Tíminn - 29.05.1965, Síða 1
VCRZLUNAR MANNA
/SSKRtFTARSÍMI
16688 16688 16688
HANDBÓK
VERZLUNAR MANNA
ÁSKRIFTARSÍMI
16688 16688 16688
119. tbl. — Laugardagur 29. maí 1965 — 49. árg.
Varpa Aldershot
fannst í fyrradag
MB-Reykjavík, föstudag.
Varðskipið Þór fann í geer
botnvörpu á þeim slóðum,
sem togarinn Aldershot var
við veiðar á, þegar hinn sögu
legi eltingarleikur hófst á
dögunum. Þótt enn sé ekki
opinberlega búið að úrskurða
að hér sé um vörpu Alder-
shot að ræða eru svo sterkar
líkur fyrir því, að stappar
nærri fullvissu.
Eins og mönnum er í fersku
minni var Leslie Gumby
skipstjóri á Aldershot sýkn-
aður af ákæru um brot á
fiskveiðilögsögureglugerðinni
vegna skorts á sönnunum, og
reið þar baggamuninn, að
varpan, sem varðskipsmenn
'töldu að hefði verið höggvin
af skipiriu, þegar eltingaleik
urinn hófst, fannst ekki.
Bæði skipstjórinn og Sak-
sóknari ríkisins áfrýjuðu mál
inu til Hæstaréttar og þar
eð varpan er nú fundin fer
ekki hjá því að Hæstiréttur
verður að endurskoða dóm
undirréttar með tilliti til
þess.
Varpan íannst rétt innan
við fiskveiðilögsögulínuna,
svo að ekki fer á milli mála,
að skip það sem hún tilheyr
ir, hefur verið á veiðum á
ólöglegum stað. Trollið er
alveg heilt, báðir vírar höggn
ir og á öðrum hleranum er
læsilegt eitthváð af nafninu
Aldershot. Þar eð trollið hef
P,'-amhalc á 14 síðu
1 «BBi
SILDIN ER STYGG
SIGURVEGARINN
Nýbakaöur heimsmeistari i hnefaleik-
um, Casjij£s, Clay rekuj, út .£[■, xér
tunguna framan í áhorfendur í Lewiston, sem öskruðu „svik", eftir að
hann hafði sigrað andsfæðing sinn, Sonny Liston, á rothöggí strax á
fyrstu mfnútu keppninnar. Þeir sem höfðu borgað hundrað dollara í
aðgangseyri, þótti þetta nokkuð sfutt gaman on töldu brögð í tafli, en
Cassius Clay svaraði fullum hálsi. Myndin af Liston að hníga í gólfið
undan rothögginu eru á íþróttasíðu í dag.
FB-MB-Reykjavík, föstudag.
f kvöld náðum við í Jón Ein-
arsson skipstjóra á síldarleitar-
skipinu Hafþór, og sagði hann, að
síldin hefði verið heldur eafið við-
úiéí'gnár síVasta sólarhring.' Hún
væri ákaflega stygg, en nóg virtist
þó vera af henni, ef sjómönnunum
tækist a'ðcins að kasta á hana.
Aðeins einn bátur hélt áleiðis í
land í dag, að sögn Jóns, Ólafur
Magnússon með um 1300 mál. Að-
FÆÐIST SURTLA?
MB—Reykjavík, föstudag.
Allt bendir til þess, aS ný
eyja sé fædd, nokkur hundruS
metrum frá Surtsey. Sigurjón
Einarsson, flugmaður hjá
Flugmálastjórninni, flaug
þarna yfir í dag, og hann tel-
ur sig fullvissan um það, að
upp sé komin lítil hrauneyja.
Fleiri flugmenn, sem flugu
þarna yfir í dag, telja einnig,
að þarna hafi myndazt eyja,
þótt þeir séu ekki eins vissir
og Sigurjón.
Sigurjón flaug þarna yfir um
miðjan dag í dag. Hann kvað gos-
ið hafa magnazt og ryki nú mun
meira úr því en fyrr. Lagði vatns
gufuna yfir Surtsey, þegar hann
flaug yfir. Hann telur sig hafa-
séð greinilega, að hraun væri
komið upp úr, en Sigurjón hefur
fylgzt ákaflega vel með Surtseyj-
argosinu frá upphafi, og hann hef-
ur einnig fylgzt mjög vel með
þeim umbrotum, sem hafa verið í
nágrenni Surtseyjar. Er því mjög
ósennilegt, að honum hafi skjátl-
azt. Hann kvaðst ekki hafa séð
neina glóð, enda hafi glaðasólskin
verið og því vart um það að ræða
að sjá hana, nema því aðeins að
um kröftugt hraunrennsli væri að
ræða.
