Morgunblaðið - 29.12.1976, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1976
27
SÝR, flugvél Landhelgisgæzlunnar, fór í ískönnunarflug f gær og eins og
meðfylgjandi fskort sýnir teygir fstunga sig frá mcginísnum í austur í átt að
Grímsey.
og
— Podgorny
Framhald af bls. 1.
Zambfa, Tanzanfa
Mosambique.
Enn hefur ekki verið tilkynnt
opinberlega hvenær Podgorny
leggi upp f ferð sfna, en lfklegt er
talið að það verði f marzbyrjun.
Fréttaskýrendur telja, að heim-
sóknin sé vfsbending um að
Sovétmenn muni leggja aukna
áherzlu á að ná stjórnmálaáhrif-
um í Afríku sunnanverðri á næst-
unni, og eigi ferðalag forsetans að
vega upp á móti áhrifum þeim,
sem Bandarfkjamenn hafi haft
þar með tfðum ferðalögum Kiss-
ingers utanrfkisráðherra vegna
málefna þessa heimshluta að
undanförnu.
sagði Davfð að þeirri hugmynd
hefði verið hreyft að Tónabær '
yrði rekinn sem klúbbur og
fengju ekki aðrir aðgang að staðn-
um en félagar þessa klúbbs. Með
þessu móti yrði Tónabær ein-
göngu starfræktur fyrir
reykvíska unglinga en að sögn
Davfðs hefur milli 30 og 40% af
gestum staðarins sum kvöld verið
unglingar búsettir utan Reykja-
vfkur. — Þessi hugmynd hefur
aðeins lítillega verið skoðuð enn,
en stefna ráðsins er að starfsemin
í Tónabæ verði eins og hjá öðrum
borgarstofnunum ætluð Reykvík-
ingum, sagði Davfð að lokum.
Guðmundur Einarsson, forstjóri
Skipaútgerðar rfkisins, sagði f
gær að afgreiðslubann á olíu
hefði ekki enn komið að sök hjá
Skipaútgerðinni. Hekla og Esja
yrðu í áburðarflutningum fram
að áramótum og hefðu næga olíu
þann tfma.
— Tónabær
Framhald af bls. 2
leiki snertir verða þeir einkum f
formi diskóteks.
Æskulýðsráð samþykkti fyrir
nokkru samþyKkt þá, sem lögð
var fram f borgarráði í gær og
sagði Davíð, að samkvæmt henni
væri gert ráð fyrir að endurvekja
svokallaða Tónabæjarnefnd en
sæti í henni ættu að eiga tveir
fulltrúar Æskulýðsráðs, forstöðu-
maður staðarins og þrír ung-
lingar, valdir á sérstaklega aug-
lýstri samkomu í Tónabæ. Þá
sagði Davíð að Æskulýðsráð legði
áherslu á að fjárveitingar fengj-
ust til starfrækslu svokalíaðra úti-
deilda við Tónabæ og annars stað-
ar í bænum.
Um starfrækslu Tónabæjar í
framtíðinni sagði Davfð, að í sam-
þykkt Æskulýðsráðs væri gert ráð
fyrir því að stefnt yrði að því að
komið yrði upp félagsmiðstöð i
Tónabæ, þegar framkvæmdum
við félagsmiðstöðina í Árbæjar-
hverfi væri lokið. Að síðustu
— Hluti olíu-
skuldar . . .
Framhald af bls. 28
standa skil á sfnum skuldum á
gjalddaga, sagði Indriði.
— Um olfukaup ríkisstofnana
er í gildi samningur við Inn-
kaupastofnun ríkisins fra þvf f
janúar 1976. Skiparekstur rfkis-
ins hefur ekki staðið við ákvæði
um greiðslu á olfuúttektum á um-
sömdum gjalddaga í samræmi við
þessa samninga. A meðan slíkt
ástand varir er okkur því nauð-
ugur einn kostur að nota
samningsbundinn rétt okkar og
stöðva afgreiðslu á olíu meðan
okkur er neitað um gjaldfallnar
greiðslur. Ég leyfi mér þö að vona
að ríkisreknu skipin stöðvist ekki
af þessari ástæðu, heldur verði
gjaldfallin skuld að fullu greidd
án frekari dráttar, sagði Indriði
að lokum.
Pétur Sigurðsson sagði f samtali
við Morgunblaðið að varðskipið
Óðinn hefði látið úr höfn í gær.
Ætlunin hefði verið að bæta við
olfubirgðir skipsins, en þegar olía
hefði ekki fengizt, hefði skipið
haldið úr höfn án viðbótarinnar.
Pörupiltar
teknir
RANNSÓKN ARLÖGREGLAN
hefur haft hendur f hári fáeinna
pörupilta f Reykjavfk, sem um
skeið hafa stundað hnupl og
þjófnaði f einum hluta borgar-
innar. Hafa þeir m.a. brotizt inn f
mannlausar fbúðir, verzlun og
staðið að ýmsu öðru hnuplí.
Piltarnir eru á aldrinum 12 til
16 ára, og hafa haft ýmis verð-
mæti upp úr þjófnuðum þessum,
sem þeir hafa síðan reynt að
koma í peninga eftir föngum.
Þannig stálu þeir til að mynda
töluverðu af bókum úr annarri
mannlausu íbúðinni og seldu þær
síðan og einnig stálu þeir þar
segulbandstæki og hátölurum,
svo að eitthvað sé nefnt. Rann-
sókn málsins er ekki lokið og því
ekki að fullu ljóst hversu mikið
þýfið raunverulega er.
