Morgunblaðið - 12.05.1977, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1977
Dreifbýlisfulltrúar á Landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins gagnrýnir á ríkisrekst-
urinn — og umræðuna um byggðamál
Unnsteinn Guðmundsson,
Höfn, Hornafirði:,,Mér er efst í
huga umræðurnar um dreif-
býlismálin. Nokkuð hefur verið
um það í fjölmiðlum undanfar-
ið að starfsemi Byggðasjóðs
hafi orðið til þess að hallað hafi
á Reykjavíkursvæðið. Ég er
sjálfur ekki sammála þessum
skoðunum, og þótt ánægjulegt
sé að vita að Byggðasjóður hafi
að einhverju leyti unnið lögboð-
ið hiutverk sitt, þá er ég þeirrar
skoðunar að Reykjavik hafi
ekkert farið neitt halloka á
undanförnum árum hvað fjár-
öflun snertir.
Af öðrum málaflokkum er
það að taka, að við Austfirðing-
ar lögðum fram áskorun til mið-
stjórnar um orkumál. Var hún
á þá leið að tekin verði ákvörð-
un um virkjunarframkvæmdir
á Austurlandi. Einnig að raf-
lina verði lögó a.m.k. austur í
Skriðdal eigi síðar en á árinu
1978. Við Austur-Skaftfellingar
sjáum ekki fram á betri lausn
en þessa, varðandi hringteng-
ingu. En það eina sem vantar á
í þessum málum er að ákvörðun
verði tekin.
Varðandi Kröfluvirkjun, þá
er það mitt álit, að hvernig sem
staðið hafi verið að málum þar í
fyrstu, þá verðum við að binda
vonir við virkjunina og treysta
að vel fari.
Varðandi sveitarstjórnarmál,
þá tel ég sem sveitarstjórnar-
maður að Sjálfstæðisflokkur-
inn hafi ekki staðið sig nægi-
lega vel í stykki sínu i sam-
bandi við verkaskiptingu ríkis
og sveitarféiaga, og má þar til
nefna rekstur skóla. Tel ég
Orkumál
Hafnar í
ólestri
sveitarfélögin hafa farið hall-
oka í þeim skiptum. Einnig er
ýmislegt sem komið hefur í arf
frá vinstri stjórninni, einkum
sjúkrasamlagsmál, og í þeim
málum virðist mér einnig um
það að ræða að verulega hafi
hallað á sveitarfélögin, og alv-
arlegast er að stjórnun þeirra
mála er nú í höndum báknsins
en ekki sveitarstjórnanna. Eftir
ýmsar breytingar á verkaskipt-
ingunni á undanförnum árum
er nú svo komið að aðeins lítið
hlutfall af tekjum er orðið eftir
til raunverulegrar ráðstöfunar
í sveitarfélögunum sjálfum.
Tvö mál eru einna efst á
baugi meðal Hornfirðinga um
þessar mundir. Annars vegar
eru það orkumálin, en í þeim
erum við mjög illa haldnir, og
óvíða meiri orkuskortur á
Austurlandi en einmitt á Höfn.
Getum við ekki fengið rafmagn
til húsahitunar, og verðum að
leggja í allan þann kostnað sem
olíuhitin fylgir. Þá er ekki hægt
að setja á stofn neitt iðnfyrir-
tæki sem notar raforku. Það
sem alvarlegast er í þessum
efnum er að það eina sem vant-
ar er ákvarðanataka um virkj-
anir eða orkuflutning. Hins
vegar eru húsnæðismálin mál
málanna hér. Vegna slæms
ástands höfum við bæði misst
marga verkmenntaða menn á
braut, og einnig hafa færri get-
að flutt hingað en vildu, því
skortur er mikill á húsnæði til
að taka á móti fólki.
Atvinnulífið hérsnýst náttúr-
lega meira.og minna í kringum
fisk, og Hornfirðingar binda
miklar vonir við að 200 mílurn-
ar fari að skila þeim auknum
bolfiski, en ljóst er að bolfisk-
afli hefur farið niður á við á
síðustu árum. Við vonum að
fiskur fari að ganga á okkar
mið á ný, og að erlendum togur-
um takist ekki að skrapa hann
upp utan 200 mílnanna.
Ástand atvinnumála hefur
verið hér mjög gott, þótt ætíð sé
Framhald á bls. 27
Árni Þórðarson, Siglufirði:
„Ég sit þennan fund fyrir
Njörð, félag ungra sjálfstæðis-
manna í Siglufirði. Á undan-
förnum árum hefur starf þeirra
þar ekki verið mikið, því ungt
fólk hefur flutzt þó nokkuð frá
byggðarlaginu. Síðastliðinn vet-
ur var til dæmis skortur á
vinnuafli við vinnslu sjávaraf-
urða. En þó held ég að þetta
fari ekki versnandi og æ fleiri
ungmenni sjái sig um hönd og
fari ekki i burtu, ef atvinna er
næg á annað borð, sem hún
hefur verið í vetur. Auk þess
held ég að ungt fólk vilji alveg
eins búa úti á landi.
í vetur höfum við ungir sjálf-
stæðismenn í Siglufirði reynt
að byggja upp félagsstarf okkar
og fengið okkur til aðstoðar
félaga úr SUS i Reykjavík.
