Morgunblaðið - 09.03.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.03.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1977 5 I GLUGG í TILEFNI þess að Ieikrit- ið ,,I múrnum “ var endur- sýnt í sjónvarpinu síðast- liðið mánudagskvöld hafa ýmsir haft samband við blaðið og kvartað undan dagskrárskipulagningu sjónvarpsins. Einn maður kvað það fáránlegt að vera flokkur þessi í fimmtán þáttum og fjallar um ævin- týri bangsans Paddingtons. Hann mun mörgum ís- lenzkum börnum að góðu kunnur, því sögur af hon- um hafa komið út ííslenzkri þýðingu. Þýðandi þátta þessara er Stefán Jökulsson, en sögu- maður er Þórhallur Sig- urðsson leikari. Að því er Stefán Jökuls- son sagði eru þættir þessir mjög við hæfi barna og unglinga enda bæði hressir og skemmtilegir. Sagan segir frá bangsa, sem kemur frá Perú til Lundúna. Ástæðan fyrir þeirri löngu ferð er loforð, sem bangsinn hafði gefið frænku sinni á banabeðin- um — það er að hann flutt- ist frá Perú, þegar hún dæi. í þættinum í kvöld er svo sagt frá bangsa þegar hann kemur til Lundúna og er staddur á Paddington- járnbrautarstöðinni þar. Þar hittir hann fyrir hjón, sem taka hann að sér og gefa honum nafnið Paddington, eftir staðnum þar sem þau hittu hann. Þættirnir eru aðeins tíu mínútna langir í hvert sinn. að endursýna leikrit eins og í múrnum á þeirri for- sendu að aðeins þrjú ár væru liðin frá því að það var frumsýnt, og slíkur áhugi væri fyrir íslenzkum leikritum að þegar þau væru frumsýnd horfðu all- ir á þau, sem vettlingi gætu valdið — og því bæri að foraðst að endursýna þau svo fljótlega og þess utan á kvöldi sem mánudags- kvöldi, þegar flestir horfðu á sjónvarp. Sé þörf á endursýningu á að gera það utan dagskrár, til dæmis á laugardags- eftirmiðdögum, sagði maðurinn. Svo og hefur verið kvart- að undan sýningartíma brezka framhaldsmynda- flokksins „Húsbændur og hjú“, sem sýndur er á sunnudagseftirmiðdögum. Að sögn nota margir sunnudaginn til annars en að sitja fyrir framan sjón- varpið. Nú með hækkandi sól vill fólk fara út og njóta náttúrunnar, heimsækja vini og ættingja eða stunda sín áhugamál — og þá eru beztu þættir sjónvarpsins sýndir, sagði einhver og nefndi þættina „Húsbænd- ur og hjú“ og kanadíska myndaflokkinn „Mannlíf- Stödugt f ærri vinna við skipasmíðaiðnaðinn FORRAÐAMENN skipasmíða- stöðva á landinu eru nú flestir hverjir mjög uggandi um framtíð fyrirtækja sinna og telja að ekki séu framundan nægileg verkefni við nýsmíðar. t fréttatilk.vnningu frá Félagi dráttarbrauta og skipa- smiðja segir meðal annars að „jafnvel þðtt nýir smfðasamning- ar yrðu gerðir og fengjust sam- þykktir á næstu dögum er þannig Ijóst að verulega mun draga úr nýsmfði skipa hér innanlands á árinu 1977. Meðal þessara stöðva eru 2 af 4 af stærstu skipasmfða- stöðvum á landinu", en þessi tvö fyrirtæki eru Þorgeir og Ellert á Akranesi og Skipasmfðastöð Marselfusar Bernharðssonar á tsafirði. Sveinn Hannesson hjá Félagi dráttarbrauta og skipasmiðja sagði í samtali við Morgunblaðið f gær að minni stöðvarnar gætu flestar haldið starfsemi sinni gangandi með viðgerðum, en þær stærri þar sem þær hefðu það sérhæft vinnuafl og tækjabúnað og viðgerðirnar yrðu að hafa ný- smíðar sem aðalverkefni væru stopular nema nokkra mánuði á ári. — Það hefur stöðugt fækkað i þessari grein, þannig voru t.d. 1089 menn