Morgunblaðið - 15.05.1977, Side 15

Morgunblaðið - 15.05.1977, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1977 15 tveggja bandarískra sálfræðinga, Getzels og Jackson, og gagnrýnir þær um leið. Getzel og Jackson völdu til rannsóknar nemenda- hópa í menntaskóla nokkrum og skyggndust eftir mismunínum á hinum greindu annars vegar og hinum frumlegu hins vegar. Niðurstaðan var meðal annars þessi: Annar hlutinn »heillast af hinu örugga, hinn af þvi áhættu- Bókmenntir eftir ERLEND JÓNSSON sama.« I samræmi við það töldu þeir fara mat kennaranna á nem- endunum og voru þá-»hágreindar- krakkar í miklum metum, en hinir frumlegu þykja örðugir, hysknir og litt mannvænlegir.« Þá vil ég geta kaflanna Efling frumlegrar sköpunargáfu og Þroskaskilyrði frumlegrar sköpunargáfu í skólanámi en þar er fjallað um þátt skólanna i vits- munaþroska einstklingsins. Ætla ég ekki að öðru leyti að rekja efni þessarar bókar, það er fjölbreytilegra og viðameira en svo að unnt sé að gefa um það þó ekki sé nema lítilfjörlega hug- mynd í stuttri umsögn. Ég tel þessa bók skemmtilestur fyrir hvern þann sem gaman Sérverslun með listræna húsmuni, Borgartúni 29. Nýkomið mikið úrval af húsgögnum frá Artek í Finnlandi teiknuð af Alvarr Aalto. Ennfremur húsgögn frá Cassina á Ítalíu teiknuð af Magistretti, Tobia Scarpa, Vadel og fl. Einnig vekjum við athygli á að keramik eftir Hauk Dór verður til sölu í versluninni. Verzlunin er opin 9—6 og á laugardögum 10—12 betra kosið. Hann er maður mál- hagur og vandar stíl sinn í hví- vetna, Víst koma þarna fyrir orð sem bera fræðilegt svipmót og heyrast ekki á vörum fólks í dag- legu tali. En þau eru hvorki fleiri né torskildari en efni standa til. »Skemmtilestur«, sagði ég — að vísu. En það mat er auðvitað per- sónulegt — sá sem hefur ekki áhuga á fræðum af þessu tagi kynni að verða gagnstæðrar skoð- unar. Ef til vill væri réttara að segja vekjandi. Vist er þessari bók ætlað annað og meira hlut- verk en lesast til dægrastyttingar. Þetta er fræðirit og kann meira að segja að hafa hagnýtt gildi sem slíkt. Á ég þá við beint hagnýtt gildi, t.d. í skólastarfi, því óbeint hagnýtt gildi fræða sem þessara verður aldrei með vissu reiknað. Það er íþrótt að segja í einföldu máli frá þvi sem er í sjálfu sér flókið en það tekst höfundi þess- Framhald á bls. 25 Matthfas Jðnasson. hefur af að hugsa, velta fyrir sér hlutunum. Matthias Jónasson er i þeim skilningi mikill rithöfundur að hann setur efni sitt svo skipu- lega fram að tæpast verður á Matthfas Jónasson: FRUMLEG SKÖPUNARGÁFA. 330 bls. Heimskringla. Rvík, 1976. Til skamms tíma voru sálfræð- ingar og uppeldisfræðingar ekki fleiri en svo hérlendis aó telja mátti á fingrum sér. Þeir voru ný menntastétt, höfðu allir numið er- lendis og fluttu með sér ný vísindi sem alþýða manna fékk undir eins áhuga á. Þá var ekki komið í tísku að búa til vandamál, allra síst vandamál sem menn síðan réðu ekki við að leysa. Hinir fyrstu íslensku sálfræðingar voru fyrst og fremst akademískir fræðimenn sem höfðu safnað að sér þeirri þekkingu sem til þess tíma hafði komið fram i heim- inum og miðluðu henni fólki sem enn var opið fyrir fróðleik og hafði gaman af að íhuga, ígrunda, rökræða. Ötulastur og þar með fremstur i þessum fámenna hópi var dr. Matthias Jónasson, ágætur kennari, lærður vel í sinni grein, þar að auki heimspekilega sinn- aður og — miðað við íslenska ein- angrun fræðigreinar sinnar og erfiðleikana við að koma fræði- ritum á prent hérlendis — afkastamikill rithöfundur. wFrumleg sköpunargáfa« er erfið bók en skemmtileg ef maður gefur sér tíma til að lesa hægt og brjóta til mergjar. Matthias Jónasson er kröfuharður fræði- maður en jafnframt varkár og tekur krók fyrir keldu í þekk- ingarleit sinni, það er að segja fullyrðir ekkert nema sannprófa um leið. Kjörefni hans hefur verið og er mannshugurinn og starf hans — hugsunin. Viðfangs- efnið er bæði vísindalegt og heim- spekilegt, byggir á tölulegum rannsóknum annars vegar en hins vegar á kenningum sem gáfaðir menn hafa kastað fram af hyggju- viti sínu. í slikri grein verður að byrja á að vega, meta og skil- greina sérhvert hugtak; því — eins og höfundur segir — »frum- leg sköpunargáfa er margbrotin og jafnvel óræð — irrational — i einhverjum þáttum sinum.« Matthías Jónasson bendir á að margbreytileiki frumlegrar sköpunargáfu endurspeglist í menningunni. En hvað er þá menning? Og hvað er maður? Um það segir hann: wLifveran »maður« á sér langa þróunarsögu og trúlega enn þá lengri forsögu sameiginlega með spendýraættinni. Skynviðbrögð og óskeikul eðlisvisun stjórnuðu þá atferlinu. Þessi ómeðvituðu stjórnunarkerfi eru enn þá virk í lífeðlislega þýðingarmiklum at- höfnum, þó að þeirra virðist litt gæta í meðvituðu, ásetnings- bundnu atferli hins menntaða nú- tímamanns.« Maðurinn er sem sagt ekki allur þar sem hann er séður, lífsþráður hans rekur sig aftur í myrkviði forSögunnar. Þar á móti er sá timi, sem hann er búinn að lifa nútimalífi, eins og hvert annað leiftursnöggt andartak, viðbrögð hans innst inni geta verið frum- mannsins þó svo að látæðið sýnist hámenntað, Greind hans og gáfa er því hvorki uppfinning sálfræðinga á tuttugustu öld né eitthvað sem sprottið hefur upp með menning- unni heldur eiginleikar sem verið hafa að þróast jafnlengi og hendur til að grípa með og eyru til að heyra. Eða hver kannast ekki við að hafa heyrt einn úr- skurðaðan »gáfaðan« en annan »heimskan« og það bæði raka- laust og óvísindalega og án nokk- urrar sálfræði, vægast sagt! Á orðunum greind, gáfa og skyn- semi er talsverður blæbrigða- munur þó þau séu líka stundum notuð hvert í annars stað. »Gáfaður« maður þarf ekki að vera »skynsamur«, það er að segja hygginn. Atferli hans kunna meira að segja að þykja i fyllsta máta óskynsamleg. Skemmtilegastur þykir mér sá kaflinn f þessari bók sem höf- undur nefnir Skilsmun greindar og sköpunargáfu. Þar skýrir hann meðal annars frá athugunum I hugans leynum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.