Morgunblaðið - 12.05.1977, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.05.1977, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1977 Kjartan Hreinn Pálsson —Minning F. 24.1 1938. D. 2.4 1977. Kjartan Hreinn Pálsson fæddist í Bólstað, Hvammshreppi, á heim- ili ömmu sinnar, Hugborgar Run- ólfsdóttur, 24. janúar 1938. For- eldrar hans eru Sigurbjörg Böð- varsdóttir frá Bólstað og Páll Valdason frá Skógum undir Eyja- fjöllum. Um sumarið það sama ár fluttist Sigurbjörg með Hrein til Vestmannaeyja og gerðist ráðs- kona hjá Gunnari Kristberg Sig- urðssyni á Hvítingavegi 12 þar í bæ. Giftist Gunnar móður hans skömmu siðar og reyndist hann Hreini hinn besti faðir. Eina syst- ur eignaðist Hreinn, Guðlaugu Gunnarsdóttur, og var alla tíð mjög kært með þeim systkinum. Við Hreinn vorum systrasynir. Á æskuárum okkar var það alsiða, að börnum var komið i sveit til sumardvalar. Við Hreinn áttum þvi láni að fagna að alast upp 7 sumur saman í Bólstað hjá ömmu okkar, 3 móðurbræðrum og einni móðursystur. Hjá því góða fólki, er þar bjó, með bæinn sinn í fögru umhverfi, fjöll á alla vegu, áin við túnfótinn og Heiðarvatn klukku- stundargang norðan Arnarstakks- heiðar. Þetta er umhverfið, sem við ungir sveinar nutum, og þang- að röktum við jafnan flestar dýr- mætustu stundir æsku vorrar. Hjá þessu góða fólki fengum við að kynnast og verða þátttakendur í öllum störfum hins heilbrigða sveitalífs eftir því sem aldur okk- ar og kraftur dugðu til verkefna. Aldrei skorti okkur Hrein tæki- færi til að eyða tómstundum okk- ar. Tækifærin voru nóg, Kerlinga- dalsá rann við túnfótinn, í hana rann fjöldi smálækja, og þar sem lækirnir renna í jökulvatnið voru kjörnir veiðistaðir lítilla veiði- manna, og sjaldan brást að hinir ungu sveinar fengju einhvern afla, og mikil var gleðin hjá þeim, þótt ekki væri alltaf stærðinni fyrir að fara. Seint í ágúst byrjaði svo fýlatíminn, þá hófst keppni okkar við strákana á næstu bæj- um við að ná sem flestum þeirra fýlsunga, er flutu fram ána. Sein- ustu sumrin fengum við svo að síga i auðveldustu klettanefin, eftir fugli, og var það hápunktur veiðimennskunnar. Þá voru okk- ur drengjunum ógleymanlegar ferðirnar upp á Heiðarvatn með Sigurjóni heitnum frænda okkar til veiða í lagnet eða á spún. Þá lærðum við einnig áralagið undir handleiðslu hans. Mér er nær að halda, að þessi veiðiskapur, þótt í smáum stíl væri, hafi verið upp- hafið að ævistarfi frænda míns, en hann helgaði sjómennsku og veiðiskap allt sitt lifsstarf eftir að honum óx fiskur um hrygg. Um fermingaraldur skildu svo leiðir okkar frændanna. Ég fór á strand- ferðaskip og síðan í siglingar en hann fór á fiskiskipin. Liðu því oft mörg ár án þess að við hitt umst. Sjómennsku sína byrjað Hreinn 15 ára gamall með Sigurð ögmundssyni frá Litla-landi á ís leifi (gamla), 30 tonna báti Ár- sæls Sveinssonar, árið 1954. Með — Orkumál Framhald af bls. 12. rúm fyrir meiri fjölbreytni. Ný- lega stofnuðu 34 aðilar hluta- félag í þeim tilgangi að salta síld og verka og verzla með síldarafurðir, og er fyrirhugað að söltun hefjist í haust. Virð- ast Hafnarbúar hlynntir þessu fyrirtæki. Sökum fjármagns- skorts hafa hluthafar sjálfir unnið við uppslátt á grunni og steypuframkvæmdum, en ein- mitt önnur steypan verður steypt á morgun. Þetta fyrir- tæki er komið á góðan rekspöl, en enn sem komið er hefur það þó ekki notið alltof góðrar undirtektar Landsbankans á Höfn sem er eina peningastofn- un staðarins. Þetta nýja fyrir- tæki, s/em heitir Stemma hf., hefur þó nú þegar keypt stál- grindarhús sem með innrétting- um kostar um 50 milljónir króna.