Morgunblaðið - 12.05.1977, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1977
35
Strákalið ÍBK sterk-
ara en búizt varvið
winskys landsliösþjálfara eru þær
að farið hafi fram allt að átta
leikir í 1. deildinni þegar kemur
að lokaundirbúningi fyrir Heims-
meistarakeppnina, en ráðgert er
að hann hefjist 23. október. Dag-
ana 27,—30. október fer hér á
landi Norðurlandamót karla í
handknattleik. Fram að þeim
tíma og allt til loka janúar, er
Heimsmeistarakeppnin hefst,
verða landsliðsmennirnir ekki á
æfingum með félögum sínum.
Eins og málin standa í dag* er
útlit fyrir að fresta verði byrjun
íslands- og Reykjavikurmótsins i
handknattleik og flytja landsleiki
við Kínverja úr Laugardalshöll-
inni. Fari það svo stangast það á
við hugmyndir Janusar og lands-
liðsnefndarmanna.
KEFLVIKINGAR unnu KR-inga verðskuldað með tveimur mörkum
gegn engu I 1. deildinni f fyrrakvöld og hefur „strákalið" IBK svo
sannarlega komið á óvart f upphafi Islandsmótsins. Tveir leikir og
tveir öruggir sigrar. KR-ingar hafa hins vegar ekki verið með heilli hð
f þessum tveimur leikjum og eins og þeir viti alls ekki hvað þeir eru að
gera. Baráttan, sem hefur verið aðall KR-liðsins undanfarin ár, er f
lágmarki og öryggisleysi einkennir allan leik liðsins. Keflavfkurliðið
berst hins vegar sem ein heild og gefur ekki einn einasta bolta, sama
hversu vonlaust virðist að ná honum.
Undirritaður var einn þeirra,
sem fyrir Islandsmótið spáði liði
ÍBK botnsæti f 1. deildinni, en nú
þegar er full ástæða til að endur-
skoða þær hrakspár. Reyndar er
það nú oft svo að það lið, sem spáð
er minnstu gengi, kemur mest á
óvart og svo er með Keflavíkurlið-
ið, sem eftir tvo leiki er komið á
topp 1. deildarinnar. Meðsex leik-
menn úr 2. flokki hafa Kefl-
vfkingar náð upp ágætu Iiði. Að
vísu hefur liðið unnið tvö af Iak-
ari liðum 1. deildarinnar, en slíkir
sigrar hljóta að gefa liðinu byr
undir báða vængi og auka sjálfs-
traust leikmanna.
Fyrra markið i Ieiknum f fyrra-
kvöld skoraði Þórir Sigfússon á
28. mínútu leiksins. Ólafur Júlfus-
son gaf frá miðlfnu fram á hægri
vænginn á Þóri Sigfússon. Þórir
lék í átt að markinu og í stað þess
að renna á Ólaf aftur reyndi hann
skot af 20 metra færi með vintri.
Knötturinn fór í jörðina rétt fyrir
framan Magnús markvörð, sem
rétt náði að blaka i knöttinn, en
ekki nóg til að afstýra marki. 1:0
fyrir IBK.
I seinni hálfleiknum höfðu KR-
ingar vindinn heldur með sér, en
sem í fyrri hálfleiknum gáfu Kefl-
víkingar ekkert eftir og þeir skor-
uðu tvö mörk f hálfleiknum. Það
fyrra gerði Kári Gunnlaugsson,
en markið var dæmt af einhverra
hluta vegna. Löglega markið skor-
aði siðan Þórður Karlsson á 40.
minútu, en hann hafði nokkru
áður skipt við Kára Gunnlaugs-
son. Það var Ólafur Júlfusson,
sem einnig átti upptökin að þvf
marki. Hann tók aukaspyrnu á
miðjum vallarhelmingi KR og gaf
vel inn f. Gfsli Torfason skallaði
fyrir mitt markið og Þórður kom
að á fullri ferð og fast skot hans í
hliöarnetið var óverjandi fyrir
Magnús markvörð.
Bæði lið áttu tækifæri í þessum
leik, sem ekki nýttust og skiptust
þau jafnt á bæði liðin. Voru færi
Keflvfkinganna þó hættulegri í
leiknum.
