Morgunblaðið - 20.01.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.01.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1977 23 Minning: Guðbjörg Hoff-Möller Þann 3. janúar s.l. lézt á Finsen’s spítala í Kaupmanna- höfn Guðbjörg Hoff-Möller. Hún fæddist hinn 29. febrúar 1916 í Skjaldabjarnarvík á Ströndum. Foreldrar hennar voru Valgerður Guðnadóttir og Öli G. Halldórsson. Til lengdar reyndist þeim hjónum of erfitt að búa á svo harðbýlum og afskekktum stað, svo þau brugðu búi og flutt- ust til ísafjarðar árið 1920, þar sem þau ráku verzlun um 20 ára skeið. Börn þeirra urðu 5, Val- gerður, Friðgeir, Guðbjörg, Sig- ríður og Halldór. Leið Guggu (eins og hún var jafnan kölluð) lá til Reykjavíkur, eins og tíðast var um unglinga á þeim tíma. Þar kynntist hún eig- inmanni sinum, Arne Hoff-Möller arkitekt, frá Danmörku, sem vann hér um nokkurra ára skeið á teiknistofu landbúnaðarins. Þau giftust árið 1946 en fluttust 1950 búferlum til Hróarskeldu í Dan- mörku. Kynni okkar hófust, þegar ég og fjölskylda mín bjuggum í Hróar- skeldu um nokkurra ára bil. Við vorum ung að árum og óreynd, að hefja búskap og tóku þau hjónin á móti okkur sem foreldrar. Það var ekki til sá hlutur, sem ekki var reynt að leysa úr, okkur til hjálp- ar. Heimili Guggu var stórglæsilegt og bar vott um smekkvísi og myndarbrag. Hún var dvergur í höndunum og liggja eftir hana ófáir hlutir sem hún saumaði út. Allir sem til hennar þekktu þar vissu að hún var Íslendingur, enda hélt hún því óspart á-Ioft og var verðugur fulltrúi lands síns. Hún kom í heimsókn hingað til Islands s.l. sumar, kát og hress, til að ferðast með fjölskyldu sinni til æskustöðvanna — Skjaldabjarna- víkur. Örlögin höguðu því þannig, að ekki varð komist alla Ieið og hugðist hún koma aftur seinna og hafa heppnina þá með, en enginn veit sina ævi fyrr en öll er. Að síðustu votta ég og fjöl- skylda mín öllum ástvinum henn- ar innilegustu samúð og kveð hana með hlýhug og þökk. Herdfs Hall. Frú Guðbjörg Hoff-Möiler, Dr. Sofiesvej 7, Hróarskeldú, lézt 3. Al'GLYSIN'ÍÍA- SÍMINN KR: bæjum Hróarskeldu á Norður- löndum, svo og frá Ameriku, Japan og fleiri stöðum, sem ósk- uðu eftir að fá að koma og sjá danskt þeimili. Á þann hátt kynntist hún mjög ólíku fólki allavega að úr heiminum, sem héldu áframhaldandi sambandi við hana og er það ekki sist að þakka hinum glaða og hlýja per- sónuleika hennar. Hennar framlag og annarra slíkra hefur átt sinn þátt í að vaxandi skilningur hefur aukist meðal ólíks fólks. Fóstursonur hennar er Jan Hoff-Möller og býr hann í Hróar- skeldu. AJ Lausleg samantekt úr grein sem birtist í Dagbladet Roskilde 4/1 1977. Verkalýðsfélag Akraness: Telur að verkafólk geti ekki beðið lengur eftir kjarabótum EFTIRFARANDI ályktun var samþykkl á fundi f, Verkalýs- félagi Akraness sl. laugardag. og hefur hún borizt Mbl. til birting- ar: Fundur haldinn i Verkalýðs- félagi Akraness 15. jan. 1977 ályktar að verkafólk geti ekki Iengur beðið eftir kjarabótum til að mæta hinum gegndarlausu álögum stjórnvalda, sem skert hafa svo kaupmátt launa að islenskum alþýðuheimilum og af- komu þeirra er stefnt í beina hættu. Þvi skorar fundurinn á stjórn Alþýðusambands Isl. og stjórn Verkamannasamb. Islands og væntanlega kjaramálaráðstefnu að beita sér fyrir raunhæfum að- gerðum án tillits til þess að tími kjarasamninga er ekki útrunninn og á þeim forsendum, að þrátt fyrir áfangahækkanir og rauð strik, hefur kaupmáttur launa hraðminnkað enda þótt sannað sé að afkoma atvinnuveganna hafi verulega batnað og þjóðartekjur hafi stóraukist. Verkalýðsfélag Akraness. janúar s.l., eftir erfið veikindi, sextug að aldri. Hún fæddist á Vestfjörðum, en fluttist til Reykjavíkur árið 1939. Þar rak hún kjólasaumastofu af miklum dugnaði til stríðsloka. Skömmu síðar kvæntist hún Arne Hoff-Möller frá Hróarskeldu og fluttust þau síðan til Danmerkur árið 1950. Hún hélt áfram að vera Islend- ingur og vildi láta kalla sig Guggu á íslenzku (en ekki Gögga, eins og danski framburðurinn er). Jafn- framt aðlagaðist hún fljótt hinum nýju heimkynnum og varð þekkt- ur og virkur þátttakandi i bæjar- lífinu. Hún vann ötullega að því að treysta vináttubönd og auka skilning fólks á mikilvægi nor- rænnar samvinnu, svo og mann- legra samskipta yfirleitt. Hið glæsilega heimili hennar var jafnan öllum opið og sóttu hana heim ófáir Islendingar á þeim 25 árum. sem hún bjó hér. Oftsinnis var hún beðin af Ferðaskrifstofu Hróarskeldu að taka á móti gestum frá öðrum löndum, má þar nefna frá vina- 4 Nýjustu SELKO spjaldahurdirnar Falleg smíði. Vandaðar hurðir á hagstæðu verði. Spjaldhurðirnar eru afgreiddar tilbúnar undir málningu með grunnmáluðum flötum í Ijósum lit. Þær eru frágengnar í körmum, sem eru sniðnir eftir veggja þykktum. Dyrabúnaður er úr valinni furu. Komið og skoðið Selkó — nýjustu spjaldahurðirnar frá Sigurði Elíassyni. SIGURÐUR ELLASSON HE AUÐBREKKU 52, KÓPAVOGI, SÍMI 41380 Ostakynning, Ostakynning í dag og á morgun frá kl. 14 — 18. Guðrún Hjaltadóttir húsmæðrakennari kynnir ostaídýfu, ostastangir o.fl. ostarétti. Ókeypis uppskriftir. Nýr bæklingur nr. 22. Sterkur 45% ostur 8—12 mán. gamall. Osta- og smjörbúðin, Snorrabraut 54 Verðlistinn UTSALA 25% afsláttui Verðlistinn kjóladeild Laugalæk Sími 33755 Verðlistinn kápudeild Klapparstig 27, simi 25275.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.