Morgunblaðið - 12.02.1977, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 1977
15
Kvæðamanna-
félagið Iðunn
eins hægt að gera höfn hvar sem
er á suðurströndinni og við
Þykkvabæ.“ Að visu hef ég komið
að Skaftárósi sem 14 ára strákur,
en hugsaði ekkert um hafnargerð
i því skemmtilega ferðalagi. En
þar sem ég þekki forfeður og for-
mæður Vilhjálms Eyjólfssonar á
Hnausum í Meðallandi að góðum
gáfum og skarpri athygli, kæmi
það mér mjög á óvart, ef ekki
væri takandi mark á umsögn
hans, en Vilhjálmur átti uppá-
stunguna að höfn við Skaftárós-
vita.
Eftir nána athugun á val-
kostum, vel ég hiklaust Dyrhóla-
ey, vegna margra kosta fram yfir
hina staðina, þótt nútíma tækni sé
mikils megnug.
Við val á milli þeirra tillagna
sem fyrir liggja um höfn við
Dyrhólaey, vil ég taka fram:
1. Tillögu Hafnarmálastofnunar
ríkisins með valkosti bæði að vest-
an og austan við Dyrhólaey, ber
að hafna, vegna þess að hún úti-
lokar raunhæfa uppbyggingu
hafnarinnar i áföngum.
2. Tillögu Pálma Jóhannessonar
verkfræðings, sem gerir ráð fyrir
að höfnin verði að austanverðu
við Dyrhólaey, get ég ekki
aðhyllst, þar sem ég tel að hafn-
irnar i Vestmannaeyjum og við
Dyrhólaey þurfi að gegna þvi
sameiginlega hlutverki að vera
lifhöfn á vixl, i ofsaveðrum og
stórbrimi, sem eru ekki sjaldgæf
við suðurströnd íslands.
3. Skipulagstillaga dr. Per Bruun
prófessors gerir ráó fyrir að
byggja höfnina inn í landið, að
vestanverðu við Dyrhólaey, og
möguleikum á stækkun I áföng-
um. Við þessa tillögu hefur Sigur-
bjartur Jóhannesson bygginga-
fræðingur gert skipulagsuppdrátt
af byggðakjarna. Ég tel að tillögu-
uppdráttur dr. Bruun, með skipu-
lagsuppdrætti Sigurbjarts
Jóhannessonar falli best að um-
hverfi og þörfum, sem gera
verður til hafnar við Dyrhólaey,
og legg því til, að eftir henni verði
unnið.
Ný sjónarmið:
Þegar fyrsti áfangi hafnarinnar
hefur verið byggður, opnast tvi-
þættur möguleiki til notkunar og
jafnframt til mikils sparnaðar:
a. Verstöð með aðstöðu fyrir
fiskiskipaútgerð, til hagnýtingar
hinna gjöfula fiskimiða fyrir
suðurströndinni, einkum Meðal-
landsbug.
b. Ferjuhöfn fyrir m.a. ferju
milli N. Skotlands og Dyrhólaóss
(30 klst.) fyrir bíla og gáma, eða
milli annarra Evrópulanda og
Dyrhólaóss, e.t.v. með viðkomu í
Færeyjum.
Nýir möguleikar til eflingar
framleiðslu áSuðurlandi:
c. Ræktun grass á söndum I
störum stíl, til heykögglafram-
leiðslu, nautgriparæktar o.fl.
d. Orkuver: Samanber
SKAFTÁ — KÚÐAFLJÓT 320 M.
W.
e. Lagning rafmagnsjárnbraut-
ar frá Reykjavik að Dyrhólaey og
e.t.v. siðar allt til Hornafjarðar,
til að spara erlendan gjaldeyri til
bensin- og olíukaupa o.fl.
Ég er ekki frá þvi að einhverj-
um dytti í hug að segja, og það
með góðum rökum, að þessi óska-
listi minn væri nokkuð dýr. Því er
þá til að svara, að ég er ekki sá
bjáni að halda að ríkið geti kostað
þetta, nema I áföngum, og nógar
eru kröfurnar fyrir á rikið. Að
hinu leytinu verða allar þessar
framkvæmdir arðbærar á sínum
tíma, ef þær fást framkvæmdar.
Ennfremur vil ég benda á, að ef
ísland verður talið byggilegt á
annað borð, þá er suðurlands-
undirlendið það ekki síst, og bæði
mér og mörgum öðrum myndi
renna til rifja, ef það ætti fyrir
þessum fallegu góðsveitum að
liggja, að fara i auðn, eins og
mörg dæmi eru til um sveitir
landsins.
Það er einlæg von min að Sunn-
lendingar skapi órofa samstöðu
um þetta aðal hagsmunamál
þeirra, hafnargerðina, svo að
málið kafni ekki í hreppapóli-
tískri togstreitu, eða annarskonar
ágreiningi, sem væri öllum til
ógagns.
