Morgunblaðið - 12.05.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.05.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1977 Óvissa með áburðarflutninga: 50 tonn af 1880 tonnum komin til Vestfjarða Frá viðræðufundi Sambandsstjörnar og ASt-nefndarinnar f gær. Sambandið mun ekki semja beint við ASI Viðræðufimdur Sambandsstjómar og ASI-nefndar í gær BÆNDUR á Vestfjörðum og í Strandasýslu eiga eftir að fá nærri allan þann áburð, sem þeir koma til með að nota í vor. Þann- ig er áætlað að á þetta svæði verði flutt í vor um 1880 tonn af áburði en aðeins er búið að flytja þangað um 50 tonn og i gær var verið að lesta Tungufoss, sem fara átti til Flateyrar og Dýrafjarðar með 470 tonn. Þá er einnig eftir að flytja 1000 tonn af þeim 2400 tonnum af áburði, sem fara eiga til Blönduóss og eftir er að flytja 400 líDrðnirl ÚRSLIT í 1. deild Islandsmótsins í knattspyrnu voru i gærkveldi þannig að Þór á Akureyri og Vík- ingar gerðu jafntefli nyrðra 1:1. 1 hálfleik var staðan einnig jöfn, hvorugt iiðið hafði skorað. Þá vann Fram FH í Hafnarfirði 3:0. Ekkert mark hafði verið gert er leikurinn var hálfnaður. A Mela- vellinum léku saman Akranes og Valur. Akranes vann 2:0. 1 hálf- leik var staðan 1:0. URSLIT leikja ensku knattspyrn- unnar í gærkvöidi urðu þessi: 1. DEILD: Derhy County — Queenspark Rangers 2—0 Stoke City — Manchester United 3—3 2. DEILD: Heraford United — Southamton 2__0 Vestur-þýzka knattspyrnuliðið Hamburg SV varð í gærkvöldi Evrópumeistari bikarhafa, þegar það sigraði belgíska liðið Ander- lecht í úrslitaleik Evrópu- keppninnar, með tveim mörkum gegn engu. I hálfleik var staðan 0-0. Volkerts skoraði fyrsta mark Þjóverjanna úr viti en Magath Kid síðara . Leikurinn fór fram í Amsterdam. tonn til Sauðárkróks. Að sögn Grétars Ingvasonar hjá Áburðar- verksmiðjunni standa vonir til að hægt verði að koma þessum áburði til bænda í tæka tíð komi ekki til verkfalla. Verði hins vegar boðað til verkfalls um næstu helgi og þau komi til fram- kvæmda í byrjun annarrar viku Framhald á bls. 20. Ávísanamálið fór aftast í röðina hjá Steingrími RANNSÓKN á ávísanamáli Hauks Guðmundssonar rannsókn- arlögreglumanns kann að dragast eitthvað. Setudómarinn i málinu, Steingrímur Gautur Kristjánsson, sagði í samtali við Mbl. í gær, að hann hefði verið búinn að ákveða tiltekna daga fyrir rannsóknina. Þá hefði það gerst að Haukur hefði óskað eftir að dómarinn viki sæti vegna meintrar hlutdrægni. Málið hefði gengið alla leið til Hæstaréttar, sem staðfesti úr- skurð Steingríms um að honum bæri ekki að víkja sæti. Sagði Steingrimur að vegna þessa mála- vafsturs hefði hann orðið að setja ávísanamálið aftur fyrir önnur mál, sem biðu afgreiðslu hjá sér, og kæmist hann ekki í málið fyrr en einhverntíma í næsta mánuði. Hassmálið: Gæzluvarð- haldsföngum fjölgar MAÐUR á þrftugsaldri var úr- skurðaður I allt að 30 daga gæzlu- varðhald í gærmorgun vegna rannsóknar nýja hassmálsins. Sitja þá tveir menn inni vegna málsins. Rannsóknarmenn verj- ast allra frétta af gangi rannsókn- arinnar enn sem komið er. STJÓRN Sambandsins og sérstök nefnd skipuð af samninganefnd Alþýðusambands Islands héldu með sér rösklega tveggja klukku- stunda fund f gær um kjaramál á grundvelli ályktunar Sambands- stjórnar í þeim efnum nú ný- verið. 