Morgunblaðið - 09.03.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.03.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1977 17 - ASKORENDAEINVIGIN skák Boris Spassky Lognið áundan storm- inum Hvítt: Boris Spassky Svart: Vlastimil Hort Rússnesk vörn 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rf6, 3. Rxe5 (Mun hvassara framhald er 3, d4) d6 4. Rf3 — Rxe4, 5. De2 (Með þessum leik ákveður hvtur að skipta upp i mjög jafnteflislegt endatafl. Hvassara framhald er 5. d4) De7 6. d3 — Rf6, 7. Bg5 — Dxe2 + , 8. Bxe2 — Be7, 9. Re3 (Val Spasskys á afbrigði kom nokkuð á óvart, þvi hann hefur áður teflt það í tveimur skákum við Petrosjan og orðið að sætta sig við skiptan hlut í bæði skiptin) c6 (Hort virðist hafa mikið dálæti á þessum vanarleik í hinum ýmsu stöðum, sbr. fyrstu skákina. Hann veikir d6 peðið, en bægir mönnum hvíts frá d5 reitnum) 10. 0-0-0 — Ra6, 11. Hhel — Rc7, 12. Re4 — Rxe4, 13. dxe4 — Bxg5, 14. Rxg5 — Ke7, 15. f4 (Fléttan 15. Hxd6? gekk auðvitað ekki vegna 15.... Kxd6 16. Rxf7+ — Ke7, 17. Rxh8 — Be6, og riddarinn á ekki afturkvæmt) Re6 16. Rh3 — Rc5, 17. Rf2 — IId8, 18. Bf3 — f6, 19. h4 (Eftir 19. e5 — fxe5 20. fxe5 — d5, hefur svartur einfaldlega losað sig við veikleikann á d6 með góðri stöðu) Be6 20. g4 (Hvítur þreifar fyrir sér á kóngsvæng, en kemst ekkert áfram gegn traustri uppbyggingu svarts) a5 21. a3 — h6, 22. h5 (21. g5 yrði svarað með 22.... hxg5 23. hxg5 — Hh8) Hd7 23. Rhl (Hvítur finnur enga betri áætlun en að bæta stöðu riddarans og sjá svo hvað setur) He8 24. Rg3 — Kd8, hér þáði Hort jafnteflistilboð Spasskys. 750 krónur fyrir einn leik og svo steindautt jafntefli SPASSKY bauð jantefli, sem Hort þáði eftir 24 leiki þeirra f 5. einvfgisskák þeirra á Hótel Loft- leiðum f gærkvöldi. Hvorugur reyndi í raun að tefla til vinnings að þvf að séð varð f þessari skák og voru lítil tilþrif f skákinni. Eftir að Spassky hafði ieikið Einar fjórir f fyrsta leik valdi Hort að verjast á rússneska vfsu með þvf að tefla svokallaða Petrov-vörn. Var varnarleikur stórmeistaranna í fyrirrúmi í gærkvöldi og jafnteflið kom þvf f rauninni ekki á óvart þegar það varð staðreynd. — Ég borgaði 750 krónur inn og fékk fyrir þær einn leik, sagði vonsvikinn áhorfandi á leiðinni út af Loftleiðahótelinu í gær- kvöldi. Hann var ekki sá eini, sem varð fyrir vonbrigðum i gær, því margir áttu von á þvi að Spassky léti nú til skarar skriða og myndi gera allt til aó innbyrða annan vinning sinn í einviginu. Svo varð þó ekki og var þessi sú litlausasta í einvíginu og ekki likt því eins skemmtileg og þrjár síðustu skákir, sem allar buðu upp á góð tilþrif. Um 150 áhorfendur borguðu sig inn á einvígið í gærkvöldi og þar sem lítið fjör var á hvítu reitunum og þeim svörtu hjá skákmönnunum, reyndu menn að finna beittari sóknarleiki i skýringarherberginu. Er leiknir höfðu verið 20 leikir höfðu áhorf- endur þar fundið skemmtilega leið fyrir hvitan sem þó bauð einnig upp á hótanir fyrir svartan. Margeir Pétursson r og Agúst I. Jónsson skrifa um skák Ólafur Magnússon, sem þá var með