Morgunblaðið - 12.05.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.05.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1977 Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráðherra: VERULEGAR umræður urðu á fundum Alþingis síðustu dagana fyrir þingiausnir um frumvarp til laga um Járnblendiverksmiðju I Hval- firði. Við afgreiðslu frumvarpsins I efri deild lagði meirihluti iðnaðar- nefndar, Steingrímur Hermannsson, Albert Guðmundsson, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Ingi Tryggvason og Eggert G. Þorsteinsson og Jðn G. Sólnes með fyrirvara, til að frumvarpið yrði samþykkt en minnihluti nefndarinnar, Stefán Jónsson. lagði til að það yrði fellt. Gagnrýndu þingmenn Alþýðubandalagsins I deildinni byggingu verk- smiðjunnar og sagði Stefán Jónsson I áliti sfnu, að hér væri um að ræða fjárglæfrafyrirtæki, raforkusala Landsvirkjunar til verksmiðj- unnar yrði óhagstæð og undir framleiðslukostnaði. Þá sagði Stefán, að gefið hefði verið út starfsleyfi til verksmiðjunnar sem fullnægði ekki þeim kröfum sem Heilbirðgiseftirlit rfkisins og Náttúruverndarráð gerðu til hollustu hátta og umhverfisverndar slfkra fyrirtækja. Ragnar Arnalds flutti tillögu um rökstudda dagskrá þess efnis að ekki væri grundvöllur til byggingar þessarar verksmiðju og þvf tæki deildin fyrir næsta mál á dagskrá. Studdi Ragnar tillögu sfna 12 liðum. Þá fluttu þingmennirnir Stefán Jónsson og Ragnar Arnalds tillögur um að fram færu leynilegar kosningar meðal fbúa nágrannasveitar- félaga verksmiðjunnar og yrði niðurstaða þeirrar atkvæðagreiðslu með þeim hætti að fbúarnir vildu ekki verksmiðjuna þá kæmu lögin um hana ekki til framkvæmda. Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráðherra, svaraði gagnrýni og athuga- semdum þingmanna Alþýðubandalagsins f ræðu við 3. umræðu um frumvarpið og fer ræða Gunnars hér á eftir: Aðild sveitar- félaganna að hafnargerð á Grundartanga felur í sér af- stöðu og sam- þykki þeirra ENGIN STÓRIÐJA GEGN VILJA HEIMAMANNA Þetta mál, járnblendiverk- smiðja á Grundartanga, hefur nú verið rætt meira á Alþingi. heldur en flest önnur mál, sem verið hafa til meðferðar á seinni árum. Á Alþingi 1974— ‘75 urðu langar og ítarlegar umr. um málið og nú aftur á þessu þingi. Ég ætla ekki að lengja þær að ráði. Varðandi það sem fram hefur komið í þess- ari deild, vil ég sérstaklega vísa til ræðu framsögumanns meiri- hluta iðnaðarnefndar, Steingríms Hermannssonar, sem svaraði með skýrum rökum ýmsum þeim ádeilum, sem þingmenn Alþýðu- bandalagsins hafa haldið uppi. Mér þykir hlýða að svara fyrir- spurnum, sem beint var til mín, og vil ég þá fyrst víkja að fyrir- spurn síðasta ræðumanns, Ragn- ars Arnalds, efnislega á þá leið, hvers vegna ég ætli ekki að standa við fyrri yfirlýsingar, sem ég hafi gefið Eyfirðingum um, að gegn vilja heimamanna yrðu stór- iðjufyrirtæki ekki sett á fót. Þingmenn Alþýðubandalagsins hafa rangfært í báðum deildum og í Sameinuðu þingi ummæli mín og er þó í lófa lagið að fletta þeim upp í Alþingistíðindum. Þessi ummæli, sem þeir hafa í huga, eru í 14. hefti umræðuparts Alþingistíðinda, dálki 2005, í um- ræðum í Neðri-deild 10. febr. Þar er rætt um hugmyndir um álver í Eyjafirði. Jónas Árnason, 5. þing- maður Vesturlands hafði fagnað þvi mjög I ræðu, að Eyfirðingar hefðu risið upp gegn byggingu álvers þar nyrðra og sagði, að þetta hefði dugað, „stjórnvöld sáu að sér.