1 fréttatilkynningum beggja aðila um þessar viðræður kemur fram, að forsvarsmenn Sambandsins hafi lýst þvf yfir að ekki gæti orðið um kjarasamn- inga að ræða, það væri Vinnu- málasamband samvinnuféiag- anna sem færi með samningamál- in fyrir samvinnuhreyfinguna og einnig hafi af hálfu for- svarsmanna Samhandsins verið lögð áherzla á þá skoðun, að kjaradeilan væri ekki leysanleg nema ríkisvaldið kæmi til varð- andi ýmis mjög mikilvæg atriði sem að því sneru í kjaramálun- um. Ákveðið var að viðræðum skyldi fram haldið þegar annar hvor aðili óskaði þess. í fréttatilkynningu Alþýðusam- bandsins segir svo m.a.: Á fundinum gerðu fulltrúar samninganefndar Alþýðusam- bandsins grein fyrir kröfum sín- um í yfirstandandi kjaradeilu og stöðunni í samningamálunum nú. Þeir lýstu ánægju sinni yfir þeim stuðningi, sem þeir töldu felast í nýgerðri ályktun stjórnar SÍS um kjaramál, þar sem meðal annars segir að „stjórn Sambandsins lýs- ir stuðningi við þá meginstefnu Alþýðusambands íslands, að leið- rétta beri kjör þeirra sem lægst hafa laun i landinu“ og „að stjórn Sambandsins lýsir sig reiðubúna til samstarfs um þessi mál við viðkomandi aðila". Fulltrúar samninganefndar ASÍ töldu að skilja mætti ályktun þess sem fyrirheit stjórnar SÍS um efnislegar viðræður sem leitt gætu til beinna kjarasamninga milli aðila. Fyrirsvarsmenn SlS lýstu því hins vegar yfir að um kjarasamninga gæti ekki orðið að ræða, Vinnumálasamband sam- vinnufélaganna myndu nú sem fyrr fara með kjarasamninga fyt- ir samvinnufélögin. Þeir lýstu því hins vegar yfir að stjórn SlS mundi beita áhrifum sinum á Vinnumálasamband samvinnufé- laganna og aðra aðila að deilunni Framhald á bls. 20. Banaslys- ið varð í rykmekki Guðbjörn Þórarinsson BANASLYSIÐ sem varð á Stór- höfðavegi I Vestmannaeyjum i fyrradag varð með þeim hætti að bilarnir sem rákust saman voru báðir innarlega á veginum þegar slysið varð, en þegar þeir mættust var mikið ryk á veginum vegna umferðarinnar. Volga-bifreið á leið i bæinn ók á eftir Mustang-bifreið og þyrlaðist mikið ryk upp á eftir Mustang- bifreiðinni samkvæmt upplýsing- um lögreglunnar í Eyjum. Mun bifreiðarstjóri Volga- bifreiðarinnar hafa fært bifreið sina nokkuð inn á veginn til þess að sjá betur fram. Vestmannaey- ingurinn sem lézt í bílslysinu, Guðbjörn Þórarinsson, ók bifreið sinni suður Heimaey og mun bif- reið hans einnig hafa verið innar- lega á veginum þegar bilarnir skullu saman í rykmekkinum. Stúlka sem var i bifreiðinni með Guðbirni slasaðist nokkuð og piltarnir tveir sem voru í hinni bifreiðinni, en ekkert þeirra þriggja er alvarlega slasað. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglunn- ar hefur ekkert komið fram sem bendir til óleyfilegs ökuhraða bif- reiðanna. Kvöldsagan „Vor í ver- um” lesin að ósk ASÍ „Oskiljanlegt hlutdrægnisbrot” segir formadur Alþýðuflokksins í RÍKISÚTVARPINU hefur að undanförnu verið lesin sem kvöldsaga bókin „Vor i verum“ eftir Jón Rafnsson og er það Stefán Ögmundsson sem annast upplesturinn. Bókin „Vor í ver- um“ hefur að geyma æviminn- ingar Jóns en hann var virkur þátttakandi í verkalýðshreyf- ingunni og stjórnmáium frá um 1920 og fram um 1950. Skip- aði Jón sér í sveit Alþýðu- fiokksmanna en gekk í Kommúnistaflokk tslands er hann var stofnaður 1930. Lest- ur sögunnar „Vor i verum" var gerður að umtalsefni í leiðara Alþýðublaðsins sl. þriðjudag undir fyrirsögninni „Hneyksli f útvarpsdagskrá“ en höfundur leiðarans cr Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins. Telur Benedikl að með lestri úr bók Jóns séu brotin lagaákvæði um hlutleysi Ríkisútvarpsins og ráðist sé „á einstaka menn, oft á ruddalegan og svfvirði- legan hátt“, Segir Benedikt að lesturinn sé „gróft óréttlæti, sem útvarpsráði ber skylda til að bæta úr, enda þótt það hafi gert sig sekt um óskiljanlegt hlutdrægnisbrot í dagskránni.