Reykjavík, janúar 1977
Hefur vvísnagerð nokkra þýð-
ingu fyrir tunguna og þjóðina?
Er slíkt máske ekki minna en
fjöregg hennar?
Leikur ekki á tungum tveim
tál þó margan hrelli,
meðan stöku hyllum hreim
heldur tungan velli.
I.S.
Og hrörni tungan er þjóðinni
hætt.-
Kvæðamannafélagið Iðunn var
stofnað 1929 og hefur starfað
óslitið síðan, haft sum árin tvo
fundi i mán., en önnur ár einn
fund. Frá upphafi hafa þeir hafist
á sama tíma kl. 8 og ávallt verið á
laugardegi, og nú um langt árabil
I Múrarasalnum að Freyjugötu
27, og eru þar ávallt velkomnir
allir þeir, konur og karlar, er
áhuga hafa á slíkum málum.
Aldrei hefur sumarferð félags-
ins verið látin niður falla og oftast
verið tveggja daga ferð.
Verða þar að jafnaði til allmarg-
ar vísur, sem útvarpað er i bilnum
jafnóðum, og kveðnar siðar á
fyrsta fundi á haustin, sem Ferða-
nefnd sér um.
Stofnendur félagsins voru þess
fullvissir frá upphafi, að þeir
væru að vernda þjóðarverðmæti,
litu á það eins og skáldið St. G.
Stefánsson, að islenzku kvöldvök-
urnar hefðu um hörðustu ald-
irnar verið þjóðinni sá ákóli (sum-
ir sögðu sá Háskóli) sem hin
umtalaða alþýðumenntun, sem
við njótum i dag, sé sprottin af.
í bók Vigfúsar Guðmundssonar,
bls. 229, segir svo eftir Cooper pr.
I Melborne, „Að hann langaði
mikið til að koma til íslands og
helst að dvelja þar I góðu næði.“
Eitt af þvi sem hann dáðist mikið
að var ferskeytlan, þar taldi hann
okkur fremst allra í heimi i fjöl-
breytni bragarhátta og snjöllum
kveðskap. Helst mundu það vera
Welsbúar, sem keppt gætu við
okkur islendinga.
Flutningur' listaverka orðsins
frjóvgar mál hvers manns
ógleymanlega, þar sem ljóð-
formin gjöra það létt að læra og
muna.
Algengasta ljóðform síðustu
alda er stakan og langvinsælasta
túlkunaraðferðin kvæðalagið,
hvort sem um var að ræða heila
rimnaflokka eða lausavísur, enda
voru góðir kvæðamenn aufúsu-
gestir á hverjum bæ og voru oft sá
brunnur sem ekki varð upp-
ausinn þótt löng yrði vakan og
aðeins neytt kunnáttu og minnis.
Slikt var líka oft nesti sauða-
mannsins, er stóð daglangt yfir fé
langt frá bæ. Það gat lika verið
nesti á sjóinn, er Kári lagði til
vind í seglin á landleið. Var þá
stundum vel tekið undir með
hressilegri kvæðaraust.
Vfsan stendur öld og ár
oft er send til varnar.
Hún er að benda á bros og tár
hakvið hendingarnar.
segir Ásgrfmur Kristinsson.
Við fleiri störf var stakan og
kvæðalagið oft gleði- og orkugjafi.
Það má þvi ekki gleymast, að
þetta voru dýrgripir sins tima
sem bera má saman við ýmsa
hluti er ungt fólk skammaðist sín
fyrir nokkrum áratugum, en nú
þykir eftirsótt stofustáss.
Hafa skal vitin til að varast þau,
fara ekki með ljóðlist og tónlist
liðins tíma eins og bókasafn eins
gamals manns, er spurt var um
afdrif þess, að það var svo mikið
gamalt drasl, að þvi var ekið í fen
fyrir neðan tún. Það var meira að
segja svo gamalt sumt að það var
skinn.
Til föndurs við ljóðagerð urðu
og verða menn að leita orða til
hljóms og stuðla, sem eykur um
leið orðaforða og gleggni þess er
glímir við skilgreiningu þeirra og
merkingu.
Lærdóm mestan
Kfsins bestaskóla
heima þjóðin á sér æ
inni f góðum sveitabæ.
yrkir Sig. Júl. Jóh. vestan hafs.
Árshátið sina hefur Iðunn
aldrei látið niður falla og verður
hún að þessu sinni i Lindarbæ
sem fyrr og hefst kl. 7 siðd. með
þorramat, föstudaginn 11.
febrúar 1977.
Fjölbreytt skemmtiskrá verður
þar að vanda í ljóðum og lausu
máli, lesin og kveðin.
