Morgunblaðið - 20.01.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.01.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1977 |Wgir|prjMtoij§> Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 1100.00 í lausasölu 60 hf. Árvakur, Reykjavtk. Haraldur Sveinsson. Matthtas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. simi 10100. Aðalstræti 6. stmi 22480. kr. ð mánuði innanlands. .00 kr. eintakið. Astæða er til að staldra við og gera sér nokkra grem fyrir störfum þeirrar ríkis- stjórnar, sem nú situr og þeim árangri, sem hún hefur náð á tæplega tveimur og hálfu ári. Það er ástæða til að meta þetta starf og þennan árangur út frá málefnalegum forsendum og með jákvæðu hugarfari einmitt um þessar mundir, þegar skammdegis móðursýki og nei- kvætt nöldur sýnist heltaka hugi margra og þá m.a þeirra er sizt skyldi Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur unnið sannkallað þrekvirki i þremur málaflokkum. Fyrst ber að nefna öryggismál þjóðar- innar. Mikil óvissa ríkti um horf- ur i öryggísmálum allt vinstri stjórnar tímabilið og sú óvissa magnaðist mjög á síðustu miss- erum þeirrar stjórnar, þegar allt benti til þess að vinstri stjórnin hygðist framfylgja þvi stefnu- marki að segja upp varnarsamn- ingi okkar við Bandaríkin. Þessi mikla óvissa hafði mjög nei- kvæð áhrif á stöðu íslands á alþjóða vettvangi og skapaði djúpstæðan óróa hér innan- lands. Á fyrstu mánuðum nú- verandi rikisstjórnar var þessari óvissu eytt. Tryggt var áfram- hald varnarsamstarfsins við Bandarikin en ýmsar breytingar gerðará fyrirkomulagi, sem bet- ur hentaði íslendingum Þessi niðurstaða mála var i samræmi við vilja yfirgnæfandí meirihluta þjóðarinnar i þingkosningunum vorið 1974 og undirskirftir þeírra rúmlega 55 þúsund ís- lendinga, sem rituðu undir áskorun Varins lands. Menn skyldu varast að vanmeta þennan árangur af starfi núver- andi rikisstjórnar Að kosn- ingum loknum var gerð tilraun til þess að mynda nýja vinstri stjórn og slík stjórn hefði haft að engu þann augljósa vilja þjóðar- innar í varnarmálum, sem fram kom í kosningunum og í undir- skriftasöfnun Varins lands. Hve- nær sem er má búast við því, að andstæðingar varna á Islandi muni efna til samblásturs gegn rikjandi stefnu í öryggismálum þjóðarinnar. Þess vegna hljóta stuðningsmenn þeirrar stefnu að vera vel á verði og veita öflugan stuðning núverandi rikisstjórn, sem hefur fylgt einarðlega fram þeirri stefnu í varnarmálum, sem tryggir öryggi og sjálfstæði þjóðar- innar. í annan stað ber að nefna það einstæða afrek, sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks hefur unnið í land- helgismálinu og mun nægja til þess, að hennar verður jafnan minnzt i sögu islenzku þjóðar- innar. Tæplega hefur nokkrum íslendingi dottið i hug hinn 15. október 1975, þegar fiskveiði- lögsaga íslands var færð út í 200 sjómílur að rúmi ári seinna mundu brezkir togarar sigla á brott f.rá íslandsmiðum og ekki gera frekari tilraunir til þess að beita íslendinga ofbeldi. En þetta gerðist hinn 1 . desember 1976 og mun sá dagur lengi skráður á spjöld íslenzkrar sögu. Allir þeir sem veturinn og vorið 1976 höfðu uppi hrakspár, kröfðust samstarfs slita við vestrænar þjóðír og sökuðu ríkisstjórnina um dugleysi í bar áttunni við Breta, geta nú skammast sín. Þeir voru ekki margir, sem á erfiðustu timum landhelgisbaráttunnar voru reiðubúnir til þess að standa gegn vanhugsuðum og fljót- færnislegum kröfum hávaða- samra minnihlutahópa. En þeir voru þó nægilega margir til þess að tryggja að rikisstjórnin hafði þrátt fyrir allt þann stuðning, sem hún þurfti á að halda til að leiða þjóðina klakklaust í gegn- um þennan hildarleik og til hins mesta stjórnmálasigurs, sem íslenzk ríkisstjórn hefur unnið á siðarí áratugum, Óslóarsamn- inganna. Sú rikisstjórn, sem