Morgunblaðið - 12.05.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.05.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAl 1977 7 r “i I Kleifarvatns- tækin Dagblaðið Vísir segir svo í | leiðara í fyrradag: | „I september 1973 * fundust I Kleifarvatni fjar- I skiptatæki, flest af ■ sovéskum uppruna. Fund- I ur þessi vakti mikla I athygli á slnum tíma en . málið gufaði upp, án þess | að almenningur fengi | frekari vitneskju um hvers ' eðlis það hefði verið. I Spurningar hafa öðru ■ hvoru komið fram um I rannsókn málsins, en af I opinberri hálfu hafa engin svör fengist. Póst- og símamála- I stjórnin athugaði þessi 1 tæki á slnum tlma og skil- | aði álitsgerð þar að lút- ■ andi til bæjarfógetans I ' Hafnarfirði, sem hafði I opinbera rannsókn máls- . ins með höndum. Skýrsla I þessi hefur verið leyndar- I skjal, þar til Vlsir fékk hana til birtingar I gær. | Efni hennar er athyglis- | vert á margan hátt og I_________________________ vekur enn é ný upp spum- ingar um þetta mál og meSferð þess hjá stjóm- völdum. í álitsgerð Póst- og slmamálastjómarinnar segir aS tæki þessi séu flest sovásk aS uppruna og vlst sé aS þau hafi komiS inn I landiS án leyfis yfirvalda. Hér virS- ist hafa veriS um aS ræSa aSallega tvo flokka af móttökutækjum. í öðrum flokknum voru tæki, sem Póst- og slmamálastjórnin segir að tiltölulega auS- velt sé aS komast yfir er- lendis en tlSnisviS þeirra er aSallega notaS I viS- skiptum viS skip og báta og flugvélar I langflugi. MeS þessum tækjum mátti einnig komast inn á tlSnisviS. sem notaS er til flutnings talslmarása. í slSari flokknum voru örbylgjutæki. sérstaklega gerS I þvl skyni aS fara meS þau frð byggS. Þessi tæki eru ekki til sölu á almennum markaSi. TlSni- sviS þessara tækja er not- aS til flutnings á talslma- rásum. Atlandshafsbanda- lagiS notar þetta tlðnisviS til flutnings talslmarása frð Bandarlkjunum til Evrópu. Samkvæmt skýrslu Póst- og slma- málastjórnarinnar eru tvær stöSvar I þeirri keSju hér á landi. Upplýst hefur veriS, aS utanrlkisráSuneytiS taldi ekki ástæðu til frekari at- hugunar á máli þessu. DómsmálaráSuneytiS tók undir þessa skoðun I bréfi til rfkissaksóknara. í fram- haldi af þvl sendi rlkissak- sóknari bæjarfógetanum I HafnarfirSi bréf þar sem fram kom aS ekki væri Hvers vegna vor 4 rannsóknin stöðvuð? ástæða til að aðhafast annað í málinu en gera tækin upptæk." Ólögmæt umsvif erlendra Leiðara Vísis lýkur með þessum orðum: „Með hliðsjón af álits- gerð Póst- og slmamála- stjórnarinnar sýnist hafa verið teknar mjög ein- kennilegar ákverðanir um stöðvun frekari málsrann- sóknar. Svo virðist sem ákvörðun ríkissaksóknara sé byggð á pólitfsku mati utanríkisráðuneytisins og dómsmalaráðuneytisins. Ljóst er samkvæmt skýrslu Póst- og síma- málastjórnarinnar að nota mátti þessi tæki til þess að hlera fjarskipti Atlants- hafsbandalagsins milli Bandaríkjanna og Evrópu. Starfsemi af þessu tagi getur skipt máli fyrir öryggi jslands og Atlants- hafsbandalagsþjóðanna. Ærin ástæða hefði því verið til að rannsaka mál af þessu tagi mjög ræki- lega. Ríkisstjórnin verður í framhaldi af þessum upp- lýsingum að svara því al- veg afdráttarlaust, hvort henni standi á sama um njósnastarfsemi Sovét- rfkjanna eða annarra þjóða af þessu tagi hér á landi Ef svo er ekki, þurfa stjórnvöld hins vegar að skýra, hvers vegna rann- sókn á málinu var stöðvuð og hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar til þess að stemma stigu við njósna- starfsemi Sovétríkjanna hér á landi. Sovétríkin