Morgunblaðið - 09.03.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.03.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1977 3 Tillaga á búnaóarþingi: Skattalagafrumvarp- ið verði endurskoðað AUsherjarnefnd búnaðar- þings hefur lagt fram til- lögu að ályktun um skatta- mál bænda og segir f henni að þingið telji að frumvarp til laga um tekjuskatt og eignaskatt, er nú liggi fyrir Alþingi, þurfi gagn- gerðrar athugunar við og þá ekki sfst með tilliti til bændastéttarinnar. í til- lögunni segir að þau ákvæði frumvarpsins, sem heimili ákvörðun launa- tekna aðila er vinna við eigin atvinnurekstur, án þess að tekið sé tillit til sannanlegra upplýsinga um afkomu reksturs fyrir- tækis viðkomandi, séu fráleit. Þá segir í til- lögunni að ákvæði frum- varpsins um söluhagnað af eignum þurfi rækilegrar endurskoðunar við vegna þess að þar gæti mjög mikils misræmis unvskatt- lagningu eftir þvf hvér f hlut eigi. I tillögunni segir einnig að fráleitt sé að fela einum manni, skattstjóra, jafnmikla ákvarðana töku um framkvæmd skattalaga og víða komi fram í nefndu frum- varpi. Allsherjarnefnd leggur til að með tilliti til ýmsa ágalla frum- varpsins og óvissu um túlkun á ýmsum þáttum þess, ef samþykkt yrði óbreytt, að búnaðarþing skori á ríkisstjórnina að draga frumvarpið til baka og skipa nýja nefnd til að fjalla um það. í tillög- unni er bent á að í þeirri nefnd ætti að vera þannig skipuð að í henni ættu sæti fulltrúar frá bændastéttinni, iðnrekendum, út- vegsmönnum, Alþýðusambandi íslands, Bandalagi starfsmanna rikis og bæja, Bandalagi háskóla- manna og fjármálaráðuneytinu, sjö nefndarmenn alls. Einnig er lagt til að búnaðar- þing kjósi þriggja manna nefnd til að fara yfir umrætt frumvarp, einkanlega þó þætti þess er land- búnað og bændur varða, og gera tillögur um breytingar og úr- bætur. Yfirlýsing frá stjórn samtaka ísl. verktaka Stjórn Samtaka íslenzkra verk- taka hefur ákveðið að senda frá sér yfirlýsingu vegna skipunar nefndar til að gera fumvarp að lögum um stofnlánasjóð vegna kaupa á langferðabifreiðum, vörubifreiðum og stórvirkum vinnuvélum. til að koma á rikisrekstri en hrein þjóðnýting. Til er sú leið, sem er viðurkennd, að stjórna þannig að einkarekstur sé á allan hátt undir ríkið kominn þó svo, að atvinnu- fyrirtækin séu talin f einkaeign. Framhald á bls. 18 Stjórn Samtakanna vill benda á þá hættulegu þróun sem orðið hefur í mörgum greinum atvinnu- rekstrar undanfarin ár, sérstak- lega með tilliti til öflunar nauð- synlegra tækja eins og stórvirkra vinnuvéla. Stjórnin telur að nauð- synlegt sé að sérhver grein atvinnurekstrar geti staðið undir sér og endurnýjað tæki sín með eðlilegum hætti. Stofnun fjölda opinberra sjóða sýnir aðeins hversu illa er komið fyrir rekstri einkafyrirtækja, sem aftur endurspeglar umkomuleysi ríkisvaldsins til þess að gera nauðsynlegum at- vinnufyrirtækjum kleyft að starfa á eðlilegum grundvelli. Stjórn Samtakanna vill sérstak- lega vekja athygli á þeim doða sem virðist vera allsráðandi. Menn eru hættir að velta fyrir sér hvers vegna allir þessir sjóðir eru stofnaðir. Það er ekki lengur spurt hvort hægt sé að breyta ófremdarástandinu og gera atvinnufyrirtækjum kleyft að starfa. íslendingar veróa að gera sér ljóst nú þegar, að fleiri leiðir eru Fékk 350 tonn á línu á tveimur mánuðum Höfn f llornafíröi, 8 marz. EINN bátur frá Höfn, Gissur hvíti, hefur róið með linu frá þvi um áramót og hefur aflað einstak- lega