Um einstaka leikmenn IBK er
það að segja að Gfsli Torfason var
sá brimbrjótur í vörninni, sem
allt brotnaði á, sérstaklega í fyrri
hálfleiknum. Voru KR-ingarnir
hreinlega orðnir hræddir við
Gísla og sóttu ekkert að honum.
Sigurður Björgvinsson er sterkur
lefkmaður og naut sín mjög vel í
fyrri hálfleiknum, en í þeim
seinni var hans betur gætt. Þor-
steinn Bjarnason sýndi öryggi í
markinu, Ólafur byggði upp
margar sóknarlotur IBK, en virt-
ist seinni á sprettinum en áður.
Rúnar, Einar og Óskar börðust
vel, en það sama má reyndar
segja um flesta leikmenn liðsins.
Ottó Guðmundsson var yfir-
burðamaður i Iiði KR í þessum
leik og eiginlega sá eini, sem lék
af raunverulegri getu. örn
Óskarsson sást lítið meðan hann
lék sem miðherji, en eftir að hann
dró sig aftur á vellinum í seinni
hálfleiknum skapaði hann meiri
hættu.
Sævar Sigurðsson dæmdi þenn-
an leik og slapp sæmilega frá
hlutverkinu.
t stuttu máli:
Islandsmótið 1. deild, Mela-
völlur 10. maf.
KR — tBK 0:2 (0:1)
Mörk lBK: Þórir Sigfússon á 28.
mínútu, Þórður Karlsson á 85.
mín.
Aminningar: Sigurður Indriða-
syni og Stefáni Erni Sigurðssyni,
báðum í KR, var sýnt gula spjald-
ið fyrir litlar sakir.
Áhorfendur: 581
Kylfingar
komnir heim
Hart sótt að Magnúsi KR-markverði.
Það er mikill munur fyrir kylfinga f Eyjum að vera aftur komnir
á völlinn sinn f Herjðlfsdal og f þetta fagra umhverfi. (Jtsýni til
Suðureyja og smáeyja úr skálanum eins og sjá má. Fremstir
standa Magnús Magnússon, fyrrverandi bæjarstjðri, og Björn
Ingi, yngsti kylfingurinn f fyrsta mótinu og jafnframt sigurveg-
arinn. (Ijðsm. Sigurgeir.)
EFTIR fjögurra ára fjarveru af golfflötunum f Herjólfsdal eru
kylfingar úr Eyjum nú loksins komnir heim. 7. mai síðastliðinn fór
fram fyrsta mótið i Dalnum i fjögur ár og verður þess dags
örugglega minnzt meðal kylfinga f Eyjum næstu árin.
Fyrsta keppnin var flaggakeppni og mættu 30 kylfingar til leiks í
ákjósanlegu veðri og umfram allt í réttu umhverfi. Mikil almenn og
skiljanleg gleði var ríkjandi meðal þeirra i tilefni dagsins. Auk þess
að völlurinn er nú kominn f sæmilegt lag hefur nýtt klúbbhús risið í
Herjólfsdal með útsýni f vestur og yfir hálfan golfvöllinn.
Meðan verið var að hreinsa, tyrfa og græða upp golfvöllinn i
Herjólfsdal — sem reyndar er enn ekki að fullu lokið — komu
golfarar f Eyjum sér upp 6 holu velli suður undir Sæfelli og
notuðust við hann þar til nú.
Júlli kallinn tðk fram gömlu,
gððu kylfurnar sfnar og lét sig
ekki vanta á fyrsta mðtið þó
orðinn sé 74 ára gamall.
Þessir rosku sveinar eru allir sjðmenn og mjög áhugasamir um golf. Nokkrar af mestu aflaklóm
Eyjanna eru virkar f golfklúbbi Vestmannaeyja og láta sig sjaldan vanta ef þær eiga færi á að komast í
golf.
----------------------------—------------------------------------------------------)
KR — ÍBK 0:2
Texti: Ágúst I. Jónsson
Mynd: Friðþjðfur Helgason.
Getrauna-
spá MBL.
