Morgunblaðið - 10.12.1976, Qupperneq 14
46
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976
Mannshönd-
in snertir
efniö aldrei
Úr framleiðslu og pökkunardeild.
Kaflar úr erindi
Davíðs Sch.
Thorsteinsson-
ar um smjör-
líkisframleiðslu
FYRIR nokkru slðan hélt
Davfð Scheving Thorsteinsson
erindi 1 Rótaryklúbbi Reykja-
vfkur um smjörlfkisgerð á
Islandi. Rakti hann þar nokkuð
upphaf smjörlfkisgerðar f
heiminum og hvernig þessi iðn-
aður hóf göngu sfna hér á landi.
Morgunblaðið fékk leyfi Davfðs
til að birta nokkra kafla úr
erindi þessu og ræddi jafn-
framt við hann.
í upphafi erindisins fjallaði
Davíð um það hvernig iðn-
byltingin hefði haft áhrif á að
landbúnaður margra Evrópu-
ríkja minnkaði og skortur hefði
verið á feitmeti. Napóleon III
efndi þá til samkeppni um
hvernig mætti framleiða eitt-
hvert efni sem kæmi í stað
smjörs og setti eftirfarandi skil-
yrði: Að það væri framleitt úr
einhverjum efnum, sem nóg
væri til af, að það væri sem
líkast smjöri og verulega ódýr-
ara en smjör. Síðan segir
Davíð:
„Samkeppninni lauk i júlí
1869 og frönskum lyfja-
fræðingi, Mege Muriér, voru
veitt verðlaunin, en honum
hafði tekizt að búa til vöru sem
dómnefndin taldi að uppfyllti
þau skilyrði, sem Napóleon III.
hafði sett, en aðalefnin í þessu
nýja feitmeti voru tólg, og
undanrenna, sem strokkuð
voru saman á svipaðan hátt og
um smjör væri að ræða.
Mega Muriér kallaði þetta
nýja efni „margarine" eftir
gríska orðinu margaron, sem
þýðir perla, því þegar hann
skoðaði þetta nýja efni í smásjá
lfktust vatns- eða mjólkur-
droparnir perlum innan um
feitina.
Framleiðsla hófst í Frakk-
landi 1870 og kom það sér þegar
vel fyrir Frakka í stríðinu milli
Frakklands og Þýzkalands
1870—71.“
Það kom fram í erindi Daviðs
að mjög lítil breyting hefur
orðið á framleiðsluhátttum
smjörlíkis, þrátt fyrir miklar
tækniframfarir, grunnhugsun-
in er enn sú sama að strokkað
er saman feiti og undanrennu.
Fyrsta smjörlíkisgerðin á Is-
landi var stofnuð árið 1919 og
hlaut hún nafnið H.F. Smjör-
líkisgerðin. Helztu hvatamenn
að stofnun hennar voru Gísli
Guðmundsson gerlafræðingur,
sem var einn af frumkvöðlum
alls efnaiðnaðar á Islandi, frk.
Anna Friðriksdóttir mjólkur-
fræðingur og Friðrik Gunn-
arsson forstjóri, en þau koma
öll mikið við sögu smjörlíkis-
gerðar á Islandi, en hluthafar
voru margir þekktir menn I
þjóðlífinu svo sem Halldór
Hansen, Sigurður Eggertz,
Ölafur Johnson og Arent Claes-
sen svo nokkrir séu nefndir.
Þá rakti Davíð þróun smjör-
líkisframleiðsunnar og nefndi
verksmiðjurnar sem þá voru
orðnar sex og nefndi að árið
1930 voru flutt inn 149 tonn af
smjörlíki en innlendu verk-
smiðjurnar sem þá voru orðnar
sex framleiddu 1040 tonn.
Sagði Davíð að þetta væri eitt
af fáum dæmum þess að inn-
lendur iðnaður hefði gert inn-
flutning óþarfan og eiginlega
sigrað í þeirra samkeppni.
Næst sagði Davíð Sch.
Thorsteinsson frá því hvernig
íslenzku verksmiðjurnar hefðu
sameinazt um kaup á hráefni og
síðar um kaup á framleiðsluvél-
um. Síðan lýsti hann hvernig
framleiðslan gengur fyrir sig
og má sjá það á meðfylgjandi
skýringarmyndum. Þau efni
sem eru aðaluppistaðan í smjör-
líki eru m.a. kókosfeiti sem
kemur frá Filippseyjum,
sólblómaolía frá Rússlandi eða
Suður-Ameríku, soyabaunaolía
frá Bandaríkjunum og Kína og
síldar- og loðnulýsi úr hafinu
umhverfis ísland.
„Það fer að sjálfsögðu allt
eftir því hvers konar smjörlíki
á að framleiða, hvaða olíuteg-
undir eru notaðar, en segja má
að þær skiptist fyrst og fremst í
olíur, sem eru fljótandi við
stofuhita og harðar eða hertar
olíur, sem eru í föstu formi við
stofuhita, jafnvel oft við tölu-
vert hærra hitastig.
