Morgunblaðið - 12.02.1977, Page 19

Morgunblaðið - 12.02.1977, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 1977 19 VEÐURFRÆÐINGAR velta því mjög fyrir sér um þessar mundir hverjar séu orsakir hins óvenjulega veður- fars í Norður-Ameriku i vetur og i Evrópu í sumar sem leið. Búizt er við þvi að á næstu árum verði veðurfar sveiflukenndara en verið hefur um langa hrið, og nú þegar hafa sveiflur haft afdrifaríkar afleið- ingar á mörgum stöðum. En hvað er á ferðinni? Fer veðrið kólnandi eða er þetta undanfari meiri hita en þekkzt hefur á undan- förnum árum þegar miðað er við víðáttumikil svæði? Brezka tímaritið The Economist segir m.a. í nýútkomnu tölublaði, að veðurfar hafi að undanförnu verið óvenjulegt í Rússlandi, Indlandi og sums staðar í Afríku, auk þess sem þurrkar hafi verið miklir og lang- vinnir ? Vestur-Evrópu ? sumar sem leið. Nú virðist röðin vera komin að Norður-Ameríku. Snjóað hafi í Flór- ída meðan sólin hafi vermt Alaska Við austurströndina sé nístingskuldi meðan þurrkar séu svo miklir i Kali- forníu að þar hafi nú verið gripið til vatnsskömmtunar. Snjóar séu mikl- um mun minni i Klettafjöllunum en venjulega, og það muni að líkindum koma niður á uppskerunni á sléttun- um í sumar og haust. Þá segir í greininni: „Það sem hér virðist vera að ger- ast er þetta. Yfirleitt leggur heita loftstrauma af Kyrrahafinu norður með vesturströnd Bandarikjanna en yfir norðurhéruðum Kanada taka þessir loftstraumar krappa beygju og taka með sér kulda frá norðlæg- um slóðum um leið og þeir stefna suður á bóginn. Vestlægir vindar sem flytja með sér kalt loft eru sjaldnast langvinnir og taka ekki beygju eins og vindar, sem blása af Kyrrahafinu Nú i vetur og haust var beygjan, sem Kyrrahafsvindarnir tóku krappari en venjulega Þeir fóru lengra norður en venja hefur verið og urðu þvi kaldari en ella Þeir héldu líka lengra suður á bóginn og af því stöfuðu kuldarnir á Flórída- skaga Áhrifanna af þessu gætti auk þess lengur en venjulega og virtist jafnvel eins og veðrið hefði „stiflazt" likt og var þegar þurrkarnir miklu hrjáðu Evrópu i sumar. Hraði heitu loftstraumanna norður með vesturströnd Bandarikjanna hefur virkað eins og veggur, þannig að regnvindar af Kyrrahafinu hafa ekki komizt inn yfir landið. Ástæðan fyrir því að hraði vindanna að sunn- an hefur verið meiri en venjulega er ekki kunn, en sjávarhiti í Kyrrahaf- inu heur hækkað lítillega og það er sennilega ein ástæðan, að mati ým- issa veðurfræðinga En er að hitna ? veðri i heiminum, eða er þvi öfugt farið? Fyrstu tuttugu árin eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari fór sifellt kólnandi. Ýmsir töldu ástæðuna vera mengunar- mökk, sem hindraði geisla sólarinn- ar í að verma jörðina. en fyrir um það bil tiu árum fór meðalhitinn að hækka Það er skýring sumra lofts- lagsfræðinga, að hitinn í loftinu fari hækkandi og myndi úrgangs- kolsýringur frá eldsneyti hjúp. sem sólarljósið komist í gegnum. en haldi hins vegar hita frá jörðinni Enn sem komið er hefur veður- fræðin ekki komizt á það stig að hægt sé að spá fyrir um veðrið á morgun svo nokkurn veginn sé áreiðanlegt, og marktækar veður- spár langt fram í timann verða tæp- ast að raunveruleika fyrr en i fyrsta lagi eftir tíu ár Margir eru þó þeirrar skoðunar, að búast megi við mun óstöðugra veðurfari á næstu árum en verið hefur, og jafnframt, að munur á hita og kulda fari vaxandi, auk þess sem sveiflurnar verði meiri. Bifreiðaeigendur á kuldasvæðunum I Bandarikjunum eiga ekki sjö dagana sæla um þessar mundir, en þessi Buffalo búi er þó svo bjartsýnn að reyna að grafa farartæki sitt úr fönninni. frostavetur... undanfari mikilla breytinga? Samið um brottflutn- ing Sýrlendinga frá landamærunum Tel Aviv — 11. febrúar — Reuter YITSHAK Rabin, forsætis- ráðherra tsraels, sagði f dag, að samið hefði verið um brottflutning sýr- lenzku hersveitanna frá Suður-Lfbanon, og hæfist hann f næstu