Morgunblaðið - 19.02.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.02.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRUAR 1977 í minningu merkra hjóna: Þóra Björnsdóttir Ölsen Guðlaugur Gottskálksson Þóra fædd 4. 11. 1897 dáin 27. 3. 1976 Guðlaugur fæddur 1. 10. 1900 dáinn 6. 2. 1977 Aðfararnótt 6. febrúar 1977 andaðist á Landspítalanum í Reykjavík Guðlaugur Gottskálks- son frá Siglufirði. Guðlaugur var fæddur 1. október árið 1900 að Nesi í Vestur-Fljótum í Skaga- firði. í Fljótunum, þeirri fallegu sveit, ólst Guðlaugur upp i stórum systkinahópi til 18 ára aldurs, en þá fluttist hann til Siglufjarðar og átti þar heima ætið síðan. Guðlaugur stundaði alla al- genga vinnu, bæði til sjós og lands, en lengst af var hann þó bifreiðarstjori. Árið 1923 urðu mikil og giftudrjúg tímamót í lífi þessa unga manns, því að þann 6. október gekk hann í hjónaband með heitkonu sinni, Þóru Björns- dóttur Ólsen, sem' fædd var og uppalin á Akureyri. Þóra var stór- glæsileg og einstök mannkosta- manneskja, sem fegraði og bætti allt umhverfi sitt. Fædd var Þóra 4. nóvember 1897 og lézt í Siglu- firði 27. marz 1976. Laugardaginn 19. þ.m. verður Guðlaugur lagður til hinztu hvílu við hlið konu sinnar í kirkju- garðinum heima í Siglufirði. Þau Þóra og Guðlaugur eign- uðust 10 börn, en aðeins helm- ingur þeirra fékk að lifa. Oft hefi ég hugsað um það, hve mikla reynslu þessi ungu hjón hlutu á fyrstu búskaparárum sínum, því tvívegis á fjórum árum misstu þau aleiguna af börnum sínum. Fyrsta barn sitt misstu þau um það bil árs gamalt, og þrem árum síðar missa þau tvö börn með vikumillibili, stúlku 1 'A árs og dreng nokkurra mánaða. Árið 1928 eignast þau svo dóttur, er hlaut nafnið Regína, er fékk að lifa og varð sólargeisli foreldra sinna;. því að enn átti dauðinn eftir að vitja þeirra og á næstu árum misstu þau tvö börn. 1932 fæddist svo dóttirin Helena og siðar eignuðust þau þrjú börn. Öll veittu börnin þeim birtu og yl og fylltu upp það skarð, er áður var höggvið i barnahópinn. Og vist er um það að ánægð voru þau Þóra og Guðlaugur og töldu sig rík að eiga þennan stóra hóp. Börn þeirra, sem upp komust, eru: Regína, íþróttakennari, fædd 6. september 1928, gift Guðmundi t Hjartkær eiginmaður minn VILHJÁLMUR HANNESSON frá Tandraseli til heimilis að Ljósvallagötu 8 andaðist á Vífilstöðum 1 6 þessa mánaðar Fyrir hönd aðstandenda Ragna Ólafsdóttir. t Bróðir okkar ÁSGEIB JÓNSSON Vatnsstig 4, verður jarðsunginn mánudaginn 21 þ.m , frá Fossvogskirkju kl. 13 30 Blóm og kransar vinsamlega afbeðið, en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir Systur hins látna. t Þökkum auðsýnda hluttekningu og samúð við útför móður okkar, SÓLVEIGAR ÞORKELSDÓTTUR, frá Siglufirði Þorkell Benónýsson, Gunnar Benónýsson, Anna Benónýsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu við andlát og jarðarför KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR Bólstaðahllð 46 Jóhanne L. Hansen t Innilegar þakkir flytjum við öllum sem vottuðu okkur hluttekningu við fráfall eiginmanns, föður, tengdaföður og afa JAKOBS ÓLAFS PÉTURSSONAR frá Hranastöðum. Við biðjum þeim blessunar guðs Margrét Jónsdóttir Ingvi R. Loftsson Hrefna Jakobsdóttir Ólöf Jakoblna Þ. Erna Jakobsdóttir Margrét og Nanna Guðrún Ingvadætur t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, SESSELJU BJÖRNSDÓTTUR Alúðar þakkir til hjúkrunarfólks á hjúkrunardeild Hrafnistu fyrir frábæra hjúkrun og umönnun Ellsberg Pétursson, Henning Ellsberg, Greta Hansen og barnaböm. Árnasyni, póstmeistara í Kópa- vogi. Þau eiga tvær dætur. Helena, fædd 14. april 1932, gift Ronald Whiatker, flugstjóra. Þau eiga tvö börn, búa í Texas, Banda- ríkjunum. Sonja, fædd 12. júni 1936, gift Þórði Sigurðssyni Iögregluvarð- stjóra Borgarnesi. Þau eiga einn son. Birgir, byggingarmeistari, fæddur 28. apríl 1941, ^kvæntur Erlu Svanbergsdóttur frá ísafirði. Þau eiga 3 börn og búa i