Morgunblaðið - 20.01.1977, Page 1

Morgunblaðið - 20.01.1977, Page 1
32 SÍÐUR 14. tbl. 64. árg. FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Kaíró: 40 fallnir og 400 særð- ir í yíðtækum óeirðum Jimmy Carter . veifaði stuðningsmönnum sínum f kvedjuskyni er þeir lögðu af stað frá Plains með „Jarðhnetulestinni" síð- degis í gær. „Jarðhnetu- lestin" flutti stuðnings- menn Carters víðsvegar í Georgíu til H'ashington, þar sem þeir verða við- staddir embættistökuna. Sadat slær verd- hækkunum á frest Kafró. 19. janúar. Reuler. í GÆRKVÖLDI féllu 13 manns í átökum við lögregluna í tveimur út- hverfum í Kaíró. Til átak- anna kom þegar útgöngu- bann yfirvalda var virt að vettugi, og hafa þá alls 30 manns látið lífið sfðustu tvo daga í mótmæla- aðgerðum og uppþotum Listamanns saknað 1 Sovét I.undúnum. 18. janúar. Keuter. SOVÉZKI andófsmaðurinn Alexander Glezer, sem er land- flótta listaverkasafnari, segir, að sovézkur listamaður, Juri Zharkikh að nafni, hafi horfið í . Sovétríkjunum. Hafi Zharkikh verið búinn að til- kynna þátttöku sína f hinni forboðnu listaverkasýningu f I.eningrad, en ekkert hafi til hans spurzt í marga daga, og sé nú fullvíst talið að hann hafi verið handtekinn. Glezer hefur gengizt fyrir sýningu, á sovézkum „neðan- jarðarlistaverkum", sem opn- uð var í Lundúnum i dag. Fiðlusnillingurinn Yehudi Menuhin opnaði sýninguna, sem haldin er af minningar- sjóði rithöfunda og mennta- manna. Sjóðurinn hefur það að markmiði að vinna gegn rit- skoðun og hömlum, sem lagðar eru á tjáningarfrelsi um víða veröld. vegna stefnu Anwar Sadats forseta í efnahagsmálum. Þegar síðast fréttist f gærkvöldi voru enn mikil átök í Kaíró og Alexandrfu, þrátt fyrir þá yfirlýsingu Sadats síódegis aö verð- hækkunum á nauðsynja- vörum yrði slegið á frest og málið endurskoðað. Til viðbótar þeim 30, sem fallið hafa f þessum átök- um er talið að um 400 manns hafi særzt, og hundruð hafa verið teknir höndum. Eftir átökin, sem hófust í úthverfunum f Kaíró í kvöld má þó telja, að tala særðra hækki veru- lega. Sjónarvottar segjast hafa séð lögreglusveitir skjóta á mannfjöldann. Auk þess hafi verið leitazt við að dreifa mann- söfnuðinum með táragasi. Verðhækkanirnar, sem tilkynntar voru í gær, eru sagðar í samræmi við við- ræður egypzku stjórnar- innar um lántöku hjá Alþjóðabankanum. Stjórnin hefur ásakað kommúnista um að standa Framhald á bls. 31 (AP—simamynd ) Jimmy Carter sver forsetaeiðinn í dag Tékkóslóvakía: Andófsmenn bendl- aðir við njósnir Pratí. 19. janflar. AP—Reuter. ENN SÆKJA tékknesk yfirvöld í sig veðrið í herferðinni gegn mannréttindahreyfingunni í Tékkóslóvakíu, og í Tvorba, viku- riti kommúnistaflokksins um menningarmál og stjórnmál, sem út kom í dag, er harkalegar ráðizt gegn einstökum leiðtogum hreyf- ingarinnar en áður eru dæmi um. Þar er gefið í skyn að margir þeirra — þar á meðal leikritahöf- undurinn Pavel Kohout — séu handbendi vestur-þýzku leyni- þjónustunnar. Mannréttindahreyfingin birti. í dag nýja yfirlýsingu, þar sem stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir of- sóknir á hendur