Morgunblaðið - 09.03.1977, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAUUR 9. MARZ 1977
líVox^unliIntii^
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson,
Ritstjórnarf ulltrúi Þorbjörn Guðmundsson
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingasjóri Árni Garðar Kristinsson
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480
Askriftargjald 1 1 00.00 k r. á mánuði innanlands.
í lausasolu 60.00 kr eintakið
Samdráttur í
ríkisumsvifum
Iallmörg ár hefur hlutdeild hins opinbera í þjóðar-
framleiðslu landsmanna farið vaxandi, en það þýðir,
að ríki og sveitarfélög hafa tekið til sín stöðugt stærri
hlut af sameiginlegum afrakstri þeirrar vinnu, sem
þjóðfélagsþegnarnir leggja af mörkum og dreifa þeim
hluta síðan með ýmsum hætti. Þessi vaxandi hlutdeild
opinberra aðila á afrakstri þjóðarbúsins hefur það auð-
vitað í för með sér, að hver einstaklingur og fjölskylda
hafa hlutfallslega minna fé til ráðstöfunar í eigin þarfir
og að eigin vild en var fyrir nokkrum árum.
eigin vild en var fyrir nokkrum árum.
Það liggur því í augum uppi, að ein þeirra leiða, sem
hægt er að fara til þess aö bæta lífskjör fólks er sú að
draga úr þessari hlutdeild opinberra aðila, færa ráðstöf-
unarréttinn yfir þessum fjármunum aftur til fólksins.
Þetta er einmitt einn af þeim valkostum, sem kjaramála-
ráðstefna Alþýusambands íslands bendir á í greinargerð
sinni um það, hvernig auka megi svigrúm til kjarabóta. í
þessari greinargerð leggur Alþýðusambandið til, að
ýmiss konar skattaálögur verði Iækkaðar um sem svarar
7.2 milljörðum króna. Raunar felst í greinargerð kjara-
málaráðstefnunnar tillaga um enn meiri samdrátt í
ríkisumsvifum, þar sem að auki er Iagt til, að tollar verði
lækkaðir. Til þess að mæta þessu tekjutapi gerir Alþýðu-
sambandið almennar tillögur þess efnis m.a., að frestað
verði greiöslu skulda ríkissjóðs við Seðlabankann, að
sparað verði í rekstrarútgjöldum ríkissjóðs og að skatt-
héimta af atvinnurekstri verði aukin. Að vísu má segja,
að vonbrigðum valdi, að Alþýusambandið hefur ekki gert
skýrari tillögu um, hvernig mæta beri þessu tekjutapi,
en með fullri sanngirni verður þó að segja, að hingað til
hefur engum, sem utan ríkisstjórnar stendur, tekizt að
gera rökstuddar tillögur um niðurskurð á ríkisútgjöldum
í smáatriðum. Segja má, að slík tillögugerð sé nánast
ókleif nema með aðstoð þess skrifstofuveldis, sem ríkis-
stjórn hefur yfir að ráða.
En aðalatriðið í þessu máli að dómi Morgunblaðsins er
þó, að Alþýðusambandið hefur markað þá meginstefnu,
að draga beri verulega úr hlutdeild hins opinbera í
þjóðarframleiðslu í því skyni að bæta kjör almennings.
Það er skoðun Morgunblaðsins, að ríkisstjórnin eigi að
taka Alþýðusambandið á orðinu í þessum efnum og efna
til tillögugerðar og samráðs um það, hvernig unnt er að
ná fram þeim niðurskurði ríkisumsvifa, sem kjaramála-
ráðstefna Alþýðusambandsins hefur lagt til.
Ekki þarf að hafa mörg orð um þann ágreining sem
lengi hefur verið milli hinna svonefndu vinstri flokka og
Sjálfstæðisflokksins um hver hlutdeild hins opinbera í
þjóðarumsvifum skuli vera. Þeir flokkar, sem telja sig
vera meiri félagshyggjuflokka en aðrir, hafa jafnan
snúizt hart gegn tillögum um samdrátt ríkisumsvifa. Það
er því ljóst, að þegar hin voldugu almannasamtök, sem
Alþýðusambandið er, hafa komizt að þeirri niðurstöðu,
að of langt hafi verið gengið í því að auka hlutdeild hins
opinbera í þjóðarafrakstri og vilja leggja sína lóð á
vogarskálarnar til þess aö draga úr þeirri hlutdeild ber
að taka þá tillögugerð alvarlega og setjast niður og
kanna, með hverjum hætti unnt er að ná þessum mark-
miðum.
