Morgunblaðið - 19.02.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.02.1977, Blaðsíða 12
\2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRUAR 1977 Bergur Guðnason, hdl: Bergur Guðnason hdl. mun skrifa nokkrar greinar um skattamál hér i blaðið á næstunni og fer sú fyrsta hér á eftir: I. Inngangur í byrjun hvers árs heyja landsmenn hver á sinn hátt sína einkaorustu við kerfið. Orustúr þessar eru hvorki meira né minna en eitt hundrað þúsund, en mismunandi snarpar. Hér á ég við hið árlega skattframtal skattþegnanna. Sem betur fer hefur kerfið sigur í flestum orrustanna, enda setur kerfið þátttkendum leikreglurnar, þ.e. skattalögin. Engum er vansæmd að tapa orrustu, hafi hann drengilega barizt og fylgt settum reglum. Hverjum manni er þó eðlilegt, að hugleiða hvort leikreglurnar sem andstæðingurinn setur séu réttlátar, eða hvort þær kunni að vera ástæðan til ósigurs. Jafn mannlegt er, að hinn sigraði, líti með undrun o;.; tortryggni til náunga síns, sem bar sigurorð af hinum máttuga andstæðingi. Hafði náunginn betri þekkingu á leikreglunum, eða gat hugsast að hann hefði brotið þær sjálfum sér til á- vinnings? Framangreind inngangsorð eru kannski örlítið upphafin, en maður verður að byrja í Sögualdarstíl, þegar fjalla skal um skattamál á íslandi. For- feður vorir flýðu land vegna ógnarskatta Noregskonunga. Því má segja að saga okkar hefjist með átökum um skatta- mál, sem staðið hafa síðan, að vísu með nokkrum hléum. í grein þessari mun ég gera tilraun til þess, vonandi á mál- efnalegan hátt, að fjalla um gildandi skattalöggjöf, fram- kvæmd hennar, og um skatta- frumvarpið, sem nú liggur fyrir Alþingi. Flestir virðast á þeirri skoðun að núgildandi skattalög- gjöf sé gölluð. Sú gagnrýni er réttmæt, að mínu mati. Þá er spurningin. Hefur nýja frum- varpið að geyma lagfæringar á þessum göllum? Þessu mun ég leitast við að svara í greininni. Þó geri ég fyrirvara, þar eð efnið er svo viðamikið. Verður því að stikla á stóru, en vonandi á flestu sem þýðingu hefur i þessu sambandi. II. Núgildandi skattalög Árið 1971 markar upphafið, að óróleika í skattalöggjöf, sem haldist hefur æ síðan. Senni- lega eiga mögru árin, sem á undan fóru sinn þátt í öldu- rótinu, sem komst á skatta- málin. Aukin afskipti launþega- samtaka hafa líka aukið á frem- ur en leyst vandann í skatta- málunum. Ég nefni aðeins upp- töku neikvæða skattsins (skattafsláttarins) með 1. nr. 10/1974. Áratuga hefð við út- reikning tekjuskatts var afnumin, aðallega fyrir tilverknað A.S.Í. Þetta kerfi átti að jafna bilið fyrir hina „lægst launuðu“. Þeir áttu aldeilis ekki að greiða skatt, heldur fá endurgreitt úr kerfinu. Er skemmst frá að segja að þessi tilraun mistókst algerlega. Nefna má hér, að framkvæmdin hjá skattyfir- völdum varð svo fáránleg, að tekjuhækkun á framtali skatt- þegns, hafði oft í för með sér aukna endurgreiðslu til hans. Sem sé, höfð voru endaskipti á hlutunum. Skattafsláttarkerfið var því lagt niður eftir árið, og tekið upp persónuafsláttarkerfið með 1. 