Morgunblaðið - 15.05.1977, Qupperneq 1
40 SÍÐUR
109 tbl. 64. árg.
SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1977
Prentsniiðja Morgnnblaðsins.
Nixon reidd-
ist ekki
Kissinger
r"ÖÐURLEG afstaða Richard
Nixons til Henrv Kissingers utan-
ríkisráðherra vakti athygli f
fyrsta sjónvarpsviðtali David
Frosts við hann.
Nixon sagði að Kissinger væri
frábær maður, en heldur
óþroskaður og áhyggjufullur út
af hugsanlegum keppinautum
eins og John Connally frá Texas
og ginnkeyptur fyrir Hollywood-
stjörnum og frægu fólki.
„Einkennilegur maður og
óviðfeldinn ... mjög tilgerðar-
legur,“ heyrist Kissnger segja um
Nixon í veizlu í Ottawa þegar
hann vissi ekki að hljóðnemi á
borði hans var i sambandi, en
Nixon virtist ekki láta slíka gagn-
rýni ráðherrans á sig fá.
Nixon sagði Frost: „Hann
gleymdi að taka hljóðnemann úr
sambandi, en reyndar tók ég hann
ekki heldur úr sambandi á
stundum í Hvita húsinu.“ Nixon
bætti þvi hins vegar við að at-
hugasemdir Kissingers hefðu haft
áhrif á f jölskyldu sina.
Logsauð
skírlífis-
belti á
unnustuna
Algona Iowa — AP.
26 ára gömul bandarísk kona
hefur höfðað skaðabótamál á
hendur fyrrum unnusta sínum
vegna meiðsla, sem hún hlaut,
er hann sauð utan á hana skir-
lífisbelti úr járni. Geraldine
Hauenstein krefst 100 þúsund
dollara skaðabóta vegna
brunasára og öra. Hún heldur
því fram, að unnusti sinn,
Leonard Tripp, sem er lærður
suðumaður, hafi bundið sig
niður á borð og soðið utan um
sig skírlífisbelti í september sl.
Segja lögreglumenn, að Tripp
hafi notað logskurðartæki til
Framhald á bls. 25
Komið úr vorróðri á Eyjafirði.
l.jAsm.vnd FrlðþJAfur
ísraelsmenn kjósa í
skugga hneykslismála
HERTEKNU svæðin eru að heita
má eina ágreiningsmál þriggja
stærstu stjórnmálaflokkanna f
fsraelsku þingkosningunum á
þriðjudaginn, en hneykslismál
hafa sett svip sinn á kosningabar-
áttuna.
Þrfr aðalflokkarnir eru Verka-
mannaflokkurinn, sem fer með
völdin og er undir forystu
Shimon Perez landvarnaráðherra,
Likud-bandalagið, sem er aðal-
stjórnar-andstöðuflokkurinn og
undir forystu Menahem Begin, og
nýr stjórnmálaflokkur sem kall-
ast Lýðræðislega umbótahreyf-
ingin og er undir forystu forn-
leifafræðingsins prófessors
Yigael Yadins.
Verkamannaflokkurinn vill
láta land af hendi gegn hugsan-
legu samkomulagi við Araba.
Stærð þess landsvæðis, sem hann
er reiðubúinn að fórna, fer eftir
þvi hve samstarfsfúsir Arabar
reynast. Likud-flokkurinn vill
innlimun vesturbakka Jórdan.
Lýðræðislega umbótahreyfingin
er því andvíg að samið verði við
Araba „skref fyrir skref“ og vili
tilslakanir á vesturbakkanum
gegn algerum friði við Araba.
Enginn stjórnmálaleiðtogi hef-
ur vakið hrifningu kjósenda sem
eru 2,2 milljónir og hneykslismál
í Verkamannaflokknum hafa rýrt
tiltrú kjósenda á stjórnmála-
mönnum og deyft pólitiskan
áhuga, en þó er búizt við að kosn-
ingaþátttaka verði um 80%. Alls
bjóða 22 flokkar fram i kosning-
unum.
Verkamannaflokkurinn hefur
enn ekki náð sér eftir síðasta
áfallið sem hann varð fyrir þegar
Yitzhak Rabin forsætisráðherra
dró sig i hlé af því hann og Lea
kona hans sögðu ósatt um banka-
reikninga þeirra i Washington.