Siglu- firði. Birgitta, fædd 28. október 1945, gift Magnúsi Ingjaldssyni for- stjóra í Kópavogi. Þau eiga 3 börn. Öll eru börn þeirra mann- vænleg og snemma mun þeim hafa verið innrætt að taka tillit til samferðafólksins á lífsleiðinni og rétta ætið hjálparhönd þeim, sem þess þurftu með. Þau eru orðin ærið löng kynni min af þessum heiðurshjónum. Það mun hafa verið fyrir um þaö bil 45 árum að ég kom fyrst á heimili þeirra í sambandi við skiðaíþróttir, en í þeim málum var Guðlaugur í fararbroddi. í áratugi var hann einn af burðar- ásum Skiðaborgar, óþreytandi að vinna að vexti og framgangi iþróttarinnar; ljúfur en ákveðinn leiðbeinandi og samvizkusamur dómari, en þvi starfi gegndi hann á íslandsmótum, Thúlemótum og að sjálfsögðu á öllum skiðamótum í Siglufirði, þegar hann var ekki keppandi sjálfur. Ætíð minnist ég heimilis þeirra hjóna í litla húsinu við kirkju- garðinn og hve notalegt var aó koma þangað og ræða það, sem var að gerast á sviði skiðaíþróttar- innar I heiminum. Ég man að mér stráklingi um fermingu, þótti skrítið að heyra Guðlaug segja við konuna sina: „mamma", en seinna lærðist mér að skilja lotn- inguna, sem fólst í þessu eina orði, sögðu af barnslegri einlægni þess manns, er bar ótakmarkaða virðingu fyrir konunni sinni. Heimili þeirra Þóru og Guðlaugs vár mjög hlýlegt og hverjum sem þangað kom var ætið tekið sem heimamanni. Veitingar bæði miklar og góðar, enda var Þóra sérstaklega fær við alla matar- gerð. Hefðu þau hjónin tima til að rabba við gesti sína vantaði aldrei umræðuefni og höfðu þau brenn- andi áhuga á hverju máli, sem til umræðu var; hvort sem það voru atvinnumál, stjórnmál, trúmál eða önnur mál, sem bar á góma. Einkennandi var þó, hve æsku- fólk var þeim jafnan efst í huga og af því væntu þau mikils í lifi og starfi. Guðlaugur hafði sérstaka frásagnargáfu og sagði gaman- sögur af mikilli list og átti létt með að sýna látbragð og svip- brigði samferðarmannanna. Syngi hann gamanvísur fórst honum það svo vel að þeim gieym- ist seint er á hlýddu. En hann hafði mjúka og fallega söngrödd og næmt söngeyra. Með þessum fáu orðum vil ég þakka þessum góðu vinum minum allar þær ógleymanlegu samveru- stundir á heimili þeirra, sem ég og kona mín áttum þar, en komur okkar voru margar þangað og þaðan fórum við ætíð glöð í huga og með betri skilning á lífinu og vandamálum þess. Svipaða sögu getur fjöldi Siglfirðinga sagt. Það var bjargföst trú þeirra beggja, að eftir hið jarðneska lif Minning: Guðmundur Ármann Ingimundarson Drottinn er Ijós mitt og fulltingi, hvern ætti ég að óttast? Drottinn er vlgi Iffs mfns, hvern ætti ég aó hræðast? (ir Davfðs sálmum. Mér kom I hug þetta vers, er ég hugðist festa á blað nokkur fátæk- leg minningarorð um vin minn, Guðmund Ingimundarson, sem verður til moldar borinn i dag.. 1 æsku mun honum hafa verið kennt það, að ekkert væri að hræðast, ef vígi lífsins væri í Drottni. Og hann gekk óttalaus gegn hverju sem var, með full- tingi Drottins. Guðmundur Ármann var fædd- ur 31. desember árið 1909 að Gislastöðum í Grimsnesi, sonur hjónanna Maríu Gísladóttur og Ingimundar Guðmundssonar, bónda þar. Var Guðmundur næst yngstúr ellefu systkina og vafa- laust stærsta og dýrmætasta nýársgjöfin, sem þeim hjónum gat hlotnazt. Af þessum stóra syst- kinahópi lifir nú aðeins ein systir, Una að nafni. Erfið voru frumbýlingsárin og kjörin kröpp hjónum á Gíslastöð- um, jörðin örðug og kostarýr. End-a fluttu þau sig fljótlega um set, austur yfir Hvítá, að Andrés- fjósum á Skeiðum. Þar var með atorku og samstilltu átaki fjöl- skyldunnar tekið til við uppbygg- ingu þessa nýja heimilis, sem átti eftir að verða æskuheimkynni hins stóra systkinahóps. Söng- gleði og félagslyndi Skeiðamanna hefur jafnan verið við brugðið. Slíkt umhverfi hlaut að hafa góð áhrif, enda minntist Guðmundur þess ávallt með þakklæti. Ekki voru þau gömul, Andrés- fjósasystkin, þegar þau voru eftir- sóttur vinnukraftur vegna