Morgunblaðið - 12.02.1977, Síða 18

Morgunblaðið - 12.02.1977, Síða 18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 1977 18 Benedikt Gröndal; Orkunýting forsenda framtíðarhagsældar Fjárhagslega hæpið fyrirtæki Lúðvík Jósepsson (Abl) mælti — í nær tvo og hálfan klukkutíma — gegn stjórnarfrumvarpi um norsk-íslenzka járnblendiverk- smiðju að Grundartanga í Hval- firði, í neðri deiid Alþingis sl. miðvikudag, að lokinni framsögu iðnaðarráðherra. Framhaldsum- ræður fóru síðan fram í gær. Lúðvík sagði m.a. að menn byggðu andstöðu sína við frum- varpið á mismunandi en þó samanslungnum forsendum. Sumir teldu þá hættu eina, sem stafar af sókn erlendra auðhringa inn á íslenzk efnahagssvið, rétt- læta slíka andstöðu. Aðrir teldu mengunarhættur fyris lífríki landsins nægan grundvöll and- stöðu. Til væru og þeir, sem teldu stóriðjustefnuna það andstæða byggðastefnu og byggðajafnvægi, að þar væri nægilegur efniviður í þröskuld gegn járnblendinu. Við hefðum næg önnur framkvæmda- tækifæri, sem væru okkur eigin- legri, þegar á allt væri litið, s.s. að fullnýta loðnustofninn með tii- tækum verksmiðjukosti. Þar ætt- um við hráefnið, skipin, verk- smiðjurnar og vinnuaflið og millj- arða í verðmætum að nálgast, ef nýtt væri afrakstursgeta stofnsins til fulls. Þrátt fyrir þetta hefði hann viljað skoða járnblendidæmið, m.a. með það i huga, hvort þarna væri um fjárhagslega jákvætt við- fangsefni að ræða, varðandi raf- orkusölu frá'stórvirkjunum okkar og varðandi arðsemi fyrirtækisins sjálfs og atvinnusköpun á vinnu- markaði. Niðurstaða Lúðvíks var sú, að selja þyrfti raforku með undirkostnaðarverði til fyrir- tækisins, þann veg, að almennir kaupendur raforku, heimili og iðnaður, þyrftu að borga með því til járnblendiverksmiðjunnar eins og verið hefði einnig varð- andi álverið. Rekstrargrundvöllur járnblendiverksmiðjunnar væri og það hæpinn, að Union Carbide, sem gerst þekkti til slíks reksturs, hefði talið hyggilegt að kaupa sig út úr fyrirtækinu með ærnu fé. Hér væri því um verulega áhættu í rekstri að ræða. Og hámarks- fjöldi starfsfólks væri áætiaður aðeins 150 manns, skrifstofufólk meðtalið, og e.t.v. nokkru færra þegar til kæmi. Stofnkostnaður sjálfrar verk- smiðjunnar væri gífurlegur sem og isienzk fjárfesting í henni. Byggja þyrfti höfn, vegi og leggja raflínur.Hér væri því miklu kost- að til hæpins fyrirtækis, sem margskonar hættur fylgdu. Lúðvík sagði að lágmarksverð raforku í Noregi til sambærilegs iðnaðar væri 6 norskir aurar, eða kr. 2,37 á kwst. en það væri um helmingi hærra verð en hér væri talað um til járnblendisins. Hér væri sízt um betri samning að ræða en raforkusöluna til álvers- ins, en Gísli Jónsson, prófessor, sem gert hefði úttekt á þeirri raf- orkusölu, hefði komizt að því, að álfélagið hefði ekki borgað nema 62,8% af réttmætu kostnaðar- verði orkunnar, þegar bezt lét, þ.e. 1976, sem komið hefði fram í þeim mun hærra raforkuverði á allan almenning og islenzka iðn- aðinn á höfuðborgarsvæðinu. Þennan samning ber að fella, sagði Lúðvík. Atvinnu- og afkomuöryggi ört vaxandi þjóðar Benedikt Gröndal (A) sagði m.a. að sjávarútvegur og landbún- aður gætu ekki, vegna stærðar fiskstofna og takmörkunar á gróð- urnýtingu, sem og tæknivæðingar í þessum atvinnugreinum, veitt viðtöku nema litlu,broti af því Stóriðja raskar byggðajafnvæRÍ mannafla í at- vinnuvegum þjóðarinnar, segir Páll Pétursson Karvel J6nas Garðar viðbótarvinnuafli, sem til yrði með þjóðinni í fyrirsjáanlegri framtíð. Þar yrði orkunýting og iðnaður að axla