Siðan hefur Perez, eftirmaður
Rabins sem foringi flokksins,
reynt að sannfæra óháða kjósend-
ur um að flokkurinn eigi skilið að
stjórna landinu áfram eins og
hann hefur gert siðan 1948.
Likud-flokkurinn hefur notfært
sér erfiðleika Verkamannaflokks-
ins og sýndi nýlega sjónvarpsaug-
lýsingu með manni sem sagði:
„Ég lendi ekki í fangelsi með stór-
löxunum." '
Flokkur prófessors Yadins vill
draga úr skrifstofubákninu,
breyta kosningakerfinu i réttlát-
ara horf og leggja meiri áherzlu á
þjóðfélagslegt ranglæti, einkum
það bil sem er á tekjum Gyðinga
frá Evrópu annars vegar og trak,
Jemen og Marokkó hins vegar.
Verðbólgan í tsrael var 35% i
fyrra og verkföll eru tíð, en ekki
hefur verið deilt um efnahagsmál
í kosningabaráttunni.
Lyf úr blómafræi sem
vöm gegn hjartaslagi?
VlSINDAMENN í Bretlandi
telja hugsanlegt að efni, sem
unnið er úr fræi villta blómsins
Evening Primrose, kvöldvor-
rósar, verði innan skamms not-
að sem lyf gegn hjartasjúk-
dómum. Blóm þetta vex villt
við járnbrautarteina og á
gróðursnauðu landi og efnið,
sem unnið er úr fræjum þess
býr yfir einstökum eigin-
leikum til að draga úr blóð-
tappamyndun. Frá þessu var
skýrt i síðasta tölublaði lækna-
tlmaritsins Thrombosis
Research og varð fréttin til að
vekja mikinn áhuga hjá lyfja-
framleiðslufyrirtækjum.
Það var hr. John Williams,
sem rekur einn rannsóknar-
stofu, Bio-Oilrannsóknir i
Nantwich Chesire, sem upp-
götvaði efnið. Hann starfaði
áður sem yfirmaður rann-
sóknarstofu lítils lyfjafram-
leiðslufyrirtækis en lét af störf-
um fyrir 7 árum fyrir aldurs-
sakir og fékk samþykki yfir-
manna sinni fyrir að fá að taka
með sér og halda áfram rann-
sóknum, sem hann hafði byrjað
á á kvöldvorrösinni.
Að sögn brezka blaðsins
Observer, sem átti viðtal við
Williams, taldi hann réttlætan-
legt að halda rannsóknum
áfram, þvi að fræ kvöldvor-
rósarinnar innihéldi sjaldgæfa
fitusýru, sem heitir Gamma-
Linoleicsýra, auk algengari
Linoleicsýru, sem einnig er að
finna i fræjum sólblóma (sun-
flowers). Taldi hann að þetta
gæti gert fræið mikilvægt, sem
fæðuviðbót, einkum fyrir sjúkl-
inga, sem þjást af æðakölkun
en blóð þeirra inniheldur lítið
af fitusýrum.
Williams gerði samning við
gróðurhúsaeiganda um að
rækta fyrir sig nokkurt magn
af kvöldvorrósinni, en hún
verður um 1 metri á hæð með
blóm, sem vefjast upp legg
hennar en deyja kvöldið eftir
að þau springa út, sem er skýr-
ingin á nafninu, og þá er eftir
fræpoki fullur af fræjum.
Fræin eru síðan pressuð til
að framleiða fræoliu, sem inni-
heldur 70% Linoleicsýru og
8—9% af Gamma-Linoleicsýru.
Þessi olía er seld i lyfjabúðum
sem fæðuviðbót undir nafninu
Naudicelle Capsules. Til að
framleiða lvf gegn blóðtappa-
myndun er fræolían unnin
áfram og framleitt út henni
efni, sem kallað er Dihomo-
Gamma-Linolate Methyl Ester.
Fól Williams Alþjóðlega ráð-
gjafarfyrirtækinu Inveresk
Research (IKI) International
að gera tilraunir með þetta efni
og það eru niðurstöður þeirra
tilrauna, sem vakið hafa svo
mikla eftirtekt.
Dr. Alex Sim, yfirmaður
rannsóknarstofu IRI. og sam-
starfsmaður hans, Ann
McCraw, komust að þvi að efnið
Framhald á bls. 25