Morgunblaðið - 10.12.1976, Page 23

Morgunblaðið - 10.12.1976, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976 55 Úr ræðu Jóhannesar Árnasonar sýslumanns á héraðsfundi sjálfstæðismanna í sumar HÉR fer á eftir hluti úr ræðu sem Jóhannes Árnason, sýslumaður, flutti á héraðs- móti sjálfstæðismanna í sumar. Jóhannes hóf mál sitt með því að stundum heyrðist sagt, að áhugi almennings á stjórn- málum væri helzt bundinn við þau ár, þegar kosningar færu fram, en þess á milli létu menn sig þau fremur litlu máli skipta. Andvaraleysi um stjórnmál væri þó hættu- legt fyrir hvern einstakling og þjóðarheildina. „Við skulum vera þess minnug, að ef við fylgjumst ekki með gangi mála á þessu sviði og tökum sjálf afstöðu, þá verða aðrir til að gera það fyrir okkur," sagði Jóhannes. Þá minnti Jóhannes á að hollt væri að leiða hugann að þeim grundvallaratriðum, sem stjórnmálastarfsemin byggðist á, og sagði síðan: Skiptast í flokka eftir grundvallarsjórnarmiðum ViS þurfum ekki lengi aS skyggnast um á þessum vettvangi til aS komast aS raun um, aS stjórn málabaráttan í vlðari skilningi er I svo nánum tengslum við sjálfa lifs- baráttuna, aS þetta tvennt verSur ekki aðskiliS. Stjórnmál eru því i eðli sinu ekki annað en mannleg málefni, sem mannkynið hefur aldrei getað leitt hjá sér og mun aldrei geta. Þeir, sem i meginatriðum eru sammála um grundvallaratriði stjórnmálanna, svo sem það hvort fremur skuli byggt á eignarrátti einstaklinga og félaga eða rikiseign, fylkja sér saman og mynda stjórnmálaflokka. Flokkarnir berjast siðan sem heild fyrir sameiginlegu markmiði eftir þeirri leið eða stefnu. sem flokkurinn markar og aðhyllist. Þeir sem standa saman í stjórnmálaflokki, eiga þvi samieið að þessu leyti. Hætt er við að mörgum þætti lífið skritið ef allir væru skyndilega orðnir sammála. Þess vegna skiptast menn i flokka eftir þvi hvaða grundvallarsjónarmið þeir aðhyllast. Þó er að þvi að gæta að til þess að flokkaskipting geti þróast með eðli- legum hætti. verður viðkomandi riki að byggja á lýðræði, i einræðis- rikjunum eru slikar hugleiðingar með öllu óþarfar. Þar skal allt lúta einum vilja og einu gildir hvort hinn almenni borgari lætur sig stjórnmál skipta eða sýnir þeim fullkomið and- varaleysi. Skipting kökunnar Allt efnahagslifrð óll verðmæta- sköpun, framfarir og uppbygging I landi okkar, byggist á mannlegri starfsemi í einhverri mynd. hug- kvæmni mannsins til að nýta náttúruauðlindir landsins i þágu þjóðarinnar á sem hagkvæmastan hátt og mynda grundvöllinn að sköpun þeirra verðmæta, þeirrar köku, eins og það er stundum nefnt, sem þjóðin hefur til að lifa af, og til skiptanna getur komið á hverju ári, annars vegar milli borgaranna, hins vegar til þess opinbera. Það er þvi maðurinn sjálfur sem aflar verð- mætanna með hugkvæmni sinni, vinnu sinni, framtaki og fjármagni. Af öðru er ekki að taka nema leitað sé fanga út fyrir landsteinana og tekin lán, sem siðan verðurað greiða aftur með þvi að ráðstafa til þess hluta af þessari einu og sömu köku. Þetta eru algild sannindi og grund- vallaratriði sem við verðum alltaf að hafa i huga. Og þá kem ég að þeirri meginspurningu, sem hlýtur að skera úr um það, hvernig menn skiptast i stjórnmálaflokka. og hún er sú hverjir það séu, sem eiga að hafa mestan ráðstöfunarrétt á þeim verðmætum. sem þjóðin framleiðir. er það hið opinbera, eða eru það einstaklingarnir sjálfir Hér er vissu- lega þörf á að staldra við og átta sig á hlutunum. Meiri kröfur — Hærri skattar Það er orðin nokkuð almenn skoð- un i velferðarþjóðfélagi nútimans. að ef það þarf að gera eitthvað eða framkvæma þá þykir sjálfsagt að kalla á það opinbera almætti sem