Morgunblaðið - 12.02.1977, Síða 1

Morgunblaðið - 12.02.1977, Síða 1
33. tbl. 64. árg. LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Spánn: Gleði yfir frelsun Oriols og Quilis Madrid 11. desember Reuter-AP. Fregnin um frelsun Antonios Marie de Oriols, forseta þjóðar- ráðsins á Spáni, og Villaescusas Quilis hershöfðingja, forseta æðsta dómstóls landsins, úr hönd- um vinstrisinnaðra öfgamanna hefur vakið mikla athygli og gleði á Spáni. Tilkvnnt var f Madrid sfðdegis f dag, að spænsku lög- reglunni hefði tekizt að finna báða mennina heila á húfi og handtaka marga af mannræningj- unum, sem eru f öfgasamtökum vinstrimanna, GRAPO. Oriol var rænt fyrir 9 vikum, en Quilis fyrir 3 vikum og höfðu ræningj- arnir krafizt þess að allir pólitfsk- ir fangar f landinu yrðu látnir lausir f skiptum fyrir þá, að öðr- um kosti yrðu þeir Ifflátnir. Mennirnir voru ekki i haldi á sama stað og var Quilis frelsaður úr prisundinni nokkru á eftir Oriol. Báðir menn voru sagðir við góða heilsu, en Quilis, sem hefur þjáðst af hjartasjúkdómi, var fluttur i sjúkrahús i öryggisskyni til rannsóknar. Oriol var hins veg- ar margar klukkustundir á lög- reglustöð I Madrid til að skýra lögreglunni frá fangavist sinni áður en honum var ekið heim til fjölskyldu sinnar. Var hann bros- andi en þreytulegur er hann kom út af lögreglustöðinni. Hvorugur mannanna hefur enn sagt frétta- mönnum fra lífsreynslu sinni. Ekki var vitað hvort komið hefði til átaka er mennirnir voru frels- aðir, en ræningjar þeirra voru vopnaðir vélbyssum, er þeir námu þá á brott, Oriol 11. desember og Quilis 24. janúar. Skæruliðasamtökin GRAPO komu fyrst fram á sjónarsviðið í júlí sl. er þau lýstu sig ábyrg fyrir sprengjutilræðum viða á Spáni og sögðust hafa valið nafn sitt „1. októberandspyrnuhreyfingin gegn fasistum", eftir að félagar úr samtökunum myrtu 4 lögreglu- menn i Madrid 1. október 1975. Vegatálmanir voru viða uppi i Madrid og úthverfum meðan lögreglan leitaði að nokkrum mannræningjanna, sem komust undan er tvímetiningunum var bjargað. Oriol, sem er 63 ára, er einn af auðugustu iðnjöfrum Spánar og hann var dómsmálaráð- herra i stjórn Francos hershöfð- Framhald á bls 22. Mengistu tekur form- lega völdin í Eþíópíu Addis Ababa 11. febrúar. Reuter. MENGISTU Ilaile-Mariam ofursti hefur formlega tekið völd- in í Eþfóptu í sfnar hendur, en tilkynnt var f Addis Ababa i dag, að hann hefði verið kjörinn for- seti herráðs landsins í stað Teferi Bantes hershöfðingja, sem skot- inn var til bana ásamt 6 herfor- ingjum úr hópi stuðningsmanna hans f blóðugum átökum f stjórn- arhöll landsins f sfðustu viku. Atnafu Abate ofursti tekur sæti Megistus, sem fyrsti varafor- maður ráðsins. Tilkynning þessi kom á óvart því talið var að Mengistu myndi láta velja ein- hvern formann að nafninu til að stjórna bak við tjöldin eins og hann gerði meðan Bante var for- maður. Oriol á heimili sínu í Madrid í gærkvöldi ásamt eiginkonu sinni f.h. dóttur og fjölskyldu. Quilis hershöfðingi. Ljósmyndarar fengu ekki að taka mynd af honum f gær, þar sem hann var í rannsókn á sjúkrahúsi, en hann þjáist af hjartasjúkdómi. Sovétríkin: Grigorenko óttast fjöldahandtökur Bandaríkin taka málið upp hjá mannréttindanefnd S.