Hreinn Eggertsson frá Þyt flaug
einnig yfir gosstöðvarnar í dag.
Hann sagði, að gosið hefði greini-
1 lega færzt í aukana, og kvað hann
blettinn í kringum gosið hafa ver-
ið mjög dökkan, og ekki annað að
sjá en eyjan væri að skjóta upp
kollinum þá og þegar, eða væri í
yfirborðinu. Hann kvað aur og
gosefni hafa þeytzt upp í að
minnsta kosti tíu metra hæð og
mikla gufu hefði lagt upp, þannig
að það hefði ekki verið gott að
sjá, hvort dökkninn á sjónum
væri yfirborð eyjar eða um væri
að ræða þykkt lag af vikri og gos-
efnum, sem flytu á sjónum. Hreinn
kvaðst hafa farið nokkrum sinn-
um yfir hinar nýju gosstöðvar, og
hefði aldrei verið eins mikill kraft
ur í gosinu og nú.
eins einn bátur er búinn að fara vestursvæðinu og virtist sem þar
tvo túra, Þorsteinn, allir hinir eru væri um að ræða á yfirborðinu
í annarri veiðiferð sinni. Bátarnir sjó, sem konitan væri úr bráðnuð-
eru nú um 55—60 mílur austur afium ís. Jakob kvað slíkan sjó hafa
Balatanga, og munu 25 bátar veraj
komnir á síldveiðar.
Jón sagði, að Hafþór væri all-
mikiu dýpra úti en veiðiflotinn,
eða 107 sjómílur austur af Dala-
tanga. Veður væri skínandi gott
og svartaþoka, dæmigert Aust-
fjarðaveður, en frekar andkalt ér
þó ennþá. Víða hefði orðið vart
við síld, torfurnar stæðu ekki
mjög djúpt, síldin væri aðeins allt
of stygg ennþá til þess að hægt
væri að ná henni.
Ægir kom úr síldarleitarleið-
angri sínum í gær, og átti blaðið
í dag tal við Jakob Jakobsson fiski-
fræðing og Svend Áge Malmberg
haffræðing og spurði þá um nið-
urstöður ferðarinnar. Jakob sagði,
að of snemmt væri aö segja til
um það ennþá, hverjar veiðihorfur
væru á vestursvæðinu, myndi það
koma betur í ljós eftir næstu ferð,
en Ægir fer aðra ferð eftir helg-
ina vestur og norður fyrir land.
Jakob kvað ekki mjög mikinn
mun á sjávarhitanum fyrir norð-
an og austan, því alls staðar á
þessu svæði væri sjórinn mjög
kaldur, en hins vegar liti út fyrir,
að talsverður eðlismunur væri á
sjónum, hann væri ferskari á
Framnalc s 14. siðu
efV g&t
FARIN ÚR ÞÝZKALANDI
Heimsókn Elizabethar Eng
landsdrottningar og Philips
prins til Vestur-Þýzkalands
lauk í gærkvöldi, þegar kon
ungssnekltjan sigldi úr höfn
í Hamborg. Heimsóknin
hófst 18. þessa mánaðar og
hvarvetna, þar sem drottn-
ingin og maður hennar létu
sjá sig, mætti mikill mann-
fjöldi tiil þess að fagna þeim.
Heimsókn þessi er sú
fyrsta í 53 ár, sem brezkur
þjóöhöfðingi hefur farið í til
Þýzkalands, og er því talinn
merkur atburður í sögunni.
Síðasti brezki þjóðhöfðing-
inn, sem kom til Þýzkalands,
var Georg konungur, sem
kom þangað árið 1913.
Drottningin lauk heim-
sókn sinni i gær með dvöi
i Hamborg. Hundruð þús-
und'ir manna fögnuðu drottn-
ingunni, þegar hún kom til
b orgarinnar. Hún sat tveizlu
borgarstjórnarinnar í ráðhús
inu, og um kvöldið hélt hún
veizlu í konungssnekkjunni
til heiðurs forseta Vestmr-
Þýzkalands, Heinrickh Liibke
Seint i gærkvöldi hélt svo
drottningin úr höfn.
Hér á myndinn: sést
drottningin og Philip prins,
en myndin var tekin þegar
þau heimsóttu Mannesmann
stálverksmiðjurnar i Duis-
burg.