Morgunblaðið - 15.05.1977, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAl 1977
7
Skyggnstu um I því safni
liðinna alda, sem þú átt
aðgang að, og hvarvetna
verða fyrir þér menn, sem
biðja. Leitaðu í sögu lifs og
lista, hvarvetna verða fyrir
þér biðjandi menn. Og
lengra enn: Upp úr myrkri
forsögunnar, þar sem ritaðar
heimildir þrýtur, er fornleifa-
fræðin að draga fram i dags-
birtu nýja og nýja þekkingu á
högum þeirra kynslóða sem
áður lifðu en við höfðum
vitneskju um. Einnig þetta
fólk, þessar órafjarlægu
þjóðiráttu sina eðlisbundnu
guðsþrá, sem leitaði sér út-
rásar i bæn með spenntum
greipum og hneigðu höfði.
Trúarbrögð voru og eru
margvísleg. Stórkostlegt af-
rek var tilraun Gautama
Búddha í þá átt að skapa
trúkerfi án trúará persónu-
legan Guð og án bænar En
ekki voru langir timar liðnir,
unz meginstraumur búddha-
dóms hafði hnigið til þeirrar
áttar, að Guð og bæn var
þungamiðja hans. Þetta
hlaut þannig að fara. Af
engri kynslóð er til frambúð-
ar hægt að hafa það, sem
dýpstum rótum stendur í
barmihennar og i
eðli hennar liggur innst.
Bænin
Að sjálfsögðu er með
mörgu móti beðið Fjöl-
breytni mannlifsins sér um
það Og þó er bænin em,
innsti grunnur hennar einnn,
innsta þráinein, þótt
tajningin finni sér margvisleg
form, þótt af einni rót séu
runnin.
í dag er almennur bæna-
dagurisl. þjóðkirkjunnar.
Um bænina hljótum við þvi
að hugsa og algildi hennar.
Undan rótum trúaðrar
mannssálar rennur hennar
heilaga lind. Hún er trúuðum
manni eins sjálfsögð og
andardrátturinn er líkaman-
um. En þegartrú gerist veik
fjölgar efasemdum um gagn-
semi hennarog spurnangun-
um um bænheyrsluna sjálfa.
Sú hugmynd, sem hvað
frumstæðust er og mörgum
til ásteytingar, er sú að með
því að biðja sé unnt að fá
Guð til að gera eitthvað sem
hann ætlaði ekki að gera áð-
uren maðurinn bað hann.
Þannig túlka margiráður
hina alkunnu sögu Gamla-
testamentisins um glimu Ja-
kobs við Jahve, Guð Gyð-
inga. Og Þannig er stundum
túlkuð sagan í Nýjatesta-
mentinu. Um manninn, sem
loks lét undan þrábeiðni kon-
unnar til þess að hafa hana
af sér og fá frið.
Bænin breytirekki Guði,
en til hvers er þá að biðja?
Það sem þú þráir og skiptir
þig miklu og er jafnframt þér
til góðs, hefur Guð alltaf vilj-
að veita þér, en með því að
biðja i auðmýkt og trausti
opnar þú honum farveg að
sál þinni með gjöf, sem á
valdi þinu er að þiggja eða
þiggja ekki.
í þúsund eða þúsundir ára
hafði straumþungi Sogsms
talað máli, sem menn skildu
ekki, er sátu i myrkum og
köldum moldarbæjum. Þeir
höfðu horft á geisla sólar og
mána leika á straumöldum
vatnsins og gefið honum
nafnið Ljósafoss. Nú þegar
hann lýsir og vermir híbýli
manna, vitum við fyrst hvílík-
ur Ljósafoss hann er. Þannig
er umhverfeokkar þrungið
blessun Guðs, andlegri og
líkamlegri og biður þess að
við þiggjum hana. Visinda-
tæknin breytir ekki vilja
Guðs, en hún gerir okkur
kleift að þiggja þá blessun,
sem lengi, lengi biðurokkar.
