meira eða minna leyti,
þó að umræður færu að mestu
fram á ensku.
Þá eiga norsk fjárveitingavöld
miklar þakkir skildar fyrir höfð-
ingskap sinn I garð þeirra sem
fyrir ráðstefnunni stóðu, en und-
irbúningur hennar mæddi eink-
um á prófessorunum Eyvind
Fjeld Halvorsen og Hallvard
Mageröy, sem íslendingum eru að
mörgu góðu kunnir.
Ákveðið var að halda fjórða al-
þjóðlega fornsagnaþingið i Mun-
chen, liklega 1979. í Þýskalandi
og öðrum þýskumælandi löndum
er nú vaxandi áhugi á islenskum
fræðum og komu þaðan alls 29
menn til þingsins í Ósló. Það er til
marks um áhugann að alla leið frá
Vín kom hópur manna akandi á
nokkrum bifreiðum og hafði þetta
fólk á leiðinni heimsótt ýmsa
sögustaði í Svíþjóð og Noregi. í
háskólanum í Múnchen er frábær-
lega gott safn norrænna bóka og
öflug stofnun í norrænum fræð-
um sem prófessor Kurt Schier
veitir forstöðu. Hugsuðu menn
gott til þess að hittast aftur í
þeirri fögru og skemmtilegu borg
að þremur árum liðnum.