Morgunblaðið - 12.02.1977, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1977
LEIKFÉLAG Vestmannaeyja hefur
um langt árabil verið snar þáttur í
mannlífi Vestmannaeyja og þrátt fyr-
ir böl og alheimsstríð falla ekki niður
leikár hjá þeim fremur en að Þjóð-
ahtíð Vestmannaeyja falli niður Á
þetta hvort tveggja við um eldgos
einnig, því hvorki þjóðhátíðin né
starfsemi Leikfélags Vestmannaeyja
féll niður gosárið 1 973
Við röbbuðum stundarkorn fyrir
skömmu við Sigurgeir Scheving
leikara og leikstjóra hjá Leikfélagi
Vestmannaeyja og Unni
Guðjónsdóttur formann LV og
gamalreyndan leikara þótt ung sé að
árum
„Áhuginn hjá Leikfélagsfóiki er
mjög mikill," svarðaði Sigurgeir,"
og í rauninni er það húsnæði sem er
til staðar mjög vel nýtt, því það sem
helzt vantar hjá okkur er aðstða fyrir
leiktjöld og leikmuni Leiktjöldin í
Plógi og stjörnum eru t.d. viðamikil
og mikið af munum fylgir verkinu
Við höfum einnig fengið mikið af
gömlum munum gefins eftir gos og
eigum því orðið talsvert magn."
Unnur „Það er einnig slangur af
nýju fólki í starfinu eftir gos, efnilegt
fólk "
Sigurgeir „Já, við höfum yfirdrif-
ið af öllum tegundum og gerðum
kvenfólks, en okkur vantar karlleik-
ara "
Unnur: „Þó höfum við aldrei stað-
ið eins vel að vígi hvað karlmenn
snertir, en ég hef verið í karlmanna-
hraki öll þessi ár," segir Unnur og
gamalkunnur hláturhnykkur fylgir á
eftir
Sigurgeir: „Við höfum hugmyndir
um að byggja álmu í austur frá
Bæjarleikhúsinu til þess að fá að-
stöðu fyrir Leikfélag Vestmannaeyja
varðandi leiktjaldaaðstöðu og
fleira "
í ársbyrjun 1976 sýndi LV Hart í
bak við mjög góða aðsókn á 1 1
sýningum undir leikstjórn Unnar og
vorið 1 976 tók félagið fyrir Klerka í
klípu undir leikstjórn Sigurgeirs og
var því verki emnig mjög vel tekið á
9 sýningum Þá má ekki gleyma
árvissum hlut LV í Þjóðhátíð Vest-
mannaeyja þar sem félagið flytur að
jafnaði efni bæði fyrir börn og full-
orðna
listasprang
Eftír
Arna Johnsen
Unnur: „Síðastliðið haust hófst
samlestur hjá okkur á Plógum, en
Magnús Axelsson var þá ráðinn leik-
stjóri og kennari í 4 mánuði Hafði
hann námskeið fyrir 12 manns og
stóð það í V2 mánuð Plógurinn var
síðan frumsýndur í nóvember og
verður tekinn upp aftur nú í vetur og
ef til vill förum við með hann til
Reykjavíkur Þá settum við Rauð-
hettu á svið um jólin og sýningar á
þessu ágæta barnaleikriti urðu 8
talsins Magnús Axelsson var leik-
stjóri og Sigurgeir Scheving að-
stoðarleikstjóri en mikið af margs-
konar undirbúningsvinnu lenti á
Sigurgeir og ég tel að þetta stykki
hefði ekki farið upp ef Sigurgeirs
hefði ekki notið við Hann hafði
eiginlega veg og vanda af fram-
kvæmd málsins.
Magnús Magnússon gerði leik-
tjöld og Gaui í Gfslholti gerði fugl-
ana En í stuttu máli þá er mikill
hugur í mönnum "
Sigurgeir „Þetta hefur verið mikil
törn og sumir hafa nú reyndar farið
fram á að við öndum aðeins hægar
áður en við förum aftur af stað Alls
hafa 50—60 manns starfað á ýms-
an hátt með leikfélaginu að undan-
förnu og það eru margar hugmyndir
á lofti".
Unnur „Við slöppum svolítið af í
sálinni og stökkvum svo á ný."
Sigurgeir: „Þegar áhuginn er mik-
ill er líf og fjör og Magnús Axelsson
er mjög hugmyndaríkur og útsiónar-
samur leikstjóri, driffjöður þegar
gefa þarf í."
