Morgunblaðið - 12.02.1977, Qupperneq 13
þess aö vekja hneykslan, nema
máski á íslandi!
í einni fínustu bókabúð i
K.höfn sá ég mynd á bókakápu,
sem enginn tók eftir öðrum frem-
ur, en hér hefði vísast vakið hat-
ramar blaðadeilur. — Á sama
tíma og deilt er um fræga sænska
úrvals mynd úr lífi Strindbergs,
var hér í sjónvarpinu sýnd önnur
sænsk mynd i lakasta gæðaflokki
og er vart gat talist annað en
grófasta klám.
Myndir Egils Eðvarðssonar má
segja að falli undir erótískar hug-
renningar af snoturri gerð.
Fágunin gengur máski full langt
og hin mörgu smáform virka
ósjaldan án sannfærandi sam-
tenginar. Undanskildar eru þó
myndir líkt og nr. 8 „Aslaug",
sem er að auk kröftugust í út-
færslu, og mynd nr. 18 „Ég þekkti
það strax á hundinum" er mjög
heiileg.
Ég býst við að nokkrar slikar
myndir hefðu vakið óskipta at-
hygli á Haustsýningu, en að sjá
tuttugu slíkar á einum stað sem
hér, er nokkuð einhæft. Egill má
þó vera ánægður með sinn hlut og
sýningin verðskuldar alla athygli.
OBEISLAÐUR
FRUMKRAFTUR
Á Mokka-kaffi sýnir Stefán
Jónsson frá Möðrudal (Stórval)
nokkur málverk, er hann hefur
gert á undanförnum árum. Hann
sýndi fyrir nokkrum árum í
Galleríe SUM og verður að viður-
kennast, að verk hans nutu sín
öllu betur í þeim húsakynnum.
Stefáni er þessi iðja sín mjög
hjartfólgin og auðsjáanlega eiga
grómögn jarðar, á islenzkt lands-
lag og hesturinn hug hans og
hjarta. Hér er sem fyrr um óbeizl-
aðan málunarmáta að ræða, —
frumkraft sem Stefán á erfitt með
að hemja og stýra, en nær þó á
stundum glettilega góðum
árangri og víst er, að hann er
fáum líkur sem málari og hauk-
lyndur drengur.
Myndir hans svo sem nr. 16
„Herðubreið" og 17 „Ur Þing-
vallasveit“ eru báðar hinar sér-
kennilegustu, og þær myndir
hefðu sannarlega átt heima á sýn-
ingunni „ÖGA MOT ÖGA", sem
nú gengur um Norðurlönd og þá
trúlega vakið athygli, viti ég rétt.
Fleiri athyglisverðar myndir
finnast vissulega á sýnginunni, en
njóta sín naumast sem skyldi þar í
þröngum húsakynnum.
Það er vissulega prýði að mynd-
um Stefáns Stórval og ekki ónýtt
að njóta kjarnamikillar meðferð-
ar hrjúfrar íslenzkrar náttúru á
þessum ágæta stað.
Bragi Asgeirsson.
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1977
13
Sinfóníutónlelkar
Háskólábíó 10. febr.
'77. Stjórnandi: Karsten
Andersen. Flytjendur: Sinfónfu-
hljómsveit íslands,
Söngsveitin Fil-
harmonía. Einleikari: Lárus
Sveinsson, einsöng-
vari; Guðmundur
Jónsson. Efnisskrá: L. V.
Beethoven: Sinfónía
nr. 2 i D-dúr. J. N.
Hummel: Trompet-
konsert í E-dúr. Jón
Þórarinsson: Völuspá
— tónverk fyrir ein-
söngvara, kór og
hljómsveit. Á siðustu tónleikum
Sinfóníuhljómsveitarinnar
hefur þeirri nýbreytni verið
komið á að skreyta sviðið
með blómum Þetta hefur
fallið tónleikagestum vel í
geð Blómin eru augnayndi
og auka á ánægju kvöldsins.
Hinn nýi framkvæmdastjóri
hljómsveitarinnar á þakkir
skildar fyrir framtakið
Önnur sinfónía
Beethovens er meðal þeirra
hljómsveitarverka hans, sem
heyrist hvað sjaldnast nú-
orðið. Þótt undirtónn verks-
ins sé þrunginn alvöru og
þunga, og snöggar og ákafar
styrkleikabreytingar visi
veginn til þess sem síðar
varð, ber sinfónían nokkurn
keim af fyrirrennurum hans i
sinfóniusmíðum, þeirra
Haydns og Mozarts. Strax i
þeirri þriðju kveður við dýpri
og persónulegri tón. Enda
hefur það farið svo, að fyrstu
sinfóniurnar hafa fallið i
Lárus Sveinsson
komu. En önnur hljómkviðan
er hugljúft verk, þar sem
heiðríkja hins klassiska forms
ræður ríkjum Hér tókst flutn-
ingur misjafnlega og engan
veginn hnökralaust. Óná-
kvæmni i tóntaki og hik í
upphafi, sem lagaðist þó er á
leið, verkaði ekki vel.
