Morgunblaðið - 20.01.1977, Síða 17

Morgunblaðið - 20.01.1977, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1977 17 Staða og hlutverk kennara og starfsaðstaða við KHÍ Hér á eftir fara álitsgerðir, sem hafa verið unnar af sameiginleg- um starfshðpum nemenda og kennara við Kennaraháskóla Islands og sfðan verið samþykkt- ar á fundi Kennarafélags KHt og á fundi nemendaráðs skólans. t bréfi til menntamálaráðu- neytisins, sem fylgir álitsgerðun- um, er eindregið fagnað þvf sem gerzt hefur I byggingarmálum skólans eftir að þær voru samdar, þ.e. að fengizt hefur með nýaf- greiddum fjárlögum fjárveiting til að hefja byggingu nýs áfanga við skólahús KHt. Álitsgerð I. Staða og hlutverk kennara ( grunnskðla Staða, menntun og starfsskil- yrði kennara I grunnskóla er mönnum sífellt meira áhyggju- efni. Lengi hefur það viðgengist að til kennslu barna og unglinga væri ráðið fólk sem hefur ekki haft tilskilda starfsmenntun. Á slðustu árum hefur ófaglærðum farið fjölgandi meðal starfandi kennara. Af þeim sem settir voru I nýjar stöður 1975 og fram til september 1976 reyndust aðeins 54% hafa full kennsluréttindi. Lætur nærri að nú sé einn af hverjum fjórum starfandi grunn- skólakennurum ófaglærður ef miðað er við landið allt. Hlutfallið er þó miklu óhagstæðara I ein- stökum landshlutum utan Reykja- vfkurþéttbýlis: þar nálgast hlut- fall ófaglærðra sums staðar 50%. Háu hlutfalli ófaglærðra fylgja tíð kennaraskipti og fer ekki hjá því að þetta ástand bitni á undir- stöðumenntun nemenda og náms- gengi þéirra í nútíð g framtið. Ljóst er að skortur á faglærðum kennurum stafar ekki af því að svo fáir hafi aflað sér kennara- menntunar undanfarin ár. Skv. könnun sem gerð var af starfs- manni menntamálaráðuneytisins sl. haust hafa aðeins 55% þeirra er útskrifast hafa með almennt kennarapróf á sl. tíu árum, ráðist til kennslustarfa. Ekki er vafi á að hrakleg launakjör kennara eiga drýgstan þátt i því að kennaramenntað fólk hefur í stór- um stil leiðst inn á aðrar starfs- brautir en kennslu. Þessar staðreyndir leiða hug- ann að því sem verður að teljast undirrót þessa ófremdarástands, þ.e. vanmati stjórnvalda og almennings á hlutverki kennara. Illa nauðsyn bar til þess að á fyrstu áratugum fræðsluskyldu hér á landi varð að nokkru leyti að styðjast við ófaglærða kennara. Beinn skortur var þá á kennara- menntuðum mönnum og rétt- lætanlegra þá en nú að kveðja ófaglærða til kennslustarfa þar sem bæði skóli og þjöðfélag voru komin miklu skemmra á sér- hæfingarbraut en nú er orðin raun á. Ætla má að þessar aðstæð- ur hafi átt sinn þátt i að móta það viðhorf, sem enn er útbreitt, að til kennslustarfa þurfi ekki sér- hæfðrar menntunar við. Þrátt fyr- ir viðleitni kennarasamtaka og einstaklinga hefur ekki tekist að breyta þessu viðhorfi i megin- atriðum. Stjórnvöld hafa látið reka á reiðanum í þessu efni. I stað þess að vinna markvisst að framgangi ákvæða um hæfnisskil- yrði til kennsluréttinda hafa þau sýnt af sér tviskinnung: Sett lög um og starfrækt menntastofnanir fyrir kennara, en að öðru leyti, s.s. með gildismati sinu á hlut- verki kennara, ekki gert viðhlít- andi ráðstafanir til þess að laða faglærða kennara til starfa. Þessi tvískinnungur hefur við- haldið óvissu um stöðu og hlut- verk kennara i samfélaginu. Enn vantar mikið á að kennarar í grunnskóla myndi eiginlega starfsstétt enda eru formlegar kröfur um hæfni ekki virtar. Þessi óvissa hefur óhjákvæmilega slævt starfsmetnað