kallast rikisvald, eða annað opinbert vald, bæ eða hrepp, og krefjast úr- lausnar hið fyrsta. Þróunin hefur verið sú að hið opinbera hefur látið undan, blessaðir stjórnmála- mennirnir hafa sett ný lög, sem kalla á ný og aukin rikisútgjöld, ráðist er i framkvæmdir og allir virðast ánægðir rétt I bili. Fjárlögin hækka frá ári til árs og rikið tekur stöðugt meira og meira til sin af þjóðarfram- leiðslunni, sósialisminn siglir áfram fyrir jöfnum og þægilegum byr. En ég er ekki eins viss um að i hita kröfugerðarinnar á hendur hinu opinbera geri menn sér i raun þá um leið grein fyrir þvi að með þessu eru þeir að kalla á hækkaða skatta. beina eða óbeina. og þegar bannsett skattskráin svo birtist og hver og einn fær sinn skattseðil, þar sem hann sér hvaða kröfur hið opinbera gerir á hendur honum á móti þá eru ekki allir eins ánægðir. En hverjum eru þeir svo að kenna þessir háu skattar? Jú. liggur ekki beinast við að lita til ólukkans stjórnmálamann- anna, þeirra sem með völdin fara hverju sinni. og kenna þeim um öll þessi ósköp. Ekki er óalgengt að heyra þessi sjónarmið og ekki óeðli- legt þvi að það er auðvitað stjórnar- stefnan á hverjum tima, sem mestu skiptir um hvernig til tekst. ásamt utanaðkomandi aðstæðum, árferði og viðskiptakjörum. sem við fáum ekki ráðið við. Kjarni málsins er nefnilega sá að með siauknum afskiptum og umsvif- um rikisvaldsins i efnahagslifi þjóð- arinnar er verið að auka vald mis- viturra stjórnmálamanna, sem jafn- framt er falið að annast um leið forsjá borgaranna að þessu leyti. með þvi að ráðskast með það fjár- magn, sem borgararnir hafa sjálfir skapað með vinnu sinni. Einstaklingurinn og opinber afskifti Við sjálfstæðismenn viðurkennum að sjálfsögðu þörf samfélagsins fyrii Jóhannes Arnason samneyzlu að vissu marki. Á það fyrst og fremst við um almanna- tryggingar og stuðning við þá sem minna mega sin vegna elli eða skertrar starfsorku, einnig heil- brigðisþjónustu og margvislega opin- bera þjónustu, sem er nauðsynleg til þess að við getum byggt land okkar allt og hagnýtt gæði þess til sjávar og sveita. En þvl eru takmörk sett hvað hægt er að ganga langt i þess- um efnum og hvað er skynsamlegt að ganga langt. Aldrei má ganga svo langt I opinberum afskiptum, að það dragi úr hvöt manna til að bjarga sér og á það jafnt við einstaklinga og jafnvel heil byggðarlög. Skoðun okkar Sjálfstæðismanna og meginstefna er einmitt sú að það séu einstaklingarnir sjálfir sem eigi að hafa sem mest yfirráð yfir þeim verðmætum, sem þeir hafa skapað gagnstætt þvi að vinstri flokkarnir leggja stöðugt áherzlu á þjóðnýtingu rikisafskipti og sósialisma. Við litum svo á að það hljóti hver og einn að hafa bezt vit á þvi sjálfur hvað honum er fyrir beztu. og eigi þvi að ráðstafa sinum málum á þann veg að það megi verða honum til þroska og velfarnaðar. Við litum svo á að af hver einstalingur þannig keppir að því markmiði sem hæfileikar hans og geta megna á hinum ýmsu sviðum þjóðlifsins með nútima verkaskipt- ingu, það leiði það til hagsbóta fyrir þjóðarheildina og um leið til bættra lifskjara. Sérstaklega er brýnt að búa þannig að undirstöðu atvinnuvegum landsmanna að fjármagn og vinnuafl leiti i þessa atvinnuvegi. Það þarf að haga skattalöggjöf og hlutafélags- löggjöf á þann veg að allur almenningur geti átt greiðari aðgang til eignaraðildar og þátttöku i at- vinnurekstrinum. en nú er. Slikt getur verið liður i þvi að sætta vinnu og fjármagn og koma i veg fyrir eða draga úr hinum sifelldu vanda- málum, sem af verkföllum stafa. Fólkinu tryggð aukin umráð yfir aflafé sínu Ég tel að eitt brýnasta verkefni Sjálfstæðisflokksins, sem flokks frjálshyggju og umbóta, á