sem unnu við þessar greinar árið 1971 og þróunin hef- ur verið niður á við með hverju árinu og 1976 mun láta nærri að um 800 manns hafi verið við þessi stöf, sagði Sveinn Hannesson í gær. Hér fer á eftir fréttatilkynning Félags dráttarbrauta og skipa- smiðja: „Félag dráttarbrauta og skipa- smiðja vill vekja athygli lands- manna á niðurstöðu athugunar á ástandi og horfum hjá innlendum skipasmíðastöðvum í febrúarlok s.l. I félaginu eru allar stærstu skipasmíðastöðvar á landinu, auk 5aðila er einkum vinna að skipa- viðgerðum. í þeim 13 stöðvum, sem undanfarið hafa stundað ný- smíði skipa er ástandið þannig: 8 stöðvar eru nú ýmist verk- efnalausar eða hafa verkefni i 2—4 mánuði, sem augljóslega jafngildir fyrirsjáanlegri stöðvun nýsmíða hjá þessum fyrirtækjum, þar sem undirbúningur nýrra verkefna og kaup á efni taka lengri tíma. Jafnvel þó nýir smíðasamningar yrðu gerðir og fengjust samþykktir á næstu dög- um er þannig ljóst að verulega mun draga úr nýsmíði skipa hér innanlands á árinu 1977. Meðal þessara stöðva eru 2 af 4 stærstu skipasmíðastöðvum á landinu. 4 stöðvar eru með verkefni næstu 10—12 mánuði, sem nálg- ast að vera viðunandi fyrir fyrir- tæki i skipasmiðaiðnaði. - 1 stöð er með verkefni fram á mitt næsta ár. Hjá umræddum 13 fyrirtækjum störfuðu árið 1975 630 menn, en þar af störfuðu hjá þeim 8 fyrir- tækjum, sem verst eru sett, 325 menn. Aðalorsökina til þessarar þró- unar telur stjórn Félags dráttar- brauta og skipasmiðja vera þá breytingu, sem gerð var snemma árs 1976, þegar reglum um lán til útgerðaraðila vegna kaupa á skip- um smiðuðum innanlands var breytt, þannig að eigið framlag kaupenda var hækkað um 50%, eða úr 10% í 15% af heildar- verði.“ Ólafsvík: Hreppsmála- spjall á fundi sjálfstæðismanna Ólafsvik 3. marz. AÐALFUNDUR Sjálfstæðis- félags Ólafsvíkur og nágrennis var haldinn i janúar s.l. Alþingis- mennirnir Jón Arnason og Friðjón Þórðarson komu á fund- inn og ræddu landsmálin. Einnig var mikið fejallað um hreppsmál á fundinum. Kristján Bjarnason stýrimaður, er verið hefur for- maður félagsins s.l. 3 ár baðst undan endurkjöri vegna tiðra fjarvista. Formaður í hans stað var kjörinn Kristófer Þorleifsson héraðslæknir, aðrir i stjórn: Snorri Böðvarsson rafveitustjóri, Soffia Þorgrímsdóttir kennari, Þráinn Þorvaldsson múrarameist- ari og Jón Stefán Rafnsson tann- læknir. —Helgi. „ÓMISSANDI UPPSLÁTT ARRIT“ íslensk fyrirtæki er nauösynleg þeim sem þurfa að afla sér upplýsinga um hver framleiði hvað, hver selur hvað og hver sé hvað — og hvar sé að finna hina margvíslegu þjónustu sem boðið er upp á í nútíma þjóðfélagi. í íslensk fyrirtæki er að finna víðtækustu upplýsingar sem til eru á einum stað um fyrirtæki félög og stofnanir og jafnframt þær aðgengilegustu. íslensk fyrirtæki er ómissandi uppsláttarrit á íslensku og ensku. Þar er að finna upplýsingar auk nafns heimilisfangs og síma: stofnár, nafnnúmer, söluskattsnúmer, símnefni, telex, stjórn, starfsmenn, starfsmannafjölda, starfssvið, umboð, þjónustu, framleiðendur, innflytjendur, smásala, starfssvið ráðuneyta og embættismenn, stjórnir félaga og samtaka, sendi- ráð og ræðismenn ásamt fjölmörgum öðrum upplýsingum. „Sláið upp í íslensk fyrirtæki og finnið svarið" fSLENSK FYRIRTÆKI LAUGAVEGI 178. SÍMAR 82300 — 82302

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.