þannig hefur haldið á örlaga- málum þjóðar okkar á skilið traust og stuðning. í þriðja lagi ber að minna á þann óumdeilanlega og ótví- ræða árangur sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks hefur náð í viðureign við þann alvarlega efnahags- vanda, sem þjóðin hefur átt við að glima. Fólk er fljótt að gleyma. Þess vegna ber að rifja það upp, að vinstri stjórn skildi eftir sig botnlaust fen í efna- hagsmálum. Afleiðingar óstjórn- ar hennar í efnahagsmálum höfðu hins vegar ekki náð til pyngju hins almenna borgara, þegar stjórnarskiptin urðu. Þess vegna hefur núverandi ríkis- stjórn fengið sinn skammt og riflega það af óánægju fólks vegna þeirrar kjaraskerðingar, sem óhjákvæmilega hefur orðið í stjórnartíð hennar en á i raun og veru upptök sín á vinstri stjórnar árum og stafar að öðru leyti af stórfelldri lækkun verð- lags á útflutningsvörum um skeið. Ríkisstjórnin hefur átt við ramman reip að draga í efna- hagsmálum allt þetta timabil. En nú liggur fyrir mjög afger- andi árangur. Á árinu 1974 nam verðbólgan um 54%. Á siðasta ári var hún komin niður i um 30% eða hafði minnkað um nær helming. Á árunum 1974 og 1975 nam viðskiptahallinn um 12% af þjóðarframleiðslu hvort árið um sig. Á síðasta ári hafði tekizt að minnka við- skiptahallann svo mjög, að hann var kominn niður fyrir 4% af þjóðarframleiðslu. Á árunum 1974 og 1975 versnaði gjald- eyrisstaða þjóðarinnar um 16 milljarða en á siðasta ári snerist dæmið við og gjaldeyrisstaðan batnaði um hátt á fjórða milljarð króna. Á undanförnum árum hefur rikissjóður verið rekinn með miklum halla en á siðasta ári tókst að ná bæði greiðslu- jöfnuði og rekstrarjöfnuði hjá rikissjóði. A árinu 1 974 óð allt á súðum í bankakerfinu en á sið- asta ári varð innlánsaukning meiri en útlánsaukning. Vel má vera, að allar þessar tölur komist lítt til skila til hins almenna borgara en þær þýða i raun, að það er að komast regla á efnahagsmál og fjárn.ál íslendinga. Og sú regla er alger forsenda þess, að lifskjör al- mennings geti farið batnandi á ný. En með þeim árangri, sem ríkisstjórnm hefur náð i efna- hagsmálum hefur grundvöllur verið lagður að heilbrigðara efnahagslífi þjóðarinnar. Það verður ekki með sanni sagt, að rikisstjórnin hafi haft meðbyr í viðleitni sinni til þess að koma efnahagsmálum þjóð- arinnar á réttan kjöl Miklu fremur má segja, að hún hafi frá upphafi sætt mótbyr enda hefur hún á þessu sviði ekki getað boðað þjóðinni nokkur gleðitið- indi fyrr en þá nú að undan- förnu. En nú getur engum dul- izt, að mikill árangur hefur náðst. Og þá eiga menn að viðurkenna það og þakka þeim sem þakka ber. Á þeim þremur sviðum, sem nú hafa verið nefnd hafa verið unnin þrekvirki og afrek. Fleira má minna á, sem núverandi ríkisstjórn hefur unnið að og þjóðin mun njóta ávaxta af í framtíðinni. Er þar fyrst og fremst um að ræða þær miklu framkvæmdir, sem hafa verið í hagnýtingu innlendra orku- gjafa, en ríkisstjórnin hefur látið þær framkvæmdir sitja í fyrir- rúmi. Nú er svo komið að fleiri og fleiri byggðarlög búa við hitaveitu. Þær framkvæmdir hafa verið mjög umfangsmiklar og eru enn. Þær hafa þýtt stór- fellda kjarabót fyrir þá, sem hafa þurft að hita húsin upp með olíu fram að þessu og verulegan gjaldeyrissparnað fyr- ir þjóðarbúið, auk þess sem þær stuðla að mengunarlausu andrúmslofti á Íslandí Auk hitaveituframkvæmda hefur ríkisstjórnin tryggt, að unnið væri að undirbúningi frekari stórvirkjana en slíkur undirbúningur var vanræktur á tímum vinstri stjórnar. Þannig hefur nú verið ákveðið að hefj- ast handa um virkjun Hraun- eyjarfoss og hafizt hefur verið handa um undirbúning stór- vikjunar á Norðurlandi. Þessar framkvæmdir munu í framtíð- inni stuðla að velmegun þjóðar- innar og skjóta fleiri stoðum undir afkomu hennar. Einnig á þessu