Morgunblaðið - 12.02.1977, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 1977
FLJOTLEGA eftir að „Rauðu
Khmerarnir" báru sigur af
hólmi í borgarastyrjöldinni í
Kambódíu í apríl 1975, tóku að
berast fregnir þaðan um fjölda-
morð og hungurdauða. Landið
var lokað, og fréttir fáar, nema
frá ílóttamönnum, sem
streymdu yfir til Thailands eða
Vietnams.
Margir höfðu að sjálfsögðu
hug á að reyna að komast að
sannleikanum í málinu, og svo
vildi til í september 1975 að
tveir þekktir ríthöfundar og
blaðamenn sneru sér til aðal-
stöðva timaritsins Readers
Digest með óskum um að skrá
sögu Kambodíu frá stríðslokum
á vegum tímaritsins. Þetta voru
þeir John Barron, einn af rit-
stjórum Readers Digest og höf-
undur bókarinnar „KGBiThe
Secret Work of Soviet Secret
Agents", sem eins og nafnið
bendir til fjallar um leyniþjón-
ustu Sovétríkjanna, og
Ástralíumaðurinn Anthony
Paul, sem er ritstjóri Asiuút-
gáfu tímaritsins. Fengu þeir
sér til aðstoðar aðra starfsmenn
tímaritsins til að vinna úr gögn-
um og safna frekari upplýs-
ingum. Niðurstöður samstarfs
þeirra Barrons og Pauls eru
birtar i bókinni „Murder of a
Gentle Land", sem út er að
koma um þessar mundir, en út-
dráttur úr bókinni er birtur í
febrúarhefti Readers Digest.
Er sá útdráttur vægast sagt
hrollvekjandi, enda segja höf-
undar það yfirvegaða skoðun
sína eftir viðtöl við hundruð
flóttamanna frá Kambódíu að
1.200.000 karlar, konur og börn
hafi látið iífið í Kambódíu á
tímabilinu apríl 1975 til
desember 1976 vegna aðgerða
yfirvalda kommúnista.
Máli sínu til stuðnings vitna
höfundar í viðtal, sem ítalska
tímaritið „Famiglia Cristiana"
átti við ríkisleiðtoga Kambódíu,
Khieu Samphan, í Colombo á
Sri Lanka (Ceylon) í ágúst í
fyrra, en þar var Khieu staddur
til að sitja ráðstefnu leiðtoga
hlutlausra ríkja, sem svo eru
nefnd. í viðtali þessu sagði
Khieu meðal annars að í fimm
ára styrjöld hefði meira en
milljón Kambódiubúa fallið.
Fyrir styrjöldina hafi íbúa-
fjöldinn verið sjö milljónir, en
væri nú aðeins fimm milljónir.
Blaðamaður spurði Khieu
hvað hefði orðið um mismunin
á þessum tveimur tölum, eða
um eina milljón manna, en
Khieu svaraði: Það er furðulegt
hve miklar áhyggjur þið
Vesturlandabúar hafið af
stríðsglæpamönnum.
Fögnuður í fyrstu
Lýsingar þeirra Barrons og
Pauls á hörmungum Kambódíu-
búa eftir að Rauðu Khmerarnir
náðu yfirtökunum eru átakan-
legar, og hefjast 17. apríl 1975,
þegar hersveitir kommúnista
loks náðu höfuðborginni
Phnom Penh. I stríðsbyrjun
árið 1970 er talið að um 13%
þjóðarinnar hafi búið í borgum,
en undir stríðslokin hafði
mikill fjöldi íbúa dreifbýlisins
flúið til borganna undan sókn
Rauðu Khmeranna, og þá talið
að helmingur þjóðarinnar
byggi á þéttbýlissvæðunum,
aðallega í höfuðborginni. Þegar
svo sveitir rauðliða gengu inn í
höfuðborgina árla morguns
þennan vordag fyrir tæpum
tveimur árum, þustu margir
borgarbúa út til að fagna striðs-
lokunum og því, að nú skyldu
bræðravíg á enda. Fyrrverandi
ríkisstjórn landsins undir for-
sæti Lon Nols hershöfðingja
hafði verið lítt vinsæl, og aðal-
lega kunn af aðgerðaleysi og
spillingu. Það var því lítil eftir-
sjá í henni, og almenningur
reiknaði með að nú yrði snúið
við blaði. Að vísu töldu flestir
Götumynd
frá Phnom Penh
Rauðir Khmerar
við landamæri
Fjöldadráp,
sem engínn
mélmæltí..
JOHANNES HELGI:
GADDAVlR OG
GLAPSTIGUR
Ameríkubófinn, mynd sú sem
svíar gerðu, var hneisa fyrir sjón-
varpið, hún var svo skítsleg og
vitlaus að engu tali tók. Svona
nokkuð flokkast víst undir gadda-
vírslitteratúrinn svo kallaða sem
svíar hafa ræktað af ákefð og var
um tíma næstum búinn að stinga
sér niður hér á landi og tröllsleg-
ur áróður hafður uppi fyrir ágæti
hans, en íslendingar báru gæfu til
að hafna þessum vesaldómi. Það
hefur sýnt sig að við getum lítið
sem ekkert af svíum lært í menn-
ingarlegum efnum né þeim upp-
klaktir eru í bókmenntastofnun-
um þar. En snjóar Hemingways í
hlíðum Kilimanjaro og heitt sum-
ar Faulkners voru sjónvarpinu til
sóma. Vonandi boða þær ágætu
myndir stefnubreytingu. Sumar-
ást Hrafns Gunnlaugssonar var
magnað og mergjað leikrit, á pört-
um kannski einum of, fátt um
ljósa punkta í lífssjón höfundar-
ins — en þeir eru eitt af því sem
kemur sjálfkrafa með aldrinum,
það gerir snerpan hinsvegar
sjaldnast, hún er miklu oftar með-
fædd en áunnin; fjölhæfni
Hrafns er svo saga út af fyrir sig
og eins leikstjórnin á Sumarást,
þeir taumar voru í járnhendi
Helga Skúlasonar. Nú bíður mað-
ur eftir verki frá Hrafni, þar sem
fleiri listafleti en þann svarta er
að finna.
