Morgunblaðið - 09.03.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.03.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9, MARZ 1977 19 FRÁ BORGARSTJÓRN - FRÁ BORGARSTJÓRN - FRÁ BORGARSTJÓRN - FRÁ BORG Tóbaksauglýs- ingar til umræðu Þorbjörn Broddason (Abl) lagði fram eftirfarandi tillögu á fundi borgarstjórnar 3. mars. „I tilefni af síaukinni auglýsinga- starfsemi tóbaksinnflytjenda samþykkir borgarstjórn eftir- farandi: a) að skora á Alþingi að banna þegar i stað með lögum allar tóbaksauglýsingar á stöðum sem opinir eru almenningi. b) að skora á reykvíska verslunareig- endur að bíða ekki lagasetninga, heldur taka þegar í stað niður allar hvatningar til reykinga, sem kann að vera að finna í verslunum c) að veita Krabba- meinsfélagi íslands og Krabba- meinsfélagi Reykjavíkur sér- stakan einnar milljónar króna styrk, sem varið skuli með þeim hætti, að félögin telja farsælast í baráttu sinni gegn áróðri innflytj- enda tóbakseitursins. Þorbjörn fylgdi tillögu sinni úr hlaði og bætti því við að „tóbak væri böl sem æskilegt væri að draga úr með öllu hugsanlegu móti“. Davfð Oddsson S) tók næst til máls og kvaðst ekki sann- færður um að rikjandi bann hefði haft einhver sérstök áhrif. Ræddi hann síðan nokkuð tillöguna og lagði siðan fram breytingartillögu við c lið og lýsti Þorbjörn Brodda- son stuðningi sínum við hana og svo Páll Gíslason (S). í breytingartillögunni segir efnis- lega að borgarráð taki upp við- ræður við viðkomandiaðila i Reykjavik um á hvern hátt aðstoð borgarinnar sé best. Voru allir liðirnir samþykktir með 15 at- kvæðum. Breytingar á g jaldskrá HR Á FUNDI borgarstjórnar 3. marz voru samþykktar breytingar á 2., 3., og 5. gr. á gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur. Breytingarnar eru; 2. mgr. 2. gr. orðist svo: Verður vatnsrennsli að húsinu takmark- að um hemil, eftir því sem þörf krefur, og er starfsmönnum hita- veitunnar einum heimilt að breyta stillingu hans. 3. gr. hljóði svo: Fyrir afnot heita vatnsins skal greiða samkvæmt vatnsmæli kr. 55.- fyrir hvern rúmmetra vatns. Hitaveitunni er heimilt að selja heitt vatn um stillanlegan, sjálfvirkan hemil, og miðist þá gjald til hitaveitunnar fyrir selda orku við það hámarksrennsli, sem hemillinn er stilltur á. Hitaveitan breytir stillingu hemils eftir ósk- um húseigenda frá tengidegi til 1. marz næsta ár á eftir, en síðan verður hemilstillingu að jafnaði einungis breytt einu sinni á ári, og skal beiðni um breytingu kom- ið á framfæri við hitaveituna fyr- ir 1. marz ár hvert. Hámarksstill- ing hemils gildir allt árið, þótt orkunotkun verði minni hluta úr ári. Gjald fyrir hvern mínútulitra er kr. 14.454,- á ári. Þar til vatns- mælir eða hemill hefur verið sett- ur upp, og ef vatnsmælir eða hemill bilar, átælar hitaveitan vatnsnotkunina með hliðsjón af hitaþörf hússins. Hitaveitan læt- ur húseigendum í té aukamæla eða aukahemla, ef þess er óskað. 3. mgr. 5. gr. hljóð svo (ný mgr.): Óski notandi þess að lesið sé á mælitæki hans utan reglubundins álestrartima hitaveitunnar og honum gerður sérstakur reikn- ingur, skal hann greiða fyrir það gjald kr. 1.000.