“ Sigurði var Hreinn um 6 ára skeið. Fékk hann sér vélstjóra- réttindi og var vélstjóri til ævi- loka. Af ísleifi fór Hreinn á ísleif III, og var þar með Sigurði, uns Sigurður lét af skipstjórn með þann bát. Talaði Hreinn alltaf af hlýjum hug og taldi það mikið lán að hafa byrjað sína sjómennsku með honum. Um tveggja ára skeið vann Hreinn í landi, meðan hann var að jafna sig eftir erfiðan upp- skurð. Vann hann þá hjá vél- smiðjunni Magna, þjónustufyrir- tæki fyrir bátaflota Eyjamanna. Má þvi segja að Hreinn hafi aldr- ei yfirgefið þar starf, sem hann valdi sér. Árið 1961 fór Hreinn yfir á ísleif IV og gerðist vélstjóri hjá mági sínum, Jóni Valgarð Guðjónssyni. ísleifur IV er mikið aflaskip og hrepptu þeir þann titil að verða bæði aflahæstir og svo oft að vera það nærri toppnum, að jafnvel seinasti róður skar úr um topp og næstu sætin. Siðar fylgdi Hreinn mági sínum á nýtt og glæst skip, Gunnar Jónsson, smíð- að á Akureyri. Áttu þeir Valgarð og Einar Sigurðsson það skip að hálfu hvor. Á siðast liðnu ári slitu Valgarð og Einar sameign sinni og keypti Valgarð ásamt Sigurði Georgssyni stórt og vandað skip, Lárus Sveinsson, er síðan fékk nafnið Gunnar Jónsson; þar var Hreinn heitinn til dauðadags. Það mun sjaldgæft nú til dags, að sjó- menn skipti ekki oftar um skip- rúm en 4—5 sinnum á rúmum 20 árum. Segir það og sýnir meira en mörg orð, hversu vel hann þjón- aði húsbændum sinum, og þá ekki síst mági sínum, er hann þjónaði liðlega helming starfsævi sinnar til sjós. Um vélstjórn hans segja mér kunnugir, að þar hafi öil um- hirða verið til fyrirmyndar, og smiðjumenn vart sést, er hann hafði vélgæslu á hendi. Á jóladag 1961 hófst mikið ham- ingjutímabil í lífi Hreins heitins, en þá gekk hann að eiga eftirlif- andi konu sína, Halldóru Jó- hannsdóttur frá Eyrarbakka. Reyndist hún Hreini hin ágætasta eiginkona. Þau eignuðust 3 börn; Jónínu Hugborgu, fædda 15.12 1963, Sigurbjorn Snævar, fæddan 5.1 1969, og Jóhann Bjarna, fædd- an 12.1 1976. Árið 1959 fluttist ég með fjöl- skyldu mina til Eyja, og má því segja að við höfum hitzt að nýju eftir 10 ára aðskilnað. Áttum við ótaldar ánægju stundir á heimilum hvor annars, uns „eldgosið" tvístraði Vest- mannaeyingum vítt og breitt um landið. Á Selfossi var Hreinn heit- inn búinn að koma sér vel fyrir með fjölskyldu sina i nýju húsi og allt virtist bjart og glæst fram- undan, þegar kallið kom. Hreinn var jarðsettur á Selfossi hinn 15. apríl að viðstöddu miklu fjölmenni. Margir voru langt að komnir til að fylgja honum sein- asta spölinn. Sýnir það best vin- áttutengsl hans við samferða- menn sina. Með þessum fátæklegu orðum þakka ég og fjölskylda mín frænda mínum fyrir samfylgdina. Jafnframt votta ég og fjöl- skylda mín konu hans, börnum, og aðstandendum þeirra okkar innilegustu samúðaróskir. Sigurbjörn Guðmundsson. Ingibjörg Pálmadótt- ir — Minningarorð Fædd 31. des. 1884 Dáin 10. febr. 1977. Þó þetta sé orðin nokkuð síð- búin kveðja langar mig samt til með nokkrum orðum að minnast Ingibjargar Pálmadóttur, sem andaðist 10. febrúar síðast liðinn á Elliheimilinu Grund. Ingibjörg var 93 ára er hún lést og víst má segja að það hafi verið kominn dagur að kvöldi. Leiðir okkar Ingibjargar lágu fyrst saman fyrir rúmum fjórum áratugum. Urðum við fljótt sam- rýmdar og góðar vinkonur. Vil ég því nú þakka alla tryggð og vin- áttu og allar þær mörgu samveru- stundir sem við áttum saman, og ég mun geyma hjá mér. Ingibjörg giftist aldrei og vann því alltaf fyrir sér sjálf. Hún var alla tíð mjög sjálfstæð t' öllu og trú í því sem henni var trúað fyrir. Hún vildi sem minnst þiggja af öðrum, en hafði þeim mun meiri ánægju af því að gleðja aðra. Ingibjörg var mjög trúuð kona og lifði í einlægu trausti á Guð sinn og frelsara, sem sagði: „Ég fer á undan ykkur að búa ykkur stað, því hver sem á mig trúir mun lifa þótt hann deyi.