og virðingu margra faglærðra kennara og veikt mátt samtaka þeirra til að móta og halda fram einbeittri menntastefnu. öryggisleysi um eigin stöðu, sundurleitni kennarahópsins á skyldunámsstigi, svo og misjöfn launakjör — sem haldist hafa I hendur við mismunandi kröfur um menntun kennara eftir náms- greinum og aldursstigum nem- enda — allt hefur þetta stuðlað að sundrungu kennara og grafið undan samstöðu þeirra. Stéttar- leg samheldni, sem byggist á skýrri vitund um eigið hlutverk út frá menntapólitiskum sjónar- miðum, hefur átt erfitt uppdrátt- ar við þessar aðstæður. Stjórn- völd hafa, sem aðili að kjarasamn- ingum kennara, í senn hagnýtt sér og alið á þessari sundrung með því að láta smásmugulegar „prívatlausnir" i þágu einstakra hópa skyggja á öll heildarsjónar- mið um stöðu kennara sem starfs- stéttar. Afleiðing þessa er ekki einasta lág láunastaða kennara í heild, heldur og margs konar inn- byrðis misraemi sem þjónar engu öðru en að viðhalda ríkjandi ástandi. Hér að framan er lýst bak- grunni þess mikla vanda sem við grunnskólanum blasir. Einstakir drættir eru gamalkunnir við fyrstu sýn, en við nánari athugun hafa þeir aðrar og alvarlegri verk- anir en áðar vegna þess að sam- hengið hefur breyst. Hér er eink- um átt við setningu laga um grunnskóla. Með stofnun grunn- skóla hafa verið afnumin skil barna- og gagnfræðastigs innan skyldunámsins og sömu menntunarkröfur gerðar i bókleg- um greinum til kennara grunn- skólans alls. Þar með er brostin forsenda launamismununar kenn- ara á þessu skólastigi. Af þessum sökum er bæði eðlilegt og nauð- synlegt að grunnskólakennarar sameinist i ein heildarsamtök. Þeirra samtaka biður að hafa for- ystu um að móta menntastefnu, með hagsmuni alþýðu fyrir aug- um, gera áætlun um framkvæmd slíkrar stefnu með hliðsjón af efnahagslegum og félagslegum skilyrðum. Slík stefnumótun stuðlaði ekki einasta að þvi að styrkja stöðu kennara, heldur er hún ein helsta forsenda þess að lög um grunnskóla verði annað og meira en pappírsgagn. Engum blöðam er um það að fletta að markmið grunnskólalaga verða ekki að veruleika nema" starfs- hættir skólanna taki veigamiklum breytingum. Nægir i þvi efni að vísa til aðalnámsskrár grunn- skóla, svo og námsskráa I einstök- um kennslugreinum sem eru nú óðum að öðlast gildi. Óhætt er að staðhæfa að vel menntuð og vakandi kennarastétt er megin- forsenda téðra breytinga. Það virðist með öllu borin von að hinir mörgu skólar landsins sem byggja starfsemi sina að verulegu leyti á ófaglærðu vinnuafli geti starfað I anda hinna nýju grunnskólalaga. Vissulega eiga samtök kennara ekki ein hlut hér að máli. Án virks stuðnings almennings og ábyrgrar stjórnarstefnu í mennta- málum fá kennarasamtökin ekki valdið hlutverki sinu. Ef firra á þjóðina stórvandræðum i skóla- málum mega stjórnvöld, þau sem fara með menntamál og fjármál, einskis láta ófreistað til að ráða bót á rikjandi ástandi. I þessu sambandi eru eftirtalin úrlausnarefni brýnust: 1. Efla þarf KHÍ sem þungamiðju almennrar kennaramenntunar í landinu og endurmenntunar kennara. 2. Gera þarf kennarastarf í grunnskóla svo eftirsóknarvert, með tilliti til launa og allrar starfsaðstöðu, að fólk með kennaramenntun beri sig eftir lausum stöðum. Er vandséð að stjórnvöld komist hjá þvi að beita i þessu skyni þeim ráðum sem tiltæk eru og þjóna yfirlýstum markmiðum löggjafans. 