Morgunblaðið - 20.01.1977, Page 14

Morgunblaðið - 20.01.1977, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1977 Rússar út úr lögsögu Breta MEGNIÐ af sovézka togaraflotan- um sem hefur stundaö veióar á Norðursjó fserði sig austur á bóg- inn í dag og út úr 200 mílna fiskveiðilögsögu Breta. Talsmaður fiskimálaráðunevt- isins f London, sem skýrði frá þessu, sagði að fimm sovézkir tog- arar væru enn á brezkum miðum. Sérfræðingar í Briissel telja að alls stundi 76 sovézkir togarar veiðar innan brezku fiskveiðilög- sögunnar. Aður voru um 45 sovézkir togarar á þessum slóð- um. Rússum hefur verið leyft að veiða 38.000 lestir fyrstu þrjá mánuði ársins en sérfræðingarnir telja að þeir muni fylla kvótann í lok janúar. Anthony Crosland utanríkisráð- herra sagðí í neðri málstofunni í dag að brezka stjórnin mundi bera upp við Efnahagsbandalagið vandamál samfara veiðum sovézkra, pólskra og austur- þýskra togara á miðum bandalags- ríkjanna. Crosland er um þessar mundir formaður ráðherranefnd- ar EBE. Ognaði ekkjan sjálfum Mao? Honn kmiR. 19. janúar. AP. EKKJA Mao Tse-tungs og róttækir stuóningsmenn hennar gerðu samsæri um að steypa Mao af stóli og hrifsa til sín völdin í marz í fyrra samkvæmt fréttum frá Peking í dag. Kommúnistablaðið New Evening Post í Hong Kong segir að frá þessu hafi ver- ið skýrt á forsíðu Alþýðu- dagblaðsins og í Pekingút- varpinu. Fram til þessa hafa ekkjan Chiang Ching og þrír stuðnings- menn hannar verið sökuð um að hafa reynt að taka völdin eftir dauða Maos. Þau hafa einnig ver- ið sökuð um að hafa reynt að kollvarpa Chu En-lai forsætisráð- herra sem lézt fyrir einu ári. Hins vegar hefur lauslega verið frá því skýrt í útvarpssendingum frá kínverskum fylkjum að hinir róttæku hafi reynt að myrða Mao. Alþýðudagblaðið segir að hinir róttæku hafi ætlað að berjast gegn hægristefnu og stöðva fram- leiðsluna unz þeir næðu völdum. Það segir að þeir hafi einnig haft uppi áform um „fjöldamorð" á flokksmönnum og embættismönn- um sem voru þtim andsnúnir. Blaðið segir að hinir róttæku hafi unnið skemmdarverk á járn- brautarkerfinu og það hafi verið liður í áætlun þeirra um að gera landið gjaldþrota. Blaðið skoraði á járnbrautarmenn að skila meiri afköstum til að bæta upp tjón af völdum „þrjótanna fjögurra". V-Berlln synjar A-Þjódverjum Burlín 19. janúar. Reulcr. AP. AUSTUR-ÞJÓÐVERJÚM hefur verið neitað um leyfi til að opna skrifstofu fyrir flugfélagið Interflug í Vestur-Berlín samkvæmt áreiðanlegum heimildum í dag. Vesturveldin og borgar- stjórn Vestur-Berlínar höfnuðu beiðni Austur- Þjóðverja á þeirri fors- endu að áætlunarflug frá Sehönefeldflugvelli Aust- ur-Berlínar jafngilti efna- hagslegri ógnun við Vest- ur-Beriín samkvæmt heimildunum. Æ fleiri Vestur-Berlínarbúar hafa notfært sér ódýrari flugferð- ir frá Austur-Þýzkalandi á undan- förnum árum. Umsókn Interflug var formlega hafnað á grundvelli fyrirskipunar vesturveldanna frá 1962 þess efn- is að borgarstjórninni sé heimilt að stöðva starfsemi erlendra fyrirtækja er kunni að skaða hagsmuni Vestur-Berlínar. Jafnframt sagði Karl Schlitz borgarstjóri í dag að austur- þýzkir kommúnistar væru að taka sér viðbragðsstöðu sem benti til þess að til harðra árekstra kynni að koma á þessu ári. Hann kvað greinilegt að harðn- andi afstaða kommúnistaríkjanna væri samræmd í einni miðstöð en nefndi þó ekki Sovétríkin með nafni SchUtz sagði að'fiýlegir atburðir bentu til vaxandi taugaveiklunar austur-þýzkra ráðamanna og versnandi efnahagsástands. Hann átti meðal annars við það að útlendingum sem fara til Aust- ur-Berlínar hefur verið §ert að sækja um vegabréfsáritanif, eftir- lit með Austur-Þjóðverjum sem fara til sendiráðs Vestur- Þjóðverja í Austur-Berlín og með- ferð sem vaxandi fjöldi andófs- manna hefur fengið —brottvisun, fangelsi, stofufangelsi o.fl. HAFNARFJÖRÐUR Höfum til sölu mjög vandaða 3ja herb. ca 86 fm endatbúð á 2. hæð í blokk við Sléttahraun Sameign í fyrsta flokks ástandi. Verð: 8.200.000 - Útb.: 6.000.000.