Arndís Björnsdóttir, kennari,
talaði skörulega um skattamál yf-
ir hausamótunum á þingheimi.
Framsetningin var afar einföld,
ljós og kröftug. Þarna virðist stór-
mikið efni í kvenréttindakonu á
ferð. En þau munu mörg börnin
sem ekki munu harma það að fá
mæðurnar aftur inn á heimilin,
þótt ekki væri nema hálfan dag-
inn, en það muh bersýnilega leiða
af skattalagafrumvarpinu nýja ef
að lögum verður lítið breytt. Við
höfum nýlega heyrt átakanlega
lýsingu Karl Schtltz á því hve
stutt leið únglinga á glapstigu er,
ef verulegur misbrestur er á
hirðu foreldra um börn sín. Til-
finningatengsl eru þeir einu
taumar sem foreldri getur stýrt
barni sínu með á gæfubraut. Aðra
tauma þekkjum við ekki. En það
er ein af harkalegustu staðreynd-
um lífsins, að langoftast fer sam-
an lélegt upplag afkvæmis og lé-
legir foreldrar, allt leggst þannig
á eina og sömu sveif barninu til
miska — og afraksturinn er ung-
viði kalið á sálinni og einkar mót-
tækílegt fyrir alþjóðlegum hat-
ursáróðri sem hrópar á byssur og
ofbeldi sem hina einu lausn jafnt
á persónulegum vanda og vanda
veraldar — og glæpahyski, svart
og hvítt, fer eins og logi yfir lönd-
in.
Hevrt
&séð
KOMEDlA
I ÞINGSJA
1 þingsjánni, þar sem þeir
ræddust við Sverrir Hermanns-
son og Gylfi Þ. Gíslason, prófessor
og menntamálaráðherra hálfan
annan áratug, urðu óvenjuleg
endaskipti á hlutunum. Sverrir
sat við hlið Gylfa og smeygði sér
umsvifalaust í gervi prófessors
sem allra náðarsamlegast og af
óendanlegri elskusemi leiðbeinir
tornæmum nemanda í einkatíma.
Það var ekki hægt annað en að
dást að sjálfstjórn Gylfa undir
þessari kómedíu sem ruglað hefði
margan manninn í ríminu. Ég
varð einu sinni vitni að því í þing-
sal neðri deildar undir einni
stólparæðu Einars Olgeirssonar
að þingmaður greip fram í ösku-
vöndur: guð gæfi að kjafturinn á
þessum manni bilaði. Ölafur
Thors gall þá við í ráðherrastól:
lappirnar munu bila löngu áður!
— Einar varð hvumsa við — en
hélt svo áfram; hvorugt bilaði.
Sennilega myndi allt bila hjá
Gylfa á undan háttvísinni.
FJÓRAR SÆNGUR
í STAÐ TÓLF
Ingvar Gíslason og Magnús
Torfi skiptust á sköðunum um
frumvarp slðarnefnds um breyt-
ingu á skylduskilum bókaútgef-
enda til safna. Frumvarp Magnús-
ar gerir ráð fyrir fjórum eintök-
um í varðveisluskyni — en sam-
kvæmt gömlu lögunum, sem eru
allt frá tímum konungsveldisins,
nema skylduskilin tólf eintökum.
Þá þurfti prentleyfi frá konungi
— og hann leiddi þessa kvöð í lög.
Magnús Torfi var gagnorður að
vanda og kom með ágæta samlík-
ingu, líkti skylduskilunum, sem
ekki eiga sér nokkra hliðstæðu í
öðrum framleiðslugreinum, við
það að landbúnaðarnefnd alþing-
iS leggði á dúntekjubændur þá
kvöð að sjá nefndarmönnum fyrir
dúnsængum. En þá er að vera
sjálfum sér samkvæmur; á fjór-
um dúnsængum og tólf — í fríðu
— er stigsmunur en ekki eðlis-
munur. Ingvar gerir kröfu til sex.
Af hverju ekki að varpa ránshefð-
inni fyrir róða — og skylda ríkið
til að kaupa af útgefendum þann
eintakafjölda bóka sem það telur
sig þurfa á að halda í varðveislu-
skyni? Sængur legata og annarra
sjóða lokaðist íslenskum náms-
mönnum og listamönnum við sam-
bandsslitin við Danmörku — og
íslenskir listamenn fengu lítið
sem ekkert í staðinn. Það væri
sæmra að stofna íslenska sjóði til
jafns við þá gömlu dönsku, lista-
Hrafn Gunnlaugsson
mönnum til framdráttar, heldur
en að halda dauðahaldi i ránshefð
frá sama tíma. Ég er ekki viss um
að menn geri sér ljóst hvílík skatt-
heimta — án hliðstæðu — tólf
eintaka skylduskilin eru íslensk-
um útgefendum. Forlag sem gef-
ur út tuttugu titla á ári, algeng
tala, afhendir bótalaust tvö
hundruð og fjörutíu eintök — að
verðmæti rösk hálf milljón króna,
fyrir nú utan að sama forlag aflar
rikissjóði söluskattstekna að upp-
hæð u.þ.b. fimmtán milljónir. Það
er ljót staðreynd að ríkissjóður
fær meira í sinn hlut af bók en
höfundurinn fyrir að skrifa hana.
Norðmenn leggja ekki söluskatt á
norskar bækur, telja það rangt af