Morgunblaðið - 12.05.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.05.1977, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAt 1877 Helga ÖlöfSveins- dóttir—minning Fædd 31. okt. 1910 Dáin 17. marz 1977. Fimmtudaginn 17. marz s.l. and- aðist í Landakotsspitala Helga Ólöf Sveinsdóttir, ekkja Kristins Ágústs Eiríkssonar járnsmiðs. Hún var dóttir hjónanna Guðrún- ar Teitsdóttur frá Haugum i Staf- holtstungum og Sveins Jónssonar sem ættaður var úr Fljótshlíðinni. Þau áttu saman fjögur börn sem öll eru látin. Elstur var Ingólfur, f. 1909, d. 1962. Hann var kvænt- ur Oddfríði Sæmundsdóttur og eignuðust þau þrjá syni. Næst var Helga Ólöf, f. 1910, d. 1977. Og loks tviburarnir Baldur og Bragi, f. 1913, d. 1914. Áður en Sveinn kvæntist eignaðist hann soninn Ólaf sem var heilbrigðisfulltrúi í Vest- mannaeyjum, f. 1903, d. 1970. Guðrún kona Sveins dó árið 1938. En Sveinn eignaðist tvær dætur og þrjá syni með konu sem hann bjó með eftir það. Hafa afkom- endur allir, þeirra Guðrúnar og Sveins, verið taldir mikið at- gervis- og myndarfólk. Helga ólst upp hér í höfuðstaðn- um á þeim árum þegar flestir voru fátækir og fólk átti svo Sem hálft annað par af skóm að meðal- tali, og telja mátti á fingrum sér þau heimili sem áttu gólfteppi að státa af. Þá var rúnturinn hinn almenni samkomustaður unga fólksins á kvöldin. Þar var stund- um farið með ærsl og læti, og ungir strákar leiddu stelpu undir hönd sem kallað var. Þó tók stein- inn úr þegar bærinn myrkvaðist, en það bar oft við þegar íshrögl var í Elliðaánum og gamla stöðin sagði stopp. Þá ætlaði allt um koll að keyra svo mikil varð kátínan í þessu fræga stræti. Þrátt fyrir þennan gauragang var ekkert unglingavandamál til, enda orðið ekki komið inn í málið fremur en tignarheitin trymbill og plötu- snúður. Þó er ekki fyrir það syngja að stundum heyrðist talað um „Ungt fólk nú á dögum“ í heldur niðrandi tón. Svo var það einhverju sinni i landlegu á sólbjörtu sumarkvöldi að ungur og prúðbúinn þjónn af gömlu Esjunni gekk i veg fyrir glæsilega Austurstrætisdóttur á téðum rúnti. Hann tók ofan fyrir henni, kynnti sig og kvaðst heita Kristinn Ágúst Eiríksson. I þá daga kunnu menn að slá konu gullhamra og var engu til sparað. Þessi kynni urðu með all óvenjulegum hætti, og mun frökeninni hafa brugðið nokkuð, en hún var engin önnur en Helga Sveinsdóttir sem hér verður minnst. Biðillinn fífldjarfi var samt ekki alveg á því að gefast upp við svo búið. Og föru leikar svo er fram liðu stundir að hann dreif konuna með sér í höfn hjónabandsins.gekk sjálfur í land, nam járnsmíði og stundaði þá iðju til æviloka. Hann lézt árið 1972. Ungu hjónin settust að í húsi foreldra Kristins og áttu heima þar upp frá þvi. Þau eignuðust þrjú börn. Elst þeirra er Sesselja , gift Gunnari Pálssyni bygginga- verkfræðingi. Næstur er Eiríkur flugumferðarstjóri, kvæntur Önnu Axelsdóttur Sveins. Og Anna hárgreiðslukona, gif.t Hall- dóri Guðmundssyni auglýsinga- stjóra. Áður en Helga giftist var hún í mörg ár starfstúlka á heimili frú Milliar og Ásgeirs Sigurðssonar konsuls í Suðurgötu. í þá daga stóðu slik hús fyllilega á sporði hinum beztu húsmæðraskólum, enda urðu stúlkur sem þaðan komu einhverjar myndarlegustu húsfreyjur i bænum, og var Helga þar engin undantekning. Auk þess hefur hún lært af móður sinni því hún var mikil myndar- kona þótt efnin væru af skornum skammti eins og víðar á þessum árum. Mín fyrstu kynni af Helgu og Kristni urðu þegar Eiríkur sonur þeirra og Anna dóttir okkar hjón- anna voru að draga sig saman. Ég minnist með þakklæti hvernig þau tóku á móti okkur, og myndarskapnum ætla ég ekki að lýsa. Anna Guðmundsdóttir segir frá heimili þeirra á viðkunnanleg- an hátt i minningargrein sem hún skrifaði um Helgu í Mbl. 