“ Ut af þessu fórust mér orð á þessa lund með leyfi hæst- virts forseta: „Hvaða stjórnvöld voru það sem sáu að sér eða gáfust upp á ein- hverjum áformum? Ekki ég. Ég hef aldrei látið í ljós neinar sér- stakar óskir eða áform um að reist yrði álver í Eyjafirði. Ég hef þvert á móti, þegar farið var að ræða um þetta nýlega opinber- lega lýst því yfir, að það yrði ekki, meðan ég sæti í þessu embætti, byggt álver þar gegn vilja heima- manna.“ ÓSKIR UM ATKVÆÐA- GREIÐSLU ÞURFA AÐ KOMA Á EÐLILEGUM TÍMA Þessi voru mín orð og við þau verður að sjálfsögðu staðið. Það er algerlega heimildarlaust, þeg- ar þingmenn halda því fram, að ég ætli ekki að standa við þau orð, sí-m ég hafi viðhaft á Alþingi 10. :rebrúar, þar sem ég vilji ekki leyfa íbúum nokkurra hreppa í Borgarfjarðarsýslu að greiða atkv. um þetta mál. Ég vil taka það fram, að ég er sama sinnis um stóriðjuver annars staðar á landinu eins og í Eyjafirði. Ég hefði verið því fylgjandi, að at- kvæðagreiðsla færi fram meðal heimamanna um verksmiðjuna á Grundartanga, ef þær óskir hefðu komið fram á eðlilegum tíma. ENGIN ÓSK UM ATKVÆÐAGREIÐSLU í 4 ÁR En þetta mál hefur verið til umræðu í fjögur ár. Það byrjaðí I tíð vinstri stjórnarinnar eins og kunnugt er, það er sameiginlegt málefni núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnar. Eftir að núverandi stjórn var mynduð tóku tveir ráð- herrar sig til I desembermánuði 1974 og boðuðu fund að Leirá I Leirár- og Melasveit til þess að kynna málið fyrir heimamönnum. Fyrirrennari minn í embætti, sem hafði á þriðja ár fengist við undir- búning þessarar verksmiðju, hafði aldrei haft fyrir því að kynna málið heimamönnum, þó að hann hafði ákveðnar tillögur og tilbúinn samning og lagafrum- varp um málið. Á þessum fjórum árum hefur engin sveitarstjórn á þessu svæði nokkurn tíma óskað eftir atkvæðagreiðslu heima- manna um málið, engin hrepps- nefnd, ekki bæjarstjórn Akra- ness, ekki sýslunefnd. Hér hafa ekki borist neinar óskir eða uppá- stungur um atkvæðagreiðslu. Það er fyrst sett fram ósk um at- kvæðagreiðslu fyrir um það bil viku, eftir að málið hefur verið á döfinni í fjögur ár, eftir að búið er fyrir tveimur árum að fjalla um málið á Alþingi, og setja lög um byggingu þessarar verk- smiðju óg eftir að málið hefur nú verið vikum saman til meðferðar i Alþingi. Það er ekki hægt að taka það alvarlega á siðustu stund, þegar eftir er lokaafgreiðsla í seinni deild og örfáir dagar eftir af þinghaldi, að þá fyrst séu born- ar fram kröfur um það, að nú þurfi að fara fram atkvæða- greiðsla meðal heimamanna. Að