Telja verður að hugmyndir Alþýðusambandsins um
minni fjárfestingu og minni ríkisumsvif séu settar fram
af heilum hug og vilja til þess að láta gott af sér leiða.
Jákvæó viðbrögð ríkisstjórnarinnar við þessum hug-
myndum munu stuðla að drengilegu og málefnalegu
andrúmslofti í þeim kjarasamningum, sem í hönd fara.
skák ÁSKORENDAEINVÍGIN - ÁSKORENDAEINVÍGI
Jafntefli blasir við í 5.
skák Larsens og Portisch
RÓLYNDISLEG og heldur til-
þrifalltil skák Bent Larsens og
Lajos Portisch fór I hið eftir 40
leiki I gærkvöldi og henti allt til
þess að skákin endaði með jafn-
tefli. Var þetta fimmta skák
þeirra og hefur Portisch hlotið
einum vinningi meira til þessa.
Brösuglega hefur gengið fyrir
skipuleggjendur einvígis þeirra I
Rotterdam að finna skákmönnun-
um stað við hæfi f höll þeirri sem
teflt er I. Varð t.d. að gera hló á
fyrstu skák þeirra vegna hljóm-
leikahalds Hjálpræðishersins I
Rotterdam og á mánudaginn varð
að fresta fimmtu skák þeirra um
einn dag vegna annarra hljóm-
leika.
Sú skák var þó tefld I gær og fór
í bið eins og áður sagði, verður
biðskákin tefld I dag.
Hvftt: Bent Larsen
Svart: Lajos Portisch
ftalski leikurinn
1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bc4
— Bc5, (Þessi leikur er öllu
hvassari en 3... Be7 en þannig
lék Hort í 1. einvígisskákinni við
Spassky). Ef Portisch hefði hins
vegar verið i raunverulegum
baráttuhug hefði hann áreiðan-
lega leikið 3.. . Rf6 sem leiðir til
hins hvassa tveggja riddara tafls)
4. d3 — Rf6, 5. Rc3 — d6 (Eins og
sjá má er staðan nú samloka, en
það þykir sjaldan auka ófriðar-
hættuna) 6. Bg5 — h6, 7. Bxf6 —
Dcf6, 8. Rd5 — Dd8, 9. c3 — Re7,
10. Re3 (Hvitur hefur nú fengið
gott vald á miðborðinu, en svartur
hefur í staðinn biskupaparið) 0-0,
11. 0-0 — Rg6, 12. d4 — Bb6, 13.
dxe5 Erfitt er að benda á betri
möguieika. 13. Rf5 kemur engu til
leiðar eftir 13. . . Bxf5 14. exf5 —
Rh4!) 13. . . dxe5 (Svartur fellur
ekki i gildruna 13... Bxe3? 14.
fxe3 — dx5, 15. Dxd8 — Hxd8, 16.
Bxf7! — Kxf7, 17. Rxe5! og vinn-
ur)
14. Dxd8 — Hxd8, 15. Hadl —
IIe8, 16. Hfel — Rf8, 17. Rd5
(Hvitur var að missa frumkvæði
sitt og vill ná biskupaparinu af
svörtum til að forðast að lenda i
taphættu) c6 18. Rxh6 — axb6,
19. He3 — Rg6, 20. a3 — Kf8, 21.
h3 — f6, 22. Kh2 — Ke7, 23. Bb3
— Be6, 24. Bxe6 — Kxe6, 25.
Hed3 — Ha4, 26. Hd7 — He7, 27.
H7d6+ (27. Hld6+ — Kf7, 28.
Rd2 — Rf8, 29. Hd8 — He8 leiðir
til sömu niðurstöðu)
27. H7d6+ — Kf7, 28. Rd2 — He6,
29. Hxe6 — Kxe6, 30. f3 — Ke7,
31. Rfl — Rf4, 32. Re3 — g6, 33.
g3 — Re6, 34. Rg2 — Ha8 35. Rh4
— Rf8, 36. Kg2 — Hd8, 37. Hxd8
— Kxd8. 38. Kf2 — Ke7, 39. Ke3
— Kf7, 40. Rg2 — Rd7, Hér fór
skákin i bið. Hvítur lék biðleik.
