Morgunblaðið - 12.05.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1977
33
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10 — 11
FRÁ MÁNUDEGI
£
vöruskiptaverslun við Portúgal
og Spán. Þurftu þeir að kaupa
mikið af vínum þaðan i staðinn
fyrir saltfisk. Nú seldust vinin
ekki nógu vel og birgðir hrönnuð-
ust upp. Tóku þá Norðmenn það
til bragðs að gera miðvikudag að
sérstökum söludegi léttra vína.
Þessi hugmynd var síðan gripin
af íslenzkum templurum og þeir
komu þessu inn í islenzk áfengis-
lög.
Er það ekki dæmigert fyrir þá
ágætu löggjöf, að svo skuli enn
vera, en söluvandi Norðmanna er
löngu úr sögunni?
En snúum okkur að bjórmálinu.
Er Island bjórlaust land? Nei, það
e það alis ekki. Sjómenn og flug-
áhafnir mega flytja bjór til lands-
ins. Er það ekki mismunumm á
högum borgaranna, að flugliði,
sem skreppur til meginlandsins
að morgni og kemur heim að
kveldi, hann má taka með sér 'A
kassa af bjór til að sötra með
kvöldmatnum eða leiðinlegu sjón-
varpi um kvöldið? Er þá ekki allt
í rúst heima hjá þessum farmönn-
um vegna bjórsins? Það mætti
ætla það eftir hástemmdum lýs-
ingum á hvernig áfengur bjór
hefur hrundið heilum þjóðum í
svaðið.
Það er ekki hægt að bera þetta
á borð fyrir landsmenn.
Yfir 100 þúsund íslendingar
skreppa til útlanda á ári hverju
og margir dvelja þar langdvölum.
Þetta fólk getur dæmt um ástand-
ið úti í hinum stóra heimi.
Það er ekki von á, að minna
verði drukkið á Islandi með til-
komu bjórsins, heldur öðruvisi og
betur.
Við lifum í harðbýlu landi við
rysjótt veðurfar og heimsmet i
verðbólgu. Okkur verður tiðrætt
um vandamálin og nöldur og geð-
vonska liggur við að vera aðal
lyndiseindun vor.
Er ekki mál til komið, að hinn
verðbólguhrjáði og skattpýndi og
stressaði borgari geti komið heim
til sin að kveldi og fengið sér glas
af góðu öli til afslöppunar og vel-
líðunar? Taugaveiklun og hjarta-
sjúkdómar eru algengari hérlend-
is en i stórborgum Bandarikjanna
og er þá mikið sagt. Hvað gerir
svo Alþingi? Þeirra sjónarmið
mun að líkindum mótast af þvi
hovrt rikissjóður tapi fé á bjórn-
um. Hvergi í viðri veröld mun
fjárhagur eins ríkis eins háður
því, að borgararnir þambi eld-
sterkt brennivín í tima og ótíma.
En engum dettur heldur í hug,
að bjórinn verði ekki skattlagður
og er það allt i lagi að vissu marki.
Hér með er skorað á alla góða
drengi að leyfa bjórinn.
Meðferð áfengis mun batna við
frjálsari löggjöf og áfcngisvanda-
mál verða vart verri með því að
leyfa það veikasta og raunar eina
holla áfengið i heiminum.
Megi hinir visu landsfeður bera
gæfu til að samþykkja bjórinn. Ef
Alþingi treystir sér ekki til slíkra
hluta þá ber að skjóta þessu máli
til þjóðarinnar t.d. í næstu kosn-
ingum.
Heiður og þökk sé Jóni Sólnes
fyrir frumkvæði hans.
Þorgeir H.“
0 Þeir eiga
líka sinn rétt
Sendill á hjóli:
—Ég vil bara fá að koma
því að * sambandi við hjólreiða-
fólk, sem er margt á götum
Reykjavíkur, sérstaklega á sumr-
in, að bílstjórar taki meira tillit til
okkar. Það er eins og við séum
alltaf fyrir i umferðinni og sífellt
er verið að flauta á okkur og það
er eins og við eigum alls ekki
neinn tilverurétt miðað við bíl-
ana. Þeir hljóta stundum hrein-
lega að horfa í gegnum okkur Ég
er lika vissum að mun fleir
myndu stunda hjólreiðar hér í
bænum, ef meira tillit væri tekið
til okkar.
