Morgunblaðið - 20.01.1977, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 20.01.1977, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1977 3 „Ég var í góðu formi í gær, og náði fljótlega betri stöðu. . .” „ÉG VAR I góðu formi I gær, og náði fljótlega betri stöðu og I framhaldi af þvf tókst mér að knýja fram vinning. Auðvitað vonar maður, að þetta sé upphafið að röð vinninga eins og á Wik aan zee I fyrra,“ sagði Friðrik Ölafsson stórmeistari I samtali við Morgunblaðið I gær, en I fimmtu umferð skákmótsins I Wiik aan Zee vann hann hollenzka stjórmeistaran Jan Timman I 38 leikjum. „Byggingameistarinn” við yfirheyrslur: Ætlaði ekki að nota féð til að þrýsta á með lóðaúthlutun Með þessari vinningsskák í gær er Friðrik nú kominn í 3.—6. sæti á mótinu. Guðmund- ur Sigurjónsson tefldi í gær við Ligterin, og sömdu þeir um jafntefli. Að sögn Friðriks hafði Guðmundur alltaf heldur betri stöðu, en tókst ekki að notfæra hana sér til vinnings. Guðmundur er nú í 8.—9. sæti ásamt Timman með 2 vinn- inga. Berry Withuis fréttaritari Morgunblaðsins á skákmótinu í Staðan eftir 18. leik hvíts. Wiik aan Zee, sagði í gær, að dagurinn hefði verið Friðriks. Timman sem hafi haft svart, hafi teflt byrjunina mjög ögr- andi í von um að ná góðri stöðu, en þegar í sjöunda leik, hefði íslenzki stórmeistarinn sýnt Timman að svona þýddi ekki að tefla. Drottningarkaup hafi verið gerð og Friðrik kominn með mjög góða stöðu. — Fjöldí skakmanna sögðu eftir 10. leik að Friðrik væri kominn með gjörunna stöðu, sagði Withuis. Hann notaði að vísu mikinn tíma, en hver leik- urinn var af öðrum nákvæmari og því þurfti ekki að spyrja að leikslokum. Önnur úrslit í gær urðu þessi: Geller 'h, Boehm 'h, Sosonko 'h — Miles 'h, Kavalek Borcz bið- skák, Guðmundur 'h — Ligterink 'h, Kurajica 1 — Nikolac — 0. Staðan eftir 5 umferðir er þessi: 1. Sosonko 4 vinninga, 2. Kurajica 3'/-j vinning, 3.—6. Miles, Geller, Friðrik og Boehm 3 vinninga. 7. Kavalek 2 vinn- Friðrik Olafsson inga og biðskák, 8.—9. Timman og Guðmundur 2 vinninga, 10. —11. Nikolac og Ligterink 1 'h vinning og 12. Barczay 'h vinning og biðskák. Framhald á bls. 31 ... m mm * mifa ni 1® B ■A jjj • ' wá £ m fM ■ Mk wá Wm ■ 111 ■ b m £ • A ÉP S §§ A Þannig leit staðan út þegar Friðrik hafði leikið sínum 38. leik og þá gafst Timman upp. YFIRHEYRSLUM yfir „bygging- armeistaranum", sem hafði fé út úr fólki undir þvf yfirskini að útvega því lóð I Breiðholti og hyggja fyrir það ódýrar fbúðir, hefur miðað vel áfram hjá saka- dómi Reykjavfkur. Að sögn Þórðar Þórðarsonar rannsóknarlögreglumanns, sem hefur annast rannsókn málsins, hefur maðurinn játað við yfir- heyrslur að hafa tekið við fé af allmörgu fólki. Þegar hann aug- lýsti í blöðum eftir fólki til að hefja með honum byggingarstarf- semina, bárust um 100 umsóknir. Þar af voru um 40 reiðubúnir til samstarfs. Greiddi hluti af fólk- inu 39 þúsund krónur til „bygg- ingarmeistarans" og áttu 12 þús- und krónur þar af að vera laun til hans sem framkvæmdastjóra en afganginn, 27 þúsund krónur kvaðst maðurinn ætla að nota til að tryggja að hann fengi lóðina hjá borgaryfirvöldum. Við yfirheyrslur játaði maður- inn að hafa skýrt fólki þannig frá málum, og aó hann hefði fengið grænt ljós hjá ákveðnum aðilum fyrir lóð í svokallaðri Mjódd í Breiðholti. Það rétta væri, að hann hefði ekki rætt við neinn aðila hjá borginni og hefði hann ekki ætlað að nota peningana til að þrýsta á með lóðaúthlutun með greiðslu til ákveðinna aðila. Sagði hann við yfirheyrslur, að hann hefði aldrei heyrt á það minnst að nota mætti peninga til að þrýsta á með lóðaúthlutanir. Rannsókn þessa máls verður haldið áfram enn um sinn hjá sakadómi Reykjavikur. Kaffiverðs- hækkun framundan? VEGNA uppskerubrests í Brasilíu hefur kaffiverð á heims- markaði hækkað gífurlega undan- farið. Sé miðað við erlent inn- kaupsverð hélzt verðið lengst af á síðastliðnu ári í 160 Bandaríkja- dölum fyrir hver 30 kg af kaffi- baunum. Síðustu vikur og mánuði hefur verð fyrir þetta magn verið á bilinu 280 til 300 dollarar. Haldi þessi verðþróun á kaffi erlendis áfram og komi hún jafn- framt með fullum þunga inn í verðlagið má gera ráð fyrir því að verð á kaffipakka í verzlunum hér innanlands hafi tneð vorinu hækkað frá því sem nú er um 36 til 70%. Þess ber þó að geta, að þessar hækkanir hafa vakið mikla reiði almennings, ekki sizt í Bandaríkjunum, og er það því von manna, að það verði til þess að verðið sígi aftur. Þorrinn hefst á morgun Þorrabakkinn kr. 850 SM5ÖR. URVAbS ÞORRAMATUR I "m- ’ w* ■Jiaujr* m íj W SsSESí ■ '■ >VI i '!®S| v * \ S wrtmri Sct r i v . iíwEbSL x .11 . \ (V.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.