sviði er verið að vinna stórvirki. Þegar litið er yfir þennan feril ríkisstjórnar Geirs Hallgríms- sonar fer ekki á milli mála, að hún er bæði sterk og framfara- sinnuð stjórn, sem hefur náð verulegum árangri I störfum sín- um og unnið til þess að njóta trausts þjóðarinnar. Þessi árangur er m.a. þvi að þakka, að samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur i raun verið betra en fyrirfram mátti búast við, þegar tekið var mið af fyrra samstarfi þessara flokka. Ríkisstjórnin hefur átt við mörg vandamál að stríða og sum þeirra annarrar gerðar en fyrirrennarar hennar a.m.k. sið- ustu áratugi hafa þurft að glíma við. Þar er fyrst og fremst um að ræða það öngþveiti, sem skap- azt hefur í ýmsum dómsmálum og stuðlað hefur að því, að almenningur hefur misst trú á dómsmálakerfi landsins í veru- legum mæli. Þrennt hefur vald- ið minnkandi tiltrú hins al- menna borgara til þeirra stofn- ana, sem eiga að hafa rannsókn sakamála og úrskurð um þau málefni með höndum í fyrsta lagi hafa svika- og sakamál af ýmsu tagi skyndilega orðið svo umfangsmikil í samfélagi okkar, að þær þjóðfélagsstofnanir, sem hafa það verkefni með höndum að rannsaka siík mál og dæma i þeim hafa hreinlega ekki ráðið við verkefni sín. Hér er hvorki við einstakan ráðherra eða ríkis- stjórn að sakast. Verkefnin hafa hreinlega vaxið þessum stofnunum yfir höfuð á svo skömmum tíma, að ráðrúm hef- ur ekki gefizt til mótaðgerða, sem strax kæmu að gagni. í öðru lagi hefur frammistaða ein- stakra embættismanna í réttar- kerfinu í opinberum umræðum verið með þeim endemum, að það hefur stórlega rýrt álit þeirra stofnana, sem þeim hefur verið trúað fyrir. í þriðja lagi hafa alls kyns sögusagnir um aðild eða óeðlilega fyrirgreiðslu stjórnmálamanna við sakamenn og svindlara náð að festa rætur i hugum fólks og skapað óþol- andi andrúmsloft í samfélagi okkar. Um fyrsta þátt þessa máls er það að segja, að dómsmálaráð- herra og Alþingi hafa þegar haft frumkvæði um lagabreytingar, sem eiga að gera dómsmála- kerfinu kleift að ráða betur við verkefnin en verið hefur um skeið. Það mun að sjálfsögðu taka sinn tima að koma þessum breytingum i framkvæmd, en Alþingi hefur veitt verulega auknu fé til þessara stofnana og getur því engum blandazt hug- ur um, að ríkisstjórnin öll er staðráðin í því að koma fram nauðsynlegum breytingum og tryggja nægilega fjármuni til þess að rannsóknaraðilar og dómstólar hafi bolmagn til að takast á við vaxandi afbrot í landinu. Um annan þáttinn er það að segja, að það dugar ekki að embættismenn í réttarkerf- inu standi í opinberu rifrildi eins og þegar saksóknari rikisins átti í deilum við rannsóknardómara í ávísanamálinu nú fyrir skömmu, svo að dæmi sé tekið. Fleiri dæmi mætti nefna af svipuðu tagi, sem sýna, að starfsmenn dómstóla og lög- reglu eíga sjálfir verulegan þátt i þvi að draga úr tiltrú almenn- ings á þær stofnanir, sem þeir vinna fyrir. Þriðji þáttur þessa máls er kannski erfiðasti vandinn, sem ríkisstjórnin stendur frammi fyr- ir um þessar mundir. Stjórn- málamenn starfa fyrir opnum tjöldum og búa víð hrós eða gagnrýni almennings eftir því sem efni standa til. Fyrr eða síðar kemst sérhver stjórnmála- maður að raun um, að vinsældir eru lítt eftirsóknarverðar á stjórnmálabrautinni, en traust fólks þeim mun mikilvægara. I raun er það traust eða ekki traust sem ræður úrslitum um starfshæfni þeirra, sem leggja fyrir sig afskipti af opinberum málum. Menn geta unnið sér stundarvinsældir með því að segja alltaf já, en traust öðlast þeir þá fyrst, þegar þeir eru tilbúnir til þess að segja nei þegar nauðsyn krefur. En eng- inn maður er fullkominn og dómgreind allra getur brugðizt og á það jafnt við um stjórn- málamenn og t.d. stjórnendur dagblaða svo að dæmi sé nefnt. Um þessar mundir liggja ein- stakir