Morgunblaðið - 20.01.1977, Page 13

Morgunblaðið - 20.01.1977, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1977 13 „Ný bylgja ” í kínverskri Ijóðlist „Gerum út af við fjandana fjóra" (Lag: Shui Tiao Keh Tou), eftir Kuo Mo-Jo. „Undursamlega gleðifregn! Fjandarnir fjórir hafa verið svældir út: Stjórnmálaskrumarinn, bókmenntaskrattinn, Launráðamakkarinn Chang og hvítbeinaða vofan, sú er hefur líkt sér við keisaraynjuna " Wu Tse Tien, . . Öllum hefur þeim verið sópað á brott með járnbentum kústi" Þannig fórust skáldinu orð, þar sem það liggjandi á sjúkrahúsi, frétti af útskúfun fjórmenninganna. Félagi Mo-Jo lýkur kvæði sínu með þessum orðum: „Eftirmaðurinn er hetja, hiklaus heldur hann áfram baráttunni, stórkostlegt er framlag hans.., og á þar við Hua formann. Chang sá er nefndur er í ofanskráðu kvæði, er hugmyndafræðingur hópsins og beindi atorku sinni að niðurrifi á kenningum Maos. í kvæðinu er ekkjan Chiang ásökuð um að hafa líkt sér við keisaraynju, þar eð hún í eina tíð skrifaði grein „undir því yfirskini að hún væri að gefa sögulegt yfirlit um kínversku þjóðina". í greininni fjallar Chiang m.a. um ekkju Kiu Pang, fyrsta keisara Han-ættarinnar. en ekkjan hélt áfram að starfa í anda manns síns eftir dauða hans. Gangið í lið með verkafólkinu, bændunum og hermönnunum, beinið pennum ykkar að grímum óvinarins." Fjölsótt Ijóðakvöld Ljóðin hafa verið lesin upp og sungin á samkomum, þar sem verkafólk, bændur og hermenn hlusta af mikilli athygli og þeir, sem fjarstaddir eru, hafa tækifæri til að fylgjast með f útvarpi og sjónvarpi Margir söngvarar, sem til þessa hefur verið meinað að koma fram af „fjöndunum", syngja og leika á Ijóðakvöldunum, m.a sópransöngkonan Kuo Lan-Ying. Einn söngv- anna er „Saumum með gulli", þjóðlag, sem náði miklum vinsældum í LJÓÐLIST stendur nú í mikl- um blóma í Kína Skáld, sem um árabil voru ofsótt af Chiang Chang, ekkju Maos, og félögum hennar, eru nú frjáls skrifa sinna og mega lesa þau opinberlega, sem og þau gera við gífurlegan fögn- uð áheyrenda sinna eftir því sem segir í fréttum frá Hsinhua-fréttastofunni. Flest kvæðanna lofsyngja Hua for- mann og útskúfun ,,Fjand- anna fjögurra" þ.e. Chiang Chang, Chang Chun-Chiao, Wang Hung-Wen og Yao Wen-Yuan. Yenan og á öðrum frelsuðum landsvæðum meðan á striðinu stóð Slðustu línurnar hljóða svo: „Chou forsætisráðherra, fólksins góði forsætisráðherra. Byltingunni verður haldið áfram „Stúlkan með hvíta hárið" heitir nýtlsku ópera, sem samin var á Yenan-dögunum undir handleiðslu Maos formanns. Höfundur handritsins var Ho Ching-Chih, sem nú hefur sent frá sér nýtt kvæði, sem hann kallar „Kinverskur október'. Kvæðið hyllir Hua formann og þá staðreynd að stjórnvölur byltingarinnar sé nú I hans höndum. byltingarinnar sem Mao sjálfur ýtti úr vör „Og enn siglir skip byltingarinnar þöndum seglum," segir I kvæðinu. Annað Ijóð, sem hefur valdið mikilli hrifningu er eftir Kuo Hsiao-Chuan, sem var ofsóttur meira en