hafa hér óeðlilega marga starfs- menn. íslensk stjórnvöld hafa ekki gert athuga- semdir þar við, þrátt fyrir athugasemdir, sem fram hafa komið á Alþingi. Ástæða er til að íslensk stjórnvöld geri einnig grein fyrir þvf, hvort þau óttist þvingunaraðgerðir af hálfu Sovétríkjanna, ef mál sem þessi séu rann- sökuð með eðlilegum hætti og á þeim tekið eins og efni standa til. Þetta eru mikilvægari mál en svo, að stjómvöld geti látið þau gufa upp. Borgararnir eiga heimt- ingu á að þau séu brotin til mergjar. Ástæðulaust er með öllu að þola ólög- mæt umsvif erlendra sendiráða í landinu." Samvinnuskólan- um slitið 1. maí SAMVINNUSKÓLANUM að Bif- röst var slitið 1. maí að venju. Skólastjórinn, Haukur Ingibergs- son, bauð gesti velkomna, einkum þó foreldra nemenda. Hann rakti starf skólans á starfsárinu og gerði grein fyrir úrslitum prófa. Nemendur voru 81 í vetur, 48 piltar og 33 stúlkur. I fyrsta bekk urðu hæst: Guðmundur Páll Jónsson Akranesi 8.93 Erlendur Hjaltason Reykjavík 8.86 Lára Ágústa Snorradóttir Patreksfirði 8.79 1 2. bekk urðu hæst: Kristin Bryndís Guðmundsd. Stöðvarfirði 9.44 Sigrún Inga Sigurðard. Skagafirði 9.20 Rósa Hansen Vestmannaeyjum 8.95 Er árangur Kristínar Bryndísar Guðmundsdóttur sá besti sem náðst hefur síðan Samvinnuskól- inn fluttist að Bifröst og afhenti skólastjóri Kristinu sérstök verð- laun vegna þessa afreks. Þessu næst töluðu fulltrúar af- mælisárganga. Grétar Björnsson hafði orð fyr- ir 20 ára nemendum og færði skól- anum 16 mm kvikmyndasýninga- vél að gjöf frá hópnum. Guðmundur Rúnar Óskarsson talaði fyrir hönd 10 ára nemenda og gáfu þeir skólanum brjóst- mynd af Guðmundi Sveinssyni, fyrrverandi skólastjóra Sam- vinnuskólans. Þá las skólastjóri upp bréf frá 35 ára nemendum þar sem þeir tilkynntu gjöf i Menningarsjóð Jónasar Jónssonar frá Hriflu, 90 þús. krónur. Skólastjóri þakkaði gjafirnar og hlýjar kveðjur til handa skólan- um. Fyrir hönd 1. bekkjar talaði Ólafur Helgason, Borgarnesi, Pét- ur Þorgrímsson fyrir hönd 2. bekkjar og Þórir Páll Guðjónsson fyrir hönd starfsmanna. Að lokum ræddi skólastjóri um framtíðarverkefni skólans og þakkaði nemendum og starfsfólki fyrir gott samstarf og sagði skóla slitið. Að lokum þáðu gestir hress- ingu í boði skólans. Tilkynning til viðskiptavina. Tölvutækni h.f. og Endurskoðunarskrifstofa N. Manscher & Co., tölvudeild, hafa stofnað til samvinnu um rekstur tölvuþjónustu fyrir viðskiptamenn sina. Markmið félagsins, Tölvumiðstöðvarinnar h.f., er að hafa á að skipa nýjum og tæknilega full- komnum vélakosti á hverjum tíma til hag- kvæmrar tölvuþjónustu og sérhæfðu starfs- fólki til úrlausnar á hvers konar verkefnum fyrir tölvuvinnslu. Nú þegar getur félagið boðið upp á eftirfar- andi stöðluð verkefni: Aðalbókhald Viðskiptamannabókhald Launabókhald Birgðabókhald Utskrift sölureikninga með sambyggðu birgða- og viðskiptamannabókhaldi o.fl. lær>ð vélritun Ný námskeið hefjast fimmtudaginn 12. maí. Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar. Engin heimavinna. Upplýsingar og innritun í síma 4131 1. Vélritunarskólinn Suðurlandsbraut 20. Póstkassar — Póstkassar Tvær stærðir ávallt fyrirliggjandi hjá okkur í Nýju blikksmiðjunni h.f., Ármúla 30, simar 81172 og 81104. Hárgreiðslustofan Tinna opnar í dag að Espigerði 4 sími 32935, inngangur suðurhlið. EBDIOEROI ^ // é_ I Ijs . D r ; ' 3 c r T-bleian með plastundirlagi fri Mölnycke er sérlega hentug. Fæst í öllum apótekum og stærri matvöruverzlunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.