24. marz s.l. Þessi hjón voru einstaklega samhent um flesta hluti. Þegar þau voru um sextugt fengu þau sér bíl, tóku próf og fóru að ferð- ast um landið. Þá urðu margir hissa, þvi það var engu líkara en að þessar manneskjur væru gæddar óbilandi lífsþrótti. Því miður stóð það ekki lengi sem þessir tveir bílstjórar nutu sam- vista eftir þetta, þvi Kristinn dó nokkrum árum síðar. Helga saknaði mjög manns síns, og reyndi eftir beztu getu að halda öllu i horfinu eins og meðan ,,Diddi“ lifði. Hún hafði mikið yndi af samvistum við fjölskyldu sina. Einkum barnabörnin. Og gaman hafði hún af að koma á mannamót þar sem dansað var því hún var lífsglöð að eðlisfari. í mörg ár starfaði hún hjá Hafrannsóknastofnuninni þar sem hún sá um veitingar handa starfsliðinu. Það var í fyrasumar sem þessi tápmikla kona fór aó breiða yfir höfuð á frídögum sinum. Þótti þá einsýnt að heilsa hennar væri far- in að gefa sig. Engum mun þó Minning: Fæddur 9. desember 1946 Dáinn 28. apríl 1977 Ungur má en gamall skal. Þannig hafa gengnar kynslóðir orðað hið óumflýjanlega öllu lifandi, að hverfa af sviði lífsins. Stundum haga örlögin þvi á þann _ hátt að koma mannsins með ljáinn er likn þeim, er hann tekur og léttir skyldmennum. Manninum hefir tekist að sigrast á óravíddum himingeimsins og komast til tunglsins, en honum hefir ekki tekist að ráða þá lífs- gátu, að sumir eins og geta ekki dáið, en aðrir verða að hverfa héðan á bezta aldri. Á reynslu- stundum hugleiðum við þessi mál og reynum að fá skýringar, en þær eru ekki til. Nútímamaður- inn verður því, þrátt fyrir alla tækniþekkingu að segja eins og forfeður okkar: Vegir Guðs eru órannsak anlegir. Baldur Þorvaldsson er fæddur á Blönduósi 9. des. 1946. Næst hafa komið til hugar að hún ætti svo skammt eftir ólifað sem raun varð á. í haust er leið gekk hún undir aðgerð sem ekki bar árang- ur í bata átt. Ög það eru ekki fullir tveir mánuðir síðan mér var tjáð að hún væri haldin banvæn- um sjúkdómi. Þessi bölvaldur gerði slika hrið að henni siðustu vikurnar að ástvinum hennar stóð ógn af. Sár var baráttan sem hún háði við gestinn sem kominn var að vitja hennar, því lífsþorstinn gerði alltaf vart við sig milli hríð- elstur fimm systkina, barna Þor- valdar Þorlákssonar, vélsmiðs og framkvæmdastjóra, Blönduósi, og fyrri konu hans Jóninu Jóns- dóttur, Hér ólst hann upp og starfaði sína stuttu æfi, að loknu námi í vélsmíði. Ég hefi þekkt Baldur heitinn frá fyrstu tíð. Við unnum saman í Skátafélagi Blönduóss i mörg ár. Þar var hann góður skáti. Reiðu- búinn að gera það sem hann var beðinn um. Oft er talað um kyn- slóabil og hversu mikið það sé. Ég held að of mikið sé úr því gert. Ég byggi þá skoðun mína á samstarfi við unga skáta, stúlkur og drengi, i allmörg ár. Mörg þeirra eru góðir vinir minir, þótt við séum hætt að vinna saman i skáta- félaginu. Þeirra á meðal var Baldur heitinn. Við töluðum oft saman um ýms mál. Minnist ég hans sérstaklega, þegar hann hafði gengið frá kaupum á íbúð, sem hann ætlaði að fullgera. Ungur kraftmikill maður, fullur anna. Hún hafði vonast til að ná bata svo hún mætti vera viðstödd fermingu sonarsonaar síns, Axels Inga, á annan dag páska. Auk þess hafði hún uppi ýmsar ráða- gerðir fram í timann. Og þar sem þetta var vel vinnandi kona hefði hún getað átt ánægjulegt ævi- kvöld ef örlögin hefðu ekki tekið i taumana. Oft hefur dauðinn verið nefnd- ur maðurinn með ljáinn og málað- ur hinum dekkstu litum. í þessu tilviki var hann kærkominn. Ekki sizt þeim sem horfa máttu upp á þennan ójafna leik. Og þegar ég er að hugsa um þetta minnist ég orða sænska læknisins og rihöfundarins Axels Munthe þar sem hann reikar milli leiðannaa í kirkjugarði mótmælenda í Róma- borg. Haann segir: „Dauðinn er fagur sveinn