Unnur: „Að okkar mati er Plógur-
inn, sem hann leikstýrir, með betri
stykkjum sem við höfum farið á svið
með og að sjálfsögðu liggur það eitt
fyrir að halda áfram."
Leikhópurinn sem lék Klerka í klfpu hjá LV f Eyjum f fyrra. Sitjandi frá
vinstri: Eydís Ólafsdóttir, Kristín Baldvinsdóttir, Sigurjón Guðmundsson,
Inga Jóhannsdóttir, Sigurgeir Scheving leikstjóri og Ágústa Friðriksdóttir
Fyrir aftan standa frá vinstri á miðri mynd: Bergur J. Þórðarson, Sigurgeir
Sigurjónsson og Einar Hallgrímsson Á myndina vantar Þorbjorn Pálsson.
„Slöppum svolítið
af í sálinni og
stökkvum svo á ný”
Rabbað við leikfélagsfólk í Vestmannaeyjum
Sigurgeir og Unnur rifja upp gamlar og góðar stundir með þvf að blaða í
einni af leikskrám Leikfélags Vestmannaeyja.
Ljósmynd Mbl. Sigurgeir í Evjum.
Laugaland:
Tókst ekki
að sprengja
Jötun lausan
„VIÐ höfum gert fjórar sprengi-
tilraunir I dag til þess að reyna að
losa bor Jötuns", sagði Dagbjart-
ur Sigursteinsson, borstjóri á
Laugalandi, f samtali við Morgun-
blaðið í gærkvöldi, „en það reynd-
ist árangurslaust. Við munum þó
gera frekari tilraunir með
sprengingum, en að öðrum kosti
munum við liklega reyna að losa
borinn með þvf að bora með
rörum utan við stengurnar og þá
verðum við að smfða sérstaka
krónu á rörendann. Við boruðum
á þann hátt um 900 metra niður f
fyrra en aðstæður til borunar á
þann hátt voru betri þá en þær
eru nú.“
Maí sló
Danker-
sen út
21—14
Moskvu 11. feb., Reuter.
SOVÉZKA handknattleiksliðið
Mai sigraði v-þýzka liþið Danker-
sen í seinni leik Iiðanna í bikar-
keppni evrópska handknattleiks-
liða í Moskvu i kvöld með 21
marki gegn 14. Mai kemst því
áfram með 40 mörk gegn 38, en
Dankersen sigraði i fyrri
leiknum, 24—19.
— Spánn
Framhald af bls. 1.
ingja. Quilis hershöfðingi er fyrr-
um yfirmaður Spánahers og yfir-
maður hersins i Madridhéraði.
Hann er 64 ára.
Rán þeirra voru hluti af mikl-
um pólitiskum ofbeldisverkum í
landinu, sem Suarez forsætisráð-
herra sagði að miðuðu að þvi að
grafa undan ríkinu, æsa herinn
upp og stöðva lýðræðisþróunina í
landinu. 15 mánuðir eru nú liðnir
frá því að Franco lézt og Juan
Carlos konungur tók við völdum
og byrjaði þróunina i átt til lýð-
ræðis. I framhaldi af þeirri þróun
sótti kommúnistaflokkur lands-
ins, sem hefur verið bannaður
siðan 1933, í dag um löggildingu
stjórnvalda og rétt til að bjóða
fram í þingkosningunum, sem
fram eiga að fara í vor. Gert er
ráð fyrir að á morgun verði nánar
skýrt frá björgun Oriols og Quilis.
— Þrír sækja
Framhald af bls. 3
Þessar upplýsingar fengust á
Biskupsstofu i gær með þeim
fyrirvara að hugsanlegt væri að
fleiri umsóknir gætu enn borizt
sem kynnu að hafa verið póstlagð-
ar áður en umsóknarfrestur rann
út.
Þá er einnig runninn út um-
sóknarfrestur fyrir Miklabæ í
Skagafirði og Melstað i Húna-
vatnssýslu. Um fyrra embættið
sótti enginn, en séra Oddur
Thorarensen sótti um Melstað.
Um starf aðstoðar æskulýðsfull-
trúa þjóðkrikjunnar á Norður-
landi sóttu tveir, Jóhann
Baldvinsson og Matthias Gests-
son, báðir frá Akureyri.
— Rhódesía
Framhald af bls. 1.
herra Bandaríkjanna, féllst á til-
lögur hans og Breta um áætlun
um valdatöku blökkumanna í
landinu innan tveggja ára. Áætl-
anir þessar fóru út um þúfur á
Genfarráðstefnunni í desember.