andófsmönnum. Síðustu daga hafa 40 manns rit- að nöfn sfn undir „Mannréttindi 77“, en nöfn þeirra verða ekki birt meðan hætta er á því að þeir verði fyrir ofsóknum af völdum st jórnarinnar. Að því er heimspekiprófessor- inn Jan Patocka, einn helzti leið- togi andófsmanna, skýrði frá í dag, hefur fjölmörgum undir- skriftarmönnum verið sagt upp starfi undanfarna daga. Þá herma áreiðanlegar heimildir, aðMipin- ber ákæra hafi verið gefin út á Framhald á bls. 31 Ford náðar 600 liðhlaupa W ashinglon. 19. janúar. Rouler. MIKILL viðbúnaður er í Washington vegna em- bættistöku James Earl Carters, 39. forseta Banda- ríkjanna, sem fram fer á hádegi á morgun. Forseti hæstaréttar Banda- ríkjanna, Warren Burger, les forsetaefninu eiðstaf- inn, og er Carter hefur svarið eiðinn flytur hann 15 mínútna ræðu. Jimmy Carter kom til Washington í kvöld ásamt fjöl- skyldu sinni. Er hann lagði af stað frá Plains lét hann svo um mælt: „Þetta verður nýr dagur, ný byrj- un, ný hvatning þjóð fyrir þjóð okkar. Ég mun leitast við að vinna ykkur vel." EBE og fiskveiðikvótar: Bretar boða einhliða verndunaraðgerðir Lundúnum, 19. janúar. — Einkaskeyti til Mbl. frá AP. JOIIN Silkin, sjávarútvegsmálaráðherra Breta, sagði f dag, að hefðu rfki Efnahagsbandalagsins ekki komið sér saman um, hvernig staðið skyldi að fiskvernd á vegum bandalagsins innan fjögurra til fimm vikna, yrði brezka stjórnin að hefja einhliða aðgerðir til að koma f veg fyrir ofveiði. Ráðherrann ræddi þetta mál á fundi í þingnefnd, sem kannar um þessar mundir stöðu brezks sjávar- útvegs, og sagði hann að kvótareglurnar, sem gilt hafa að undanförnu, yrðu að breytast. „Ef ekki nást samningar um þetta hjá Efnahags- bandalaginu," sagði John Silkin, „er ríkisstjórnin reiðubúin að taka til sinna ráóa og takmarka veiðar með verndun fiskstofna fyrir augum." Síðar sagði hann, að brezka stjórnin hefði ákveðnar hugmyndir um þær kvótareglur, sem hún vildi koma á. Hann kvað enn óljóst hvort fallizt yrði á sama aflamagn hjá EBE, en verndunaraðgerðir innan 200 mílna bandalagsins eru á dagskrá á ráðherrafundi, sem haldinn verður í Brtissel 8. febrúar næstkomandi. Gerald Ford, fratarandi forseti, náðaði í dag um það bil 600 lið- hlaupa úr Víetnam-styrjöldinni. Náðunin náði einungis til þeirra liðhlaupa, sem hafa farið fram á Framhald á bls. 31 Baskafáni við hún Madrid. 19. janúar. Rcutcr. „IKCRRINA“, fáni þjóðernis- sinnaðra Baska, sem hingað til hefur verið hannaður, blakti í dag við hún á opinberum bygg- ingum í norðurhéruðum Spán- ar, en spænska stjórnin lýsti því yfir í dag, að fánann madti nota opinberlega, svo framar- lega sem spænska þjóðfánan- um væri hvarvetha valinn meiri virðingarsess. Yfirlýsing stjórnarinnar var birt eftir fund Rodolfo Martin Villas innanríkisráðherra með fimm borgarstjórum frá Baskahéruðunum, og þykir hún vlsbending um afstöðu spænsku stjórnarinnar til mála Baska. Er talið að vænta megi náðunar pólitískra fanga á Norður-Spáni á næstunni, og einnig, að Baskar muni fá nokkur sjálfstjórnarréttindi. Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.