mann- kosts og dugnaðar. Eftirsferm- ingu var Guðmundur við sjóróðra á vetrum, en í kaupavinnu á sumrum. Svo ólík sem þessi störf eru fórust honum hvor tveggja jafn vel úr hendi. En þáttaskil urðu I lífi Guðmundar, þegar hann hitti unga og myndarlega stúlku sunnan úr Keflavik, Helgu Gísladóttur, en þeir fundir leiddu til þess, að þau gengu í hjónaband 6. september 1941. Upp frá þvi var heimili þeirra í Reykjavík. Ekki hallaðist á um myndarskap og dugnað hjá þeim hjónum. Gott var að vera gestur þeirra, enda áttu margir þangað leið, og öllum var veitt af myndarskap og rausti. Un ljós allra ljósa hjá þeim voru dæturnar: Margrét Hrefna, gift Cecil Jensen, rafvéla- meistara; Sigurveig Hadda, gift Helga Gíslasyni húsasmiði, — og Hafdís, gift Sigurði Tómassyni bifreiðastjóra. Eina dóttur eign- aðist Guðmundur áður en hann kvæntist, Friðu Hjröleifi, sem búsett er i Danmörku. Fyrstu árin eftir að Gumundur fluttist til Reykjavíkur var hann starfsmaður Eimskipafélagsins. En síðan, eða í meira en þrjátiu ár, vann hann hjá hreinsunar- biði annað og fullkomnara. Sé það rétt efa ég ekki að á ströndinni hinum megin hafi Þóra beðið og tekið á móti eiginmanni sinum að löngum og farsælum starfsdegi loknum. Alli. Það er svo margs að minnast, þegar litið er til baka, og þær minningar eru hugljúfar. Það fór ekki fram hjá neinum, sem kynnt- ist þeim, að þau voru stórkost- legar manneskjur. Ég hef átt bestu ömmu og afa, sem hugsast getur. Enn þann dag í dag bý ég að þvi hve barngóð amma mín var, þolinmóð og vildi öllum gott gera. Aldrei sagði hún nei, þegar ég spurði, hvort ég mætti koma inn með alla leikfélaga mína. Alltaf hlakkaði ég til þess að koma heim úr skólanum, því ég vissi, að hún beið min ávallt með eitthvert góðgæti. Þá brosti afi minn oft út í annað og sagði: „Þú spillir stelpunni á þessu. Hún verður bara óþekk.“ Ekki var amma min sammála þvi og hélt þvi fram, að engum yrði meint af smá blíðu og umhyggjusemi. Ófá voru þau skiptin, sem ég kom grátandi, eins og gengur og gerist hjá börnum, út af smá skrámum og hinu og þessu. Alltaf var þá opinn faðmur hennar til huggunar og hlýju. Mannvera skipti ömmu mina og afa ávallt meira máli en hin veraldlegu auðæfi. Alltaf gáfu þau þeim, sem bar að garði, af tima sinum, þó að þau hefðu stórt heimili og væru önnum kafin. Þó afi kæmi þreyttur heim á kvöldin, fékk ég alltaf að heyra sögur og ævintýri, eða söng. Hann var kannski ekki margmáll, né með orðskrúð um hlutina, en það er mér mikils virði; sérstaklega til- litssemin við náungann. Það varð mér ómetanlegt, að afi minn skyldi koma inn á mitt heimili áður en hann hvarf frá okkur. Þar gafst tími til að tala um barnæsku mina og þann þátt, sem þau amma mín og afi eiga i minu lífi. Þar gafst okkur tæki- færi til þess að rifja upp gamlar, broslegar minningar. Það var alltaf lærdómsríkt að gera eitthvað fyrir þau, því hversu lítið, sem það var, gladdi það þau. Við höfum öll misst mikið, en trúum því, að þeim ömmu og afa líði vel. Guð blessi þau. Þóra deild Reykjavikurborgar, lengst af sem verkstjóri. Mér hefur verið sagt, að hann hafi verí ósérhlífinn og ljúfur yfirmaður. Guðmundur var sérstæður per- sónuleiki, mikill að vallarsýn, rammur að afli og hamhleypa til allra verka. Hann bar ekki tilfinn- ingar sinar á hvers manns torg, hlédrægur og fátalaður við fyrstu kynni. En skelin var þunn, og hið innra bjó göfugt og gott hjarta. Varð honum þvf vel til vina. Enda trölltryggur þeim. Heimsóknir Guðmundar hingað ausíur í Skálholt eru sérstakur þáttur, sem erfitt er að tjá sig um. Eitt er víst, að þær voru ætíð jafn hamingjusamlegar fyrir himilis- fólkið allt. Ráðhollur, umhyggju- samur og hjálplegur var hann okkur. Minningar um slfkt er gott að eiga og geyma. Ánægjulegt var að sjá og finna, að ekki breytist eðli þess manns, sem í æsku hefur teygað að sér angan gróðurmoldar og átt sam-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.