með blómskrýdda lokka og dreymandi svip. Hann er fagur sem höfundur ástarinnar. Og hann slekkur varlega ljós lifs- ins á kyndlinum sem hann treður undir fótum“. Nú er hún Snorrabúð stekkur. Húsið að Vesturvallagötu 2 stend- ur mannautt og bíður þess semm verða vill. En minningin um hjón- in Helgu Sveinsdóttur og Kristinn Ágúst Eiriksson mun lifa i hugum allra sem kynntust þeim. Auður Matthfasdóttir lifslöngunar og að sigrast á erfið- leikunum, enda dró hann ekki af sér. En enginn veit sfna ævina fyrr en öll er. Reiðarslagið kom. Heilsan bilaði og um bata var ekki að ræða. Það verður auðvitað enginn héraðsbrestur, þótt ungur maður, sem er að hefja starfsferil sinn falli frá, en fyrir heimilið og þá nánustu er um skipbrot að ræða. En þegar nóttin er dimmust og myrkrið svartast lýsa stjörnurnar best. Eins á minningin um góðan og prúðan dreng að verða þeim leiðarljós, sem eftir lifa. Baldur kvæntist æskuunnustu sinni Huldu Baldursdóttur Sigurðssonar frá Brekkukoti og Kristinar Bjarnadóttur Bjarna- sonar, Blönduósi. Þeim varð tveggja barna auðið, sem nú eru 11 og 7 ára. Á þessari ungu konu og börnum hennar hefir timi von- lausra veikinda legið sem mara undanfarin ár svo og nánustu ættingjum. Hún hefir sýnt and- legan styrk og unnið fórnfúst starf við að hlynna að manni sínum meðan fært var að hafa hann heima. En nú er komið að leiðarlokum. Vorið er tími lífsins. Þá losnaði þessi vinur okkar við fjötra þjáðs líkama til þess að byrja nýtt lif í æðra heimi. Þar lifir hann áfram og tekur á móti ástvinum sínum þegar kallið kemur. Tíminn læknar öll sár. Megi minningin um góðan dreng veita aðstandendum andlegan styrk ísorg þeirra, hafandi í huga, að dauðinn er líkn þjáðum likama. Guð blessi minningu hans. Jón Isberg. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför, SIGRÍÐAR BJÖRNSDÓTTUR, Safamýri 34. Vandamenn t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hjálp og vinarhug við andlát og jarðarför, SIGURÐAR ÁGÚSTSSONAR. Birkigrund 39, Kópavogi. Unnur Ólafsdóttir, Elísabet Jónsdóttir, og börn hins látna. t Hjartanlega þökkum við þá miklu samúð og vináttu, er okkur var sýnd við jarðarför ÍSAKS EIRÍKSSONAR Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarliði Borgarspítalans fyrir frábæra umönnun og einnig öllum þeim. er léttu honum langt og erfitt sjúkdómsstríð . „ . Kristín Siguroardottir, Inga ísaksdóttir Matthlas Jónsson, Eirlkur ísaksson Vigdls Stefánsdóttir, Sigurður ísaksson Edda Thorlacius, Frlða ísaksdóttir Jón H. Magnússon og barnaböm. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 t Faðir okkar, bróðir og mágur. ÞÓRARINN B. ÓLAFSSON Mánagötu 24, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 13 þ m kl 10.30 Fyrir hönd barna hans og tengdabarna Kristjin B. Þórarinsson, Kristlaug Ólafsdóttir, Valdimar Guðjónsson t Bálför mannsins míns og föður MATTHÍASAR GUÐMUNDSSONAR, stýrimanns, Hátúni 8, Reykjavík. fór fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 5 þ.m. i kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum læknum og hjúkrunarliði Borgarspitalans góða umönnun Jóhanna Ingimundardóttir, Ólöf Matthfasdóttir. t Útför mannsins mins, föður okkar. tengdaföður og afa, KLEMENZAR KR. KRISTJÁNSSONAR. fyrrverandi tilraunastjóra. Sámsstöðum f Fljótshlfð fer fram frá Breiðabólsstaðarkirkju laugardaginn 14 mai kl. 2 e.h Ferð frá Umferðamiðstöðinni kl 11. f.h. Þórey Stefánsdóttir, Edda Klemenzdóttir. Trausti Klemenzson, Magnús Sigurðsson. Þórir Guðmundsson og barnabörn. Baldur Þorvalds- son, Blönduósi t Móðir min, MARGRÉT HJALTADÓTTIR, Laugarnesvegi 110, andaðist á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri miðvikudaginn 1 1 maí. Valgerður Hrólfsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.