Ég er mjög ánægður yfir því
að hafa setið þennan landsfund
og með þær undirtektir, seni
famboð ungra sjálfstæðis-
manna hefur fengið hér. Það
sýnir að ungt sjálfstæðisfólk er
i sókn og bezta dæmið er Inga
Ungt
fólkí
sókn
Jóna Þórðardóttir frá Akranesi,
sem fékk flest atkvæði til mið-
stjórnar."
Tðmas Lárusson, Álftagrðf,
Dyrhólahreppi í Vestur-
Skaftafellssýslu
Tómas er í hreppsnefnd í
Dyrhólahreppi. Hann hafði
þetta að segja um sitt byggðar-
lag sem telur um hundrað og
fjörutíu ibúa:
„Það er yfirleitt dauft yfir
öllu þarna hjá okkur. Ástæóuna
tel ég þá að ungt fólk flýr
byggðarlagið vegna þess að þar
er litla sem enga atvinnu aó fá.
Nú er til dæmis verið að leggja
niður Loranstöðina á Reynis-
fjalli og við hana unnu tíu fjöl-
skyldur. Nei, þeir telja að ekki
sé lengur þörf fyrir þessa stöð,
sem gegndi fjarskiptasambandi
við flug, eins og kunnugt er.
Álit mitt er að okkur vanti
höfn austur í Mýrdal vió Dyr-
hólaey. Þá yrði allur léttur
iðnaður til mikilla bóta fyrir
atvinnulifið almennt, þannig að
fólkið hætti að flýja í burtu.
Eftirtektarverðast á þessum
landsfundi sem komið hefur
fram, finnst mér talið um
Dauft yf ir
Dyrhóla-
hreppi
minnkaðan ríkisrekstur. Það
að reyna að afnema ríkisrekst-
urinn eins mikið og mögulegt
reynist og færa hann í hendur
einstaklinga og sveitafélaga,
þótt það reynist örugglega á
ýmsum sviðum mjög erfitt.
Ólafur B. Óskarsson, flokks-
ráðsmaður Vfðidalstungu, V-
Hún.:
„Það er erfitt að segja hvað
er mál málanna hér. Mörg eru
þau mikilvæg, og svo er um-
ræðan mest í umræðuhópum og
því ekki hægt að fylgjast ýtar-
lega með þeim öllum. En með
því fyrirkomulagi sem tekið
hefur verið upp eru mál unnin
á betri máta en áður, að mínu
viti.
Nú okkur bændum hættir
auðvitað til að staldra við okkar
aðal hagsmunamál, þ.e. land-
búnaðinn og byggðamálin. Mér
itefur fundist nokkuð óæskileg-
ur tónn í sumu af því sem hald-
ið hefur verið á loft í opinberri
umræðu um byggðamálin. Það
vantar að efla skilning milli
dreifbýlis- og þéttbýlismanna
um þessi mál, og ég sem dreif-
býlismaður vil taka fram að við
erum alls ekki að vinna gegn
hagsmunum þéttbýlisins með
eflingu dreifbýlisins.
Það er allt gott að frétta úr
mínum heimahögum. Sauð-
burður fer að komast i fullan
gang nú um miðjan mánuðinn.
Bændur eru yfirleitt ánægðir
með hvað veturinn hefur verið
þeim hagstæður, en alveg á
eftir að koma þó í ljós hvort
klaki fer illa með tún, vegna
þess snjóaleysis sem verið
hefur. Það sem helzt hefur
hrjáð okkur bændur í V-Hún.
er vatnsleysi.
Ég er bjartsýnn á að sumarið
verði gott, og alla vegana leggst
það vel í mig. En sagt er gjarn-
an að mönnum hætti til að spá
Vinnum
ekki gegn
hag þétt-
býlisins
um hluti eftir því hvernig
veðrið er þann daginn sem spáð
er, en blíðan er jú blessuð i
dag.“
Oddvitinn í Kaldrananeshreppi í
Strandasýslu heitir Þórir Ilaukur
Einarsson.
Hann sagði að í Kaldrananeshreppi
væru um tvö hundruð íbúar, þar af
tæplega hundrað í Drangsnesi. „Svo
óheppilega vildi til að síðastliðið
sumar brann frystihúsið í Drangs-
nesi. En í haust var strax hafist handa
við endurbyggingu þess. Gekk
afburða vel að koma húsinu í fokhelt
ástand og var því lokið rétt fyrir jól.
En siðan hefur endurbyggingin
gengið ákaflega hægt og erfiðlega
sökum fjárskorts. En þó er búið að
koma því í það ástand að hægt er að
verka þar grásleppu, en grásleppu-
vertíð stendur tiltölulega stutt og við
vitum satt að segja lítið hvernig hægt
verður að hefja hefðbundna freðfisk-
framleiðslu með þessu áframhaldi,
þar sem uppbyggingin er svo skammt
á veg komin. Að sjálfsögðu stefnum
við að þvi að frystihúsið verði komið í
gagnið í sumar og verði rekið með
svipuðu sniði og gamla húsið, til
dæmis í sambandi við rækjuvinnslu,
svo og hörpudisksvinnslu. Hvort sem
á þessu eru litlar líkur eða engar, þá
vona ég að fyrirgreiðsla Fiskveiða-
sjóðs og Byggðasjóðs liðkist ögn.
Fróðlegast hefur mér þótt á þessum