Vinnsla olianna fer fram á
þann hátt að þær eru yfirleitt
pressaðar úr kjörnum eða hýði
ávaxta eða fræjum blóma eða
þá unnar úr fiski eins og loðnu
eða síld i verksmiðjum sem við
þekkjum öll.“
Nú eru starfandi 5 smjörlikis-
verksmiðjur á landinu og er
neyzla smjörlikis nú um 2.600
tonn á ári, en neyzla smjörs um
1.500 tonn. Að lokum segir í
erindi Daviðs:
„Samkeppnin er ennþá mikil
og verður það vonandi áfram,
þvi að heiðarleg og heilbrigð
samkeppni er öllum holl en I
því sambandi datt mér I hug að
segja ykkur smá sögu frá sam-
keppninni í gamla daga, en það
var þegar þeir áttust við H.J.
Hólmjárn hjá Smjörlíkisgerð-
inni Svanur h/f og Ragnar
Jónsson, sem kenndur er við
Smára.
Þannig var, að Hólmjárn
hafði látið búa til auglýsingu,
sem hann birti í dagblöðunum,
en auglýsingin sýndi mynd af
bíl, sem hafði keyrt út af vegin-
um og oltið ofan í skurð og sá á
hjól bílsins, en yfirskriftin á
auglýsingunni var: „Þannig fer
fyrir keppinautum Svans".
Svo var það að seinna þennan
sama dag og auglýsingin birtist,
kemur Hólmjárn í heimsókn
upp í Smára til Ragnars og þeir
fara að spjalla saman, meðal
annars um auglýsinguna, og fór
vel á með þeim að vanda. Ragn-
ari hafði nýlega áskotnast
brjóstsykur og hann býður
Hólmjárn brjóstsykur, Hólm-
járn tekur brjóstsykurinn og
verður fyrir því óhappi ð hon-
um svelgist svo hressilega á
brjóstsykrinum að hann stend-
ur þarna á öndinni og getur
ekki einu sinni hóstað, og eftir
því, sem Ragnar segir söguna,
þá sér hann beinlinis Hólmjárn
blána upp fyrir augunum á sér.
Það flýgur strax i gegnum
hugann á Ragnari, að nú sé
hann sjalfur í bráðri hættu
staddur, engu síður en Hólm-
járn, þvi fari svo að Hólmjárn
kafni þarna á skrifstofunni, þá
muni allir vera klárir á þvi , að
Ragnar hefi kyrkt hann, sem
hefnd fyrir auglýsinguna, og
hann sér sjalfan sig í anda sem
lifstíðarfanga á Litla-Hrauni.
Hann hendist þvi upp og eftir
því sem hann segir, þá gaf hann
Hólmjárn svo vænt högg í bak-
ið, að brjóstsykurinn hrökk úr
lungnapipunum marga metra
yfir herbergið og small i veggn-
um hinum megin og Hólmjárn
fór að geta andað aftur, svo
báðir sluppu þeir með skrekk-
inn í það skiptið"
Þannig veröur
smjörlíki til
Hér má sjá hvernig framleiðslan gengur fyrir sig. Hinar ýmsu feitistegundir koma I stáltunnum
og er hverri fyrir sig dælt I ryðfrfan tank. Þar er haldið á henni ákveðnu hitastigi þar til notkun
hennar fer fram og sfðan er tegundunum blandað saman og er því stjórnað frá sérstakri
stjórntöflu og þar er einnig bætt við A- og D-vftamfni. Þá er efnunum dælt I sérstakt hræriker og I
sjálfvirka hitajafnara, siðan f smjörlíkisgerðarvélina. Úr henni fer smjörlfkið 1 ryðfrfum
stálpípum inn í sjálfvirkar pökkunarvélar og í vörugeymslu.
Karlmannaskyrtur
nýkomnar
Mörg mynstur fjöldi lita Mjög lágt verð. Terylenebuxur frá kr. 23 70
Peysur nýkomnar. Nærföt, sokkar. hanzkar, náttföt, drengjaskyrtur,
karlmannaföt, úlpur
Andrés, Skólavörðustíg 22A,
sími 18250.
Seljum nokkur
sófasett með
miklum afslætti
Stílhúsgögn h. f.,
Auðbrekku 63, Kópavogi,
sími 44600.
</V7fí
ALGLYSINGA
SÍMINN EK:
22480
Söluturn til sölu
á góðum stað í austurhluta borgarinnar með
góðri veltu. Lysthafnedur leggi nöfn sín á
afgreiðslu Mbl. merkt „Söluturn : 4660" fyrir
þriðjudagskvöld.
Hannyrðaverzlunin
Laugavegi 63 auglýsir
Höfum allt til uppsetningar á handavinnu.
innrommun allar tegundir af myndum. Setjum
upp púða og klukkustrengi. Hvergi jafn ódýrt
og hjá okkur. Rocokó stólar í miklu úrvali.
Hannyrdaverzlunin Laugavegi 63.