-. Sjóminjadeild i minja- safni Reykjavíkur Sigurjón Pétursson (Abl) lagði fram tillögu á síðasta fundi borgarstjórnar þess efnis að stofnsett verði sjóminja- safn í Reykjavík Safnið skuli sýna með myndum og munum sögu og þróun útgerðar og fiskvinnslu í borginni og þátt þessarar atvinnugreinar í vexti og viðgangi hennar Borgarráði og um- hverfismálaráði verði falinn undirbún- ingur málsins. Sigurjón fylgdi tillögu sinni úr hlaði og sagðist ekki telja að sjóminjasafn sem rætt hefði verið um í Hafnarfirði myndi draga úr gildi slíks safns fyrir Reykjavík Hann sagðist álíta að svona safn ætti að sýna lífskjör þess fólks sem vann við sjávarútveg. Björgvin Guðmundsson (A) lýsti ánægju sinni með þessa tillögu og benti á að skemmtilegt gæti verið að fá síðutogara í safnið sem tákn einhvers merkasta tímabils í sögu þjóðarinnar Elín Pálmadóttir (S) sagði að stórt og gott sjóminjasafn væri stolt þjóðar Hún sagðist telja það mikið vafamál hvort borgin ætti að stofnsetja sérstakt sjóminjasafn utan sjóminja sem varð- veittar væru á vegum Þjóðminjasafns- ins. Hún sagði að stærsti þáttur í sögu útgerðar i Reykjavík væru skútur og togarar Taldi Elín það góða hugmynd að koma upp í þessu sambandi smá- sýningum á litlum hlutum tengdu þessu t.d sýningu á líkönum Elín sagði að það væri ef til vill skemmtileg tilhugsun að eiga skip liggjandi i varð- veislu á sundunum en hún efaðist nú um að skattgreiðendur í Reykjavík myndu vilja kosta til þess því mikið verk væri að standa að slikri varð veislu Ræddi Elin síðan nokkuð um sjóminjasafn það sem rísa mun trúlega í Hafnarfirði Hún sagði hér um stórt fyrirtæki að ræða því slíkt safn yrði að vera myndarlegt þegar ríki og sveitar- félag vilja standa að þvi Hún sagðist telja að við ættum að einbeita okkur að því að safnið verði þess verðugt að skoða það Því væri það sitt álit að eins og málum væri nú háttað væri ekki ástæða til að reisa safn í Reykjavík Elín Pálmadóttir flutti síðan frá- visunartillögu borgarf ulltrúa Sjálf- stæðisflokksins efnislega á þá leið að borgarstjorn sé kunnugt um byggingu sjóminjasafns i Hafnarfirði Með hlið- sjón af því verði ekki stefnt að sérstöku safni í Reykjavík heldur sjóminjadeild i minjasafni Reykjavikurborgar Sigurjón Pétursson bað borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að endurskoða af- stöðu sína. Páll Gíslason (S) sagði að hér væri udýrt fyrirtæki að ræða Margt skemmtilegt gæti mönnum dottið i hug að gera en nauðsyn bæri til að hugsa sig vandlega um áður en fram- kvæmt væri Svo væri nú Sagði hann þennan tillöguflutning sýna vott um ábyrgðarleysi svo viðamikið sem verk- efnið væri. Hann sagðist telja skyn- samlegast að fara varlega í þessu máli og reyna að safna því sem hægt væri með góðu móti Markús Örn Antonsson (S) sagðist að mestu leyti sammála þvi sem fram hefði komið hjá Elinu Pálmadóttur Hann sagði að sér dytti í hug ýmsir hlutir sem gaman gæti verið að sýna Það væru til dæmis ýmsir hlutir frá stofnunum borgarinnar Með hverju ári gætu glatast tækifæri til söfnunar hluta Sigurjón Pétursson sagði að aðal- atriðið væri að láta ekki tækifærin ganga sér úr greipum Páll Gíslason sagði nauðsynlegt að við sniðum okkur stakk eftir vexti Þá tóku einnig til máls Elín Pálmadóttir og Kristján Benediktsson Frávísunartil- lagan var samþykkt með 9 atkvæðum gegn sex. Kjarvalsstaðir: Aðgangseyrir dugar fyrir leigu NOKKRAR um ræður urðu á fundi borgarstjórnar 3. mars um leigu vestursals Kjarvalsstaða Áður hafði sama mál verið rætt í borgarráði, þar hafði verið lögð fram tillaga stjórnar Kjarvalsstaða um að leiga verði 160.000. — en Kristján Benediktsson (F) gerði breytingar tillögu um að leiga yrði 1 20.000. — í dag er hún 80.000,— Borgarfulltrúinn kvaddi sér hljóðs á fundinum og gerði þessi mál að umtalsefni. Hann sagði m.a. að þó menn hefðu skiptar skoðanir á verðákvörðunum þá vissu þeir að mismunandi