Þ. Moskvu 11. febrúar NTB-Reuter. IIINN kunni sovézki andófsmað- ur Pjotr Grigorenko, fyrrum hers- höfðingi, sagði f bréfi til vest- rænna fréttamanna f dag, að hann teldi að sovézk yfirvöld undir- Rhódesía: Skoðanakönnunin ekki lausn vandans Salisbury 11. febrúar Reuter. EKKI hefur verið tekin ákvörðun um hvenær fyrirhuguð skoðana- könnun Rhódesfustjórnar meðal svartra fbúa landsins um hver leið- togi þjóðernissinna nýtur mests trausts, verður haldin, en Ian Smith forsætisráðherra landsins skýrði frá þvf f dag að loknum fundum með John Vorster forsætisráðherra S-Afrfku, að Vorster hefði lagt blessun sfna yfir hugmyndina og ásetning Smiths um að leysa vandamál Rhódesfu með innbyrðissamningum við þjóðernissinna. Smith vildi ekkert um viðræður sínar við Vorster segja annað en að þær hefðu verið vinsamlegar og gagnlegar og rædd hefðu verið öryggismál og framtíð Rhódesiu og að þeir hefðu verið sammála um hvaða stefnu skyldi taka. Þetta var fyrsti fundur Smiths með Vorster frá þvi í september sl. er hann, eftir fund með Henry Kissinger þáverandi utanríkisráð- Framhald á bls 22. byggju fjöldahandtökur andófs- manna f náinni framtfð. Segist Grigorenko óttast að ráðamenn f Kreml hefðu tekið ákvörðum um þetta og ætluðu sér þannig að kveða f kútinn endanlega tilraun- ir andófsmanna til að benda á brot Sovétstjórnarinnar á Helsinkisáttmálanum áður en framhaldsráðstefnan um öryggis- mál Evrópu verður haldin f Belgrad f júnf nk. Grigorenko, er náinn vinur og samstarfsmaður visindamannsins Jurys Orlovs, sem handtekinn var í gær. Orlov er sem kunnugt er leiðtogi vinnunefndar andófs- manna, sem fylgjast með fram- kvæmd Helsinkisáttmálans i Sovétríkjunum. Hann var hand- tekinn síðdegis í gær og síðar gerðu öryggislögreglumenn tveggja klukkustunda húsleit heima hjá honum að því er eigin- kona hans skýrði fréttamönnum frá I dag. Orlov er f haldi i Lefortovofangelsinu í Moskvu en engin formleg ákæra hefur verið lögð fram á hendur honum. Tass- fréttastofan réðst hins vegar harkalega að honum í dag og sak- aði hann um ruddaskap og óhlýðni við yfirvöld. Ta£s sagði að Orlov hefði verið kallaður á skrif- stofu ríkissaksóknarans 1. febrúar sl. og hagað sér þar mjög Framhald á bls 22. Bandaríkin: Sex ára fisk- veiðisamning- ur við Japani Washington 11. febrúar Reuter. STJÓRN Japans og Bandarfkj- anna undirrituðu f dag 6 ára samning um fiskveiðar Japana undan ströndum Bandarfkjanna innan 200 mflna fiskveiðilögsög- unnar. (Jtfærslan tekur gildi 1. marz nk. Talsmaður bandarfska utanrfkisráðuneytisins sagði f dag, að samningurinn myndi taka gildi eftir að báðir aðilar hefðu endurskoðað og kynnt sér ná- kvæmlega framkvæmdahlið hans. Sem kunnugt er hefur það vald- ið ýmsum framámönnum i banda- riskum fiskiðnaði áhyggjum, að japönsk fyrirtæki hafi undanfarið keypt sig inn i mörg bandarisk fiskvinnslu og útgerðarfyrirtæki til að tryggja að skip þeirra geti veitt innan 200 mflanna, landað aflanum i bandarískum höfnum, þar sem hann verður unnin og síðan seldur til Japans. Hafa nokkrir þingmenn á austurströnd Bandarfkjanna boðað lagafrum- vörp til að stemma stigu við þess- ari þróun. Rússar og EBE ræð- ast við næstu daga London 11. febrúar AP. BREZKA utanríkisráðuneytið skýrði frá þvf f dag, að Sovét- stjórnin hefði formlega til- kynnt, að hún væri reiðubúin til að taka upp viðræður um veiðar innan 200 mflna fisk- veiðilögsögu EBE. Talsmaður utanrfkisráðuneytisins sagði, að viðræðurnar yrðu um gagn- kvæm veiðiréttindi og að Sovét- menn hefðu gefið til kynna að þeir gætu fallizt á Brussel sem fundarstað. Gert er ráð fyrir að viðræðurnar hefjist næstu daga. Vandamálið fram til þessa hefur verið að Sovét- stjórnin viðurkennir ekki Efnahagsbandalag Evrópu sem slfkt, aðeins aðildarfkin hvert fyrir sig. 1 tilkynningu Sovét- stjórnarinnar segir, að hún sé tilbúin til að hef ja viðræður við Breta sem forsetaþjóð fram- kvæmdaráðs bandalagsins. Sovétmenn hafa hins vegar ekki svarað viðvörunum banda- lagsins um að þeir verði að sækja um leyfi til veiða meðan samningar hafi ekki tekizt, en leyfistiminn hófst sl. mánudag. Framhald á bls 22.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.