Morgunblaðið - 10.12.1976, Page 10
42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976
Ólafur Jónsson frá Skála:
Það má segja að maður sé á
eftir tímanum þegar eg geri mér
ferð til Björns J. Andréssonar
frænda míns í Leynimýri við
Reykjanesbraut, i því skyni að fá
hjá honum samtalsþátt, í tilefni
áttræðisafmælis hans, en hann
varð 80 ára 25. apríl s.l.
Rangæingafélagið i Reykjavik
hefur átt marga duglega og dríf- ,
andi félagsmenn, en eg efast um
að nokkur þeirra hafi verid virk-
ari í félagsstarfi en einmitt Björn
Andrésson, enda hefur hann ver-
ið gerður að heiðursfélaga þar.
Félagsstörf Björns og fórnfýsi
hans í félagsmálum voru þó löngu
kunn á slóðum æskustöðva hans.
Þar undir Austur-Eyjafjöllum
vann hann það afreksverk fyrir
meira en hálfri öld, að taka sig
fram og hafa algera forystu um að
byggja sundlaug við heitar upp-
sprettulindir skammt frá bænum
Seljavöllum þar í sveit. Síðan
stofnaði hann íþróttafélag i sam-
bandi við þær framkvæmdir. Það
heita vatn sem þarna hafði öldum
saman runnið óvirkjað útí Laug-
ará, rennur nú silfurtært gegnum
spegilslétta sundlaug, til þrifnað-
ar, heilsubótar og líkamsræktar
fyrir hvern þann sem þess kann
að njóta. Þar sem laugin er stað-
sett var áður nafnlaust svæði. Nú
hefur þar orðið til nafn, sem ekki
mun mást af, Seljavallalaug. Þar
sannast áþreifanlega orð Tómasar
Guðmundssonar skálds, „Lands-
lag væri litils virði, ef það héti
ekki neitt.“ Sundlaugin mun
ávallt verða Austur-Eyfellingum
til sæmdar og setja menningar-
stimpil á umhverfi sitt.
Björn Andrésson var fljótur að
skynja þá möguleika sem þarna
voru fyrir hendi, og hafði gott lag
á að virkja hið mannlega afl, til
félagslegra átaka. Á þeirri rúmu
hálfu öld, sem liðin er siðan Selja-
vallaiaug var byggð, hafa margir í
flaumi tímans notið þar gleði og
hollustu og mun svo verða í fram-
tíðinni. Og staðreynd er það, að
Seljavallalaug mun verða ódauð-
legur minnisvarði um Björn J.
Andrésson, svo lengi sem hún
stendur.
í upphafi samtals við Björn bað
eg hann að segja mér eitthvað frá
sinni löngu starfsævi.
Um hana er ekkert merkilegt að
segja, svaraði Björn, allt ósköp
hversdagslegt og tílþrifalítið. Ég
er uppalinn í sveit og hefi unnið
við alla helstu atvinnuvegi þjóð-
arinnar, verið sjómaður, bóndi,
starfað við iðnað og unnið fyrir
verslunarstéttiná við innheimtu-
störf. Það sem mér finnst merki-
legast við þennan æviferil minn
er það að við hverja þessara
starfsgreina fyrir sig hefi ég unn-
ið í jafnmörg ár, að undanskildu
því að eg á aðeins eftir að vinna í
5 ár fyrir verslunarstéttina, svo
hún fái að njóta starfskrafta
minna jafnmörg ár og aðrir at-
vinnuvegir, og því býst eg við að
ljúka á sínum tíma ef ekki kemur
neitt sérstakt fyrir mig. Eg er enn
hress og hraustur og kenni hvergi
meins. Mér finnst eg vera fær í
flestan sjó. Nú er best að passa
sig, segir Björn. Karlagrobb hefi
eg lengi hugsað mér að reyna að
forðast, en kannski er það smit-
andi sjúkdómur sem ekki er hægt
að bólusetja fyrir, bætir hann við.
Hvað mörg ár hefur þú unnið
hjá hverri starfsgrein?
17 ár. Eg var 17 ára þegar eg fór
fyrst að heiman til vers, 17 ár
vann eg sjómannsstörf, tvo fyrstu
veturna við að beita línu og siðan
var eg sjómaður, fyrst á mótorbát-
um frá Vestmannaeyjum og síðar
á togurum frá Reykjavik, 17 ár
var eg bóndi og hafði lífsframfæri
mitt og fjölskyldu minnar ein-
göngu af búskap, 17 ár vann eg
iðnaðarstörf eða í þjónustu við
iðnað hjá Blindrafélaginu í
Reykjavík og síðustu 12 ár hefi eg
unnið í verslunarstétt við inn-
heimtustörf og vantar því enn 5
ár svo að talan verði þar líka 17. 5
sinnum 17 eru 85, svo eg yrði þó
ekki eldri en það, þó eg bætti
þessum 5 árum við í starfi. Það er
hressandi tilhugsun. Það streymir
lifgandi orka um sál og líkama við
að horfa fram á óleyst störf, sem
maður telur sig geta leyst af
hendi.
