Morgunblaðið - 12.02.1977, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 1977
Listsýningar
Stefán Stórval: Mokka.
Helgi Gíslason: Norræna Húsið.
Egill Eðvarðsson: Gallerí Sólon Islandus.
GAGNVERKANDI
TÍMASKIL
Það er jafnan nokkur viðburð-
ur, er nýr liðsmaður bætist í hóp
hinnar fámennu stéttar íslenzkra
myndhöggvara, en til skamms
tíma mátti telja þá á fingrum ann-
arrar handar, er helguðu alla
krafta sína þeirri kröfuhörðu list-
grein. — Sem betur fer hefur
breyting orðið hér á hin síðari ár,
enda hefur hugtakið víkkað með
tilkomu nýrra efna, en þó ekki
sízt vegna nýrra viðhorfa og
'gildismats á eðli myndlista.
Það verður ekki heldur annað
sagt um Helga Gislason, er um
þessar mundir kynnir verk sín í
sýningarsölum Norræna hússins,
en að hann notist við fjölbreytileg
efni í myndgerð sinni. Hér getur
að líta margvíslegar tegundir
myndgerðar úr tré, — gipsi —
járni — leir — vaxi, og blandar
hann þessum efnum iðulega sam-
an í umhverfismyndum ýmiss
konar, auk grafík-mynda.
Helgi er langskólaður, svo sem
fram hefur komið í fjöimiðium.
Heilum áratug deilir hann hníf-
jafnt á milli Myndlista- og hand-
íðaskólans og Valands listaskól-
ans íGautaborg. Er þetta lengsta
samfcllda nám tslendings á
myndlistarsviði sem ég minnist í
augnablikinu. Ýmsir afa þó
stundað jafnlangt nám, en með
nokkrum hléum á milli. Ein strik-
lota nægir þó ekki jafnaðarlega í
þessum efnum, hversu góðir sem
skólarnir eru, því að aldrei verður
neinn útlærður sem listamaður,
— endurnám og upprifjun lífið í
gegn er það, sem gildir, auk þess
sem reynslan er sífellt að kenna,
og eru þar mistök á mistök ofan,
sem eru hér þyngst á metum.
Langskólanám er ekki og hefur
aldrei verið nein trygging fyrir
gæðum í myndlist, víðsýni né um-
burðarlyndi, og því síður raun-
hæfri menntun. Allt listnám er
gilt, hvort sem þess er aflað utan
eða innan skóla, hins vegar hffú-
tíma listaskólar yfir að ráða
menntuðu fagmannaliði auk læri-
meistaranna, og flestar tilraunir
með ný efni eru dæmd til að verða
meira eða minna kák án haldgóðr-
„Vaskur“ eftir Helga Gfslason.
ar næstu menntastofnunar. Skoð-
ist þetta ekki sem ein tegund
heilaþvottar, skil ég hugtakið
ekki. — Skoða hið fyrra nám sem
skemmtilegt fitl meðan á því
stóð.. . Undirstöðunám skoðast þó
aldrei fitl og enginn verður lista-
maður er ekki gerir sér skýra
grein fyrir eðli traustrar undir-
stöðu í hverju því verki er hann
gengur að.
I skemmstu máli sagt þá þykir
mér áberandi sænskur listaskóla-
bragur af vissri tegund yfir sýn-
ingu Helga og því eru þessar hug-
leiðingar um listaskóla i samræmi
við það, að hver sýning kallar
fram ákveðin viðbrögð. Yfir sýn-
ingunni er þó allóvenjulegur blær
og margt vel gert, en einstakir
hlutar mynda eru á stundum
gerðir með þeim tæknilega við-
vaningsbrag, að mér hnykkti við
og minntist ágætra heildarvinnu-
bragða Helga á Akademíu M- og
handíðaskólans forðum daga.
Myndin „Vaskur“ úr brenndum
leir (virkar sem' gips) er t.d.
tæknilega mjög forvitnileg á ljós-
mynd, en hún uppfyllir ekki von-
ir, er maður stendur frammi fyrir
myndinni sjálfri.