biða með það í fjögur ár að láta uppi slíkar óskir bendir ekki til þess, að mögnuð andstaða hafi verið gegn þessu máli, enda er lika flest, sem bendir í aðra átt. Frá sveitarstjórnum hafa mér engar ályktanir borist um þetta mál utan frá einni og það er bæjarstjórn Akraness, sem sam- þykkti í desember 1974 eindregin meðmæli með verksmiðjunni á Grundartanga og skoraði á ríkis- stjórn og Alþingi að samþykkja frumvarpið. Sú áskorun var sam- þykkt með 8:1 atkvæðum,- Nú í gær hefur þessi áskorun verið ítrekuð, einnig með 8:1 atkvæðum Gunnar Thoroddsen í bæjarstjórn Akraness, og það er skorað eindregið á Alþingi að samþykkja frumvarpið um járn- blendiverksmiðjuna fyrir þing- lausnir. Þær fjórar hreppsnefnd- ir, sem nú eru nefndar í þessu sambandi, hafa ekki sent neina áskorun, hvorki andmæli gegn verksmiðjunni né kröfur um at- kvæðagreiðslu. Þvert á móti hef- ur margt bent 'til þess að íbúar á þessum slóðum og sveitarstjórnir væru ekki andvígar verksmiðj- unni. EIGENDUR KLAFASTAÐA SELJA LAND UNDIR VERKSMIÐJUNA Eitt það fyrsta sem þurfti að gera veturinn 1974—5 var að að kaupa land fyrir verksmiðjuna. Einhverjir höfðu haft það við orð, að e.t.v. væri rétt að taka það land, sem þarna þyrfti, eignar- námi. Ég aftók það með öllu, held- ur yrði að sjálfsögðu að leita samninga. Og samningar tókust við eigendur jarðarinnar Klafa- staða í Skilmannahreppi um að þeir seldu 80 hektara landspildu úr landinu undir járnblendiverk- smiðjuna á Grundartanga. Kaup- samningur er dagsettur 16. apríl 1975 og undirritaður af eigendun- um þremur, Kristmundi Þor- steinssyni, Ástu Þorsteinsdóttur og Guðmundi Þorsteinssyni. Um- samið kaupverð var 7.2 millj. fyr- ir landið og 6 millj. kr. fyrir hafn- araðstöðu. Auk þess er ákveðið, að eigendur jarðarinnar veita ríkissjóði forkaupsrétt að þeim hluta Klafastaða, sem ekki er seldur með þessum kaup- samningi. Þessi samningur er gerður af fúsum og frjálsum vilja. Á þenn- an kaupsamning skrifar fyrir hönd hreppsnefndar Skilmanna- hrepps, Sigurður Sigurðsson odd- viti, þar sem hann hafnar fyrir hönd hreppsins forkaupsrétti á þessari landspildu úr landi Klafa- staða. Ekki ber nú þessi samn- ingsgerð og afsal forkaupsréttar af hálfu hreppsnefndar vott um „magnaða andstöðu“ þessa fólks gegn verksmiðjunni. ÖLL SVEITARFÉLÖGIN STANDA AD HAFNARGERÐ í sambandi við verksmiðjuna þarf að byggja höfn. Hafnargerð á Grundartanga er einn þáttur verksmiðjumálsins. Það hefur verið komið á fót hafnarnefnd, sem á að sjá um byggingu þessar- ar hafnar og það hefur verið gerð- ur sameignarsamningur um höfn við Grundartanga. Hverjir eru nú aðilar að þessum hluta járn- blendimálsins, þ.e.a.s. höfninni? Það er hreppsnefnd Hvalfjarðar- strandahrepps, þar skrifar undir oddvitinn Guðmundur Brynjólfs- son, það er hreppsnefnd Innri- Akraneshrepps, undirritað af Antoni Ottesen, hreppsnefnd Leirár- og Melasveitar, undirritað af Bergþóri Guðmundssyni, hreppsnefnd Skilmannahrepps, þar sem Grundartangi liggur, undirritað