11/1975. Nú skal enn hrært i pottinum og tekið upp fjölbreytilegt afsláttakerfi, sem enn eykur á glundroðann i framkvæmdinni. Með 1. nr. 8/1972 var tekið upp Brúttóútsvar, eins óg menn muna. Það leiddi til þéss, að skattstofnar hafa síðan verið tveir, i stað eins áður. Nefna mætti fleiri atriði, en á þessu stigi þykir mér nauðsyn- legt, að undirstrika þá gífur- lega erfiðleika, sem löggjafinn hefur á þessu timabili lagt í götu þeirra, sem framkvæmt hafa lögin, þ.e. skattstofanna i landinu. Ekki hefur einu sinni tekizt að setja lögin tímanlega, þ.e. áður en unnið skyldi eftir lögunum. Lögin hafa oftast verið sett svo seint, að skattstof- ur hafa orðið, að „vinna upp“ stóran hluta af endurskoðun. Umræður um staðgreiðslu- kerfi hafa auk þess fléttast inn í skattamálin á undanförnum árum, og ýmsar breytingar verið „afsakaðar“ með því, að þær ættd að búa í haginn fyrir staðgreiðslukerfið, sem „stefnt væri að.“ Framangreint verður að hafa í huga þegar fjallað er um nú- verandi skattalög. Það eru ekki einungis skattþegnarnir sem eru óánægðir. Starfsmenn skattkerfisins eru sáróánægðir. Ef nýja frumvarpið getur eytt þeirri óánægju líka, þá vona ég að það nái fram að ganga, að sjálfsögðu breytt frá núverandi mynd. Háttvirtu þingmenn! Reynið að skapa eitthvað útúr frum- varpinu, sem veitir skattyfir- völdum langþráðan starfsfrið, þ.e. að mönnum gefist tími til að læra skattalögin, áður en ný eru búin til. Til þess að góð skattalög verði sett hlýtur að vera megin- forsenda, að leita ráða hjá þeim mönnum, sem annast hafa framkvæmdina. Eg upplýsi það hér og nú, að slíkt samráð hefur ekki verið haft undanfarin ár. Ég játa að hafðir hafa verið tilburðir í þá átt, en aðeins til- burðir, ekki raunverulegt sam- ráð. Með þessum orðum kasta ég ekki rýrð á það gífurlega starf, sem menn innan og utan skattakerfisins hafa innt af höndum við samningu ótalins fjölda frumvarpa eða draga að frumvörpum á undanförnum árum. Það er nú einu sinni svo, að það er léttara, að gefa út tilskipanir um hvernig eigi að framkvæma hlutina, heldur en að framkvæma þá sjálfur. Góð skattalög, í þeirri merk- ingu, sem hinn almenni borgari leggur í það hugtak, þurfa að vera réttlát. Það eru núverandi skattalög ekki. Eg vil nefna nokkur atriði, sem varða hinn almenna skattþegn, og mér finnst rang- lát í núgildandi lögum: 1. Skattstiginn er alltof brattur. Mönnum er gert að greiða skatt af lágtekjum. Nú- verandi barnabóta- og persónu- afsláttarkerfi dregur úr þessu, en engan veginn nægjanlega. Ég nenni ekki að birta töflur þessu til stuðnings. Menn, sem vinna aðeins fyrir nauð- þurftum, og verða samt að borga skatta þurfa engar töflur, sem ,,sanna“ skattleysi þeirra. 2. Helmingun á tekjum giftra kvenna án tillits til barna- fjölda. Barnlaus kona, sem er gift og vinnur úti, nýtur frið- inda sem sex barna móðir á ekki einu sinni tök á að njóta, þ.e. að vinna úti. Ranglætið er margfalt. 3. Tillitsleysi skattalaga við þá sem eiga ekki húsnæði og verða að greiða húsaleigu. Þess- ir aðilar njóta engra ívilnanna, þótt þeir séu miklu minni borgunarmenn en húseigendur. Hér er sem betur fer minni-. hlutahópur, en samt stór hópur, sem er afskiptur skattalega. 4. Fráskildir eiginmenn. Slíkir menn eru nánast á köldum klaka. Þeir missa gjarn- an þorrann af eignum sinum við skilnað, greiða meðlög með börnum og eiginkonu. Fá síðan skatta af ofurþunga í þokkabót. Ég þekki mörg dæmi, dapurleg, um hlutskipti slíkra manna. 