— Margeir
Framhald af bls. 28
síðan sex skákmenn með 5
vinninga. Margeir er í 9.—11.
sæti með 4,5 vinninga. Alls
verða umferðirnar 13, og sagði
Margeir f gær að hann væri
bjartsýnn á framhaldið og
miklar breytingar gætu orðið á
röð efstu manna, enda væri
mótið aðeins rétt rúmlega
hálfnað.
Lauk doktorsprófi
frá háskólan-
um í Manchester
NÝLEGA eða hinn 19. nóvember
1976 lauk Þórdfs Kristmunds-
dóttir lyf jafræðingur doktors-
prófi við háskólann f Manchester
f Englandi með ágætum vitnis-
burði. Ritgerð Þórdfsar nefnist
„Physico-Chemical Studies on
Surfactant Solutions".
Þórdis lauk esam.pharm.-prófi
við Háskóla tslands 1971, en vann
síðan f Laugarnesapóteki unz hún
hélt til framhaldsnáms við
háskólann í Manchester, þar sem
hún lauk M.Sc.-prófi í lyfjafræði
haustið 1974. Hefur hún nú verið
ráðin til kennslu við Háskóla
Islands í vetur, en mun f vor taka
við kennslu- og rannsóknarstörf-
um við háskólann f Manchester.
Þórdís Kristmundsdóttir varð
stúdent frá Menntaskólanum f
Reykjavfk 1968. Hún er dóttir
hjónanna Kristmundar Jakobs-
snar, yfirsímritara f Gufunesi, og
Ástdísar Gísladóttur. Þórdís er
gift Eiríki Erni Arnarsyni,
klfnfskum sálfræðingi sem qú
Þórdfs Kristmundsdóttir
vinnur að doktorsverkefni í
sálfræði við háskólann f
Manchester.
Fimmtíu ára afmæli
Fram á Skagaströnd
UNGMENNAFÉLAGIÐ
FRAM
SKAGASTRÖND
1926-1976
Forsfðan á afmælisriti Fram.
Ungmennafélagið Fram Skaga-
strönd á 50 ára afmæli á þessu ári.
Félagið hefur minnst þessara
merku tfmamóta með ýmsum
hætti. M.a. var i fyrsta skipti
haldið héraðsmót U.S.A.H. í
frjálsum íþróttum á Skagaströnd
og um leið tekinn í notkun nýr
íþróttavöllur þar. Afmælis-
fagnaður verður f félagsheimilinu
Fellsborg 29. des. n.k. og eru allir
gamlir og nýir félagar hvattir til
að koma. I tilefni afmælisins
gefur Ungmennafélagið Fram út
vandað afmælisrit. I þvf er m.a.
ágrip af sögu félagsins, viðtöl
afrekaskrá og margt fleira. Þeir
sem áhuga hafa á að eignast þetta
blað geta snúið sér til Guðmundar
Hauks Sigurðssonar, Fellsbraut I,
Skagaströnd.
Danir reiðir KKI
ERIK Melbye, talsmaður danska
körfuknattleikssambandsins, er
mjög harðorður f garð Körfu-
knattleikssambands lslands f við-
tölum sem birtust f dönsku dag-
blöðunum fyrir jól. Ástæðan er
sú að KKl ákvað á sfðustu stundu
að hætta við þátttöku f afmælis-
móti danska körfuknattleikssam-
bandsins, vegna þess hve f járhag-
ur sambandsins er bágborinn.
Keppni þessi á að fara fram 7.—9.
74 nýstúdentar
úr Hamrahlíð
MENNTASKÓLINN við Hamrahlfð brautskráði 22. desember sl. 74 stúdenta og voru
konur f meirihluta í þessum hópi, þær voru 41, en piltarnir 33. 13 stúdentanna luku
prófi frá nýmálasviði, 2 af fornmálasviði, 22 úr félagssviði, 30 af náttúrusviði og 7 úr
eðlissviði. Beztum árangri þessa hóps náðu Heiður Baldursdóttir félagssviði, Guðrún
Edda Bentsdóttir nýmálasviði, Ástráður Eysteinsson náttúrusviði og Helgi Óksarsson
náttúrusviði. i lok janúar verður brautskráður frá Hamrahliðaskólanum allstór hópur
nemenda við öldungadeild skólans.
Meðfylgjandi mynd er af hinum nýútskrifuðu stúdentum úr Hamrahlfðaskólanum.
(Ljósm. Vigfús Sigurgeirsson).
janúar n.k. og auk Danmerkur
áttu að taka þátt f henni landslið
tslands, Skotlands og Írlands.
— Framkoma íslendinganna er
fyrir neðan allar hellur, lætur
Melbye hafa eftir sér, við vorum
búnir að skipuleggja mótið og
leggja í mikinn auglýsinga-
kostnað er afboð þéirra barst.
Þeir segja í bréfi sínu að þótt ekki
verði af heimsókn þeirra að þessu
sinni vonist þeir eftir því að af-
boðið verði ekki til þess að spilla
því ágæta samstarfi sem verið
hefur milli okkar og þeirra til
þessa. — En það verður hægara
sagt en gjört að eiga viðskipti
framvegis við menn sem greini-
lega er ekki treystandi segir Mel-
bye. — Sem betur fer vorum við
ekki búnir að semja um sjón-
varpssendingar frá leik milli Is-
lands og Danmerkur í keppni
þessari — hefðum við verið búnir
af því hefðum við heldur betur
setið I súpunni.
Melbye segir siðan f viðtölunum
■að danska körfuknattleiks-
sambandið sé að reyna að fá lið
inn í keppnina í stað íslending-
anna, og standi til að safna saman
i eitt lið þeim Bandaríkjamönnum
sem leika með dönskum liðum, —
slikt lið ætti að vera sterkara en
íslenzka landsliðið, en samt sem
áður missir mótið verulega svip
sinn vegna þess að Islendingarnir
koma ekki segir Melbye.