Morgunblaðið - 15.05.1977, Síða 13

Morgunblaðið - 15.05.1977, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAl 1977 13 25 ár frá útfærslunni í 4 sjómílur: „Sjálfsvörn smáþjóðar, sem á líf sitt og frelsi að verja” • Tuttugu og fimm ár eru i dag liðin frá því að íslenzk fiskveiði- lögsaga var í fyrsta sinn færð út, úr þremur milum i fjórar, um- hverfis allt landið. Þá gekk í gildi reglugerð, sem sett hafði veri hinn 19. apríl 1952 um útfærsln fiskveiðilögsögunnar umhverfis ísland. Þótt útfærslan hafi ekki verið meiri en sem nam einni sjómilu, voru þó áhrif hennar meiri en þessi eina míla fól í sér, því að við útfærsluna lokuðust allir flóar og firðir landsins á sama hátt og gerzt hafði tveimur árum áður fyrir Norðurlandi. Al- gjör samstaða var með íslending- um um þessa útfærslu þá sem endranær. Upphaf þessa máls var að að tilhlutan ríkisstjórnar Ólafs Thors var löggjöfin um visinda- lega verndun fiskimiðanna sett árið 1948. Lögn heimiluðu ríkis- stjórn að ákveða friðunarsvæði eða verndarsvæði hvar sem var við strendur landsins innan tak- marka landgrunnsins. Jafnframt hafði ríkisstjórn tslands á valdi sínu að setja reglur um hagnýt- ingu svæðanna. Ákvörðun þessi sló þvi föstu, að íslendingar skip- uðu sér í flokk þeirra þjóða, sem töldu að miða bæri fiskveiðilög- söguna við landgrunnið. Þetta var i raun ekki skrítið, þar sem land- grunn íslands er afmarkaðra svæði en landgrunn nokkurs ann- ars lands. Fyrsta aðgerð ríkisstjórnar ís- lands eftir að landgrunnslögin höfðu verið sett var framkvæmd hinn 1. júni 1950, en þá voru fiskveiðitakmörkin úti yfir Norðurlandi færð út frá Horni að Langanesi. Voru þá settar grunn- línur og fjörðum og flóum lokað og mörkin frá grunnlínum ákveð- in fjórar milur. Ekki var að þessu sinni ráðizt i að færa út fiskveiói- lögsöguna úr þremur I fjórar míl- ur um hverfis allt landið, þar sem fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag var mál Breta og Norðmanna vegna sams konar breytinga í Noregi og var þvi ákveðið að bíða átekta niðurstaða dómsins. Niður- staða dómsins varð svo sem kunn- ugt er Norðmönnum í hag og því gátu íslendingar farið að hugsa sér til hreyfings í fiskveiðivernd- unarmálum. Eins og áður segir var reglu- gerðin síðan sett 19. april 1952 og kvað hún á um framkvæmd út- færslunnar hinn 15. maí sama ár. Sama dag og reglugerðin var gef- in út flutti Ólafur Thors þáver- andi atvinnumálaráðherra ávarp til þjóðarinnar í útvarp. Ólafur sagði m.a.: „Það er að vonum, að margir muni nú spyrja, hverra undirtekta sé að vænta frá öðrum þjóðum út af þessum ráðstöfun- ÓLAFUK THORS Ásgeirsson og séra Bjarni Jóns- son kepptu um hylli kjósenda. Næstu daga á eftir birtast síðan í Morgunblaðinu fréttir af viðtök- um útfærslunnar erlendis og eru þær yfirleitt á forsíðu blaðsins þriggja dálka. Stórmálið, land- helgismálið, fær þó ekki i augum blaðamanns nú nógu verðugan sess. Á það verður þó að líta, að þeir, sem skrifuðu fréttir Morgunblaðsins árið 1952, vissu ekki hvað slik útfærsla bar í skauti sér og hvílika harðneskju aðrar þjóðir sýndu íslendingum í þessu lifshagsmunamáli þeirra. Árið 1901 gerðu dönsk stjórn- völd sérstakan samning við Breta þess efnis að ekki skyldi gilda gagnvart þeim stærri landhelgi sagði Ólafur Thors í ávarpi til þjóðarinn- ar við fyrstu útfærslu fiskveiðilögsögunnar um íslendinga. Um það er bezt að fullyrða sem minnst á þessu stigi málsins, enda ekki að því leyti ástæða að hafa um það miklar bollaleggingar, þvi að íslendingar eiga um ekkert að velja í þessu máli. Síminnkandi afli islenzkra skipa bregður upp svo ótviræðri og geigvænlegri mynd af fram- tíðarhorfum íslenzkra fiskveiða, ef ekkert verður aðhafzt, að það er algjörlega óhætt að slá því tvennu föstu: 1. að enginn íslenzk ríkisstjórn er í samræmi við islenzkan þjóðarvilja og þjóðarhagsmuni, nema hún geri ráðstafanir til þess að vernda islenzk fiskimið. 