Þessir hringdu . . .
0 Aðbúnaður
fatlaðra
Einn, scm umgcngst fatl-
aða:
—Sem betur fer hafa orðið
nokkrar umræður um málefni
ýmissa hópa þjóðfélagsins, sem
minna mega sin, þroskahefta,
fatlaða eða slíka hópa. Þessi um-
ræða hefur að visu ekki gert nein
kraftaverk, en augu margra hafa
opnazt fyrir þvi hversu mikils
sumt af þessu fólki fer á mis við
og hversu litið þarf oft að gera til
þess að gera þvi lifið ánægju-
legra. Það , sem sérstaklega
stendur t.d. hreyfihömluðu folki
fyrir þrifum, eru ýmsar hindran-
ir, tröppur, þröngar dyr, erfið sal-
ernisaðstaða fyrir fólk í hjólastól-
um og þannig mætti lengi telja.
Það væri mjög þarflegt ef meira
væri hægt að gera af því að taka
tillit til þessara þarfa fólksins,
sem hér um ræðir, þegar hús eru
teiknuð, sérstaklega opinberar
stofnanir, það er e.t.v. siður hægt
að ætlast til þess af öðrum, en þó
er það vissulega nauðsynlegt að
allir hafi þessi atriði i huga.
Þessum hugleiðingum er hér
með komið á framfæri og tekið
undir það að sýna beri þessum
hópi, sem rætt var um hér að
framan, þá tillitssemi, sem mögu-
legt er á öllum sviðum.
Umsjón:
Margeir Pétursson
Tvö af áskorendaeinvígjum
kvenna 1977 eru hafin. Staðan
hér að neðan kom upp i fyrstu
einvígisskák sovézku kvennanna
Kozlovskaju og Fatalibekovu, en
sú síðarnefnda hafði svart og átti
leik.
22... Hxf3 + !, 23. Kxf3 — Hf8 + ,
24. Kg2 — Rxe3+, 25. Hxe3 —
Dxe3, 25. IIxe3 — Dxe3, 26. De2
— Dg5+, 27. KU3 — Rd4 og hvít-
ur gafst upp.
Staðan í einviginu var er síðast
fréttist 2:0 F’atalibekovu i vil. í
Tbilisi, þar sem þær eigast við
Aleksandrija og Cliiburdanidze,
er staðan 3:2 þeirri fyrrnefndu i
v i 1.
HÖGNI HREKKVÍSI
Ilögni liefur trú á gildi fyrirmannlegrar fram-
komu!
Fullkomió philips verkstæöi
Fagmenn sem hafa sérhæft sig í-umsjá
og eftirliti með Philips-tækjum
siá um allar viðgerðir.
heimilistæki sf
SÆTÚNI 8. SÍM1:1 3869.
NYTT SH AMPOO
Vo 5 gæða shampoo fyrir allar hártegundir, ásamt
viðeigandi hárnæringu.
Nýtt hvalkjöt 485 kr. kg.
Reykt hvalkjöt 685 kr. kg.
Nýr svartfugl 200 kr. st.
Úrvals ærhakk 550 kr. kg.
Nýtt kálfahakk 580 kr. kg.
Kinda- og saltkjötshakk 685 kr.kg.
Nautahakk 770 kr. kg.
10 kg. nautahakk 650 kr. kg.
Nýtt kálfakjöt kálfalæri 545 kr. kg.
Kálfahryggir 450 kr. kg.
Kálfakótilettur 545 kr. kg.
Lambagullas 1380 kr. kg.
Lambasnitsel 1450 kr. kg.
Opið til 6 föstudaga.
Lokað laugardaga.