Staðan er að sjálfsögðu steindautt
jafntefli, en þó má segja að hvitur
hafi örlítið betri möguleika vegna
hreyfanlegri peðastöðu á drottn-
ingarvæng.
Jafnt í öllum skák-
um Sovétmanna
FJÓRÐA skák Petrosjans og
Kortsnojs verður tefld í E1 Ciocco
á ttaliu á morgun og hefur
Petrosjan hvftt. Staðan f einvfg-
inu er nú þannig að báðir hafa
Sovétmennirnir hfotið einn og
hálfan vinning. Öllum skákunum
hefur lokið með jafntefli og stór-
meistararnir ekki vrt hvor á ann-
an það sem af er einvíginu.
Frá því var sagt á fjarritaran-
um frá Lucerne i gær að Kortsnoj
hefði sagt að þriðju skák hans og
Petrosjans lokinni að hann hefði
sem dáleiddur skrifað jafntefli á
rússnesku á leikjaseðilinn eftir
39. leikinn. Hefði Petrosjan sam-
stundis skrifað undir á sinn seðil
og jafnteflið því verið fullkomið.
— Ég er búinn að bíða eftir því í
eitt ár að ná vinningi gegn óvini
minum og þegar ég loksins fæ
vinningsstöðu fer ég svona að ráði
mínu, á Kortsnoj að hafa sagt.
Kortsnoj
Mecking erfiður fram-
kvæmdaaðilum í Sviss
JafntefH vard í þríðju skák hans gegn Polugajevsky
JAFNTEFLI varð I skák þeirra
Meckings og Polugajevskys f gær
eftir 46 leiki. Sátu skákmennirnir
aðeins f 4 mfnútur við taflið, en
sættust sfðan á jafntefli. Skákin
fór f bið á mánudaginn eftir 40
leiki eins og frá var greint f blað-
inu f gær. Mecking sagði að skák-
inni lokinni að hann hefði auð-
veldlega átt að geta unnið skák-
ina og mun þar hafa átt við áður
en til viðskákarinnar kom, þvf þá
hafði Polugajewsky heldur betra.
Á fjarritann á Hótel Loftleið-
um, sem settur var upp vegna
einvígisins, berast ýmsar fréttir
af hinum þremur áskorendamót-
unum. I gær var þeim er situr við
fjarritann í Lucerne í Sviss
greinilega mikið niðri fyrir og
sagði hann hreint út að það væri
langt I frá að Mecking væri með
öllum mjalla. — Hann getur ekki
sofið án þess að taka inn svefnlyf
vaknar upp á næturnar vegna
þess að hann trúir þvi bókstaflega
aó sovéskir njósnarar séu á þaki
hótelsins, sem hann býr í. Tapi
hann annarri skák áður en hann
nær að vinna sjálfur fer hann
ábyggilega heim til Brasilíu á ný,
sögðu þeir i Lucerne i gær.
Þá bættu þeir þvi við að
Mecking hefði rekið aðstoðar-
mann sinn, Mariotti, en fréttastof-
úr sögðu á mánudaginn að
Mariotti myndi sennilega halda
frá Sviss til ítalíu síðar í vikunni,
en tilgreindu ekki ástæðuna fyrir
því. Var sagt í Lucerne i gær að
Hug, sem varð heimsmeistari
unglinga 1971 yrði trúlega að-
stoðarmaður hans.
Staðan í einvígi þeirra
Meckings og Polugajevskys er nú
þannig að Mecking hefur einn
vinning, Polugajevsky 2. Fjórða
umferðin verður tefld í dag, verði
allt með felldu, og hefur Mecking
hvftt.
Polugajevsky fann greinilega
engan vinning í biðskák sinni við
Mecking í gær, þrátt fyrir aó hann
væri talinn hafa vænlegri stöðu.
Sovéski stórmeistarinn tók því
þann kostinn að þráskáka strax
eftir bið.
41. f4 (biðleikurinn) b5 42. He8 +
— Kg7, 43. He7+ — Kg8, 44.
He8+ — Kg7, 45. He7+ — Kg8,
46. He8+ og hér hafði sama stað-
an komið upp þrisvar og skákin
því sjálfkrafa jafntefli.