“ Þórarinn Þórarinsson, for- maður Utvarpsráðs, var í gær spurður álits á þeim orðum Benedikts Gröndals að lestur sögunnar „Vor í verum“ væri brot á hlutleysisreglum Utvarpsins. Þórarinn sagðist fyrst vilja taka fram að upplest- ur úr sögu þessari væri tilkom- inn vegna óska frá Alþýðusam- bandi íslands þar um og væri liður í útvarpsefni, sem flutt væri I satnráði við ASI í tilefni af 60 ára afmæli þess í fyrra, Alþýðusambandið hefði með bréfi, sem undirritað var af Birni Jónssyni, formanni þess, og Stefáni ögmundssyni, for- manni Menningar- og fræðslu- sambands alþýðu, óskað eftiir þvi við Útvarpsráð að ASI yrði í tilefni 60 ára afmælis þess gefinn kostur á að flytja i út- varpi og sjónvarpi efni um verkalýðsmál. Hefði ASÍ til- nefnt Baldur Óskarsson sem fulltrúa sinn i viðræðum við Ríkisútvarpið. Útvarpsráð sam- þykkti á fundi sínum að til- nefna þá Friðrik Sophusson og Ólaf G. Einarsson til að ræða við Baldur. Um það hvort lestur sög- unnar væri brot á hlutleysis- reglum útvarpsins sagði Þórar- inn, að hann hefði ekki lesið bókina en hins vegar mætti það vera öllum ljóst að þegar tekn- Framhald á bls. 20. alþyðu- blaöíð ÚtRefaadl: Alþý4«il»ok»ö.---- ----- Rekaiar: Reykjapreal kf. RMatjtet eg ArmtvmMnmm. „„rfy****^ - atal 1«. ^ HNEYKSLI í ÚTVARPSDAGSKRÁ Um þessar mundir flyt- k RlkisCitvarpid I hljód- /arpi ,,kvöldsögurta" Vor verum eftir Jón Rafns- on, sem Stefán Dgmundsson les. Jón Raf nsson var á sln- jm tlma einn mesti bar- ittumaður Islenzkra (ommúnista, sem á þeim logum voru ófeimnir við iðkallasig þvi nafni. Var íann virkur I verkalýðs- treyfingu og st(órnmál <m, og hafa i siðustu viku rerið lesnir kaflar úr ninningum hans, sem jalla um veru hans f Uþýðuflokknum árin yrir 1930, áður en ommúnistaf lokkur slands var stofnaður. A jeim árum voru komm- nistar enn i Alþýðu- lokknum og Alþyðusam idi Islands, sem voru in og sömu samtökin. /oru þó opin átök milli afnaðarmanna og ari lagagrein að raeða. að það sætir undrun, að út- varpsráð skuli hafa sam þykkt þetta efni. Getur verið, að Þórarinn Þórar insson, formaður, og Ell- ert Schram, varaformað- ur útvarpsráðs, hafl lesið bók Jóns Rafnssonare Eða að aðrir útvarps- ráðsmenn, sem hljóta að hafa samþykkt þetta lestrarefni, hafi kynnt sambærilegan hátt eða leiðrétta rangfærslur. x Alþýðuf lokkurinn getur þó iátið sig þetta mál litfu skipta. Hann hefur lengi þolað árásir kommúnista og mun fyrst hafa áhyggjur, ef þeim linnir. Þótt landslög séu brotin á flokknum með þessu út- varpsefni, skal það látið kyrrt liggja. Hitt er verra mál, að I hlustar stundum á varp. Sjilfur hefur hail skrifað endurminning I sinar, þar sem fraf kemur það göfuglyndi, .1 hann talar vel um anl stæðinga sina og hef<| fyrirgefið eöa gleynl -áfdkum fyrri ára. En il lætur úfvarpsráðápsa yfI þíöðtnoi áhróður úr btl Jóns Rafnssonar og il kynsloö hlýðir á, kynskl ■ ■ lll ■■■II Leiðari Alþýðublaðsins þriðjudaginn 10. maí 1977.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.