2. að þess er enginn kostur, að Islendingar fái lifað menningar- lifi i landi sínu, nema þv aðeins að þær verndunarráðstafanir komi að tilætluðum notum. Aðgerðir íslenzkra stjórnvalda i þessu máli eru sjálfsvörn smá- þjóðar, sem á líf sitt og frelsi að verja. Að dómi ríkisstjórnarinnar byggjast þær auk þess á lögum og rétti. í heimi samstarfs og vinar- hugs ættu Islendingar að mega treysta því að málstaður þeirra verði skoðaður með sanngirni. Það nægir Islendingum, ella er að taka því sem að höndum ber.“ I blöðum frá þessum tíma, fer ekki mikið fyrir frásögnum af þessum merka atburði. Daginn, sem undirritun reglugerðarinnar fór fram, var hvergi minnzt á það i blöðum, en hins vegar var þess getið í eins dálks frétt í Morgun- blaðinu hinn 14. maí, að á morgun eins og það er orðað, verði land- helgin færð út í fjórar milur. Dægurmálið þetta ár, sem allt virtist snúast um, voru forseta- kostningar, þar sem þeir Ásgeir við Island en 3 milur. Þessi samn- ingur gilti um mörg ár eða til 3. október 1951. Árið 1946 hófst undirbúningur að útfærslu land- helginnar. Þá var að tilhlutan Ólafs Thors, þáverandi forsætis- og utanríkisráðherra, ráðinn þjóðarréttarráðunautur í þjón- ustu ríkisstjórnarinnar, Hans G. Andersen, sem fyrst og fremst skyldi vinna að undirbúningi að- gerða af íslands hálfu við út- færslu fiskveiðilögsögunnar. Hef- ur hann allar götur siðan verið helztur ráðunautur íslenzkra stjórnvalda i þessum mikilvæga málaflokki. Jóhann Þ. Jósefsson, sjávarútvegsráðherra i ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar, hafði forgöngu um fyrsta skrefið til útfærslu fiskveiðilandhelginn- ar, sem stigið var með setningu laga frá 5. apríl 1948 um vísinda- lega verndun fiskimiða land- grunnsins, landgrunnslögin svo- kölluðu. Löngu áður hafði þessi sami stjórnmálamaður beitt sér fyrir þvi meðan Danir önnuðust enn vörzlu fiskveiðilandhelginn- ar, að Vestmannaeyingar keyptu björgunar- og gæzluskipið Þór, sem varð fyrsta strandgæzluskip tslendinga og upphafið að land- helgisgæzluflota þjóðarinnar. Síðari hluta árs 1948 fluttu svo þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins, þeir Jóhann Hafstein, Sigurð- ur Bjarnason og Gunnar Thorodd- sen, þingsályktunartillögu um landhelgisgæzluna og stækkun landhelginnar. Þingmennirnir Hermann Jónasson og Skúli Guð- mundsson fluttu fyrstir formlega tillögu á Alþingi um uppsögn samningsins við Breta frá 1901, en það kom i hlut Bjarna Bene- diktssonar þáverandi utanrikis- ráðherra síðla árs 1949 að segja samningnum upp og féll hann úr gildi eins og áður er vikið að 3. október 1951. En úr ráði varð að fresta frek- ari aðgerðum samkvæmt land- grunnslögunum þar til sýnt væri hvernig málin færu fyrir Haag- dómstólnum, þar sem mál Norð- manna og Breta var til meðferðar. I janúar 1952 fóru siðan fram viðræður milli Breta og Islend- inga. Af hálfu íslendinga tóku þátt í þeim Ólafur Thors, Agnar Kl. Jónsson og Hans G. Andersen. Þá lagði Ólafur Thors fram eftir- farandi yfirlýsingu: „1. Samkvæmt beiðni brezku ríkisstjórnarinnar frestaði is- lenzka rikisstjórnin frekari aðgerðum í sambandi við verndun fiskimiða þar til vitað væri um úrskurð Haagdómstólsins. 2. Lögfræðilegir ráðunautar ríkisstjórnarinnar, bæði innlend- ir og erlendir, telja nú að íslenzku rikisstjórninni sé heimilt að taka upp að minnsta kosti sams konar reglur og Norðmenn. Þetta fyrir Framhald á bls. 14 GUNNAR THORODDSEN JÓHANN Þ. JÓSEFSSON SIGURÐUR BJARNASON HANSG. ANDERSEN STEFAN JÓHANN stefAnsson JÓHANN HAFSTEIN HERMANN JÓNASSON SKt'LI GUÐMUNDSSON BJAR.NI BENEDIKTSSON AGNARKL.JÓNSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.