Morgunblaðið - 09.03.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.03.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1977 25 fclk í fréttum Hin dapurlegu örlög Edwards Egan + Kdward Egan var aðeins 19 ára árið 1940, þegar hann tók þátt í orustunni um Bretland. Kins og hundruð annarra or- ustuflugmanna vissi hann að hver ferð gæti orðið hin síðasta. 17. september árið 1940 varð Hurricane-flugvél hans fvrir skoti frá þýskri Messerschmitt flugvél og hrapaði til jarðar úr 17.000 feta hæð I ljósum logum nálægt búgarði Daniels Wood I Benthersden. Á sama augna- bliki og flugvélin hrapaði til jarðar var eins og hvíslað væri að móður Edwards, sem var stödd 1 Skotlandi mörg hundr- uð mllur í burtu, að nú væri sonur hennar dáinn. Um leið og hún leit á klukkuna sagði hún við dóttur sfna Grace: „Ilann er dáinn. við sjáum hann aldrei aftur.“ Þessi 30 ára gamla harmsaga var dregin fram 1 dagsljósið fvrir stuttu. Nefnd sú er starfar á vegum London Air Museum að því að leita uppi flugvélaflök frá stríðsár- unum hefur á síðastliðnum 12 árum fundið hvorki meira né minna en 350 flugvélaflök hæði bresk og þvsk í héruðunum Kent og Essex í Englandi. Við leitina hafa þeir samhand við fvrrverandi orustuflugmenn, fólkið í héruðunum og einnig hafa þeir fengið til liðs við sig bændur sem búið hafa á þess- um slóðum en hafa flutzt burt. í september sfðastliðnum fannst Hurricane-flutvélarflak ásamt Ifkamsleifum, alldjúpt í jörðu. Við nánari eftirgrennsl- an kom f Ijós að þarna voru Ifkamsleifar Kdward Kgan. t stjórnklefanum voru ýmis skjöl ásamt sérstökum hönsk- um og naglaskærum sem hann ávallt hafði með sér en hann var góður fiðluleikari og lét sér mjög annt um hendur sfnar. Einnig voru þar þýsk skothvlki. Það var svstir hans sem har kennsl á hanskana og skærin en þessa tvo hluti sagði hún að hann hefði aldrei skilið við sig. Ilún sagði einnig að hann hefði verið mjög efnilegur ungur maður og flugið átt hug hans allan. Ilann var aðeins 15 ára þegar hann hvrjaði að læra að fljúga. + Náungarnir sem fljúga þessum vélum eru meö sýningar víða um Bandaríkin á þessu atriði. Annars eru þeir í annarri vinnu og hafa flugsýningarnar aðeins sem aukavinnu í fristundum. Kjötlausar máltíðir Þeim, sem að lokum tekst með einhverjum ráðum að flytja inn í eigið húsnæði — flestir reyna að ná sér í aukastörf eða drykja tekj- ur sínar með mútum og öðrum ólöglegum viðskiptum — nægja sjaldnast launin til að geta neytt sómsamlegs fæðis. Kiló af kjöti kostar um 14 af vikulaununum og fiskur er litlu ódýrari. Sjónvarpstæki kosta nærri árslaun þeirra, sem á byxj- unarlaunum eru. Eftir styrjöldina í Mið- Austurlöndum 1973 lofaði Sadat þjóð sinni bættu ástandi efna- hagsmála. Hann er enn að lofa henni þessu sama, en nú á það verða upp úr 1980. Hagfræðingar segjast ekki sjá nein rök fyrir slíkum uppgangi, nema að kúvending verði gerð á öllum áætlunum stjórnarinnar. Stjórnin þarfnast friðarsam- komulags við ísraelsstjorn svo að draga megi úr hernaðarkostnaði og nota fé er með því sparast til uppbyggingar