“ Kveð ég nú kæra vinkonu með hjartans þökk fyrir allt og allt. Ég bið Guð að varðveita sál hennar og leiða hana yfir móðúna miklu inn i riki sitt, þangað sem hún var búin að þrá og hlakka til að kom- ast. Þar munum við hittast síðar. Guð blessi hana. Hennar vin- kona, Guðbjörg Guðnadóttir. “■■■^■■■■■■■■■^ Gardabær Sími afgreiðslunnar í Garðabæ er 44146 og 10100 fltargmifylðfcifc 27 —Broddur fram- úrstefnunnar Framhald af bls. 25 um, og verður þá raftónlistin að teljast utan þess sviðs. Til þess eru þrjár ástæður. í fyrsta lagi eru mörg raftón- verk annað hvort fyrirframákveð- in eða tilviljun háð, og hafa þeim þegar verið gerð skil hér. Þau verk sem þá eru eftir eru slík samsuða af rómantík og hermi- tónlist, af tilraunum með hávaða og sinustóna, að um listræna möguleika verður'ekki dæmt af neinni skynsemi, slíkt verður ein- ber tilgáta. í öðru lagi hefur raftónlist ekki enn verið tónfræðilega skil- greind, tæknilegum möguleikum ekki enn verið skipað í kerfi', og því verður fræðilegt mat að biða framtiðarinnar. Loks leiðir af þessu, að enn um sinn verður hljómbandið (og þeir möguleikar sem það veitir) að teljast hljóðfæri hliðstætt manns- röddinni, orgeli, fiðlu eða xýlófón fremur en ný tónlistarstefna. Um það má deila, hvort mótuð verði hrein raftónlist, sem þróist á sinn hátt og fylgi eigin lögum. Ég fyrir mitt leyti tel það sennilegt, án þess þó að ég geti séð fyrir, hvort raftónlist muni leysa af hólmi söng og hljóðfæratónlist, hvort þessar þrjár greinar verði ein- hvern tíma jafnréttháar, eða hvort raftónlist og umhverfis- hljóðlist verði aðeins áhrifaauki i ■ ■ ■ ■ ■ ■ véla pakkningar Ford 4-6-8 strokka benzín og diesel vélar Opel Austin Mini Peugout Bedtord Pontiac B.M.W. Rambler Buick Range Rover Chevrolet Renault 4-6-8 strokka Saab Chrysler Scania Vabis Citroen Scout Datsun benzin Simca og díesel Sunbeam Dodge — Plymouth Tékkneskar IFiat Lada — Moskvitch Landrover benzín og díesel Mazda Mercedes Benz benzin og díesel bifreiðar Toyota Vauxhall Volga Volkswagen Volvo benzin og diesel I ÞJÓNSSON&CO Skeifan 17 s. 84515 — 84516 kvikmyndum, leikritum og öðrum skyldum greinum — 0 — Hér skal ekki allt til tekið, sem gæti bent til þess, að um miðja þessa öld (með aðdraganda sfð- ustu fimmtíu ára) séu tfmahvörf svipað þvf sem endurreisnin var. Ekki skal heldur sagt neitt um framtíðarhorfur f tónlistinni, það verður eftirlátið öðrum og meiri spádómsmönnum. Ilér skal ein- ungis bent á, að framvindan nú er hliðstæð ýmsu sem áður hefur gerst f sögu evrópskrar tónlistar. Séð f þvf ljósi munu aðeins mjög fá framúrstefnutónskáld lifa áfram. Þau hafa átt og eiga hlút- verki að gegna sem ómissandi hlekkur f framvindunni, hvað sem á eftir kann að fara. Þau hafa — svo að notuð sé sama mynd og áður — plægt jörðina og sáð til þess, sem raunveruleg tónskáld munu uppskera sfðar. Tónverk þeirra sjálfra, fjölmargar athug- anir og tónsmfðatilraunir falla í glevmsku að fáum undanskild- um. Öfgafyllstu verkin verða tek- in sem dæmi um athyglisverð eða kjánaleg tfskufyrirbæri. Að vísu veit enginn enn sem komið er, hvað er f raun og veru kjánalegt, þvf að stundum getur jafnvel f því kjánalegasta leynst neisti sannrar listar — ekki þar með sagt að sönn list þurfi að vera sprottin af kjánaskap. En brautryðjendastarf framúr- stefnumanna hefur nú sem fyrr fengið tónskáldinu unga nýjan efnivið til að vinna úr. Hann hirð- ir ekki um annað en það sem nýtilegt er, og með yfirburðum listamannsins tileinkar hann sér og notar nákvæmlega það, sem kemur að gagni tónverkinu, sem er að mótast í huga hans. Hann safnar sundurlausum einingum saman í heild, spyr hvorki um orsök né uppruna, en lyftir þeim upp í hæðir listarinnar, gerir þær að tónlist. En þá er framúrstefnufylking- in síung og eilff þegar á leiðinni. - Seljum— reyktan lax og gravlax Tökum lax í reykingu og útbúum gravlax. Kaupum einnig lax til reykingar. Sendum i póstkrötu — Vakúm pakkað et óskað er. ÍSLENZK MATVÆLI Hvaleyrarbraut 4-6, Hafnarlirði Simi: 51455 Þarf aldrei KORATRON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.