skákskýringarnar, sagði að ef skákmennirnir veldu þessa leið þá væri það i fyrsta sinn i skák- inni sem þeir sýndu eitthvert lifs- mark. — En ég hef ekki trú á að þeir tefli svona, sagði Ólafur. — Það er alltof skemmtilegt. Staðan í einvíginu er nú sú að Spassky hefur 3 vinninga, Hort 2. Sjötta skákin verður tefld á morgun og hefst klukkan 17. Hort hefur hvítt. Vlastimil Hort Suðrænt blóð á Sinfóníutónleikum Á tónleikum Sinfónfu- hljómsveitarinnar nk. fimmtudag verður Pina Carmirelii ítalski fiðluleikarinn Pina Carmirelli einleik- ari en franski hljómsveitarstjórinn J. P. Jaquiiiat stjórnar eins og á sfðustu tónleikum hljómsveitarinnar. Að vanda verða tónleikarnir f Háskóiabíói og hefjast ,kl. 20.30. Pina Carmirelli hefur tvisvar áóur leikið með Sinfóniuhljóm- sveitinni, en hún er jafnþekkt sem einleikari og kammerleik- ari. Hún stofnaði bæði Boccher- ini-kvintettínn og Carmirelli- kvartettinn og hefur að jafnaði tekið þátt í hinum árlegu lista- hátiðum í Marlboro í Banda- J.P. Jacquillat rikjunum i samvinnu við Rudolf Serkin, sem veitir þeim forstöðu. Pina Carmirelli mun á þessum tónleikum leika ein- leikshlutverkið i fiðlukonsert eftir Sjostakovitsj. Sudurnes: Aflinn jókst um 6.500 lestir fyrstu 2 mánuðina AFLI fiskiskipa frá Suður- nesjum jókst mikið fyrstu tvo mánuði þessa árs ef miðað er við sömu mánuði f fyrra, en þess ber þó að gæta að verkfall var þá um skeið. Frá áramótum til 28. febrúar var heildarafli, línu, neta- og togskipa, samtals 12.286 lestir í 2447 sjóferðum, en á sama tíma í fvrra var heildarafiinn 5.720 lestir í 980 sjóferðum, þannig að heildaraflinn nú er 6,566 iestum meiri en í fyrra. Af heildaraflanum nú lönd- uðu togarar 2.075 lestum en í fyrra lönduðu þeir 2.190 lestum. Samkvæmt frétta- tilkynningu, sem Morgun- blaðið hefur fengið frá (Jt- vegsmannafélagi Suður- nesja, eru aflahæstu neta- bátarnir: Jóhannes Gunnar, Grindavík, með 299,5 lestir, Höfrungur 2., Grindavík, 276,7 lestir og Anna, Grindavík, 272,7 lestir. Aflahæstu linu bátarnir eru: Freyja, Sandgerði, með 284,5 lestir, Þórir, Grindavik, með 242,2 iestir, og Víðir 2., Sandgerði, með 205,2 lestir Skuttogarinn Aðalvík frá Keflavík var aflahæstur af skuttogurunum á þessu tímabili með 508,5 lestir, þá kemur Dag- stjarnan, einnig frá Keflavik, eð 494,7 lestir og síóan Erlingur, Sandgerði, með 434,2 lestir. Frá Suðurnesjum eru nú gerð út 19 skip á loðnuveiðar og er afli þeirra orðinn rúmlega 90 þúsund lestir. Aflahæstu skip Suðurnesja eru: Grindvikingur með 12.184 lestir. Örn KE með 9.972 lestir og Albert GK með 9.743 lestir. o INNLENT Búnaðarþing: Tillaga um innheimtu vegatolla af stofnbraut- um út frá Reykjavík Á búnaðarþingi hefur verið lögð fram tillaga að álvktun frá allsherjarnefnd þingsins, þar sem þeirri eindregnu áskorun er beint til samgönguráðherra að hann hlutist til um, að tekinn verði upp vegatollur af umferð um stofnbrautir út frá Revkjavfk. Segir í tillögunni að þannig megi árlega afla tekna i vegasjóð. er nemi allt að 300 milljónum Y f irlýsing fr á Karvel Pálmasyni MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá Karvel Pálmasyni alþm. Vegna frásagna af flokks- stjórnarfundi Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna um síðustu helgi vill undirritaður taka fram eftirfarandi: Á umræddum fundi mætti undirritaóur og gerði grein fyrir þeim viðhorfum og þeirri niður- stöðu, sem Samtökin á Vestfjörðum hafa komist að varðandi framtíð Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Niðurstaða þessi var tekin eftir miklar umræður innan Sam- takanna á Vestfjörðum og var endanlega ákveðin á kjördæmis- ráðstefnu á Núpi í sept. s.l. Efnis- lega var niðurstaðan á þá leið, að ákveðið skyldi að ekki yrði um að ræða framboð at hálfu Sam- takanna í næstu kosningum, serh landssamtaka. Af því leiddi að sjálfsögðu að ekki yrði um sameiginlega stefnu- mörkun að ræða af hálfu Sam- takanna, en hverri einingu flokksins það í sjálfsvald sett með hverjum hætti hún héldi starfi áfram. Að öðru leyti tók undirritaður ekki þátt i störfum flokks- stjórnarfundar, þar sem ljóst var, að einungis voru þar mættir fulltrúar, sem töldu að halda bæri áfram starfi Samtakanna, og þvi eðlilegt að þeir ákvæóu áfram- haldandi starf án afskipta annarra. Rétt er að upplýsa vegna frásagna um fjölda flokks- stjórnarfulltrúa á fundinum, að í flokksstjórn eiga sæti 75 fulltrúar, innan við helmingur þeirra var mættur á fundinn. Fundinn sat auk þess nokkuð af stuðningsfólki Samtakanna héðan af Reykjavikursvæóinu, sem ekki á sæti í flokksstjórn og er fjöldi fundarmanna, sem frá var sagt í dagblaðinu Visi i gær, fenginn með þeim hætti. Með þökk fyrir birtinguna, Reykjavik, 8. mars 1977 Karvel Pálmason króna, miðað við núgildandi verð- lag. Lagt er til að fé þessu verði fvrst og fremst varið til að greiða kostnað við lagningu varanlegs slitlags á stofnbrautir er jafn- framt verði fjárveitingar til þjóð- hrauta auknar tilsvarandi. Þegar tillagan kom til f.vrri um- ræðu í gær kvöddu tveir búnaðar- þingsfulltrúar, sér hljóðs er fram- sögumaður allsherjarnefndar hafði gert grein fyrir tillögunni. Þeir sem töluðu voru Hjalti Gests- son og Ölvir Karlsson og lýstu þeir sig andvíga því að tekinn yrði upp vegatollur og bentu á að erfiðleikar væru á réttlátri inn- heimtu hans. Ölvir sagði sýnt að vegatollur, ef innheimtur yrði, kæmi harðast niður á Sunnlend- ingum, sem byggju við hafnlausa strönd. Þorskveiðar með flotvörpu bannað- ar fyrir Suður- og Vesturlandi SJÁVARUTVEGSRÁÐUNEYT- IÐ hefur gefið út reglugerð um bann við þorskveiðum með flot- vörpu fyrir Suður- og Vestur- landi. Reglugerðin er sett að fengnum tillögum Hafrannsókna- stotnunarinnar og er sama efnis og reglugerð sem gefin var út i fyrravetur að tillögu fiskveiði- laganefndar. Samkvæmt þessari reglugeró eru þorskveiðar í flotvörpu bann- aðar á tímabilinu 10. marz til 1. júni 1977 í islenzkri fiskveiðiland- helgi á svæði, sem að austan markast af linu, sem dregin er réttvisandi austur frá Stokksnesi og vestur um aó línu, sem dregin er réttvisandi vestur frá Látra- bjargi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.