3. Samræma þarf kröfur um menntun kennara i hinum ýmsu kennslugreinum grunnskóla, hvort sem þær eru bóklegar eða verklegar. Það eitt samrýmist því markmiði grunnskóla að stuðla beri að „alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins“. 4. Gera þarf skipulega áætlun um menntun réttindalausra manna sem fengist hafa við kennslustörf. Margir þeirra hafa starfað árum saman og öðlast mikla starfs- reynslu. Virðist eðlilegt stuðla beri að „alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins“. 4. Gera þarf skipulega áætlun um menntun réttindalausra manna sem fengist hafa við kennslustörf. Margir þeirra hafa starfað árum saman og öðlast mikla starfs- reynslu. Virðist að taka tillit til hennar þegar kveðið verður á um lengd námstíma. íhuga þarf og vandlega leiðir til að styrkja þessa einstaklinga til náms. Með markvissum aðgerðum í þessa veru mundu stjórnvöld rækja þá skyldu sem stofnun grunnskóla leggur þeim ótvírætt á herðar, þ.e. að hefja kennara- starfið til þess vegs sem því ber i nútíma samfélagi. Þá þyrfti væntanlega ekki að biða þess lengi að þjóðin eignaðist vel menntaða og heilsteypta kennara- stétt sem legði hagsmuni sina að jöfnu við viðgang almennrar menntunar og uppeldis á tslandi. Álitsgerð II. Starfsaðstaða við Kennaraháskóla tslands Breytingar á skipulagi og starf- semi Kennaraháskóla íslands á siðustu árum hafa leitt æ betur i ljóst þann húsnæðisskort og vönt- un á starfsaðstöðu sem hrjáð hef- ir stofnunina um langt árabil og má nú svo heita að í fullt óefni sé komið. Viljum við m.a. benda á eftirtalin atriði: 1. Fyrirlestrarsalur er enginn. 2. Kennslustofur eru allt of fá- ar. 3. Sérkennslustofur búnar nauðsynlegum kennslugögnum eru ekki fyrir hendi. 4. Bókasafn skólans er á hrak- hólum. Brýn þörf er á rúmgóðu skólasafni með góðri vinnu- aðstöðu fyrir nemendur. Safn bóka og annarra kennslugagna þarf að stórefla. Þá skortir mjög tæki og aðstöðu til undirbúnings æfingakennslu og til vinnu hóp- verkefna. 5. Fastráðnir kennarar eru 28 en vinnuherbergi kennara eru 6. 6. Handmenntakennsla fer fram í gamla kennaraskólahúsinu við Laufásveg sem er vart hæft til kennslu lengur. Skal hér vikið nokkru nánar að ofangreinum atriðum. Á undanförnum árum hefur titt verið vikið að húsnæðismálum skólans og aðstöðu nemenda og kennara er þar starfa. Tilraunir fyrrverandi rektors dr. Brodda Jóhannessonar til að fá haldið áfram byggingu skólahússins og til að bæta aðstöðu þeirra sem í húsinu starfa koma ljóslega fram í mörgum bréfum og greinargerð- um, er hann lét frá sér fara um þetta mál. í greinargerð dr. Brodda frá þvi i febrúar 1969 um byggingarmál skólans er þess getið að skólahús- ið hafi í upphafi verið teiknað fyrir 250—300 nemendur en i 1. áfanga var aðeins lokið helmingi þeirrar byggingar og þar við situr enn. Miðað við upphaflega áætlun vantar því um helming kennslu- rýmis og fyrirlestrarsal. Skortur á kennslustofum er slíkur að enn er kennt í geymslu- húsnæði skólans I risi og kjallara, óhagkvæmu leiguhúsnæði og gömlum vinnuskúr. í athuga- semdum rektors skólans við frum- varp til fjárlaga 1972 fylgdu skýr- ingarmyndir af starfi skólans er sýna betur en nokkur orð þrengsl- in sem nemendur og kennarar bjuggu við og búa enn við. Með setningu laga nr. 38/1971, er kennaramenntun var færð á háskólastig, hafa þarfir stofn- unarinnar breyst hvað húsnæði snertir. Má i þvi sambandi nefna þörf fyrir rannsóknarstofur og verkstæði (laboratori). í lestrarsal bókasafnsins rúm- ast nú aðeins um 10% nemenda. Geymslurými safnsins er I