Loka-
sókn
ÞÁ ER ÞAÐ lokaatlagan og að
margra áliti tími til kominn að
standa við eitthvað af öllum þeim
grúa loforða, sem gefin hafa verið
i vetur. Lesendur inega vel vita
það núna, að öfarir getspekinga
Mbl. hafa verið af ásettu ráði, til
þess eins, að fðlk missi trúna á
spár okkar. Þannig viljum við
launa tryggustu stuðningsmönn-
um okkar með þvf að koma fyrst
með vinningsformúluna í sfðasta
þættinum.
Birmingham — Everton. X.
Jafntefli héldi báðum liðum fyrir
ofan kjallaraliðin. Við spáum, að
svo fari. Jafntefli, 2—2.
Coventry — Manchester C.
Tvöfaldur 1 eða X.
Meistaravonir Manchestar-liðsins
hafa dvinað nokkuð, en Coventry
er hins vegar enn i töluverðri
fallhættu. Við spáum heimasigri
eða jafntefli, þvert ofan í allar
lfkur. 1—0 eða 0—0.
Derby — Ipswich.
Tvöfaldur X eða 1.
Ipswich hefur misst af titlinum
en tryggt sig í UEFA-keppnina og
er þvf ekki annað í húfi en annað
sætið. Derby er í nokkurri fall-
hættu enn og teljum við, að þeir
hafi betur að þessu sinni. Heima-
sigur eða jafntefli, 2—1, 1—1.
Leeds — QPR. X.
QPR er í mikilli fallhættu, en eiga
þó fleiri leikjum ólokið en hin
botnliðin. Leeds eru oft afar mis-
tækir á heimavelli sínum og telj-
um við að QPR næli sér i dýrmætt
stig. 1—1.
Liverpool — West Ham. 1.
Þrátt fyrir allt sem i húfi er fyrir
WH, teljum við, að þeir eigi ekki
minnsta möguleika á stigi í þess-
um leik, hvað þá meiru. Heimasig-
ur, 3—1,
Manchestar Utd. — Arsenal. x.
Manchestar-liðið tekur engar
áhættur viku fyrir úrslitaleikinn í
bikarnum, en okkur þykir líka
ólfklegt, að það tapi á heimavelli.
Jafntefli, 1—1.
Middlesbrough — Bristol C. x.
Við spáum því, að þessi leikur
verði eitt stórt núll, staða Bristol-
liðsins er svo til vonlaus og að
engu er að keppa fyrir „boro“.
Spáin er því 0—0.
Newcastle — Aston Villa.
Tvöfaldur 1 eða X.
Bæði þessi lið eru örugg i UEFA-
keppnina og spáum við því
óþvinguðum og fjörugum leik.
Heimasigur eða jafntefli, 3—2,
eða 2—2.
Norwieh — Sunderland. X.
Ef Sunderland ætlar að sleppa við
fallið, verður það að fá minnst eitt
stig úr þessari viðureign og ef það
leikur eins og undanfarna mán-
uði, virðist ekkert vera þvi til
fyrirstöðu. Jafntefli, 0—0.
Tottenham — Leicester.
Tvöfaldur 1 eð X.
Tottenham virðist hafa sungið sitt
síðasta i fyrstu deild, en mun ef-
laust berjast fram á siðustu min-
útu. Við spáum því heimasigri,
3—0, en til vara höfum við jafn-
tefli, ef leikmenn Tottenham
skyldu vera búnir að gefa upp
alla von og leikmenn Leicester
búnir að jafna sig eftir út.reiðina
gegn WBA á laugardaginn.
WBA — Stoke. 1.
Stoke á engan möguleika gegn
mjög góðu liði WBA og það sem
verra er fyrir þá, fallhættan verð-
ur stórkostleg ef þeir tapa leikn-
um. Heimasigur 2—0.
Bolton — W’olves. 1.
Bolton verður a fá fimm stig í
síðustu þremur leikjum sínum til
að skjótast upp i fyrstu deild á
kostnað Nottingham Forest. Úlf-
arnir hafa þegar tryggt sér ann-
arrar deildar titilinn og munu þvi
ekki taka þennan leik eins alvar-
lega og ella. Spáin er þvi heima-
sigur, 2—0.
—gg.