ráðherrar Framsóknar- flokksins undir harðri gagnrýni. Ráðherrar Framsóknarflokksins svara fyrir sig. Það er hlutskipti stjórnmálamanna í lýðfrjálsum ríkjum eins og íslandi, að leggja verk sín og gerðir undir dóm kjósenda með einum eða öðrum hætti og alltaf að lokum undir atkvæði þeirra. Opinberar umræður hér hafa hin síðustu misseri einkennzt æ meir af því persónulega hatri og þeirri heift, sem setti mark sitt á stjórnmálaumræður fyrri hluta aldarinnar en tíðkazt hefur um skeið. Það ber að harma. Návíg- ið í okkar litla samfélagí er svo mikið, að andrúmsloftið verður í raun óbærilegt, ríki ekki um- burðarlyndi að vissu marki. En í tilefni af þessum umræð- um öllum sér Morgunblaðið ástæðu til að rifja upp orð Geirs Hallgrímssonar forsætisráð- herra, í áramótaávarpi til þjóðar- innar sl. gamlárskvöld. Geir Hallgrimsson sagði: „Þótt óhug hafi slegið á okkur vegna af- brotaöldu og óhjákvæmilegt sé að taka málin föstum tökum, þá skulum við ekki missa hugar- jafnvægið og falla í gryfju múg- sefjunar Við megum ekki ýkja eða sverta myndina, sem er nógu slæm fyrir. . . Við megum heldur ekki taka fram fyrir hendur löglegra dómstóla og sakfella áður en sök er sönnuð. John Stuart Mill segir i bók sinni, Frelsinu: ..Almenningsálit- ið hefur ekki óskoraðan rétt til afskipta af hverjum einstaklingi. Það er jafn brýn forsenda far- sæls mannlifs og varnir gegn harðstjórn að setja rétti þessum takmörk. . Vissulega hefur heilbrigt almenningsálit mikil- vægu hlutverki að gegna. Kostir hins opna, hreinskiptna þjóðfé- lags verða að fá að njóta sin. En því er aldrei unnt að mæla bót, þegar maður eða mannorð er tekið af lífi án dóms og laga. Til þess höfum við dómstóla í rétt- arriki að kveða á um sekt eða sýknu." Þegar starfsferill rikisstjórnar- innar er metinn, sá árangur, sem hún hefur náð — og um leið mistök hennar og vandamál — er Ijóst, þegar byggt er á þeim málefnalegu forsendum, sem hér hafa verið raktar, að núverandi rikisstjórn er trausts verð. Morgunblaðið hefur veitt þessari ríkisstjórn stuðning í öll- um meginmálum og mun veita henni þann stuðning áfram, enda þótt það hafi oft gagnrýnt pinstakar gerðir hennar. Fram- undan eru mikil vandamál, sem krefjast sterkrar stjórnar og traustrar forystu. Þá forystu get- ur þessi rikisstjórn veitt. Milli ráðherra flokkanna hefur skap- azt trúnaður, sem veitir henni styrk. Það fer mikið fyrir nei- kvæðri afstöðu til manna og málefna í okkar landi. Margvís- leg gagnrýni hefur átt við rök að styðjast og Mbl. hefur ekki legið á henni, þegar því hefur þótt ástæða til. Vissulega hefur svo margt áunnizt á síðustu misser- um að full ástæða er til bjartsýni um framtíðina. Við megum ekki láta múgsefjun eða móðursýki ná tökum á okkur eða valda þvi, að við missum sjónar á þvi, sem raunverulega skiptir máli fyrir þjóðarheildina. Núverandi ríkisstjórn hefur mikinn þingstyrk á bak við sig, enda nauðsynlegt á erfiðum tímum. Stærstu flokkarnir tóku höndum saman vegna óvenju- mikilla erfiðleika sem að steðj- uðu, enda þótt þeir hafi sjaldn- ast setið á sárs höfði. Á bak við ráðherrana er sterkur þingvilji. Þeir sem háværast gagnrýna ríkisstjórnina hafa ekki getað bent á annan kost eins og nú háttar f íslenzkum stjórnmálum, þvi síður betri kost. Meðan svo er telur Mbl. það skyldu sína að veita rikisstjórninni þann stuðn- ing, sem hún hefur unnið til. Við skulum vona að hún fái starfsfrið til að ná því takmarki, sem að er stefnt og heitið er i stjórnarsáttmálanum. Stórmál hafa komizt í höfn Önnur eru á réttri leið. Skipstjórar sigla skip- um sínum í höfn, þó að skvetti úr báru. Ríkisstjórninni hefur tekizt að sigla gegnum brim- garðinn. Sléttari sjór ætti að vera framundan. Ríkisstjórnin hefur unnið til stuðnings

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.