næstu árum, hljóti að vera það að tryggja fólkinu I landinu aukin umráð yfir aflafé sínu og bæta um leið afkomu heimilanna, ekki með siauknum ríkisafskiptum og sósíalisma, heldur með þvi að draga jafnt og þétt úr þátttöku hins opinbera i atvinnu- rekstrinum, sem þao opinbera stendur undir með þeim sköttum, sem innheimtir eru hjá fólkinu en stuðla þess I stað að eign öllum til handa, með aukinni þátttöku og eignaraðild einstaklinga að fyrir tækjunum. Efnahagslega sjálfstæðir einstaklingar allur fjöldi lands manna, eru þeir hyrningarsteinar sem eru óhjákvæmilegir til að skjóta stoðum undir sjálfstæði þjóðarinnar í bráð og lengd Ég held líka að þessari skoðun vaxi stöðugt fylgi með þjóðinni. Aldrei Framhald á bls. 62. Það er maðurinn sjálfur, sem aflar verðmætanna Heimir Lárusson, mjólkurfrædingur: KEFIR Að undanförnu hafa borist frá manni til manns um landið þvert og endilangt korn nokkur sem sýra mjólk. Ganga þessi korn und- ir hinum ýmsu nöfnum, einnig drykkurinn, sem af þeim verður. Nú nýlega voru birtar tvær blaðagreinar um þennan drykk ásamt viðtölum við valinkunna menn. Á þessum umræðum og bollaleggingum má sjálfsagt ýmis- legt græða, en þar sem útgáfurn- ar eru svo margar, er að líkindum erfitt fyrir ein verja að átta sig á, hvað um er að ræða. Eftir lýsingu að dæma mun þarna vera um að ræða aldagaml- an mjólkurdrykk ættaðan frá Kákasus og heitir KEFIR. Hann er talinn hafa orðið til í norður- hluta Kákasus við rætur Elbrus- fjallsins í um 1000—2500 m hæð, þar sem hitastig er tiltölulega lágt. Þessar aðstæður hafa gefið kefirnum hina sérstæðu gerla- samsetningu, sem er mjög frá- brugðin t.d. yoghurt-gerlunum en yoghurt varð til í hinum sólríka sifðurhluta Kákasus og þrífast því yoghurtgerlarnir við mun hærra hitastig. Upphaflega hefur kefir verið framleiddur í geitahúðum, leður- pokum eða leirkrukkum og hefur sjálfsagt orðið til fyrir tilviljun. Kefir má framleiða á ýmsa vegu, en algengasta aðferðin er sú, að í einn lítra mjólkur er sett um 200 g af kefirkornum og eftir að því hefur verið hrært vel sam- an er mjólkin látin standa við u.þ.b. ^0°C í einn sólarhring. Þá eru kornin sigtuð frá og mjöður- inn er tilbúinn til drykkjar. Ef vill, má setja kefirinn á flöskur, en þeim þarf að loka vandlega og geyma við lágt hitastig í 1—5 sólarhringa. Við þessa meðferð eykst kolsýrumagnið auk þess, sem vínandi myndast. Drykkur- inn freyðir og bragð og lykt verð- ur meira lifandi. Þó er rétt að vara við þeim óþægindum, sem geta fylgt þess- ari aðferð, en þau eru í því fólgin, að við geymsluna myndast mikið loft, sem getur valdið gosi þegar flaskan er opnuð, með tilheyrandi dreifingu um umhverfið. Þessi „undrakorn" eru enginn einn gerill eða sveppur, heldur hafa fimm örverur bundist sam- tökum um framieiðslu kefirsins. Prófessor Max Schultz frá Kiel teiur þær vera þessar: 2 torula tegundir Streptococcus lactis Betabacterium caucasicus Hennebergs Kefirbacillus (sem gerir myndun kornanna mögulega) Þessi samtök. eru æði afkasta- mikil og meðal þess sem þau framleiða er: 1. Mjólkursýra 2. kolsýra og vínandi 3. sérstakt gerbragð sem oft er kallað kefir bragð 4. peptónar og amínósýrur úr próteininu. Þetta myndast í mísjafnlega miklu magni, en með hitastiginu er hægt að hafa áhrif á samsetn- inguna. Við 5—15°C myndast að- allega kolsýra, en mjólkursýra að- eins í litlum ma'li. Við 16—22°C myndast aðallega mjólkursýra, kefirbragðið verður sterkara og prótein-sundrungin mest. Vínandinn, sem verður til, er í það litlum mæli, að islenzkri áféngislöggjöf verður tæpast mis- boðið. Ef kefirinn er látinn stgnda í nokkra daga á flöskum verður áfengismagnið um 1.5%, annars