margir aðrir af „fjöndunum fjórum". Skáldinu farast svo orð: „Brýnið kutana og safnið kröftum til að brjóta niður vígi endurskoðunarsinnanna þú tileinkaðir byltingunni líf þitt til loka þess og við elskum þig." Svo mikil var innlifun söngkonunnar, að rödd hennar brást margsinnis og tárin streýmdu niður kinnar hennar og áheyrenda Önnur söngkona, sem nú hefur tækifæri til að koma fram, er sópransöng- konan Wang Kun, en hún söng fyrsta allra aðalhlutverkið I óperunni „Stúlkan með hvíta hárið" sem minnst var á hér að ofan. Hún hefur ekki mátt syngja opinberlega i 10 ár, en þótt rödd hennar hafi enn ekki aðfullu náð sér eftir svo langa þögn, var henni fagnað með dynjandi lófataki verkalýðsstéttarinnar á fyrstu tónleikunum og hún söng fimm lög hvíldar- laust Fyrsta lagið var „Hjarta Hua formanns slær i takt við okkar", þá var arla úr. óperunni og að slðustu lög, sem voru vinsæl á strlðsárunum „Hjónin hjálpast að við að læra að lesa" og „Haustuppskera". Wang þessi Kun hóf að starfa I þágu byltingarinnar þegar hún var 1 2 ára gömul Söngur hennar vakti athygli Maos formanns og Chou En-Lai óskaði henni sjálfur til hamingju með frammistöðu hennar I titilhlutverki óperunnar „Stúlkan með hvita hárið". En Chiang Ching barðist á móti söngkonunni, I þeim eina tilgangi að setja sig upp á móti Mao og Chou En-Lai og nefndi hana „njósnara óvinarins" og „and-byltingarsinnaða Wang Kun var þvl I ónáð þar til-s.l. október. Ljóð alþýðunnar Ljóðakvöldin fóru fram fyrir tilstilli bókmenntatlmaritsins „Poetry", sem hvatti lesendur slna til að senda kvæði eftir sjálfa sig Mörg þúsund kvæði bárust og voru sum hver flutt Öll voru kvæðin samin til upphafningar Hua og vandlætingar á „fjöndunum fjórum" Titlar kvæðanna gefa gott yfirlit yfir innihald þeirra og anda: „Hyllum Hua sem leggur hornsteininn að minnisvarða Maos" er eftir byggingarverkamanninn Chen Sung-Lin. „Fagnaðarlæti hinna fátæku og snauðu" er eftir Chu Shih-Pu, en hann starfar á samyrkjubúi. „Þjóð Taiwan snýr hjarta slnu að Hua formanni" heitir annað kvæði, sem er eftir Lin Li-Fang, unga stúlku frá Taiwan. Skáldkonan lýsir þeirri trú sýslunga sinna, að Hua muni halda áfram I anda Maos, gera Taiwan kleift að falla aftur I faðm föðurlandsins þannig að Ibúar Taiwan-eyju megi enn á ný höndla hamingjuna. Ms Þýtt og endursagt úr tfmariti Hsinhua-fréttastofunnar Ekkja Maós Sértilboð Týfíhf. Afgreiðum íitmyndir í aibúmum Næstu vikur fylgir myndaalbúm hverri litfilmu er við framköllum viðskiptavinum vorum að kostnaðarlausu Myndaalbúm þessi eru 12 mynda, handhæg og fara vel í veski Vardveitið minningarnar í varaniegum umbúðum. lylr Austurstræti 7 Sumir versla dýrt - aðrir versla hjá okkur. Okkar verð eru ekki tilboð Éto heldur árangur af vuá hagstæðum innkaupum. f síðustu viku seldum við 54.000 egg — Hvað ætli að við seljum mörg egg þessa viku? — og nú á aðeins ‘325 kílóið. itybaUi Austurstræti 17 Starmýri 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.