Morgunblaðið - 19.02.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.02.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1977 „Ég er mjög hamingjnsamnr hér” En við erum norður í Þistil- firði, máltíðinni er lokið og Stephen hefur hjálpað Berghildi Björgvinsdóttur húsmóðurinni á bænum við uppþvottinn. Meðan aðrir setjast niður fyrir framan sjónvarpið finnum við Stephen okkur sæti við skrifborð bóndans Jóhannesar Sigfús- sonar og röbbum saman. — Ég vissi eiginlega ekkert um ísland áður en ég kom hingað, nema að hér væri hræðilega kalt, segir Stepehn. — Vinir mínir sögðu mér að ég skyldi taka með mér öll min hlýjustu föt, það gerði ég og sé svo sannarlega ekki eftir því. Fyrstu vikuna var mikill kuldi, snjór og rok, en siðan hefur veðrið verið miklu betra og ég er smátt og smátt að læra að ganga í snjónum. Fyrst var ég hálfhræddur við hann og þurfti eiginlega að skriða á milli, þar sem ekki var farið á snjósleða eða bíl. — Þegar ég kom til Akureyr- ar á leiðinni hingað sá ég ekkert nema snjó, snjó og enn meiri snjó. Þá langaði mig mest að snúa við og hætta við allt saman. Ég gerði það þó ekki heldur flaug ég til Þórshafnar í lítilli flugvél Hún hristist svo mikið á leiðinni að ég hélt ég myndi aldrei komast hingað. Allt gekk þetta þó mjög vel og Ato Stephen sópar moðinu saman, Sigfús gestkom- andi á Gunnarsstöðum fylgist með, rollurnar bfða rólegar eftir gjöfinni. 0 Við sitjum við eldhúsborðið á Gunnarsstöðum norður í Þístilfirði. Á borðum er bragð- mikill og góður siginn fiskur, borinn fram með heimabökuðu rúgbrauði, og í eftirmat fáum við skyr. Á móti blaðamanni situr vetrarmaðurinn á bænum og hámar í sig þessa kjarn- miklu íslenzku fæðu, enda lúinn eftir störfin í fjár- húsunum fyrr en um daginn. Ekkert af þessu væri í frá- sögur færandi ef vetrarmaður- inn væri ekki dökkur á brún og brá, kominn aila leið frá Ghana í Afríku til að kynna sér sauðfjárrækt á íslandi. Hann unir hag sínum vel í Þistil- firðinum þar sem er mikið vetrarríki. Snjór er yfir öllu og frost hvern einasta dag. Á heimaslóðum hans í Afríku er hins vegar hitinn 25—30 stig um þessar mundir og þurrkur. Ato Syephen heitir Ghana- búinn og erkominn til tslands frá Danmörku, þar sem hann kynnti sér landbúnaðarstörf í 19 mánuði. Stephen á allmikið land í nágrenni Accra, höfuð- borgar Ghana. Þar starfa nú um 40 manns við ræktun olíupálma á um 300 ekrum lands, gúmmí er ræktað þar á um 800 ekrum og skógarnir eru nýttir til ræktunar á mahogny. Ato Stephen hefur stundað land- búnaðarnám í heimalandi sínu og ætlar að taka upp nýja háttu við rekstur búsins. Sauðfjár- rækt kynnir hann sér á íslandi en í Danmörku kynnti hann sér alifugla- og svínarækt. Væntanlega eru þetta önnur vinnubrögð en Stephen notar á búgarði slnum í Ghana, þar sem aldrei þarf a8 taka fé I hús. Jóhannes Sigfússon, Ato Stephen, Berghildur Björg- vinsdóttir og Axel litli Jóhannesson í stofunni í nýja einbýlishúsinu á Gunnarsstöðum. Hlökkumaðurinn Ato Stephen heimsóttnr að Gunnarsstöðum í Þistilfirði, en þar er hann vetrarmaður og líkar vel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.