bróðurpartinn, bæði í atvinnusköpun og trygg- ingu sambærilegra lífskjara hér og í nágrannalöndum. Það væri hreint afturhald að sporna gegn þróun í þá átt og vegvísir til versnandi lífskjara. Benedikt sagði að skiptin á sam- eignaraðila væru til hins betra. Norðmenn hefðu mikla reynslu á þessu sviði og þar giltu strangar mengunarvarnareglur. Virkjan- Icgt rafmagn væri á þrotum í Nor- Framhald á bls 22. Orkuráðherra Alþýðu- bandalags var frum- kvöðull jámblendiverksmiðju Ur svarræðu Gunnars Thoroddsen á Alþingi í svarræðu Gunnars Thoroddsen iðnaðarráðherra við 1. umræðu um stjórnarfrumvarp um járn- blendiverksmiðju, sem efnislega er rakin á þingsíðu blaðsins í dag, kom m.a. fram eftirfarandi. Greinargerð um raforkuverð Vegna fullyrðinga um raforku- sölu, undir kostnaðarverði, til ál- versins í Straumsvík og væntan- legrar járnblendiverksmiðju i Hvalfirði, hefur Landsvirkjun verið beðin að vinna greinargerð um þetta efni, sem lögð verður fyrir iðnaðarnefndir Alþingis, og kunngjörð þingmönnum. Þó freistandi sé að ræða þetta atriði sérstaklega hér og nú, tel ég þó rétt að geyma mér svör um þetta efni, unz skýrsla Landsvirkjunar liggur fyrir, sem verður á allra næstu dögum. Gripið til heita vatnsins á ný Jónas Árnason leiddi inn í þessar umræður „þrjóskan" verkamann úr kjördæmi sínu, sem í tvígang saup á heitavatns- Slöngu, heldur en að viðurkenna mistök sín. Heimfærir hann þetta dæmi upp á mig. Ég eigi að vera haldinn dæmigerðri íslenzkri þrjósku. Máske er þingmanninum hugsað til þeirrar þróunar sem orðið hefur um jarðvarmanýtingu á sl. tveimur árum: 1) Kaup á nýjum jarðborum, ný vinnubrögð og viðfeðmari í jarð- hitarannsóknum og jarðborunum, sem opnað hafa fjölda byggðar- laga, víðs vegar um land, hita- veitumöguleika. 2) Hitaveitu Suðurnesja, sem þegar er að hluta til komin í gagn- ið, en samsvarar fullnýit vatns- virkjun (að afli til) 96 MW. 3) Hitaveitu Akureyrar, sem nú er í góðum undirbúningi, sem væntanlega kemur til með að sam- svara 43 MW virkjun. 4) Hitaveitu í allar nágranna- byggðir Reykjavikur, sem er eitt stærsta átak í þessu efni um langt árabil. Já, það er freistandi að grípa til þeirra heitavatnsmöguleika, sem vannýttir voru á árum vinstri stjórnar. Alvísun á Eyjafjörð Jónas Árnason segir mig hafa vísað á Eyjafjörð um staðsetningu álvers. Hann véit hinsvegar, að þegar Norsk Hydro sneri sér til fyrrverandi orkuráðherra, Magnúsar Kjartanssonar, varaðndi hugsanlega staðsetningu álvers hér, var því fyrirtæki vísað á rannsóknarkosti á Austurlandi og Norðurlandi og sérstaklega bent á Eyjafjörð. Ég hefi þvert á móti kunngert þá stefnumörkun, að hvergi beri að reisa stóriðjufyrirtæki gegn vilja heimaaðila. Við undirritun lána- samnings við norræna fjár- festinarbankann sagði ég orðrétt: „Þegar um stóriðju á íslandi er að ræða eigum við að fara með gát og varkárni. Með fámennri þjóð býr uggur í sambandi við erlent fjár- magn og erlend áhrif, sem því kunna að fylgja. I annan stað þarf að gæta þess, að stóriðja raksi ekki byggð né byggðajafnvægi, né dragi um of vinnuafl frá öðrum atvinnugreinum. Þá verður að gera stangar kröfur um hollustu- hætti og mengunarvarnir. Að því er stefnt að þessi sjónarmið ráði ferð við þá verksmiðju, sem nú er fyrirhugað að reisa.“ (járn- blendið) íslenzkir hagsmunir. 24 milljarðar í gjaldeyristekjur. Þessara sjónarmiða og atvinnu- legra og efnahagslegra hagsmuna okkar sjálfra þarf að gæta við verkefnaval af þessu tagi. En hver vildi nú vera án sements- verksmiðjunnar, kíslilgúrverk- smiðjunnar, áburðarverk- smiðjunnar eða álversins? 