vel, þar til nú síðustu daga, og i gær hætti báturinn með línu og skipti yfir á net. Þegar Gissur hvíti hætti með línuna i gær, var hann búinn að fá 350 lestir frá áramótum og er nú með lang- mestan afla Hornafjarðarbáta. Þess má geta aö alla vertíðina i fyrra fékk Gissur hviti rétt um 400 tonn. Afli netabáta frá Höfn hefur annars verið mjög tregur eða allt niður í 1,5 tonn í róðri. Elin Þorbjarn- ardóttir ÍS-700 Nýr skuttogari frá Stálvík NVR skuttogari, var sjósettur hjá Stálvík h.f. I Arnarvogi snemma I gærmorgun og er þetta þriðji skuttogarinn sem Stálvfk smfðar og jafnframt sá stærsti, og um leið 27. skipið sem byggt hefur verið hjá fyr- irtækinu. Við sjósetningu hlaut togar- inn nafnið Elín Þorbjarnardótt- ir ÍS 700 og er í eigu Hlaðsvíkur h.f. á Suðureyri við Súganda- fjörð. Elin Þorbjarnardóttir verður væntanlega afhent hin- um nýju eigendum seinni hluta aprílmánaðar og skipstjóri verður hinn kunni togara- maður Arinbjörn Sigurðsson, sem m.a. var lengi skipstjóri á Sigurði RE, meðan það skip var sfðutogari. Elín Þorbjarnardóttir er 51,20 metrar að lengd og 9 m. á breidd og mælist 400 rúmlestir. Aðalvél skipsins er 2400 hest- afla MAK og hjálparvélar frá Caterpillar, önnur 310 kva, en hin 230 kva. Þá er fullkominn útbúnaður fyrir svartoliu- brennslu um borð. Öll fiskleitarræki koma frá Simrad i Noregi, þar á meðal asdik, EQ dýptarmælar og flot- vörpuvakt. Þá eru í togaranum tvær Decca-ratsjár, tvö loran- staðsetningartæki, 400 w Sailor talstöð, veðurkortaritari og annar fullkominn útbúnaður sem tilheyrir nýtízku veiðiskap. Þá er fullkomin aðvörunar- búnaður í vélarrúmi frá Iðn- tækni h.f. og getur vélarrúmið verið mannlaust i allt að8 klst. Lestarrými er 440 rúmmetrar og er hægt að kæla lestina niður i o°. Elfn Þorbjarnardóttir við bryggju f Ilafnarfirði f gær. I.jósm Mbl.: RAX íslendingur ráðinn til starfa 1 Kenya UM síðustu áramót voru aug- lýstar hér á landi 11 ráðunauta- stöður við norræna samvinnu- kerfið f Kenya. Stöðurnar voru auglýstar samtfmis á öllum Norðurlöndunum og bárust 300 umsóknir, þar af 20 frá íslandi. Vegna umsókna frá íslandi ræddu stjórnendur verkefnisins við 7 umsækjendur og að því búnu var Tómasi Sveinssyni viðskiptafræðingi boðin staða við stjórnun og skipulagningu með aðsetri í Mombasa, sem er aðal- hafnarborg Kenya. Tómas gat ekki þegið boðið en Gunnar Páls- son deildarstjóri tók við starfinu. Ráðningartimi hans er frá 1. mai 1977 til 1. mai 1979. Þá hafa verið auglýstar sam- timis á Norðurlöndum ráðunauta- stöður við landbúnaðarverkefnið í Tanzaniu og ennfremur 15 kenn- arastöður i sama landi. Stöðurnar eru fyrir starfsmenn með hag- fræði-, viðskiptafræði og endur- skoðendamenntun. Umsóknar- frestur er til 10. marz n.k. Þá er þess loks að geta, að Guðjón Illugason skipstjóri hélt utan til Kenya um miðjan febrúar s.l. til að kynna sér aðstæður og möguleika á fiskveiðum. Mun Guðjón dvelja ytra um þriggja vikna skeið. Dodge Ramcharger er meistaraverk DODGE RAMCHARGER fjórhjóladrifs jeppinn frá Chrysler er einn vandaðasti og traustasti torfcerubill nútímans. DODGE RAMCHARGER er jeppinn sem lcetur nánast ekkert tefja förina jafnt á vegi sem vegleysu. DODGE RAMCHARGER jeppinn hefur þegar sannað ágceti sitt í íslenzhu umhverfi, enda hannaður af bifreiðasmiðum Crysler-verksmiðjanna, sem kunna sitt fag. DODGE RAMCHARGER er jeppinn sem þolir ef þú þorir. Jens.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.