5. Skattlagning einstaklinga er alltof grimm, sbr. lið 4. Skgttalögin gera ekki ráð fyrir heimilishaldi hjá slíkum aðilum. Einstætt foreldri, með börn yfir 16 ára aldri, er illa statt skattalega. Hér að ofan hefi ég nefnt atriði, sem koma í hugann, en finna má fleiri. Þessi ofan- greindu atriði miða einungis i „réttlætisátt." Þá á ég við að skattgreiðslum sé skipt réttlát- lega niður á almenning. Ég sleppti hinum margumrædda vaxtafrádrætti viljandi. Rétt- lætið er nefnilega vandfundið þar sem víðar. Afnám eða tak- mörkun vaxtafrádráttar er þjóðhættulegt fyrirbæri, sem að öðru óbreyttu gæti leitt til fjöldagjaldþrots almennra skattþegna, sem dansað hafa Hrunadansinn með verðbólgu- gyðjunni. Tillögur mínar um framan- greind atriði varðandi almenna skattaþegna eru einfaldar: 1. Skattur af tekjum sem hrökkva rétt fyrir nauð- þurftum verði felldur niður. Þetta nær að sjálfsögðu til tekjuútsvars einnig. 2. Barnafjöldi ákvarði skatt- fríðindi útivinnandi eigin- kvenna. Sjá síðar í kaflanum um frumvarpið. 3. Jöfnuð verði aðstaða leigj- enda gagnvart húseigendum, t.d. með húsaleigufrádrætti. 4. Eiginmenn sem skilja, og lenda i miklum fjárútlátum, fái skattívilnun tímabundið, til þess að rétta við fjárhaginn. 5. Tekið sé aukið tillit til heimilishalds einstaklinga, s.s. menntunar barna yfir 16 ára aldri. Einstaklingar eru skatt- píndir í dag. Þá víkur sögunni að þeim aðilum, sem sennilega eiga „sök“ á þeirri óánægju, sem flæddi yfir landið síðastliðið sumar, en það eru einstaklingar með atvinnurekstur. í augum almennings eru slikir menn orðnir að ,,skattleysingjum,“ „skattsvikurum" og öllu þaðan af verra. Almenningur krefst aðgerða gegn „ósómanum." Hér er rétt að staldra við. Ekki má gleymast, að skv. skattalögum eru öll útgjöld, sem ganga til að afla tekna og tryggja þær, frádráttarbærar hjá slikum aðilum. Hvað er það, sem veldur þvi að þessir menn geta unnið hverja orrustuna á fætur annarri? 1. Að tekjur séu ekki allar tiundaðar? 2. Að útgjöld séu oftalin, og nettótekjur því lægri en þær eiga að vera? 3. Að frádráttarheimildir séu of miklar? 4. Að tap sé á rekstrinum? Um 1. Allir þeir, sem sjálf- stæðan atvinnurekstur stunda eru bókhaldsskyldir. Þvi er ekki að leyna, að ýmis starfsemi er þess eðlis, að erfitt er fyrir skattyfirvöld að sanna meiri eða minni tekjur ef bókhald er fyrir hendi. Sé ekkert bókhald fyrir hendi. verður sönnunar- byrðin skattþegnsins, og hann verður berskjaldaður fyrir áætlunum skattyfirvalda. Þetta eru skattsvik í sinni einföld- ustu mynd, en kannski jafn- framt erfiðustu mynd fyrir skattyfirvöld. Þau verða að grundvalla sínar áætlanir á gögnum, sem gera áætlun sennilega. Ymis refsiákvæði skattalaga eiga að fyrirbyggja hugsanleg skattsvik. Um 2. Séu útgjöld oftalin hjá skattþegni kemur slíkt oftast í ljós við endurskoðun og tekjur eru slðan hækkaðar. Hinsvegar er oft erfitt um vik. Ég nefni sem dæmi fæðiskostnað skip- verja í útgerð. í þeim lið kann að felast heimilishald útgerðar- mannsins. Annað dæmi: Launa- greiðslur atvinnurekanda til aðila, sem vinnur eitthvað, sem á ekkert skylt við reksturinn. Svona mætti lengi telja. Hér ríður mest á skattyfirvöldum, þ.e. dugnaði þeirra. Um 3. Að frádráttarheimild- ir séu of miklar hjá atvinnurek- andanum. Það er þetta atriði sem, að minu áliti, er mergurinn málsins, varðandi þennan hóp skattþegna. Ég nefni fyrningarheimildir, án tillits til þarfar. M.