algeru lágmarki svo og vinnuaðstaða bókavarða. Tækjageymsla er eng- in í skólanum þar sem geymslur er fyrirhugaðar voru i risi eru notaðar til kennslu og sem vinnu- herbergi kennara. Þá skortir Kennaraháskóli tslands einnig bagalega tæki og húsnæði fyrir nemendur til undirbúnings æfingakennslu. Lausráðnir kennarar, sem eru jafnmargir og fastráðnir, hafa enga vinnuaðstöðu i skólanum. Skrifstofuhúsnæði skólans er litið og starfsliðið (þ.e. ein skrif- stofustúlka, auk fulltrúa) annar ekki þeim störfum sem fyrir liggja. Skrifstofa á 1. hæð nægir varla fyrir annað en simavörslu og afgreiðslu, enda fer vélritun og f jölritun fram á 2. hæð i herbergi sem ætlað var kennurum. Skrif- stofustúlku er ætlað að annast simavörslu fyrir allan skólann við þriggja linu handskipt símaborð sem við eru tengdir 9 símar, en vélritun og fjölritun þarf hún einnig að annast á 2. hæð hússins. Vart er hægt að ræða húsnæðis- mál Kennaraháskóla Islands án þess að geta þess að húsnæði fyrir félagsaðstöðu nemenda takmark- ast við hluta af risi yfir kennara- álmu. Aðstaða til veitinga er ófullnægjandi, aðeins á einum gangi skólans. Þar er einungis unnt að selja brauð ásamt heitum og köldum drykkjum. Þessar skýringar ættu að renna stoðum undir þá staðhæfingu sem sett var fram i upphafi að margt skorti til að Kennaraháskólinn geti gegnt því hlutverki, sem ákveðið er i lögum nr. 38/1971 en í 1. gr. segir: Kennaraháskóli ís- lands skal vera visindaleg fræðslu- og rannsóknarstofnun i uppeldis- og kennslufræðum," og í 2. gr. „Það er hlutverk Kennara- háskóla íslands að veita fullnægj- andi þekkingu og leikni til þess að kenna og leiðbeina ungmennum á skyldunámsstigi og í yngri aldurs- flokkum, sem að þvi stigi liggja og eiga rétt á skólavist á kostnað rikisins og sveitarfélaga." Þá hef- ur menntamálaráðuneytið einnig falið skólanum að annast nám- skeiðshald og endurmenntun kennara er starfa i grunnskólum landsins. Álitsgerð III Lánamál kennaranema Ein af forsendum þess að fólk mennti sig til kennslustarfa er sú að það hafi fjárhagslegt bolmagn til að stunda tilskilið nám. Núgild- andi úthlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna virðast því miður ekki til þess fallnar að laða stúdenta að kennaranámi. Tekur þetta bæði til aðstöðu kennara- efnis meðan á námi stendur og til kjara að námi loknu. Þessu til suðnings má benda á eftirfarandi: 1. Uthlutunarreglur taka nánast ekkert tillit til framfærslukostn- aðar vegna barns eða barna náms- manns hvort sem hann býr óvigðri eða vigðri sambúð. Hér er um þýðingarmikið atriði að ræða eins og ljóst má vera af því að nú eru um það bil 30% nemenda í KHÍ í þessari aðstöðu. 2. Kostnaðarmatið sem lánveit- ingar eru miðaðar við virðist ekki raunhæft þar sem það byggist ekki á nýrri könnun kostnaðar- þátta. Þetta á m.a. við um útgjöld nemenda vegna húsnæðis. Van- mat á þeim lið bitnar mjög illa á nemendum utan af landi svo og öðrum þeim sem eiga þess ekki kost að búa í foreldrahúsum. 3. Uthlutunarreglur Lánasjóðs gera ráð fyrir þvi að allir stúdent- ar sem búa hjá foreldrum sínum njóti frá þeim stuðnings sem met- inn er til lækkunar um 40% á námsláni. Er þar ekki tekið tillit til fjárhagslegrar getu foreldra. Hvað varðar gildandi ákvæói um endurgreiðslur hinna visitölu- bundnu námslána hlýtur aðstaða námsmanna til að standa straum af þeim að fara mjög eftir starfs- tekjum að námi loknu. 1 þessu Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.