viku. Rabin sagði, að komizt hefði verið að þessu sam- komulagi fyrir tilstilli Bandarikjastjórnar, og hæfust herflutningar frá landamærahéruðunum áð- ur en Cyrus Vance utanrík- isráðherra Bandaríkjanna kemur til landanna fyrir botni Miðjarðarhafs i byrj- un næstu viku. Talið er að um þessar mundir séu um 500 sýr- Bretland: Auknar varúð- arráðstafanir gegn hundaæði Lundúnum 11. febrúar Reuter FYRIR mánaðamót gengur I gildi ný löggjöf i Bretlandi sem kveður á um auknar varúðarráðstafanir gegn hundaæði. Samkvæmt henni fær lögreglan og aðrir eftirlits- menn heimild til að taka i sina vörzlu og deyða umsvifalaust skepnur sem koma til Bretlands á ðlöglegan hátt. Þung viðurlög eru við brotum á lögum gegn hundaæði í Bretlandi. Sektir vegna slíkra brota nema eitt þúsund sterlingspundum og er f angelsisdómur til vara. Stjórnvöld segja, að hingað til hafi hundaæðisvarnir tekizt vel og ríki bjartsýni um að hægt verði að koma i veg fyrir að sjúkdómur- inn festi rætur í landinu. Hunda- æði breiðist ört út á megin- landinu, en Bretland er eitt fárra landa i Evrópu sem tekizt hefur að verja fyrir þessum sjúkdómi, sem mönnum getur stafað lífs- hætta af. Forseti Indlands látinn Fakruddin Ali Ahmed forseti Indlands lézt af hjartaslagi i for- setabústaðnum í morgun, 71 árs að aldri. Meðal þeirra, sem voru við banabeð hans, var Indira Gandhi forsætisráðherra. Varaforseti landsins er B.D. Jatti, og hefur hann þegar tekið við embætti. Hann er 64 ára að aldri. 90% fylgjandi lagasetningu Anwar Sadat gegn óróaöflum Kalró 11. febrúar NTB UM 90 af hundraði greiddu at- kvæði með því að sett verði ný lög i Egyptalandi til að koma I veg fyrir mótmælaaðgerðir og upp- þot. t tillögum þeim, sem þjóðar- atkvæðagreiðslan fór fram um, eru ákvæði um að dæma megi félaga f ólöglegum samtökum, verkfallsmenn og þá sem efna til mótmælaaðgerða til ævilangrar þrælkunar. Orslit þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar eru talin mikill persónu- legur sigur fyrir Anwar Sadat, forseta Egyptalands. í Egyptalandi eru um níu og hálf milljón manna á kjörskrá og lenzkir hermenn úr frið- argæzlusveitum Araba- bandalagsins við landa- mæri Israels og Líbanons, en á þessum slóðum er enn nokkuð um átök vinstri og hægri manna. Carter send- ir nefnd til VÍETNAM Washington — 11. febrúar — Reuter. CARTER Bandaríkjafor- seti hyggst senda fulltrúa sína til Víetnam á næst- unni til að ræða möguleika á því að komið verði á stjórnmálasambandi milli ríkjanna og grennslazt fyr- ir um afdrif þeirra Banda- ríkjamanna sem hurfu í styrjöldinni í Indókína. Forsetinn lýsti þessu yfir á fundi með fulltrúum f jöl- skyldna þeirra hermanna, sem enn er saknað frá því í styrjöldinni, en þeir eru um 2.500 talsins. Kvaóst hann gera sér vonir um að upplýsingar fengjust um afdrif þeirra, svo og að jarðneskar leifar eins margra og frekast væri unnt fengjust fluttar til Bandarikjanna. Vill ekki w láta Z' starfs- neyttu um átta milljonir atkvæða- réttar síns. Þegar Sadat lagði tillögu sína um þessa lagasetningu fram fyrir viku dró hann ekki dul á að til- Framhald á bls. 29 Washington 11. febrúar Reuter JIMMY Carter forseti Banda- rfkjanna tjáði ráðuneytis- starfsmönnum í dag, að hann væri þvf mótfallinn að þeir „lifðu ( synd“, um leið og hann óskaði eftir aðstoð þeirra við að sannfæra bandarfska kjós- endur um heiðarleika stjórn- arinnar. Carter skýrði frá þvf að hann hefði gefið starfsliði Hvfta hússins fyrirmæli um að forðast hjónabandsvandamál. Forsetinn gerði mál þessi að umræðuefni á fundum, sem hann hélt með starfsliði ráðu- neyta sem fjalla um byggða- þróun, húsnæðismál og fjár- mál. Fundarmenn h''gu að þessum ummælum nans, en hann bætti þá við: „Þið, sem lifið í synd, vona ég að gangi i hjónahand. Þið, sem hafið yfirgefið maka ykkar, hverfið aftur heim. Þið, sem ekki þekkið nöfn barna ykkar, kynnist þeim.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.