-. Fasteignaþjónustan Austurstræti 17 (Silli&Valdi) sími 26600 Ragnar Tómasson, lögmaður. Kissinger kveður sviðsljósin JAFNAN fylgir nokkur Ijómi vóldum Á undanförnum árum hefur af fáum eða engum ráða- mönnum stafað öðrum eins Ijóma og Henry Kissinger, sem nú lætur af störfum sem utanrlkisráðherra Bandarlkjanna. En nú er Kissinger á förum frá völdunum — og Ijóm- inn um hann er llka á förum — I bráð að minnsta kosti. Að vlsu hafa nokkrir velmeinandi menn kvatt sér hljóðs I blöðum, einkum Lundúnablöðunum. og fullyrt að Kissinger mætti alls ekki fara frá strax þvl að ella gætu viðræðurnar um framtlð Ródeslu til dæmis farið út um þúfur. En það breytir engu: „Kissingertfmabilið" er á enda runnið og enginn fær gert við þvf. Þessa varð greinilega vart um borð I flugvélinni, sem slðustu vik- urnar flutti Kissinger og fylgdarlið hans út og suður um heiminn I margvlslegum erindagjörðum. Kissinger hefur svo sem borið sig nógu vel að venju og gert að gamni slnu. Stundum stappaði hann fæti I gólfið I flugvélinni og sagði einbeittur á svip: „Þeir skulu fá að bera mig frá borðil" En þrátt fyrir gamanyrðin fór ekki hjá þvl, að menn yrðu dálitið angur- værir stundum. Og hver um sig reyndi sem hann gat að forðast að nefna það, að utanrlkisráðherrann var að hverfa úr embætti. Þetta Kissinger ræðir við Ford eftir að hafa verið sæmdur frelsisorðunni „Töf ramadur ” á ferð og flugi reyndist samt stundum örðugt og af þessum sökum kom það oft fyrir upp á slðkastið. að eyður urðu I samtöl Kissingers og frétta- mannanna, sem jafnan fylgdu honum. Sú var tfðin, að fjöldi manna hékk löngum stundum utan við hótel þar sem Kissinger gisti elleg- ar á flugvöllum þar sem hans var von, til þess eins að mega llta hann augum I svip, eða brynvar- inn Cadillacbíl hans að minsta kosti. Nú situr þetta fólk heima, eða það er farið að elta einhvern annan. Sama er að segja um geð- sjúklinga þá sem hændust að Kiss- inger og hótuðu honum voveif- legum dauðdaga á reglulegum fresti. Kissingers var ekki nærri jafnvel gætt slðustu vikurnar og áður fyrr; það er þó einn kostur við valdamissinn. Aginn um borð I flugvél Kissing- ers minnkaði til muna frá þvl, að Ijóst varð, að valdatlð hans væri að lokum komin. Ungir aðstoðar- menn hans úr utanrlkisráðuneyt- inu, sem forðum voru dauðhrædd- ir við hann og þorðu ekki annað en sitja og standa eins og hann vildi, voru nú orðnir rólegir I tfð- inni og nærri kærulausir. Þeir sátu nú hinir rólegustu og flettu tlma- Brússel — Kissinger kveður að loknum slðasta blaðamannafundin- um sem hann efndi til I aðalstöðvum Atlantshafsbandalagsins ritum á leiðinni milli áfangastaða. Þetta hef ði þótt drottinssvik áður. Að sjálfsögðu hefur margt verið rætt um framtlð Kissingers Þaðer Eftir Walter Kent öruggt. að hann mun rita bók um ráðherratlð slna og hann verður eflaust ein tvö ár að semja hana. Þá er vfst, að hann mun vinna eitthvað fyrir sjónvarp. Kissinger hefur látið svo um mælt I gamni við fréttamenn, að hann ætli að taka frá þeim vinnuna og megi þeir fara að leita sér að annarri. Fréttamenn hafa reynt að Imynda sér Kissinger I þessu hlut- verki, en veitzt það örðugt. Þeim veitist erfitt að trúa þvl, að Kiss- inger ætli að fara að elta fyrrver- andi starfsbræður slna um hnött- inn með hljóðnema eða blokk og blýant I hendi og blða þess að koma að einni eða tveimur spurn- ingum fyrir náð og miskunn. Llk- legra þykir, að Kissinger eigi við annars konar sjónvarpsstörf og e.t.v. þætti úr sögu milliríkjasam- skipta og diplómatls, sniðna Ifkt og þættir Sir Kenneth Clark, „Úr sögu siðmenningar". En þetta á nú eftir að koma á daginn. Eins og áður sagði hefur klmni- gáfan ekki brugðazt Kissinger upp á slðkastið fremur en endranær. Hann hafði á orði, að eftir föstu- daginn 21. janúar yrði hann óskeikull eins og fréttamennirnir, sem fylgzt hafa með honum og ritað um störf hans. Eftir fund Kissingers og utanríkisráðherra Vestur-Þýzkalands spurði blaða- maður nokkur Kissinger á þessa leið: „Nú þegar þér skyggnizt um öxl og lítið yfir farinn veg — getið þér þá sagt mér I stuttu máli, hvert þér teljið mesta afrek yðar i embætti og hver mestu mistók- in?" Kissinger var fljótur til svars „Ég skil ekki slðari hluta spurn- ingarinnar," sagði hann. Það verða auðvitað sagnfræð- ingar, sem dæma Kissinger að lok- um — og hann verður reyndar eann þeirra. En fyrir fram virðist ekki óllklegt, að hans verði lengst minnzt fyrir „frábæran leik", eins og oft er sagt I annars konar fregnum. Það má kalla það „ein- leik á almenning" ef vill. í þrjú ár eftir að Watergatemálið komst á flot, hélt hann uppi Imynd Banda- rlkjanna út á við, þótt fáir hefðu trúað þvl, að það tækist. En hon um tókst, þrátt fyrir hrakspár allar og þrátt fyrir það, að Iskyggilega Framhald á bls. 31 Peking — Kissinger heilsar Mao formanni I einni af hinum sögulegu heimsóknum sínum til Kina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.