Strengjasveitin virtist fremur
þung, og snerpuna og kraft-
inn sem þarf til að bera tröllið
Beethoven uppi vantaði.
Karsten Andersen, sem
leiddi nú hljómsveitina á ný,
eftir nær tveggja mánaða
hlé, megnaði ekki að mana
menn sina til dáða Johann
Nepomuk Hummel er nafn,
sem ekki sést ýkja oft á tón-
leikaskrám. Hann var þó virt-
ur og velmetinn á sínum
tíma. Hummel var nemandi
Mozarts og vinur Beethovens
og samdi margt, einkum fyrir
pianó, enda sjálfur góður
pianisti og talinn undrabarn
á það hljóðfæri. Trompet-
konsertinn, sem hérvarflutt-
ur er áheyrilegt verk, fylgir
formúlu hins klassíska stíls,
og ber höfundi sinum fagurt
vitni. Einleikari var Lárus
Sveinsson. Tónn hans er
mjúkur og þéttur. Hann
mótaði hendingar fallega og
músíkalskt og blés konsert-
inn af mikilli leikni og
ákveðni. Lokaþátturinn, sem
gerir strangar kröfur til ein-
leikarans, lék hann með sér-
stökum glæsibrag Ástæða er
til að óska Lárusi til hamingju
með góðan árangur. Verk
Jóns Þórarinssonar „Völvu-
spá'' var samið að tilhlutan
þjóðhátlðarnefndar Reykja-
víkur og frumflutt á Arnarhóli
sumarið 74. Verkið, sem er i
fjórum samtengdum þáttum,
fylgir hefðbundnum tón-
smíðaaðferðum að mestu.
Það er vandað að gerð og
fagmannlega unnið. Formið
er skýrt og heillegt, og tón-
listin fellur vel og eðlilega að
textanum. Og þó hljóm-
sveitarþátturinn sé e.t.v.
nokkuð einlitur á köflum, er
þess ávalt gætt að gera kór
og einsöngvara ekki erfitt
fyrir, en gott jafnvægi er þar
á milli. Þó virðist undirrituð-
um, sem ekki hefur heyrt
„Völvuspá" áður, einn staður
I verkinu rjúfa nokkuð sam-
hengið, en það er, þegar
kórinn segir fram „sól tér
skugga þeirra, sem á eftir
Tðnlist
eftir EGIL
FRIÐLEIFSSON
sortna, sígur fold I mar"
o.s.frv. og síðan fylgir bassa-
klarinettsóló á eftir, er sem
hér var flutt af Sigurði I.
Snorrasyni. Rismestur fannst
mér lokaþátturinn vera, og
einnig var meðferð vísunnar
„hittust æsir á Iðavelli" mjög
góð þar sem hin kontra-
punktiska útvinnsla naut sin
vel. Hlutverk Filharmóniu-
kórsins var stórt í flutningi
þessa verks. Æfingastjórinn,
Marteinn Hunger Friðriks-
son, hefur auðheyrilega
unnið gott verk og er það vel.
Það verður þó að segjast eins
og er, að kórinn hefur ekki
borið sitt barr, siðan stofn-
andi og fyrsti stjórnandi
hans, dr Robert A Ottósson,
féll frá langt fyrir aldur fram,
og söngur kórsins hefur tæp-
ast þá reisn yfir sér sem oft
áður Þarf það raunar ekki að
koma á óvart. Sæti dr.
Róberts er vandfyllt, og þar
er enn skarð fyrir skildi.
Margt var hér þó vel gert.
Einkum hljómaði lokaþáttur-
inn vel. Hjá kórnum má
merkja greinilegar framfarir
Guðmundur Jónsson gerði
hlutverki sínu hin bestu skil
að vanda. Það var hressilegt
að heyra hann syngja svo
undirtók i salnum „hátt blæs
Heimdallur, horn eru á lofti".
Hlutur hljómsveitarinnar var i
flestu góður, og flutningur í
heild hnökralitill. Það er
fengur að „Völuspá" Jóns
Þórarinssonar. Vonandi á
verkið eftir að hljóma oft um
ókomin ár.
BÍLASÝNING
Sýnum laugardag og sunnudag frá kl. 1-6
BMW 316 - BMW 320 - BMW 520
Komið og skoðið vinsælu BMW-bílana í húsakynnum okkar að Suðurlandsbraut 20.
KRISTINN GIIÐNASON Hl.
SUÐURLAN DSBRAUT 20, SÍMI 86633