af oddvita, Sigurði Sig- urðssyni, bæjarstjórn Akranes- kaupstaðar, undirritað af bæjar- stjóranum Magnúsi Oddssyni, og fyrir aðra hreppa Borgarfjarðar- og Mýrasýslna sýslumaðurinn Ás- geir Pétursson. Eru nú líkur til þess, ef and- staða gegn Grundartangaverk- smiðjunni hefur verið mögnuð og mergjuð í þessum hreppum, að allar hreppsnefndirnar skrifuðu undir samning um að standa að byggingu hafnarinnar, sem er lið- ur í byggingu verksmiðjunnar? Ég held að það hljóti að liggja ljóst fyrir, að með þetta í huga var ekki ástæða fyrir stjórnvöld til þess að ætla, að heimamenn væru andvígir þessari verksmiðju. Ef á þessum tíma hefðu komið fram óskir eða kröfur um atkvæða- greiðslu heimamanna, hafði ég beitt mér fyrir því, að hún færi fram. Þegar um slík mál er að ræða, þá er spurningin: Hverjir eru „heimamenn"? Eru það íbúar í þeim hreppi, þar sem verksmiðj- an á að risa? Það er Skilmanna- hreppur, þar eru kjósendur á kjörskrá eftir síðustu skýrslum 64 að tölu. Menn hafa ekki talið að ætti eingöngu að telja þá aðila að þessu máli, heldur virðast till. uppi um, að fjórir hreppar ættu að þessu að standa: Skilmanna- hreppur, Innri-Akraneshreppur, Hvalfjarðarstrandarhreppur og Leirár- og Melasveit. í þessum hreppum samtals eru 327 kjós- endur. ALÞVÐUBANDALAGIÐ NEITAR MEIRIHLUTA BORGFIRÐINGA UM ATKVÆÐISRÉTT Aðrir hafa talið eðlilegra, ef atkvæðisgreiðsla ætti að fara fram, að íbúar Borgarfjarðarsýslu ættu þar hlut að og enn fremur Akraneskaupstaður, sem liggur nokkra km frá Grundartanga. í Borgarfjarðarsýslu eru 828 manns á kjörskrá og í Akranes- kaupstað rúmlega 2500. En inn i þessar umræður hefur það bland- ast, að tveir hreppar sunnan Hval- fjarðar eigi hér einnig að hafa áhrif á, Kjalarnes- og Kjósar- hreppur. Ef ætti að fara fram atkvæðisgreiðsla meðal heima- manna, þá verður að gera sér grein fyrir því, hverjir það eru sem mættu greiða atkvæði og þa væri ekki fjarri sanni að álita, að það væru íbúar Borgarfjarðar- sýslu, Akraness og Kjósar- og Kjalarneshreppa. Ég þykist vita það — ég veit það raunar, að þeir þingmenn, sem hafa verið að berj- ast fyrir þessari atkvæðisgreiðslu hefðu engan áhuga á atkvgr., ef hún ætti að ná til allra þessara íbúa. (Stefán Jónsson: Jú, jú). Hvers vegna flytja þingmenn þá tillögu um það hér í þessari deild, að það séu einungis fjórir sveita- hreppar, sem eigi að hafa atkvæð- isrétt? Þessir þingmenn segja, að ríkisstjórnin neiti íbúunum um það að mega segja álit sitt. Þessir þingmenn ætla að neita öllum öðrum íbúum Borgarfjarðar og íbúum Kjarlarness, Kjósar og Akraness um atkvæðisrétt. Þeir vildu svipta allt þetta fólk at- kvæðisrétti um þessa verksmiðju. Það getur verið að þeir hrökkvi við núna, þegar ég bendi þeim á þessa yfirsjón þeirra. Það ber vott um það, hvílíkt áróðursbragð og blær er á þessu öllu saman, að þessir þingmenn, sem dag eftir dag berja sér á brjóst og þykjast vera þeir einu sönnu fulltrúar lýðræðis og þjóðarviljans að þeir ætla að svipta meginhlutann