Framhald á bls. 29
heilbrigði vissulega er, þarf að
breyta neikvæðum venjum og
taka upp jákvæðar og upp-
byggjandi. Þetta sjá fleiri og
fleiri og við erum vitni að þvi að
áhugamenn um heilsuna verða si-
fellt fleiri og ungt fólk kemur
fram og kemur nýjum hugmynd-
um i verk, en nú er komið að
ráðandi mönnum heilbrigðismála,
þeir eiga næsta leik; að fræða
fólkið af hreinskilni um afleiðing-
ar neikvæðra lifnaðarhátta og
jafnframt um hinar ánægjulegu
afleiðingar jákvæðra og upp-
byggjandi, sem er stórbætt heilsa
og sönn lifsgleði.
Unnið hefur verið ágætt starf í
þessa átt hvað viðkemur víni og
tóbaki en nú eru allar neyzlu-
venjur undir smásjá.
Að gefa vandamálið frá sér og
ætla fluorblönduðu vatni að koma
I staðinn sem heilsubætandi efni,
það er tilræði við þjóðarheill.
Athyglisverð atriði: Árið 1966
bannaði bandaríska heilbrigðis-
ráðið fluorblönduð lyf til barns-
hafandi kvenna. ..
Rannsóknir staðfesta að nýrna-
sjúkir geta ekki losað líkamann
við fluoreitrið ef hlutföllin I vatni
eru 1.0 ppm. Þá safnast það fyrir i
likamanum.. .
Rannsóknir E. Santos sýndu
fram á að hin „óskaðlega“ blanda
(1.0 ppm fluor) eyðileggur hæfni
þarmagerla til að eyða taugaveiki-
bakterium...
G.S. Konikova sýndi fram á að
fluor flytti fyrir æðakölkun. ..
Frá þvi árið 1970 hefur AMA
(Bandaríska læknafélagið tekið
allt sem viðkemur fluor til endur-
skoðunar. Um þá kenningu hvort
fluor væri hættulegt heilsu
manna hefur AMA ekki tekið af-
stöðu. Þegar fyrirspurnir hafa
borizt til JAMA (Bandaríska
læknatimaritið) varðandi skað-
semi fluor hefur þeim jafnan ver-
ið komið til tveggja tannlækna
sem falið var að sjá um þetta
vandamál. Fluorvandamálinu var
í heilu lagi velt yfir á tannlækna-
félög eða þá forsvarsmenn sem
töluðu máli fluorblöndunar. í því
sambandi er rétt að geta þess að
stjórn Bandariska tannlækna-
félagsins bætti nýrri grein í lög
sín á þá leið að meðlimir sem
gagnrýndu ákvarðanir væru
brottrækir. Var þannig gerð til-
raun til að þagga i fæðingunni öll
mötmæli almennra tannlækna
vegna fluorblöndunnar. Félagið
klofnaði og i sex fylkjum gengu
90% tannlækna úr gamla félag-
inu. ..
í Bandarikjunum hafa verið
mikil viðskipti með hreint vatn án
fluor. Meðal kaupanda frá POL-
AR WATER COMPANY er fjöldi
lækna sem einnig ráðleggur sjúk-
lingum sínum hið sama. Það vek-
ur athygli að dr. G.J.Cox sem var
einn af frumkvöðlum fluorblönd-
unar var kaupandi hreina vatns-
ins. Trúði hann ekki á ágæti
fluorblöndunar, og vildi hafa vað-
ið fyrir neðan sig?
Eins og áður segir er allt varð-
andi fluor i endurskoðun í Banda-
rikjunum og hátt á annað hundr-
að borgir hafa hætt fluorblöndun,
sem segir meira en langt mál um
þá áhættu sem lögð hefur verið á
fólkið af fámennum hópi sem
treyst var til forystu þessa við-
kvæma málaflokks...
Hver sá sem ber heilsu sína á
tönnum (og líkama) fyrir brjósti
ætti að íhuga af gaumgæfni hvað
veldur niðurbrotinni heilsu.
Niðurstöður slíkra atugana munu
leiða í ljós að haldbesta leiðin til
verndar heilsunni sé hollur matur
og heilbrigt lif i heild, svo og
sjálfsögð tannhirðing og regluleg
skoðun hjá tannlækninum.
Stærðir:
L78 — 15/4
650 — 16/6
700 — 16/6
700 — 16/8
750 — 16/6
750 — 16/8
750 — 16/10
890 — 16/4
890 — 16/6
205 — 16/6
JEPPADEKK
fyrirliggjandi í miklu úrvali
á hagstæðu verði.
OOODpYEAR Hjólbarðaþjónustan
Laugavegi 172 — Símar 21 245 og 28080.
HEKLAhf.
Laugavegi 170—172 — Simi 21240