ö.o. Rekir þú nægilega dýrt atvinnutæki, er öruggt að þú skilar reiknings- legu tapi vegna afskrifta, á sama tíma sem tækið hækkar í verði vegna verðbólgu. Fylgis- menn fyrninga segja alltaf það sama: Við verðum að fá að fyrna, vegna þess að ný tæki kosta meira í dag en í gær. Önnur frádráttarheimild, sem mér finnst óréttlát hjá þessum aðilum er vaxtafrádráttur, sem stafar af hreinum „spekulations" fjárfestingum. Ég hefi séð vaxtafrádrátt hjá slíkum aðila upp á 5 milljónir króna. Hér mætti koma ,,þak“ án alvarlegra afleiðinga fyrir „almenning." Um 4. Þessi möguleiki, þ.e. að raunverulegt tap sé á rekstri, er því miður algengur. Það er þessi hópur skattþegna, sem á nú í vök að verjast ef frum- varpið verður óbreytt að lögum. Þeir skulu borga skatt af tap- inu, til þess að fullnægja rétt- lætinu. Það hefði einhverntíma þótt saga til næsta bæjar, að hægri stjórn stæði að slíkri lagasetningu. Tillögur minar varðandi einstaklinga með atvinnu- rekstur eru þessar: Dregið sé verulega úr fyrn- ingarheimildum, og fyrningar alls ekki leyfðar, þegar þær or- saka nettótekjur, sem eru lægri en meðallaun af skattskyldum atvinnurekstri. Sett sé þak á vaxtafrádrátt, sem talist geti eðlilegt eftir atvinnugrein. Þetta mætti vera háð mati skattstjóra. Enn mætti hugsa sér sérstaka skattprósentu, sem legðist á tekjur fyrir afskriftir. Rétt er að geta þess varðandi þennan hóp skattþegna, að hann er innan við 10% af skatt- þegnum, og því ætti eftirlit að geta beinzt í auknum mæli að honum. Að lokum skal vikið að fyrir- tækjum og skattalegum aðbúnaði þeirra skv. núgild- andi lögum. Fyrirtæki hafa ekki verið til umræðu, að heitið geti í sambandi við nýja laga- frumvarpið. Þó hefur Alþýðu- bandalagið haft miklar áhyggj- ur af skattleysi fyrirtækja undanfarin ár, og birt langa lista með nöfnum þeirra. Það hefur verið mér undrunarefni hversvegna Alþýðubandalagið beitti sér ekki fyrir skattalaga- breytingu, til að ná þessu mark- miði sínu, þegar það átti aðild að rikisstjórn. Strax eftir valda- töku Vinstristjórnar hófst „leiðrétting" á skattalögum Viðreisnarstjórnarinnar, og leit sú hugarsmíði dagsins ljós í 1. nr. 7/1972. Skattar voru lagðir á þrisvar eftir þeim lögum á valdatima Vinstristjórnar, en skattleysið rann ekki upp fyrir Ragnari Arnalds fyrr en núver- andi stjórn tók við. Þessu var skotið inn til fróðleiks. Að ýmsu leyti gildir það sem sagt var að framan um einstakl- inga með atvinnurekstur um félög. Fyrningarheimildir eru of rúmar, sérstaklega varðandi möguleika á frestun skattalagn- ingar á söluhagnaði. Mönnum hættir þó oft til, að einblína á tekjuskatt, þegar rætt fer um skattlagningu fyrirtækja. Ég vil vekja athygli á fáránlegum skatti, sem nefnist aðstöðu- gjald, og greitt er án tillits til afkomu. Þá má nefna öll launa- tengdu gjöldin. Mýmörg dæmi eru um það að fyrirtæki borgi meir en 100% tekna sinna í skatta. Það þætti súrt hjá einstaklingi. Það sem ég tel brýnast í skatt- lagningu fyrirtækja er tvímæla- laust aukin skattlagning sam- vinnufélaga. Sérréttindi þess- ara samtaka eiga engan rétt á sér i nútímaþjóðfélagi, þegar fyrirtæki eiga i harðri sam- keppni innbyrðis. Samvinnu- félögin hafa skilað sínu hlut- verki með sóma, og eru merkur þáttur í sjálfstæðisbaráttu ís- lendinga. í dag er Samvinnu- hreyfingin nafnið tómt og S.Í.S. auðhringur, sem hagnast skattalega á kostnað almenn- ings í Iandinu. Varðandi skattlagningu fyrir- tækja er ekki úr vegi, að benda á mögpleika, sem gæti tryggt atvinnurekstrinum það fjár- magn, sem hann þarfnast. í stað varasjóðstillags komi fjár- festingarsjóðstillag, sem undanþegið sé tekjuskatti, en þurfi að greiðast í peningum i fjárfestingarsjóð. Svíar hafa skapað milljarðasjóði á þennan hátt, sem gera eðlilega fjárfest- ingu auðvelda hjá fyrirtækjum. Góð skattalög þurf a að vera réttlát — það eru núgildandi skattalög ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.