Morgunblaðið - 29.12.1976, Síða 15

Morgunblaðið - 29.12.1976, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1976 15 FLUGELDASALA blómstrar þessa dagana og ungir sem eldri keppast við að ná sér f skrautelda, blys og hvað það nú heitir allt saman. auk ýmissa verzlana þð hafa ýmis félög eins og t.d. skátar og iþrðttafélög sett upp flugeldasölur og er meðfylgjandi mynd tekin f einni af flugeldasölum Hjálparsveita skáta f gær og með afgreiðslumönnunum á myndinni eru nokkrir viðskiptavinir af yngri kynslððinni. Minnt skal á það hér að fyllstu aðgát ber að hafa f meðferð þessa varnings. (Ljðsm. Mbl. ÓI.K.Mag) Góð jólahöl á Halanum MARGIR stórir togaranna mun hafa fengið gððan afla á Halanum jðladagana, eða allt upp f 60 lestir á dag. Minni skutttogararnir voru hins vegar f höfn þessa daga og fóru t.d. Vestfjarðatogararnir ekki aftur út fyrr en í fyrrakvöld. Aður en minni togararnir fðru f land, var sáralftill afli á H:lamið- um, en á aðfangadag mun fs hafa rekið af svæðinu og þá fengu skipin, sem þar voru, mjög gððan afla. Jón Páll Halldórsson á tsafirði sagði í samtali við Mbl. í gær, að allir ísafjarðartogararnir hefðu verið í landi um hátíðarnar, en haldið út í fyrrakvöld. Það hefði heyrst að stóru togararnir hefðu sumir fengið góðan afla á Halan- um yfir hátíðarnar, en það síðasta sem frétzt hefði af þessum miðum væri, að afli væri orðinn frekar tregur á ný. Að sögn Jóns koma allir Isa- fjarðartogararnir aftur inn á gamlársdag og fara síðan aftur út 2. janúar. Sem fyrr væri gert ráð fyrir að sjómenn á ísafirði fjöl- menntu til aftansöngs í ísafjarð- arkirkju á gamlárskvöld. Ludvig Braathen látinn: Við Braathenlund f Heiðmörk: Braathen með þeim Hákoni Bjarnasyni og Hákoni Guðmundssyni. gróðursettir 25 hektarar af skógi í Skorradal, annar reitur er í Haukadal i Biskupstungum og i Heið- mörk. Braathen var bóndasonur frá Drammen og fæddur 17. marz 1891. Hann lærði skipaútgerð í Englandi ungur og var þar í nokkur ár. Síðar hélt hann heim til Noregs og vann þar við útgerðarfyrir- tæki fram til ársins 1930. Þá fór hann á stúfana og stofn- aði sitt eigið skipafyrirtæki einmitt um þær mundir sem kreppan mikla var í algleymi. Fyrirtæki hans óx og dafnaði og smám saman kom hann sér upp olíuskipaflota sem var einkum í förum á Kyrra- hafi. í heimsstyrjöldinni flýði BraatEvíþjóðar og stjórnaði fyrirtæki sínu þar en flutti síðan aftur til Noregs og tók að byggja upp flugmál þar í landi, stofnaði flugfélag sitt Braathen SAFE, sem flaug m.a. á lengstu flugleið i heimi, frá Venezuela til Hong Kong. Eftir að SAS kom til sögunnar þrengdi mjög að Braathen. Þá hóf hann sam- vinnu við Loftleiðir og stóð hún i mörg ár og annaðist fyrirtæki hans meðal annars árum saman um allar við- gerðir á flugvélum Loftleiða, auk þess sem fyrirtækið var aðalumboðsaðili Loftleíð i Noregi. Auk þess hóf Braat- hen umfangsmikið leiguflug og innanlandsflug í Noregi var að mestu í hans höndum. Eftir að samvinna tókst milli Braathens og Loftleiða gerði hann sér tíðförult til íslands, eins og áður sagði og veitti þá verulegan styrk til uppbyggingar skógræktar, ekki hvað sízt var honum umhugað að hlúa að um- hverfi Reykjavikur sem honum þótti berangurslegt i meira lagi að eigin sögn. Braathen var litrikur persónu- leiki, dugnaðarmaður hinn mesti og fjáraflakló alla tið og útsjónarsamur um allar þær framkvæmdir sem hann lét sig skipta ÍSLENZK-DANSKA FISKISKIPIÐ ísafold HG 209. sem gert er út frá Hirtshals í Danmörku kom til Reykjavikur skömmu fyrir jól, en allir skipverjar eru islenzkir og um leið og þeir tóku sér jólafrí heima á Fróni var ísafold sett i slipp, í samtali við Morgunblaðið ■ sagði Árni Gíslason skipstjóri að nokkuð vel hefði gengið á ísafold á þessu ári. Þeir væru alls búnir að veiða fyrir 12,3 milljónir d.kr. eða fyrir 402 millj. króna. „Mest af þessum afla er síld og makríll, en ennfremur höf- um við veitt dálítið af brislingi og Kolmunna", sagði Árni. Þá sagði hann, að engin ákvörðun hefði verið tekin um hvernig dönsk skip þyrftu að haga veiðum sínum eftir að E.B.E. ríkin hefðu fært fisk- veiðilögsögu sína út í 200 mílur 1. janúar n.k. Þeim hefði hins vegar verið tilkynnt, að þeir mættu veiða á sömu svæðum og áður út janúarmánuð eins og verið hefði. Eftir það vissi eng- inn hvað tæki við, og útgerðar- mönnum hefði verið tilkynnt, að verið gæti að eitthvað af janúarveiðinni yrði dregið af þeim síðar á árinu, þegar búið yrði að ganga frá fiskveiðimál- um E.B.E. ríkjanna og úthlutun þjóða á milli hefði átt sér stað. Svo til sama áhöfn hefur verið á ísafold frá upphafi og að sögn Árna eiga fimm skip- verja orðið heimili í Hirtshals og búa þar með sínum fjöl- skyldum, en hinir búa eftir sem áður á Islandi. Studdi að framgangi ísL flugmála og gaf fé til skógrœktar LUDVIG G. BRAATHEN, norski skipafrömuðurinn og flugvélajöfurinn og mikill jslandsvinur lézt I Noregi í gær, 85 ára að aldri. Braathen átti marga góða vini á íslandi og frá því samvinna hans og Loft- leiða hófst upp úr 1950 og fram á siðustu ár kom hann iðulega til íslands. Hann var og áhugamaður um skógrækt og færði Skóg- rækt ríkisins góðar gjafir og fyrir fé það hafa verið Myndin var tekin f samsæti sem haldið var Braathen til heiðurs f ágúst 1968. Frá vinstri Hákon Bjarnason skógræktarstjóri, Bjarni Benediktsson, þáverandi for- sætisráðherra, Ludvig Braathen og Kristján Guðlaugsson, stjórnarformaður Loftleiða. Ijósm. Mbl.: K.OI. tsafold í höfninni f Reykjavík. ísafold hefur aflað fyrir meira en 400 m. kr. á árinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.