Stjórnmálafréttaritarar í
Rhódesíu og S-Afriku telja að nýj-
ar tillögur um lausn deilunnar í
Rhódesíu hafi verið ræddar á
fundi ráðherranna, en að engin
ákvörðun hafi verið tekin. Frétta-
ritarar í Rhódesíu segja að
skoðanakönnun eins og su, sem
Smith hefur í .hyggju að halda,
muni án vafa leiða i ljós, að Abel
Muzorewa biskup, leiðtogi sam-
einaða afrikanska þjóðarráðsins,
njóti mests stuðnings meðal
blökkumanna i landinu, en
biskupinn hefur lýst því yfir að
hann muni ekki semja beint við
Smith. Stjórnmálafréttaritarar
eru einnig sammála um að þótt
Smith gerði samkomulag við ein-
hverja þjóðernissinnaleiðtoga
myndi það ekki nægja til að binda
enda á skæruliðastríðið á landa-
mærum landsins, sem hefur kost-
að 41 blökkumann lífið sl. 2 daga.
—Rússar og EBE
Framhald af bls. 1.
Anthony Crosland utanrikis-
ráðherra Bretlands lýsti því yf-
ir, að eftir þann dag myndu
sovézk fiskiskip vera ólögleg
innan 200 mflnanna ef þau
hefðu ekki leyfi. Talsmenn ut-
anríkisráðuneytisins sögðu i
dag, að EBE vildi ekki deilur
við Sovétrikin um fiskveiðirétt-
indi en áhyggjur yfir ofveiði
Sovétmanna hefðu verið svo
miklar að ekki hefði verið hægt
að láta málið liggja á milli hluta
meðan samningaviðræður
stæðu yfir. EBE hefur tilkynnt
Sovétmönnum að það hyggist
veita 27 togurum þeirra leyfi til
veiða innan 200 mílnanna en
aðeins 17 í einu. Ekki er vitað
til þess að gripið hafi verið til
aðgerða gegn sovézkum fiski-
skipum innan 200 mílnanna frá
þvi á mánudag.
Bretar tilkynntu í dag ein-
hliða bann við spærlingsveið-
um í Norðursjónum undan
austurströnd landsins og N- og
A-strönd Skotlands. Bruce
Millan, Skotlandsmálaráð-
herra, sagði í neðri málstofunni
í dag að aðkallandi hefði verið
að banna hömlulausar veiðar á
spærlingi í bræðslu, þar sem
veiðarnar stofnuðu i hættu ung-
viði af bolfiskstofni. Hann
sagði að ákvörðunin hefði verið
tekin eftir að Bretar hefðu ár-
angurslaust reynt að fá þetta
mál f gegn í alþjóða fiskveiði-
ráðinu og aðalstöðvum EBE i
BrUssel.
— Paradísar-
heimt
Framhald af bls. 40
ins í Hamborg, en Þjóðverjar
munu að mestu standa straum
af gerð myndarinnar. Til stóð
að kvikmyndun færi fram f
sumar, en vegna mikils undir-
búnings var ákveðið að fresta
kvikmynduninni þar til
sumarið 1978. Gert er ráð fyrir
að íslenzkir leikarar verði f
öllum hlutverkum myndarinn-
ar, en gert er ráð fyrir að
kostnaður við gerð myndarinn-
ar verði um 200 millj. fsl. kr.
Myndin verður tekin á tslandi,
f Bandarfkjunum og væntan-
lega f Þýzkalandi eða á
Norðurlöndum.
Rolf Hádrich, sem vann að
gerð kvikmyndahandritsins
um Brekkukotsannál, vinnur
nú að gerð kvikmyndahandrits
um Paradfsarheimt ásamt höf-
undinum, Halldóri Laxness.
— Sovétríkin
Framhald af bls. 1.
dónalega, ögrað og móðgað starfs-
menn saksóknarans og ekki hlýtt
seinni boðunum um að koma á
skrifstofuna. Slfkt væri refsivert
skv. sovézkum lögum og þvf hefði
Orlov verið handtekinn 10.
febrúar eins og lög mæltu fyrir
um. Refsing við slíkum brotum er
14000 ísl. kr. sekt, endur-
hæfingarvinna, eða „þjóðfélags-
legar þrýstiaðgerðir“.
Orlov, sem er eðlisfræðingur,
hefur verið atvinnulaus f 2 ár,
eftir að hann var rekinn frá rann-
sóknastofnun f Moskvu, er hann
varði Andrei Sakarov opinber-
lega.
