Morgunblaðið - 19.02.1977, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.02.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRUAR 1977 33 fclk f fréttum Hljómsveitarstjóri eða hvað? + Anna Englandsprinsessa er ekki að stjórna hljómsveit eins og maður gæti freistast til að halda. Prinsessan er að leiðbeina kranabflstjóra sem er að hala bflinn hennar upp úr gryfju sem hún keyrði ofan f þegar hún var að flytja hestinn sinn til Wiltshire, þar sem hún tók þátt f kappreiðum. + Kwikmyndaleikkonan Marlene Dietrich sem sagt er að hafi fallegustu fætur í heimi er nú orðin 75 ára. Hún hefur nýlega stefnt þýska kvikmyndafram- leiðandanum Ulli Lommel fyrir rógburð. Nýjasta mynd Lommels heitir „Adolf og Marlene". Hún fjallar um ástarævintýri kvikmyndastjörnunnar Dietrich og einræðisherr- ans Hitlers í síðari heims- styrjöld. Hitler er látinn senda Josef Goebbels til London til að freista þess að fá hina þýskættuðu stjörnu til að snúa aftur til þriðja rikisins, sem hún og gerir. Marlene segir þetta lygi frá upphafi til enda og hefur eins og áður sagði stefnt kvikmyndafram- leiðandanum. + Þessi sænska kona heitir Anne Nielsen og þetta er hundurinn hennar hann Bastian, en auk hans eru á heimilinu froskar, grænar eðlur, skjaldbaka og kettir. Það fyndist vfst flestum þetta nógur dýragarður f meðalstórri íbúð, en auk þess passar Anne Nielsen hunda fyrir fólk meðan það fer f sumarfrf. Fyrst voru það vinir og kunningjar sem báðu hana fyrir hundana sfna. Þetta spurðist fljólega út meðal fólks, þvf margir eru f vandræðum með hundana sína er þeir fara f sumarfrf, þvf þeir eru ekki allsstaðar velkomnir gestir. Sumir hundarnir koma aftur ár eftir ár. Eigendurnir verða að borga matinn handa hundun sfnum en að öðru leyti kostar vistin ekkert. Anne segist gera þetta af þvf að hún hafi ánægju af því. + Alain Prieur heitir þessi franski ofurhugi sem nýlega lét sig hafa það að svlfa á mótorhjólinu slnu yfir 16 rútublla eða 65 metra og setti þannig heimsmet I þessari íþrótt. Fyrra heimsmetið var 18 metrar. Alain Prieur lenti á bakinu þegar hann kom niður en slapp furðu vel, fékk aðeins nokkrar skrámur. Þorlákshöfn: Afli einstaklega lélegur það sem af er vertíðinni Þorlákshöfn 17. feb. HÉR hefur afli verið einstaklega lélegur það sem af er þessari ver- tfð. Heildaraflinn miðað við 15. þ.m. er sem hér segir: Bolfiskur 2058 tonn. Loðna 2189 tonn. Samtals er þetta þvi 4247 tonn. Bolfiskaflinn er fenginn i 322 róðrum. Meðalafli á bát er þá 5,5 tonn. A sama tima i fyrra var -heildaraflinn sem hér segir: Bolfiskur 2308 tonn Loðna 2029 tonn. Samtals eru þetta 4337 tonn. Þetta var í 262 róðrum og meðal- afli á bát var þá 8,8 tonn af bol- fiski. Hæstu netabátar eru Höfr- ungur III, 221 tonn í 11 róðrum, og Jón á Hofi, 201 tonn einnig i 11 róðrum. Þrír bátar eru á linu og af þeim hefur Sæunn fengið mestan afla eða 108 tonn í 29 róðrum. Togarinn Jón Vídalin hefur veitt 265 tonn i þremur túrum. Allir vona auðvitað að fiskiriið glæðist sem fyrst. Ragnheiður. TOYOTA TIL SÝNIS OG SÖLU í DAG LAUGARDAG Toyota Crown 2600 stw '76 Toyota Crown 2600 aut. '73 Toyota Crown 2300 aut. '71 Toyota Crown 2000 '12 Toyota Corona MK 11 '74 Toyota Corona MK 1 1 stw '74 Toyota Corolla 35 Ht '77 Toyota Corolla 20 '72 Toyota Corona MK 1 1 stw. '73 OPIÐ FRÁ KL. 10 — 16 TOYOTA -umboöiö Nýbýlavegi 10 (bakhús) simi 44144 iÞorramatui í þorrabakkanum okkar er allt það sem tilheyrir ekta íslenzkum þorramat — lagað upp á gamla mátann. Hringið og pantið saman þorramat hjá okkur. Sendum heim Biauðbær Veitingahús V/ÓÐINST0RG Símar: 25640 —r 25090 •*— 20490

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.