1 þessu sambandi er og vert að hyggja að því, eins og gjaldeyris- staða þjóðarinnar hefur verið og er út á við, að frá upphafi til ársins í fr hafa gjaldeyristekjur af álverinu verið 24.000 m. kr. í erlendum gjaldeyri. Þetta er mikilvægt atriði. En ekki síður hitt, að slík fyrirtæki gera okkur kleift að reisa stórar, hagkvæmar og ódýrar virkjanir. 1 álverinu vinna nú 600—650 manns. Hreinsitæki 1 samningnum um áiverið var lögð sú skylda á félagið að byggja viðunandi hreinsitæki. Það hefur dregist alltof lengi. Og engin breyting varð á í því efni i ráð- herratíð Magnúsar Kjartans- sonar. Á siðasta fundi með fulltrúum álversins lagði ég áherzlu á aðeins eitt mál: að gerð yrði gangskör að því að koma upp fullnægjandi hreinsitækjum. Á næsta slíkum fundi, í næstu viku í Sviss, þá ber félaginu að leggja fram ákveðnar áætlanir, tíma- settar, um uppsetningu slíkra tækja. Alþýðubandalagið og jarnblendi- verksmiðjan. Þegar þingmenn Alþýðubanda- lagsins hamast nú gegn járn- blendiverksmiðju, mættu þeir huga að upphafi þess máls. Meðan fulltrúi þess gegndi ráðherra- embætti stóðu yfir, árum saman, viðræður um stóriðjufram- kvæmdir hér á vegum erlendra auðhringa, eins og einn þing- manna þess oróaði það. Og það einmitt um járnblendiverk- smiðju. Til þess valdi sá ráðherra bandariska „auðhringinn" Union Carbide. 1 bréfi sem hann ritar J.C. Malone, varaforseta „auðhringsins" 21. maí 1974 skömmu áður en hann lét af ráð- herra dómi, segir hann: „Ríkis- stjórn fslands hefur nú um nokkurt skeið haft til meðferðar drög að samningi milli ríkisstj. fsl. og Union Carbide um sam- eignarfyrirtæki til að reisa og reka kísiljárnbræðslu á fslandi. Þessar tillögur hafa verið ræddar ítarlega í stjórnarflokkunum.“ Þingmenn Alþýðubandalagsins ættu því að þekkja forsöguna betur en þeir vera láta. Siðar í bréfinu harmar ráðherrann að þessi dráttur skuli verða á málinu og lætur í ljós von um, að málið verði tekið upp eins fljótt og unnt er eftir komandi kosningar. Það voru komandi kosningar og und- Gunnar Thoroddsen. angengið þingrof, sem ollu drætti á framgangi málsins i vinstri stjórn. I janúar 1974 svarar orkuráð- herra Alþýðubandalagsins fyrir- spurn á Alþingi um stóriðju á Norðurlandi. Hann segir. „Ég tel -það ákaflega mikilvægt atriði, að meiri háttar fyrirtæki af sliku tagi rísi ekki aðeins hér á Suð- vesturlandi, heldur einnig á Norðurlandi og á Austfjörðum, þar sem aðstæður eru hentugar til þess og þær aðstæður eru vissu- lega hentugar, bæði á Norður- landi og Austfjörðum." Um hugsaða Dettifossvirkjun sagði hann ennfremur: „Þá virkjun, Dettifossvirkjun, það er að henni komið, yrði greinilega að tengja við einhvern orkufrekan iðnað, sem mundi eðlilega rísa á Norðurlandi." Of mikil eða of lítil raforka? Lúðvík Jósepsson kallar mig „glaðan virkjunarmann". Hann taldi Hrauneyjafossvirkjun of stóran virkjunarkost. Hér yrði sem sé um of mikla fyrirhugaða raforku að ræða. Siðan kemur flokksbróðir hans, Sigurður Magnússon, og segir, að sam- kvæmt orkuspám yrði hér afl- skortur 1980—1981, taldi jafnvel að það gæti orðið fyrr eða 1979, og mér skyldist helzt á honum að ég hefði verið of seinn á mér að veita þetta virkjunarleyfi. Þannig rekst eitt á annars horn í málflutningi þeirra Alþýðubandalagsmanna og afstaða þeirra nú gengur þyert á gjörðir ráðherra þeirra í fyrri ríkisstjórn, svo sem ég hefi nú sýnt fram á. ALÞINGI ALÞINGI ALÞINGI ALÞINGI ALÞINGI ALÞINGI ALÞINGI ALÞINGI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.