þekktir listamenn sýndu á Kjarvalsstöðum. Sumir hefðu góða sölumöguleika aðrir væru ef til vill að ryðja sér braut og væru ekki metnir á líðandi stund hvað sem síðar yrði upp á teningnum. Davíð Oddsson (S) sagði að nú væri á fjárhagsáætlun fjárveiting til listráðs Kjarvalsstaða. Ef til vill mætti nota hana til aðstoðar í algerri neyð en það yrði þó ekki nema brot. Hann lagði síðan fram tillögu þess efnis að hússtjórn Kjarvalsstaða myndi ákveða hvenær verðbreytingin kæmi til framkvæmda. Rétt er að geta þess, að Kristján endurflutti tillögu sina úr borgarráði en þar var tillga stjórnarinnar samþykkt með 3:2. En þar sem ágreiningur hafði orðið þar um tillöguna kom hún til afgreiðslu borgarstjórnar. Sigurjón Pétursson (Abl) sagðist styðja tillögu Kristjáns Bene- diktssonar. Markús Örn Antonsson (S) sagði að við hlytum að taka tillit til stjórnar Kjarvalsstaða. Hann sagði að málverk væru ekki alltaf slæm söluvara og þess væru ekici gömul dæmi að á sýninau á Kjarvalsstöðum hefði selst mynd fyrir 2—300 þús. Davío Oddsson sagði að í flestum tilfellum dygði aðgangseyrir- inn vel fyrir leigu og síðastliðin tvö ár hefur það ekki gerst, að svo hafi ekki verið. Tillga Kristjáns Benediktssonar var felld með 9 atkvæðum gegn 6. Tillaga um að hússtjórn skuli ákveða hvenær hækkun gjaldskrár tekur gildi var samþykkt. Vélfryst skauta- svell ? Kristján Benediktsson (F) lagði fram tillögu í borgarstjórn 3. mars efnislega á þá leið að borgarstjórn samþykki að á næsta ári verði hafist handa um bygg- ingu á vélfrystu skautasvelli aust- an Laugardalshallar, gerð verði kostnaðaráætlun og þetta liggi fyrir þegar borgarráð byrji að fjalla um fjáFhagsáætlun fyrir næsta ár. Flutningsmaður fylgdi tillögu sinni úr hlaði og gat þess að saga málsins væri orðin nokk- uð löng. Staður hefði verið ákveð- inn, teikningar einnig og þvi kynni hann ekki skýringu á hvers vegna ekki hefði verið ráðist í mannvirkið. Kristján sagðist því telja tíma til kominn að hafist yrði handa, þvi skautaiþróttin væri ein af almenningsíþróttun- um sem fjölmargir á öllum aldri hefðu gaman af. Formaður íþróttaráðs, Sveinn Björnsson (S), tók næst til máls og sagði að skautasvell væri dýrt mannvirki. Áður hefði verið hug- að að byggingu þess og hugsað til framkvæmda. Því hafi útboðs- og verklýsing verið gerð. 1974 og barst eitt tilboð á rúmar fimmtiu milljónir en kostnaðaráætlun ver- ið um þrjátiu og sjö milljónir. Borgarstjórn hafnaði tilboðinu. Siðan hefði þrengt að í búskapn- um sem menn vissu. Sveinn sagði að það væri svo ótal mörg verk- efni sem fyrir lægju á svipuðu sviði að erfitt yrði að meta hvað gera skyldi næst. Sveinn sagði eðlilegt að visa tillögu Kristjáns til íþróttaráðs og borgarráð tæki siðan ákvörðun um röð bygginga. Lagði Sveinn þetta til. Krijstján Benediktsson sagði verkefni þetta þurfa að vera ofarlega á fram- kvæmdaiistanum og hann gæti fallist á tillögu um þessa máls- meðferð. Var hún samþykkt. áætlunarflug póstf lug... Suma árstíma er flugþjónusta Vængja hf. einu ® samgöngumöguleikar fólksins í stórum byggöa - lögum. Viö fljúgum reglulega til: H Hellissands, Stykkishólms, Búóardals, Suöureyrar, Siglufjaröar. Bildudals, Gjögurs. Olafsvíkur, Hvammstanga, Reykhóla, Hólmavíkur, Blönduóss Flateyrar, Tökum aö okkur leiguf lug. sjúkraf lug. vöruf lug hvert á land sem er. Höfum á aö skipa 9 og 19 farþega flugvélum. öryggi • þægindi • hraðí . VÆNGIR h/f REVKJAVIKURFLUGVELLI — Símar 26066 — 26060

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.