atvinnuvegunum. Áætlanirnar um skjótfenginn gróða frá erlendum auðhringum, er hugðust reisa iðjuver i Egypta- landi, hafa allar farið út um þúf- ur. Flestir þeirra hafa hrakizt á brott eftir erfiða og árangurs- lausa baráttu við makalaust skrif- stofubáknið i landinu. Það á sér fá dæmi vegna spillingar. Búizt er við að Sadat fái all- mikla aðstoð frá hinum olíuauð- ugu nágrönnum sinum við að bæja verstu erfiðleikunum frá á næstunni, en það mun aðeins verða skammgóður vermir. Þau ummæli eru höfð eftir stjórnmálamanni, að „nái Sadat ekki samkomulagi við ísrael á næstunni, er hann búinn að fyrir- gera veldi sínu. Fari svo kann hann að grípa til annarra aðgerða — nefnilega að steypa öllum lönd- unum i Mið-austurlöndum út í styrjöld." — Þórður á Látrum Framhald af bls. 31 forsendum, að kæran barst of seint. Það er semsé ekki nóg með það, að dreifbýlisfólk verði af ýmsu sem bætir lifið og gerir það manneskjulegra og sem kostað er af okkar sameiginlega sjóði, heldur eru af okkur tekin ýms mannréttindi sem aðrir njóta, einsog þau til dæmis að geta kært skatta okkar fyrir ríkisskatta- nefnd, því kærufresturinn er sá sami í ruiðborg Reykjavikur, hér vestur á Látrum og norður á Langanesi. Við hér á útkjálkum Vestfjarða mundum heldur ekki geta kært þá til okkar skattstjóra, ef hann sýndi ekki liðlegheit varðandi kærufrestinn, þó honum beri ekki að gera það, og ekki til þess ætlað af löggjafanum. Annars væri ekki óeðlilegt að háttvirtir Alþingismenn okkar dreifbýlisfólks kæmu á leið- réttingu á þessu inn í umrætt frumvarp. Og svo sannarlega mættu þeir fleira hafa í huga. Mér finnst það mjög hlægilega rússneskt, þegar skattstofa tekur sig til að snupra í smáatvinnu- rekendum, einkum bændum, fyrir slælega frammistöðu við framleiðsluna og væna þá um svik. Það má vel vera að þetta séu fyrirmæli frá æðri stöðum, en sé svo, þá er langt gengin skatt- heimtan, og ógeðfellt eigi að siður. Ef það á svo að fylgja á eftir að lögfest verði, að hægt sé að taka fyrir kverkar þessa fólks, setja það upp við vegg sem lygara án sannana og pína það til að greiða skatta og skyldur af þeim tekjum sem það hefir aldrei haft Mér virðist þá ekkert vanta nema nýlendu fyrir þrælkunarvinnu handa smáatvinnurekendum íslenskum og fjölskyldum þeirra, til þess að fyrirbærið sé verulega rússneskt. Megi það aldrei verða. Látrum 7/2—77 Þórður Jónsson — Tekst Sadat að þrauka Framhald af bls. 13. S0KKAR með tvöföldum botni STIL-L0NGS ULLARNÆRFÖT Nælonstyrkt Dökkblá fyrir dömur og herra ULLARTEPPI VATTTEPPI KL0SSAR VINNUSKÓR KULDASTÍGVÉL GÚMMÍSTÍGVÉL FILT-LEISTAR STAPLE FIBRE TEINATÓG frá Hampiðjunni — LÆKKAÐ VERÐ — MARLIN-TÓG LÍNUEFNI LANDFESTAR BAMBUSSTENGUR LÍNU OG NETABELGIR BAUJUBELGIR ÖNGLAR — TAUMAR BAUJULUKTIR NETAHRINGIR MÖRE og PANC0 NETADREKAR NETAKEÐJA NETALÁSAR NETAKÓSSAR BAUJUFLÖGG FISKKÖRFUR FISKSTINGIR STÁLBRÝNI FLATTNINGSHNÍFAR FLÖKUNARHNÍFAR BEITUHNÍFAR SVEÐJUR STÁLBRÝNI HVERFISTEINAR iKASSA GRÁSLEPPUNET RAUÐMAGANET SILUNGANET

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.