Fulltúi Bandarfkjanna hjá
mannréttindanefnd Sameinuðu
þjóðanna skýrði i dag frá þvf á
fundi nefndarinnar í Genf, að
hann myndi leita álits allra
nefndarfulltrúa, en þeir eru 32
talsins, á hugsanlegum aðgerðum
í sambandi við handtökur andófs-
manna undanfarið í Sovétrfkj-
unum. Allard Lowenstein, sem
Carter forseti skipaði fulltrúa
Bandarikjanna hjá nefndinni,
sagði f ræðu að hann vildi ráðgast
við fulltrúa um hvað væri bezt að
gera „f anda bræðralags og um-
hyggju fyrir mannréttindum".
Fulltúi Sovétríkjanna, Valerian
Zorin, lýsti þegar yfir furðu sinni
yfir málinu og sagði að það væri
ekki á dagskrá fundarins og
nefndin hefði engan rétt til að
rannsaka innanrikismál í Sovét-
rfkjunum.
Carter forseti hefur lýst því
yfir, að Bandarikjastjórn verði
ekki hindruð í að láta opinberlega
í ljós álit sitt á mannréttindamál-
um A-Evrópu í leit sinni að bætt-
um samskiptum austurs og
vesturs. Lowenstein sagði, að
hann myndi dreifa spurningalist-
um meðal nefndarmanna til að fá
hugmyndir þeirra um beztu leiðir
til að afla upplýsinga um hand-
tökurnar f Moskvu.
53 bandarfskir þingmenn skor-
uðu f dag á Carter forseta að
krefjast þess að Sovétstjórnin
virti ákvæði Helsinkisáttmálans
um mannréttindi. Lýstu þeir
áhyggjum sínum í bréfi, sem for-
setinn fékk, yfir handtöku rithöf-
undarins Alexanders Ginzburgs
og brottrekstri fréttamanns AP-
fréttastofunnar, George
Krimskys, frá Moskvu.
— Orkunýting
forsenda
Framhald af bls. 23
Hinn þyrsti
og þrjóski
fiskiðnaðarmaður
Jónas Arnason (Abl) sagði
dæmisögu um þyrstan og þrjósk-
an fiskiðnaðarverkamann á
Vesturlandi. H:nn hefði í ógáti
gripið til heitavatnsslöngu til að
svala þorsta sínum. Þegar hann
hefði orðið var við glott sam-
verkamanna sinna, hefði hann
sopið aftur á heita vatninu, held-
ur en að viðurkenna mistök sín.
Þetta væri dæmi um þrjósku og
stolt Islendingsins, sem ekki vildi
viðurkenna að hafa rangt fyrir
sér. Eins hefði farið fyrir iðnaðar-
ráðherra. Hann hefði sopið á
heitavatnsslöngu Union Carbide.
Þvermóðska hans væri slík að nú
sypi hann aftur á heitri Elkem-
slöngunni, þrátt fyrir fyrri
reynslu, heldur en að viðurkenna
mistök sín.
Jónas sagði að hér yrði þjóðin
sjálf að grípa í taumana. Sýnt
væri, að þegar slíkt gerðist,
samanber mótmæli Eyfirðinga
gegn álverksmiðju, lyppaðist
stjórnin niður. Þetta gæti víðar
gerst. Það væri alls ekki vilji
fólks í Borgarfirði að járnblendi-
verksmiðja risi á Grundartanga.
Jónas sagði hagspekinga gjarn-
an sýna fram á ávinninga af stór-
iðju, með tölum, bæði um atvinnu
og afkomu. En erfitt væri að færa
hamingju þjóðarinnar í talnabún-
ing. Og hún yrði ekki búin til i
stóriðjuverum. Hægt væri að
tryggja þjóðinni viðunandi af-
komu með þjóðlegum atvinnuveg-
um, sem fyrir væru í landinu. Við
myndum hinsvegar glata þjóðar-
sál okkar, ef stóriðja næði hér
fótfestu.
Jónas greindi frá andstöðu
bænda í Hvalfirði við fyrirhugað
línustæði þar og deildi í því efni á
takmarkaða mannasiði opinberra
stofnana, er að þvi máli störfuðu,
í samskiptum við bændur og land-
eigendur.
Pöntun pöntuð
Garðar Sigurðsson (Abl) taldi
beiðni Sunnlendinga um álver og
höfn tilkomna vegna pöntunar
iðnaðarráðherra. Hann sagði að
samningurinn um álverið væri
þungur baggi á þjóðinni og að
fullyrðingar um forystu Magnús-
ar Kjartanssonar í stóriðjumálum
væru rangar. Alþýðubandalagið
hefði frá öndverðu verið andvígt
hvers konar stóriðjuviðræðum og
framkvæmdum.