Hvernig gerist bæn-
heyrslan? Hér stigur fótur
þinn á land mikilla leyndar-
dóma. Dulsálarfræðin hefur
leitt i Ijós staðreynd fjarhrif-
anna, a hugsun berist frá
einum huga til annars eftir
leiðum, sem augað greinir
ekki. Er óhugsandi, að bænin
sé einskonar fjarhrifasam-
band milli biðjandi manns og
Guðs? Er óhugsandi að þann-
ig berist bæn okkar til Guðs
og bænheyrslan til okkar frá
honum?
Sú er biblíuleg trú, stað-
fest af reynslu kynslóðanna,
að við séum umkringd her-
skörum Guðs huldu heima,
vitsmunaverum sem Ritn-
ingin kallar ..þjónustubundna
anda" og falið er að vaka yfir
mannkyni. Bæn sem þú
sendir og beinir til Guðs
finnur veglausan veg fjar-
hrifanna til hans, en hún
kann einnig að vekja berg-
mál elsku og samúðar í
mörgum sálum í Guðs hulda
heimi. Bendirekki þetta til
hinnarfornu kirkjukenningar
um „samfélag heilagra" á
himni og jörð.
„Anda sem unnast fær
aldregi
eilífð aðskilið"
kvað Jónas. Þótt „háa skilji
hnetti himingeimur" og
okkur ægi fjarlægðir ómælis-
viddanna, liggja vegir, sem
andinn veat og ratar frá sál til
sálar. Bænin, sem frá jarðar-
barninu leitartil alheims-
sálarinnar, Guðs, veit sinn
veg. En hún berst visast lika
til annarra sálna sem Guð
kann af vísdómi sínum að
nota til þess að veita þér það
sem þú biður um og er þér til
blessunar.
Svo kenndi mér á sínum
tíma, og öðrum lærisveinum
sínum próf. Haraldur Níels-
son, og ekki hafa aðrir siðar
kennt mér um leyndardóm
bænalifsins betur en hann.
Ég bað, en Guð bænheyrði
mig ekki, — segir þú. Bæn-
heyrslan kemurekki ævin-
lega með þeim hætti, sem þú
hafðir vænzt. Eftir fáein ár
kannt þú að lita öðrum aug-
um en í dag á nauðsyn þess,
sem þú biður um. Forðastu
umfram allt að lita á bæn
þína sem glímu Jakobs við
Drottin, enda væri það von-
laus leikur. En trúðu örugg-
lega þvi að emlæg bæn
finnur leið til Guðs. En
minnstu þess, sem lausnar-
inn sagði i Getsemane i sárri
raun: „Þó ekki sem ég vil,
heldur sem þú vilt". Reyndu
aðfela bænheyrsluna honum
sem einn veit, hvað þér er
fyrir beztu
T-bleian
með plasturKMnagt tra naoinycM ar aonaga nentug
Fæst í ötlum apótekum og stærri matvöruverzlunum.
JdZZBaLLödCSkÓLÍ BQPU,
þ
N
N
Dömur athugið
líkamsrækt
V.
3ja vikna sumarnámskeið hefjast 1 6. mai.
•Jf Stuttir og strangir kúrar 4 sinnum i viku i 3 vikur, þar sem
einn timinn i viku hverri fer i fundarhöld um mataræði og
litið er yfir árangur liðandi viku.
if Einnig timar tvisvar í viku fyrir þær sem ekki þurfa svo
stranqan kúr
•jf Morgun-, dag- og kvöldtimar.
if Sturtur — sauna — tæki — Ijós.
Upplýsingar og innritun í slma 83730.
J jŒZBaLLeddQkóLi bópu
5
s
co
7V
P
VÖRUBILSTJORAR
RUTUBILSTJORAR
JEPPAEIGENDUR
Til sölu
Vörugeymsla
Vörugeymsla okkar (ca. 300 fm.) að Borgartúni
21 (Vöruflutningamiðstöðinni) er til sölu.
Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar
Sími 26788
FÓLKSBÍLAEIGENDUR
HJÓIDARDRSÓIUnm HP
Dugguvogi 2 Reykjavik simi 8 4111 Postholf 1046