innan við 1 %. Ymsir vilja halda því fram, að „kefirgerillinn" fái lifað í þörm- unum, hvar hann á að koma í veg fyrir rotnun. Þetta hefur ekki sannast á hann eftir þeim upplýs- ingum sem ég hef undir höndum. Því hefur einnig verið haldið fram um yoghurtgerilinn Lactao- bacillus bulgaricus, en ég held, að hann komist ekki frekar gegnum hreinsunareld magasýranna. Aft- ur á móti eykst mjólkursýran í þörmunum við neyslu yoghurts, kefirs, skyrs, súrmjólkur og ann- arra súrmjólkurafurða, misjafn- lega mikið þó, en hún hindrar framgang rotnunargerla. Listar hafa gengið, hvar skráðir eru margir sjúkdómar og kvillar sem kefir á að lækna. Vónandi er allt rétt, sem segir þar. Mig skort- ir reynslu til að dæma um það. En það hefur verið vitað frá örófi alda, að mjólk og mjólkurvörur er einhver sú hollasta fæða sem menn þekkja. Þjóðverjinn prófessor dr.med. Wolf Muller Limmroth hefur rit- að bók sem hann nefnir „Mjólk — uppspretta heilbrigðis". Þar er að finna kúra við hinum ýmsu sjúk- dómum. Ekki skal farið út í þá sálma hér, en mér þykir vert að geta eins, sem er megrunarkúr, og byggir á mjólkurvörum. Hann segir: „Hið mikla magn amínósýra í mjólk ásamt því, að hún er auðug af kalíum og kalcíum, gerir mjólkina að ákjósanlegu afvötnunarlyfi". í einum lítra mjólkur er 1,58 g kaliums og 1,2 g kalcíums. Á einum mjólkurdegi þarf neyzlan að vera að meðaltali: 1,5 ltr. mjólkur 0,5 ltr. súrmjólkur 100—200 g skyrs 0,25 ltr. rjóma. Við afvötnun til að ná æskileg- um árangri er nægjanlegt að hafa einn mjólkurdag í viku. Við offitu bindur fitan alltaf vatn, sem losn- ar á þennan hátt með þeim árangri, að maður má búast við að léttast um 1—2 kg á einum mjólk- urdegi. Kefir, æskubrunnur? Mjög hefur verið um það rætt, hvort kefir hafi mátt til að leika á Elli kerlingu. Það er staðreynd, að margir íbúar Kákasus hafa náð afar háum aldri. Hvers vegna er ekki vitað. Hvort í kefir er að finna einhver þau efni, sem geta dregið úr hrörnun, t.d. L-dópa (sjá grein í Lesb. Mbl. 44. tbl. 1976), er etv. verðugt rannsóknar- efni fyrir vísindamenn. Elie Metchnikoff var rússnesk- ur Gyðingur, fa'ddur 1845. Um 1883 varð hann fyrstur til að upp- götva þýðingu hvítu blóðkorn- anna. En annað vann hann sér til frægðar. Hann fregnaði, að í Búl- garíu næði fólk mjög háum aldri og margir yrðu yfir hundrað ára gamlir. Hann fór þangað og komst fljótlega að raun um, að aðaluppi- staðan í fæði fólksins var súr- mjólk (yoghurt). Metchnikoff varð þess var, að búlgarska bacill- an myndaði sýru úr mjólk, sem gat hindrað framgang rotnunar- gerlanna í þörmunum. Hann byrjaði að drekka súrmjólk í miklum mæli og í mörg ár tróð hann í sig hreinræktuðum búl- görskum bacillum. Hann skrifaði þykkar bækur um kenningu sína og virt enskt tímarit lofaði bækur þessar í hástert sem hin mestu vísindaritverk eftir Þróunarkenn- ingu Darwins. Búlgarskí gerillinn varð tizku- fyrirbrigði, hlutafélög voru stofn- uð til að hreinrækta gerilinn og nota hugmynd Metchnikoffs i fjárhagslegu sjónarmiði. Nafn Metchnikoffs var notað i auglýs- ingum og fyrirtækin græddu á tá og fingri — en Metchnikoff fékk enga hlutdeíld þar i. Hann lifði í einu (7g öllu eftir kenningum sínum — í ta>p tutt- ugu ár. Hann neytti ekki áfengis í nokkurri mynd og reykti ekki. Þá iét hann hina færustu sérfræð- inga fylgjast oft og reglulega með líkamsástandi sínu. Hann var óþre.vtandi við að rannsaka það sem frá honum kom. A þessum árum drakk hann óteljandi fötur af súrmjólk og gleypti milljarða af búlgarska gerlinum. Og hann lézt 71 árs að aldri. Hver veit hvaða aldri hann hefði náð hefði hann drukkið kefir?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.