af íbúunum á öllu þesssu svæði at- kvæðisrétti. Það eru engir aðrir en rúmlega 300 manns, kjósendur í fjórum hreppum, sem áttu að fá þennan atkvæðisrétt, en yfir 3 þúsund kjósendur átti að útiloka. Þeir reyna kannski að leiðrétta þetta eftir á, þegar búið er að benda þeim á vitleysurnar. En menn, sem þannig hafa sér í til- löguflutningi, eiga ekki að vera að geipa um það, að þeir séu hinir einu, sönnu fulltrúar lýðræðjs, sem vilji taka tillit til vilja fólks- ins. Ég vil undirstrika það, að hefðu óskir um atkvæðagreiðslu meðal heimamanna komið fram á eðli- legum tíma, áður en málið er svo langt komið eins og nú er, þá hefði verið sjálfsagt að taka það til greina. En hitt er auðvitað ekki hægt að taka alvarlega, þegar þetta er sett fram nokkrum dög- um áður en á að afgreiða málið endanlega á Alþingi. ÁÆTLANIR Á FÖSLKUM FORSENDUM Ragnar Arnalds, sem talaði hér a.m.k. að verulegu leyti mál- efnalega, vék m.a. að arðsemi verksmiðjunnar og taldi, að þetta væri glæfrafyrirtæki, sem væri fyrirsjáanlegúr taprekstur á. Ég hélt, að þessi þingmaður hefði nú fengið nokkra reynslu af því í sambandi við fyrirtæki, þar sem hann er í stjórn, Kröfluvirkjun, hversu hægt er að búa til alls konar útreikninga með þvi að smíða sér margvíslegar forsend- ur. Við þekkjum það báðir, hvern- ig sumir hafa gert áætlanir t.d. um hvílikt glæfrafyrirtæki Kröfluvirkjun sé, með því að búa sér til þær forsendur í fyrsta lagi, að virkjunin eigi að greiðast upp að fullu, allur stofnkostnaður, á 6—7 árum, sem mundi líklega vera einsdæmi i veröldinni, í öðru lagi að sáralítið seljist fyrstu árin af þvi rafmagni, sem hún á að framleiða. Með þeim hætti er hægt að fá það fram um hvaða virkjun, sem er að hún verði baggi á þjóðfélaginu og raforku- verðið frá slíkri virkjun hljóti að vera óviðráðanlegt. Ég nefni þetta vegna þess að sömu aðferðir eru notaðar hér í sambandi við arðsemi járnblendiverksmiðjunn- ar. Og að sumu leyti er beitt hér verri vinnubrögðum. Þjóðhags- stofnun hefur verið fengin til þess af fulltrúa Alþýðubandalags- ins í Neðri-deild að reikna út arð- semi eða afkomu verksmiðjunnar, á forsendum, sem þingmaður Al- þýðubandalagsins hefur búið til. Með þeim hætti hefur það komið út, að verulegur halli sé á rekstri þessarar verksmiðju og svo er því flaggað á Alþingi og í fjölmiðlum, að Þjóðhagsstofnun hafi áætlað að geysilegur halli yrði á þessari verksmiðju. Fyrir nokkrum árum hafði fisk- verð hrapað svo niður, það var árið 1969, sem verðið á þorsk- blokkinni var komið niður undir 20 cent fyrir pundið á Bandaríkja markaði. Nú í dag er það yfir 90. Það er alveg eins með íslenska fiskinn eins og með margar aðrar vörur, iðnaðarvörur líka, að verð- ið, markaðurinn gengur í öldum. Með því að taka lægsta verð sem þekkist á einhverjum tíma, ekki á heilu ári, heldur á einhverjum hluta úr ári, þá býst ég við, að það sé hægt með því að dauðadæma hyern atvinnuveg, og hvert fyrir-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.