Allt um það þá er Helgi Gísla-
son ótvírætt hæfileikamaður, og
það verður spennandi að fylgjast
með honum í næsta áfanga, þegar
hann væntanlega sprengir alla
skólafjötra af sér og hagnýtir sér
alla aðfengna þekkingu i sjálf-
stæðum vinnubrögðum. Veri
Helgi Gíslason velkominn í raðir
íslenzkra myndlistarmanna- og
fylgja honum góðar óskir um
frama á komandi tímum.
FAGUN
OG ERÓTÍK
Egill Eðvarðsson er sýnir á
Gallerí Sólon Islandus er enginn
nýgræðingur á sviði myndlistar,
þótt ekki hafi hann sýnt opinber-
lega áður. Hann hefur um árabil
fengist við myndlist, numið í
Ameríku og á íslandi og haldið
áfram listiðkunum í tómstundum
eftir að námi lauk — en hann
gerðist starfsmaður sjónvarpsins,
svo til sama dag.
Hinar tuttugu myndir Egils á
sýningu hans bera vott um mikla
fágun og næma kennd fyrir tákn-
rænum smáatriðum, — þær eru
hins vegar ekki átakamiklar, þótt
þær segi iðulega nokkra sögu.
Myndirnar eru fallegar og erótík-
in hvergi gróf — slíkar myndir
gætu hangið uppi á vegg í hvaða
setustofu sem væri í Evrópu án
verka þeirra óviðjafnanlega
mögnuð. Þessi miklu nöfn eru sí-
gild í munni sænskra listnema, og
er ég heimsótti fagurlistaskólann
í Stokkhólmi árið 1956, var hrein-
asta Massacchio- æði þar, en þó
með þeim fyrirvara að handverk
aðdáendanna var ekki í neinu
samræmi við meistarann. .. Ein-
hvernveginn hef ég þá kennd eft-
ir að hafa séð sýningu Helga, að
nám hans á Valand hafi verið
annað tveggja of afmarkað eða
full flöktandi, og að hann hafi
þrengt að sér. Omeðvitað virðist
þetta koma í ljós í notkun marg-
víslegra efna án hnitmiðaðs og
úrskerandi árangurs. Þriðji lista-
skólinn hefði hér verið æskilegur
að mínum dómi t.d. hin tvö síð-
ustu ár, með nýjum viðhorfum,
gagnverkandi tímaskilum og öðr-
um hugsunarhætti. Á þessari sýn-
ingu kem ég trauðla auga á hið
besta, er Helgi hafði í vegarnesti
að heiman né neins konar hagnýt-
ingu þess. Allt listnám hlýtur þó
að byggjast á gagnverkun áhrifa,
en ekki að kasta því fullkomlega
fyrir róða, er maður hefur áður
lærl, í hvert skipti að skipt er um
skóla. Til lítils er að dveija árum
saman innan dyra menntastofn-
ana en afskrifa árangurinn um
leið og gengið er inn um dyr hinn-
„Aslaug" eftir Egil Eðvarðsson.
,41erðubreið“ eftir Stefán Stðrval.
ar þekkingar eða aðstoðar hinna
velmenntuðu fagmanna. Læri-
meistararnir eru svo til þess settir
að gagnrýna árangurinn og
þroska myndskyn nemenda. Hér
er um mikið svið að ræða, sem
tíðum er misnotað og koma nem-
endur þá úr skóla sem vasaútgáf-
ur og jábræður kennaranna. Hæst
rísa þeir lærimeistarar er rétti-
lega meta það nemendum til
miska að eftirlíkja þá, en reyna
hins vegar af alefli að ýta við
persónulegum þroska þeirra.
Helgi Gislason virðist teljast til
þeirra víðsýnni og umburðarlynd-
ari, er komið hafa frá Valands-
skóla, og skoðanir þær, er hann
setur fram, eru góðar, marktækar
og gildar, a.m.k. eru það allt snill-
ingar, er hann nefnir sem áhrifa-
valda sína: Donatello, Masacchio
og Giottol. Handverk þeirra var
frábært og listræn útgeislun
Myndllsl
eftir BRAGA
ASGEIRSSON