Eftir útliti og þínum léttu
hreyfingum, tel eg allar líkur til
að þessi 5 ára áætlun þin muni
standast. En nú vil eg spyrja, hvar
ertu fæddur?
Á Ysta-Skála, foreldrar minir
Katrin Magnúsdóttir og Andrés
Pálsson bjuggu þar árið sem ég
fæddist. Þaðan fluttust þau að
Búðarhóli í Landeyjum, og svo
aftur þaðan að Fitjarmýri undir
Vestur-Eyjafjöllum. Frá þeim bæ
man eg fyrst eftir tilveru minni.
Berjaneskot — bæjarhúsin, sem Björn flutti með sér.
Það streymir lífgandi
orka
um
sál og líkama
Manstu eftir nokkru sérstpku
frá þínum fyrstu árum þar?
Eg mun hafa verið tveggja ára
þegar mér var komið fyrir stuttan
tíma að Seljalandi, vegna veik-
inda móður minnar. Þrennt man
eg frá dvöl minni þar: Hundar
gerðu mig skelfingu lostinn, með
þvi að flaðra upp um mig svo að
eg féll um koll. Strandmenn,
sennilega franskir, gistu eina nótt
þarna sem eg var, og minnist eg
þess að matreiðslukona rétti mér
þá kartöflu með góðu sósubragði.
Einnig man eg þegar eg kom heim
eftir þessa dvöl mina að heiman:
Hvað varstu gamall þegar þú
fórst frá Fitjamýri?
Sex ára. Þaðan fluttumst við að
Steinum.
Manstu eftir þeim degi?
Nokkuð man eg og sumt verið
sagt. Foreldrar minir og við 6
systkinin lötruðum á hestum með
hægum klyfjagangi fet fyrir fet,
teymd var lest áburðarhesta með
búslóð og öðrum farangri. Systur
mínar tvær yngri en eg, sátu hlið
við hlið í sama söðli bundnar við
söðulbogann. Móðir min mun
hafa reitt ungsta soninn á fyrsta
ári. Elsti sonurinn var á áttunda
ári. Mig minnir að við tveir yngri
bræður sætum á reiðingi milli
klyfja á áburðarhestum. Auk fjöl-
skyldu var i förinni gömul kona.
Spjallað
við Björn J.
Andrésson
sem tekin hafði verið á heimili
okkar til aðstoðar við barnagæslu.
í þessa fardagaferð hefur þurft
marga hesta og tel eg víst að
margir þeirra hafi verið fengnir
að láni. Numið var staðar á móts
við Varmahlíð, líklega til að laga á
hestum. Mér varð starsýnt á foss
sem þar sprettur útúr bergi, og
Holtsós til annarrar áttar þótti
mér býsna stór, slíkt stöðuvatn
hafði ég aldrei áður séð. Eg man
þegar við fórum framhjá Steina-
bæjum. Vegur lá þar mjög ná-
Iægt. Tilkomumikið þótti mér að
sjá þá 7 bæi sem þar stóðu þá í
beinni röð hlið við hlið, við sömu
bæjarstétt. Hvað fólkið var margt
sem stóð úti agndofa og horfði á
okkur þessa væntanlegu ná-
granna sína. Okkar bær sem að
var haldið stóð nokkru austar og
var nefndur Gata til aðgreiningar
frá öðrum Steinabæjum.
Eitt er enn ótalið sem ekki má
gleymast, en það eru blessaðar
Foreldrar Björns, Katrln Magnúsdóttir, Andrés Pálsson
kýrnar, sem geymdu þá hollustu
næringu sem nauðsynleg var til
að seðja svöng og þreytt börn. Þó
eg muni ekki eftir kúnum í ferð-
inni tel eg víst að þær hafi verið í
fylgd með hópnum.
Hvernig voru þau húsakynni
sem að var komið þarna?
Það var engin venjuleg bað-
stofa eða bæjardyr. Heyhlaðan
var reisulegasta húsið. í suður-
enda hennar var lauslega afmörk-
uð baðstofa, með þiljuðum veggj-
um og moldargólfi. Engin súð eða
timburklæðning var yfir, en
hlöðumænir í nokkurri hæð var
það sem við blasti þegar legið var
á baki í rúmum. Bæjardyr voru
engar, en einstætt fjós stóð við
hlöðuvegg að vestan. 1 gegnum
það var gengið eftir fjósflórnum
að göngum sem lágu til hlöðu við
fjósgaflað. Bak við fjósið var hlóð-
areldhús og göng að því úr hlöðu.
Það var varla búið að taka ofan
klyfjar þegar fyrsti gesturinn
kom í heimsókn, það var kona frá
Steinum, sem sýndi þá sérstöku
vinsemd og hugulsemi að koma til
að aðstoða móður mína við að
kveikja eld í hlóðum og hita kaffi.
Þetta var Ingveldur kona Guðjóns
Jónssonar, móðir Þorvalds Guð-
jónssonar sem lengi var skipstjóri
í Vestmannaeyjum, frægur fyrir
krafta og glæsimennsku. Þessu
gleymdi móðir mín aldrei.
Hvað voruð þið lengi í þessum
fyrstu húsakynnum?
Fram að túnslætti, eða seint í
júlí. Það var búið að hlaða bað-
stofuveggi og bæjardyr úr grjóti,
gera yfir, tyrfa og þylja innan í
hólf og gólf. Þessi baðstofa var þó
raunar ekki nýsmiðuð. Faðir
minn hafði keypt hana á sinu
fyrsta búskaparári á Ysta-Skála
fyrir mig minnir 100 krónur eftir
frásögn hans. Þessa baðstofu
flutti hann með sér að Búðarhóli í
Landeyjum, þar sem hann bjó eitt
ár og svo aftur í annað sinn þegar
hann fluttist að Fitjamýri. Þriðji
flutningur með baðstofuna var að
Steinunn, og að siðustu var þessi
sama baðstofa flutt í fjórða sinn
eftir 18 ár þegar foreldrar mínir
fluttust að Berjaneskoti. Allir
þessir fardagaflutningar áttu sér
stað vegna þess að allir eigendur
jarða þeirra sem frá var horfið,
lögðu þær undir sinar til eigin
ábúðar. Grjóthella var á þessari
baðstofu undir torfi, sem ávallt
var flutt með þvi ekki mátti leka.
Til þeirra flutninga sem annarra
varð að nota reiðingshesta. Þegar
við fluttum i þessa baðstofu i
Steinum varð mikil breyting á til
batnaðar. Eg mun aldrei gleyma
þeirri sælukennd sem um mig
streymdi þann morgun, sem eg
vaknaði fyrst i þessari nýreistu
baðstofu, með hvítþvegnu gólfi og
öll þiljuð innan.
1 þessari baðstofu ólst eg upp til
fullorðinsára og þangað eiga allar
mínar æskuminningar rætur að
rekja.
Hvaða minningar eru þér hug-
stæðastar frá þessum árum?
Það er margs að minnast.
Barnaleikir skipa þar háan sess,
að hleypa á sprett á góðum hesti
er ógleymanlegt, silungsveiði í
Holtsósi var spennandi tilbreyt-
ing og jafngildi leikja, og barna-
skólatímabilið var öllu öðru æðra,
og kveikti Ijós til ýmissa átta, sem
jafnvel lýsa enn, eftir marga tugi
ára.
Frá síðara tfmabili æskuáranna
eru mér hugljúfastar endurminn-
ingar frá dansleikjum, sem eg
sótti ávallt með lífi og sál af mikl-
um áhuga. Á hverju hausti voru
haldin tvö eða þrjú böll. Eftir
áramót hurfu þau með unga fólk-
inu sem flest fór þá í atvinnuleit
til Vestmannaeyja.
Dansleikir voru haldnir á
Rauðafelli, í þinghúsi sveitarinn-
ar. Leið þangað frá mínum bæ var
nálægt klukkustundar gangur.
Tvær smá ár varð að vaða yfir á
leið þangað. Þessar ár voru mér
og öðrum ungherrum tilhlökkun-
arefni að nálgast, þar gafst okkur
tækifæri sem ekki gat brugðist,
að láta dömur finna kraft okkar
og karlmennsku. Dömur voru
teknar í fang sér, vafðar örmum
og bornar yfir árnar stillt og ró-
lega, ekkert þurfti að flýta sér. Eg
man hvað mér þótti upplífgandi
og áhrifamikið að heyra dynjandi
harmonikuhljóm þegar maður
nálgaðist dansstað. Áður en þang-
að var gengið inn, varð maður að
stinga sér inn í einhvert útihús til
að fara í þurra sokka og skipta um
buxur sem menn báru með sér.
Höfðu menn vfn um hönd á
þessum skemmtunum?
Aldrei varð eg var við það, og
vín sást ekki á neinum.
Stóðu þessir dansleikir ekki oft-
ast yfir heilar nætur?
Jú, þar til tók að birta af degi,
þá var ballið kannski búið að
standa í 12—14 klukkustundir.
Að vísu var oft gert hlé á dansi og
hafinn fjöldasöngur. Tíminn varð